Morgunblaðið - 30.08.2022, Page 8

Morgunblaðið - 30.08.2022, Page 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2022 Fram undan er ný kjaralota á vinnumarkaði og hún hefur þegar kallað fram óraunsæjar kröfugerðir og lítt dulbúnar hót- anir um verkfallsátök. Samtök at- vinnulífsins, SA, hafa tekið saman upplýsingar um hve mjög slíkar kjaralotur dragast á langinn hér á landi, samningar dragast jafnvel ár- um saman með til- heyrandi óvissu og kostnaði. - - - SA benda á að verkalýðsfélög hér á landi séu margfalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndunum og sömu sögu sé að segja um fjölda kjarasamninga. Þetta verður til þess að hér eru 530 starfsmenn að meðaltali á bak við hvern samning en yfir fimm þúsund í Noregi og 10 þúsund í Svíþjóð. Miðað við hinar Norðurlandaþjóðirnar ættu kjara- samningar hér að vera 15-30 en ekki 330 eins og raunin er. - - - Að auki er hlutfall launamanna í stéttarfélögum langhæst hér á landi, eða yfir 90%. Hin norrænu löndin komast næst okkur með hlutfallið 50-65%. Annars staðar í þeim ríkjum sem við horfum helst til er hlutfallið mun lægra. - - - Um nokkurt skeið hafði ríkt sæmilegur friður á vinnu- markaði. Svo tóku við nýir for- ystumenn í launþegahreyfingunni sem líta átök jákvæðum augum. Þessir forystumenn hafa mikil völd þrátt fyrir umboðsleysi sitt, en þeir ríkja í krafti lítils hluta félags- manna sinna. - - - Ísland getur ekki búið við þetta ástand áfram. Landsmenn hafa ekki efni á slíkum vinnubrögðum. Breytinga er þörf á vinnumarkaði. Úrelt fyrirkomulag á vinnumarkaði STAKSTEINAR Fagfólk STOÐAR veitir nánari upplýsingar og ráðgjöf Trönuhrauni 8 | s. 565 2885 | stod.is K design Léttu þér lífið með hágæða ítalskri hönnun Sturtustóll með baki og örmum Stöðugur og vandaður sturtustóll með góða burðargetu. Hæðarstillanlegir fætur. Verð: 22.890,- Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands Nettur sturtukollur Hentar vel í litla sturtuklefa. Hæðarstillanlegir fætur. Verð: 9.890.- Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Vegna aukinna umsvifa fram undan hafa Faxa- flóahafnir auglýst eftir réttindafólki, skipstjórum og vélstjórum, til hafnarþjónustu. Enn fremur er unnið að nýju skipulagi vegna styttingar vinnu- vikunnar, samkvæmt upplýsingum Gísla Jóhanns Hallssonar yfirhafnsögumanns. Eins og fram kom í nýlegu viðtali við Gísla, hér í blaðinu, stefnir í gífurlega fjölgun skemmti- ferðaskipa til Reykjavíkur næsta sumar. Nú þeg- ar hafa verið bókaðar 267 skipakomur en komur farþegaskipa á þessu sumri eru áætlaðar 183. Þá hefur orðið talsverð fjölgun á komum varð- og herskipa. Þessi skip þurfa öll að taka hafnsögu- mann, lóðs, til að sigla til og frá bryggju. Faxaflóahafnir eru með starfsstöðvar í Reykjavík, á Akranesi, á Grundartanga og í Borgarnesi. Störfin í hafnarþjónustu felast í leið- og hafnsögu skipa, skipstjórn og vélstjórn á dráttarbátum. Einnig hafnarvörslu, móttöku skipa og öðrum tilfallandi störfum. Umsóknar- frestur er til 11. september. Í auglýsingu Faxaflóahafna eru öll kyn hvött til að sækja um. sisi@mbl.is Þurfa að bæta við sig lóðsum - Næsta sumar hafa 267 farþegaskip verið bókuð Morgunblaðið/RAX Siglt til hafnar Hafnsögumenn lóðsa skemmti- ferðaskipin að og frá bryggju í Reykjavík. Heiða Björg Hilmisdóttir borgar- fulltrúi verður næsti formaður stjórn- ar Sambands íslenskra sveitarfélaga en atkvæðagreiðslu meðal lands- þingsfulltrúa lauk í gær. Á kjörskrá voru 152 landsþings- fulltrúar og var kosningaþátttaka 98,03%. Fékk Heiða Björg 76 atkvæði eða 51,01% en Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri hlaut 73 atkvæði eða 48,99%. Heiða Björg tekur við embættinu af Aldísi Hafsteinsdóttur núverandi formanni á landsþingi í lok septem- ber. Fram að því segist Heiða ætla að nýta tímann vel til undirbúnings. „Ég er auðmjúk og þakklát fyrir að vera treyst fyrir þessu hlutverki og spennt að takast á við það,“ sagði hún við Morgunblaðið. „Ég veit að þetta er gríðarlega mikilvægt og ég mun leggja mig alla fram um að vinna með öllum.“ Spurð um helstu áherslumál nefnir Heiða Björg stöðu sveitarfélaga og að efla sambandið sjálft. „Við þurfum að tryggja tekjustofna sveitarfélaganna og grundvöll þeirra. Svo þarf líka að efla sambandið sem okkar samstarfs- og samtalsvettvang. Það er margt öfl- ugt fólk þar og við getum eflaust unn- ið miklu þéttar og betur saman og ég hlakka til þess. Ég er búin að heyra í mjög mörgum síðustu vikur og marg- ar hugmyndir og mikil gerjun um allt land.“ Heiða Björg var kjörin varafor- maður Samfylkingarinnar í febrúar 2017. Hún hefur setið í borgarstjórn Reykjavíkur í níu ár og verið varafor- maður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga síðustu fjögur ár. Heiða Björg nýr formaður SAS - Þremur atkvæðum munaði í kjörinu Nýr formaður Sandra Líf Ocares, sem sat í kjörstjórn, afhenti Heiðu Björgu Hilmisdóttur blómvönd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.