Morgunblaðið - 30.08.2022, Síða 22

Morgunblaðið - 30.08.2022, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2022 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning 21x125mm, panill 10x85mm, pallaefni 21x145mm, 21x140, 90x21mm, útihurðir 5,4cmx210cm (80,90 og 100cm) o.fl. Eurotec skrúfur, Penofin og Arms- trong Clark harðviðarolíur. NÝKOMIÐ BANKIRAI HARÐVIÐUR 21X145MM VERÐ 1.950 KR LENGDARMETERINN slétt beggja megin fasað og ofnþurrkað. Lengdir frá 2.44 metrar upp í 5,50 metrar. Upplýsingar hjá Magnúsi á magnus@vidur.is og í símum 6600230 og 5611122, og frá 10-14 á Indus ,Óseyrarbraut 2 Hafnarfirði. Málarar MÁLARAR Tökum að okkur alla almenna málningarvinnu. Unnið af fagmönnum með áratuga reynslu, sanngjarnir í verði. Upplýsingar í síma 782 4540 og loggildurmalari@gmail.com Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Stærð 12 - 22 Verð kr. 3.900,- NETVERSLUN www.gina.is Sími 588 8050 - vertu vinur Bílar 7/2022 óekin VW ID5 GTX 4x4 300 hö. rafmagnsbíll Eigum nokkra liti til afhendingar strax.77 kWh batterí uppgefin drægni 493 km. Það er margra mánaða bið eftir svona bíl svo nú er tækifæri að ná í bíl áður en þeir hækka um 1.5 milljón í verði í vetur. Verð: 8.590.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 10–18 virka daga. Vantar þig pípara? FINNA.is 200 mílur Raðauglýsingar Nauðungarsala UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: SARA, KE, Keflavík, (FISKISKIP), fnr. 1618, þingl. eig. Brimaldan ehf., gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Austurlandi og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 6. september nk. kl. 09:00. Hátún 1, Keflavík, fnr. 208-8331, þingl. eig. Jakub Polkowski, gerðar- beiðendur HS Veitur hf., Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra og Reykjanesbær, þriðjudaginn 6. september nk. kl. 09:20. Fífumói 1A, Njarðvík, 50% ehl. gþ., fnr. 209-3132, þingl. eig. Birgitta Rut Fox Helgadóttir, gerðarbeiðandi Greiðslumiðlun ehf., þriðjudag- inn 6. september nk. kl. 10:00. Seljudalur 26A, Njarðvík, fnr. 231-2556, þingl. eig. Arnar Már Jónsson, gerðarbeiðendur Elvar Hallgrímsson og Húsnæðissjóður, þriðjudag- inn 6. september nk. kl. 10:20. Skógarbraut 919, Ásbrú, fnr. 230-8453, þingl. eig. Þórhallur Guðmundsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra, þriðjudaginn 6. september nk. kl. 10:40. Gerðavegur 14C, Garði, 3,924% ehl. gþ., fnr. 233-2952, þingl. eig. Jóhannes Ingi Sigurðsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norður- landi vestra, þriðjudaginn 6. september nk. kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 29. ágúst 2022 UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Uppboð mun byrja á Vatnsnesvegi 33, 230 Reykjanesbæ, þann 8. september nk., kl. 12:15, á eftirfarandi ökutækjum sem hér segir: AYN95 AYP13 GOK78 GZY19 LGF34 NED77 RXF36 SNG31 ZLM08 Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 29. ágúst 2022 Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Erlent hand- verksfólk kl. 10-12. Handavinna kl. 12-16. Pútthópur kl. 13. Hádegis- matur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Prjónað til góðs kl. 8.30-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Myndlistar- hópurinn Kríur kl. 12.30-15.30. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13-13.10. Síð- degiskaffi kl. 14.30-15.30.Þátttökulistarnir komnir fram í holið, núna er hægt að skrá sig í félagsstarfið fyrir veturinn. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á könn- unni. Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10. Núvitund með Álfhildi frá kl. 11. Listaspírur kl. 13. Allir velkomnir! Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Dansleikfimi með Auði Hörpu kl. 10.30. Hádegismatur kl. 11.30. Félagsvist kl. 13. Kaffi kl. 14.15. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Brids kl. 13. Helgistund kl. 14, prestur frá Grensáskirkju þjónar. Hádegis- matur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Borgum Botsía kl. 10. Helgistund kl. 10.30. Spjallhópur í listasmiðju kl. 13. Gleðin býr í Borgum. Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni. Opin handverksstofa kl. 9-12. Hópþjálfun í setustofu kl. 10.30-11. Opin handverksstofa kl. 13-16 og síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Allar nánari upplýsingar í síma 411 9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar :) Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffikrókur á Skólabraut frá kl. 9. Pútt á flötinni við Skólabraut kl. 10.30. Fyrsta söngstund með Bjarma er á morgun miðvikudag kl. 11. Einnig minnum við á vöfflukaffið og kynninguna á vetrardagskránni á morgun miðvikudag milli kl. 14 og 16. Allir velkomnir. Morgunkaffi í kirkjunni milli kl. 9 og 11 og kyrrðarstund kl. 12. ✝ Guðrún Hug- borg Marinós- dóttir snyrtifræð- ingur fæddist í Reykjavík 27. sept- ember 1953. Hún lést 30. júlí 2022 á Háskólasjúkrahús- inu í Torrevieja á Spáni. Guðrún var dótt- ir Einu Laufeyjar Guðjónsdóttur, f. 28. september 1930, d. 6. júní 2014, og Marinós Jóhannssonar, f. 10. september 1932. Systur hennar eru Sigrún, Inda og Fjóla og samfeðra þeim eru Thelma og Ragnar. Guðrún eignaðist fyrstu dótt- ur sína, Rósu Johansen, 16. jan- úar 1971, með Carli Jónasi Jo- Guðrún hóf skólagöngu sína í Öldutúnskóla og þaðan lá leið hennar í Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Eftir mennta- skólaárin lauk Guðrún námi í snyrtifræði og verknámi hjá þáverandi tengdamóður sinni, Rósu Jónasdóttur snyrti- sérfræðingi. Gunna, eins og hún var kölluð, naut sín best við að þjóna öllum og ávallt reiðubúin að hjálpa öðrum. Vinnusemin nýttist vel þegar Nonni og hún voru að byggja Skagaselið. Lífið var erfitt eft- ir fráfall Nonna og síðan and- lát sonarins Þóris langt fyrir aldur fram. Andlát þeirra markaði djúp spor á sál hennar og hafði mikil áhrif á líf henn- ar. Síðustu þrjú árin eða allt til dauðadags hafði Gunna búið hjá Ásu Gróu dóttur sinni og fjölskyldu en þau eru búsett á Spáni. Minningarathöfn Guðrúnar verður haldin í Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 30. ágúst 2022, kl. 15. hansen, en þá voru þau aðeins 17 ára gömul. Guðrún giftist Jóni Magnúsi Stein- grímssyni (Nonna), f. 10. júlí 1940, d. 13. mars 2007, árið 1977. Þau eignuð- ust börnin Ásu Gróu Jónsdóttur, f. 2. janúar 1977, Fjólu Jónsdóttur, f. 1979, en hún lést skömmu eftir fæðingu, og Þóri Jónsson, f. 13. ágúst 1982, d. 23. apríl 2017. Barnabörn Guðrúnar eru sex talsins, Hlynur Kristján, Carl Jónas, Jón Árni, Viktoría Rán, Michael og Emelia Guðrún. Langömmubörnin eru orðin fimm. Árið 1968 voru nokkrar ungar stúlkur í Flensborg sem ákváðu að stofna saumaklúbb. Nú árið 2022 er sá saumaklúbbur enn við lýði og starfar af fullum krafti. Guðrún Marinósdóttir var ein þessara stúlkna, en hún er nú lát- in, 68 ára að aldri. Við hinar sökn- um góðrar vinkonu til áratuga og vitum að engin getur fyllt það skarð sem hún skilur eftir sig. Gunna, eins og hún var alltaf köll- uð, var nefnilega með eindæmum fyndin og skemmtileg. Hún var alltaf hlæjandi og sá það jákvæða í flestum aðstæðum. Eftir að gagnfræðaprófinu lauk fór hún fljótlega að læra snyrtifræði og vann við fag sitt meira og minna alla tíð. Gunna varð ung móðir þegar hún eignaðist Rósu, 16. janúar 1971. Nokkrum árum síðar kynntist hún tilvonandi eiginmanni sínum, Jóni Magnúsi Steingrímssyni. Þau eignuðust tvö börn saman, þau Ásu Gróu 2. janúar 1977 og Þóri 13. ágúst 1982. Þau byggðu sér hús í Skagaseli 2 í Breiðholti og eignuðust þar fallegt fjöl- skylduheimili. Jón og Gunna voru hamingjusöm hjón og afar sam- hent. Þau ferðuðust mikið en eyddu þó mestum tíma sínum í Purkey þar sem Jón hafði byggt hús, en honum þótti mjög vænt um eyjuna. Tíminn leið við vinnu og ferða- lög í Purkey með fjölskyldunni og heima í Seljahverfinu. En fljótt skipast veður í lofti því skyndi- lega greinist Jón með krabba- mein og var það upphafið að mik- illi þrautagöngu hans og fjölskyldunnar allrar. Hann var veikur í nokkur ár og lá ýmist á sjúkrahúsum eða heima. Síðasta árið var Gunna heima alveg við hans hlið, daga og nætur. Jón lést síðan 13. mars 2007 og varð hann Gunnu mikill harmdauði. Börnin hennar voru hennar akkeri í líf- inu og urðu þau enn nánari eftir lát Jóns. Gunna bjó oft og stund- um lengi hjá Ásu Gróu og fjöl- skyldu hennar. Gunna og börn hennar voru mjög náin, það var því mjög erfið reynsla fyrir Gunnu og dætur hennar þegar Þórir varð bráðkvaddur 23. apríl 2017. Gunna hafði lengi átt við mikla verki að stríða, sérstaklega í baki og versnaði heilsa hennar mjög hin síðustu ár. Það var Gunnu erfitt að hætta að vinna þar sem hún var mjög félagslynd og mannblendin. Hún bjó í heimabæ sínum Hafnarfirði um tíma eftir að hún veiktist en fluttist síðan til Ásu Gróu og fjölskyldu hennar til Spánar. Þar átti hún heima sl. þrjú ár. Gunna var flutt á sjúkra- hús á Spáni 29. júlí og lést þar daginn eftir. Saumaklúbburinn hefur nú misst tvo meðlimi úr hópnum þær Gunnu og Svandísi. Það er alltaf mikil sorg að kveðja ein- hvern sem hefur verið svo náin okkur áratugum saman. Við söknum hennar og hugsum um hversu mikil áhrif fráfall hennar muni hafa á hópinn okkar nú þeg- ar gleðin hennar Gunnu og hlátur hefur þagnað. Við þökkum henni góða og ógleymanlega vináttu i öll þessi ár og óskum henni góðr- ar ferðar þangað sem ástvinir bíða hennar og munu taka vel á móti henni. Dætrum hennar, Rósu, Ásu Gróu og fjölskyldum þeirra send- um við innilegar samúðarkveðjur og biðjum guð að styðja þau í gegnum sorgina og hjálpa þeim fram á við eftir þetta mikla áfall. Öðrum ættingjum og vinum sendum við einnig innilegar sam- úðarkveðjur. F.h. saumaklúbbsins, Guðný Þ. Magnúsdóttir. Guðrún Hugborg Marinósdóttir ✝ Gréta Geirs- dóttir fæddist á Hjalteyri 19. des- ember 1939. Hún ólst upp í Hrísey og gekk í skóla á Akureyri. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 17. ágúst 2022 eftir skyndi- leg veikindi. For- eldrar hennar voru hjónin Elín Sveinsdóttir, húsmóðir, f. 1915, d. 2004, og Geir Sæmundsson, bátasmiður, f. 1910, d. 2003. Bróðir hennar var Gylfi Geirs- son, húsgagnasmiður, f. 1938, d. 1966. Eftirlifandi eiginmaður Grétu er Þórir Hörður Jó- hannsson, prentmyndasmiður, f. 20.9. 1937. Þau kynntust í Vaglaskógi og giftu sig í Laug- arneskirkju 20.9. 1958. Börn Grétu og Þóris eru: Jón- geir, f. 17.11. 1957, Grétar, f. 6.4. 1964, kona hans Tonie Gertin Sø- rensen, f. 23.10. 1969, Þórir Elías, f. 28.3. 1971, maki hans Silja Sigurð- ardóttir, f. 28.9. 1973, Elín Anna, f. 4.9. 1974. Barnabörn þeirra eru nú níu og barnabarnabörn sex. Gréta og Þórir hófu búskap í Kópavogi þar sem þau byggðu sér hús. Þau fluttu síð- an í Garðabæ árið 1984. Útför Grétu fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi í dag, 30. ágúst 2022, og hefst at- höfnin kl. 13. Mamma var dásamleg fyrir- mynd, hlý og örlát, alltaf tilbúin að hlusta og vera til staðar. Hún skapaði hlýlegt andrúms- loft, hvar sem hún var og hugs- aði vel um sína. Alltaf var allt skínandi hreint og á réttum stað. Þegar gesti bar að garði sagðist hún oft ekki eiga neitt með kaffinu en stuttu síðar var borðið fullt af kræsingum. Hún var límið sem heldur fjölskyld- unni og hefðunum saman með matarboðum, hlýlegri nærveru og rjómapönnukökum. Mamma var einstaklega þol- inmóð og óhrædd við að nýta sér nýjustu tækni og fylgjast með afkomendum sínum á sam- félagsmiðlum, en hún var ekki mjög ánægð þegar pabbi aug- lýsti óvart notaða hluti á henn- ar facebook-prófíl eins og t.d. handfærarúllur eða kamínur. Hún átti mörg skrautleg símtöl við tækniþjónustu símafyrir- tækjanna og gafst aldrei upp þótt tæknin væri að stríða henni með sífelldum breyting- um og uppfærslum. Mömmu leið best nálægt sjónum og síðustu árin bjó hún við sjávarsíðuna í Garðabæ þar sem hún gat horft á kvöldsól- ina. Hjónin áttu um árabil bát- inn Grétu KÓ6 sem gerður var út frá Kópavogi og færði björg í bú. Fiskibolluuppskriftin henn- ar verður seint toppuð innan fjölskyldunnar og þótt víðar væri leitað. Einnig voru farnar ógleymanlegar ævintýraferðir á Grétunni, eins og til Vest- mannaeyja á þjóðhátíð 1988 sælla minninga. Mamma elskaði að dvelja í sumarbústaðnum við Meðal- fellsvatn og tala við fuglana sem fengu veisluborð frá henni allt árið um kring rétt eins og fjölskyldan. Hjónakornin ferðuðust mikið saman, bæði innanlands og ut- an. Allt frá því að fara í ísbíltúr niður á höfn eða alla leið til Egyptalands svo eitthvað sé nefnt. Þau þeystust saman um landið þvert og endilangt und- anfarin sumur á húsbíl sem bar nafnið Frábær, oft í samfloti með öðrum fjölskyldumeðlim- um. Það var yndislegt hvernig mamma lagði rækt við það hversdagslega og gat séð skop- legu hliðarnar á tilverunni. Það var stutt í glensið og hún gat verið stríðin. Það lyfti stemn- ingunni upp á æðra plan. Nú er komið að leiðarlokum og kveðjum við mömmu full söknuðar og þakklætis fyrir allt það góða sem hún lagði okkur til í gegnum lífið. Góða ferð í sumarlandið, elsku mamma. Jóngeir Þórisson, Grétar Þórisson Þórir Elías Þórisson Elín Anna Þórisdóttir. Gréta Geirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.