Morgunblaðið - 30.08.2022, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.08.2022, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2022 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hugmyndir um að Alexandersflug- völlur við Sauðárkrók verði varavöll- ur fyrir aðra velli landsins þar sem millilandaflug gæti farið um eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir fjórum árum lagði Bjarni Jónsson, þingmaður VG, fram á Alþingi fyrirspurn um hvaða fjárfestingar þyrfti svo Alex- andersvöllur gæti orðið vottaður varaflugvöllur fyrir millilandavélar sem ekki gætu lent á öðrum flug- völlum landsins. Í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, þá samgöngu- ráðherra, kom fram að fjárfestingin sem til þyrfti vegna þessa gæti verið á bilinu 4-5 milljarðar króna. Malbik, ljós og nýtt fjarskiptakerfi Margt þyrfti til, svo sem að leggja nýtt malbik á flugbrautirnar, setja upp ný lendingar- og aðflugsljós og endurnýja fjarskiptakerfi flugvallar- ins. Einnig þyrfti að gera ýmsar ráð- stafanir fyrir toll- og landamæra- vörslu en miklar og stífar öryggis- kröfur eru gerðar á og í kringum millilandaflugvelli. Sömuleiðis þyrfti að koma upp á flugvellinum öflugu slökkviliði og snjómoksturssveit. Þá greindi ráðherrann frá því í svarinu, sem er sem fyrr segir frá 2018, að árlegur rekstrarkostnaður milli- landaflugvallar væri á bilinu 400-600 m.kr. á ári. Á núvirði eru það 740 m.kr. Fyrrgreindur kostnaður við uppbyggingu á verðlagi dagsins í dag væri þá liðlega sex milljarðar króna. Þurfa ekki fleiri „Akureyrarflugvöllur og Egils- staðaflugvöllur þjóna mikilvægu hlutverki sem innanlandsflugvellir. Vegna þess hlutverks og með tilliti til öryggissjónarmiða og til að tryggja flugsamgöngur til landsins voru þeir einnig byggðir upp sem varaflugvellir fyrir millilandaflug. Ekki hefur verið talin brýn þörf á að fjölga slíkum flugvöllum,“ sagði í svari ráðherrans. Þess má geta að Bjarni Jónsson vinnur nú að þings- ályktunartillögu um eflingu flugvall- arins nyrðra og hyggst leggja hana fram á Alþingi innan tíðar. Stjórnvöld nái utan um vanda Alexandersflugvöllur var einnig til umfjöllunar á Alþingi á síðasta ári. Þá skilaði öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna inn um- sögn um málið og sagði að vissulega væri satt og rétt að flugvöllurinn við Sauðárkrók væri vel staðsettur með tilliti til veðurs og vinda. Hins vegar væri verðugra að gera fyrr á stigum endurbætur á öðrum varaflugvöll- um, á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík, áður en ný lönd væru numin. „Að öllu samanlögðu mælum við með því að uppbyggingu Alex- andersflugvallar verði frestað þang- að til raunhæft tilefni skapast og stjórnvöld hafa náð utan um þann al- varlega vanda sem er til staðar á þeim flugvöllum sem nú þegar eru í reglubundinni notkun,“ segir í um- sögn sem Ingvar Tryggvason, for- maður öryggisnefndar FÍA, skrif- aði. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Aðflug Horft út um glugga stjórnklefa þegar komið er inn til lendingar á Alexandersflugvelli við Sauðárkrók. Uppbygging flugvall- ar kostar 6 ma. króna - Alexandersflugvöllur oft verið ræddur - Þörf ekki brýn Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bjarni Guðmundsson hlaut Borg- firsku menningarverðlaunin og Anton Helgi Jónsson hlaut Ljóða- verðlaun Guðmundar Böðvars- sonar. Tilkynnt var um verðlaun, sem veitt eru úr Minningarsjóði Ingibjargar Sigurðardóttur og Guð- mundar Böðvarssonar frá Kirkju- bóli í Hvítársíðu, við athöfn í Reyk- holtskirkju síðastliðinn sunnudag. Menningarverðlaunin hlaut Bjarni Guðmundsson, rithöfundur, fræðimaður og fyrrverandi prófess- or á Hvanneyri, fyrir yfirgrips- mikið starf við að miðla og varð- veita þekkingu um búskaparhætti á Íslandi, nánast frá landnámi og fram á þennan dag, með fjölda rita og bóka. Í rökstuðningi kemur fram að hann býr yfir mikilli þekk- ingu á þessu efni úr uppvexti sínum ásamt því að hafa tamið sér og lært vísindaleg vinnubrögð til þess að afla upplýsinga. Saga búskapar- hátta er jafnframt saga um lifnað- arhætti og kjör fólks á hverjum tíma. Sérstaklega er nefnt að fjallað sé um sögu og tilurð mjólkurskólans á Hvanneyri í bókinni „Konur breyttu búháttum“. Þar séu mik- ilvægar upplýsingar sem hefur ekki verið fjallað mikið um áður. Bjarni á sem kunnugt er stóran þátt í til- urð Landbúnaðarsafnsins á Hvann- eyri og stjórnaði því um árabil en það er bæði skemmtilegt og fróð- legt að skoða, eins og sagt er í rök- stuðningi dómnefndar. Tvíræðni og margræðni Ljóðaverðlaunin hlaut Anton Helgi Jónsson skáld. Hann hefur gefið út fjölda ljóðabóka og heldur úti vefsíðunni anton.is þar sem hann birtir ljóð sín. Meðal helstu höfundareinkenna Antons Helga, að því er fram kemur í rökstuðningi dómnefndar, er ríkt skopskyn sem með tímanum hefur fengið æ dýpri undirtóna. Hann beitir heimspeki- legri nálgun á viðfangsefnin sem geta verið afar hversdagsleg, jarð- bundin og líkamleg. Einföld sem flókin fyrirbæri eru skilgreind upp á nýtt með frumlegum og óvæntum hætti. Tvíræðni og margræðni eru meðal helstu einkenna í skáldskap hans. Ljóðin afhjúpa hvers kyns mótsagnir mannlegs lífs, bresti samfélagsins en einnig einstak- lingsins. Anton Helgi hlífir ekki sjálfum sér. Skáldið hefur frábær tök á tungumálinu og tónfallið gerir ljóð- in að auki einstaklega vel til flutn- ings fallin. Dá ljóð Guðmundar Verðlaunahafar þökkuðu fyrir sig með eftirminnilegum hætti. Anton Helgi rakti þau áhrif sem ljóð Guð- mundar Böðvarssonar hafa haft á hann – og las meðal annars ljóð sitt „Rauðu skórnir“. Bjarni nefndi einnig hversu áhrifarík ljóðin væru og hve mikið hann hefði langað til að kynnast Guðmundi. Að lokum flutti hann Smiðjuljóð Guðmundar við eigið lag. Búnaðarsamtök Vesturlands, Ungmennasamband Borgarfjarðar. Samband borgfirskra kvenna, Rit- höfundasamband Íslands og afkom- endur Guðmundar og Ingibjargar á Kirkjubóli eiga aðild að minningar- sjóðnum. Formaður sjóðstjórnar er Ingibjörg Daníelsdóttir á Fróða- stöðum. Bjarni og Anton Helgi verðlaunaðir - Verðlaunum úr minningarsjóði Ingibjargar og Guðmundar úthlutað Bjarni Guðmundsson Anton Helgi Jónsson „Þegar fyrirtæki brjóta vísvitandi á launafólki þá þarf að refsa fyrir slíkt,“ segir Kristján Þórður Snæ- bjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands. Tilefnið eru fréttir Morgun- blaðsins og fleiri fjölmiðla í síðustu viku um meintan stórfelldan launa- þjófnað á veit- ingastöðunum Flame í Katrínar- túni og Bambus í Borgartúni í Reykjavík. Grun- ur um þjófnaðinn vaknaði þegar fólk frá vinnu- staðaeftirliti stéttarfélaga fór í vett- vangseftirlit á umrædda staði. Verkalýðshreyfingin hefur, segir forseti ASÍ, lengi barist fyrir því að sektir verði lagðar á fyrirtæki sem steli launum af fólki, aukinheldur sem greidd verði leiðrétt laun og skaðabætur fyrir misgjörðina. Það eigi að vera refsivert að brjóta á launafólki. „Þessu hafa samtök atvinnurek- enda ekki verið fyllilega sammála. Voru þó tilbúin til þess að bæta inn ákvæðum sem að okkar mati gagnast ekkert. Flókið, svifaseint og bitlaust fyrirkomulag getur ekki styrkt stöðu launafólks á raunveru- legan hátt. Jafnframt hefur skort vilja hjá sumum stjórnmálamönnum til að stíga fram og taka afstöðu með launafólki,“ segir Kristján Þórður og bætir við: „Við sem samfélag þurfum að setja upp raunverulegar varnir til handa launafólki með hagsmuni þess að leiðarljósi. Það verður að stöðva skussanna sem fá óhindrað að stýra og reka fyrirtæki en lenda síendur- tekið í gjaldþrotum eða stunda launaþjófnað.“ Fjöldi mála á hverju ári og eftirlit nauðsynlegt Á ári hverju kemur upp talsverður fjöldi mála þar sem brotið er á launa- fólki með launagreiðslur eða rétt- indi. Forseti ASÍ segir að með eft- irliti stéttarfélaga hafi tekist að heimsækja mikinn fjölda vinnustaða á undanförnum árum og hafa tal af miklum fjölda fólks. Sem betur fer séu málin oftast í góðum farvegi en því miður komi upp verulega slæm dæmi líkt og í síðustu viku. Fyrir þol- endur þessara brota skipti máli að eftirlit stéttarfélaganna, sem þau standa straum af, sé til staðar. sbs@mbl.is Brotlegum fyrir- tækjum verði refsað - Stöðva ber skussa, segir forseti ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 1428 Wide fit skór 11.990 kr Stærðir 37-42 Amy Gallabuxur 7.990 kr Stærðir 42-56 Kaffe Curve Jakkapeysa 13.990 kr Stærði 42-54 Nýjar vörur í Curvy Spennandi sendingar koma í hverri viku með nýjum haustvörum Sjáðu úrvalið eða pantaðu í netverslun www.curvy.is Opið í verslun Curvy við Grensásveg Alla virka daga frá kl. 11-18 og laugardaga frá kl. 11-16 Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.