Morgunblaðið - 30.08.2022, Page 24

Morgunblaðið - 30.08.2022, Page 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2022 40 ÁRA Unnur Sædís ólst upp á Drangsnesi en býr í Reykjavík. Hún er sérfræðingur í íþrótta- sjúkraþjálfun, með meistaragráðu frá Háskóla Íslands, og er í dokt- orsnámi við Gautaborgarháskóla. Unnur Sædís vinnur í Gáska sjúkraþjálfun en er í fæðingar- orlofi. Áhugamál hennar eru íþróttir, útivist og lifandi tónlist. FJÖLSKYLDA Dóttir Unnar er Stúlka Unnardóttir, f. 2022. For- eldrar Unnar eru hjónin Auður Höskuldsdóttir, f. 1952, fyrrver- andi sundlaugarvörður og fleira, og Jón Anton Magnússon, f. 1939, fyrrverandi skipstjóri. Þau eru búsett á Drangsnesi. Unnur Sædís Jónsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú átt það til að vantreysta sjálfum þér og ættir að forðast það og fylgja sann- færingu þinni eftir. Aðrir treysta þér til að vera nákvæmur. 20. apríl - 20. maí + Naut Það getur vakið ýmsar tilfinningar þegar ganga þarf frá persónulegum málum. Stattu fast á þínu því enginn sinnir þínum málum betur en þú sjálfur. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir því að ekki er allt sjálfgefið í þess- um heimi. Láttu því athugasemdir annarra eins og vind um eyru þjóta. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú mátt ekki láta aðfinnslur sam- starfsmanna þinna draga úr þér kjarkinn. Sérhvert markmið er mikilvægt ef því er sinnt af ákafa. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Fólkið í kringum þig hefur frá nægu að segja en þú kýst að draga þig í hlé. Reyndu að skipuleggja þig betur og gefðu tómstund- irnar ekki upp á bátinn. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Gættu þess að blanda þér ekki um of í málefni annarra því það gæti orðið til þess að þér yrði kennt um annarra mistök. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það er nokkur áskorun fólgin í því að halda væntingunum innan skynsamlegra marka. Mundu að hóf er best á hverjum hlut. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þótt þú sért úrkula vonar um að finna lausnina á vandamálinu sem þú glímir við skaltu ekki gefast upp. Búðu þig undir gott gengi og fjölda nýrra tækifæra. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Taktu til þolinmæðinnar og láttu tímann vinna með þér í viðkvæmu fjöl- skyldumáli. Gerðu þér far um að kynna þér málin ítarlega. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Í vændum er yndislegur og gáskafullur dagur. Njóttu þess að vera með öðrum í starfi og leik því félagsskapurinn mun endurnæra þig. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú ert eirðarlaus og þarft því að vera sérstaklega á verði svo tækifærin renni þér ekki úr greipum. Flestar breytingar verða vegna hversdagsegra hluta. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Nú er bæði rétti og rangi tíminn til að hefja viðræður. Nauðsynlegar ákvarðanir verður að taka þótt tilhugsunin um að flýja inn í heim ævintýranna freisti þín ákaft. kvikmyndum og útvarpsleikritum. Bjarni var einn af stofnendum Möguleikhússins 1990 og starfaði með því til ársins 2008. Þar lék hann fjölda hlutverka, leikstýrði, vann við leikmyndagerð og sinnti ýmsum öðr- um daglegum störfum í leikhúsinu. Þá stofnaði hann einnig Lukkuleik- húsið sem sýndi leikverk fyrir börn. Hann hélt leiklistarnámskeið og leik- stýrði ýmsum áhugaleikfélögum, m.a. Hugleik og Leiklistarfélagi Seltjarn- Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi í blikksmíði 1976. Hann var í Leiklistarskóla Ævars R. Kvar- an einn vetur og hóf seinna nám við Leiklistarskólann SÁL og útskrif- aðist frá Leiklistarskóla Íslands 1977. Eftir útskriftina úr Leiklistarskóla Íslands lék Bjarni í mörgum leiksýn- ingum, m.a. hjá Alþýðuleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar, Revíu- leikhúsinu og fleiri leikhópum. Auk þess lék hann í ýmsum íslenskum B jarni Ingvarsson fæddist 30. ágúst 1952 á Blöndu- ósi en ólst upp ásamt þremur systkinum sín- um á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, Austur-Húnavatnssýslu, við öll almenn sveitastörf þess tíma. Á Eyjólfsstöðum bjuggu, auk foreldra Bjarna, afi hans og amma og móður- systir. „Ég man þá tíð að hestar voru spenntir fyrir sláttu- og rakstrar- vélar, eldað var á AGA-koksvél, hitað upp með kolaofni og lýst með olíu- lömpum, en rafmagn kom að Eyjólfs- stöðum um 1960.“ Bjarni var í barnaskóla á Ásbrekku í Vatnsdal og í Héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði. Þá þrjá vetur sem Bjarni var í Reykjaskóla var hann virkur þátttakandi í íþrótta- og menningarlífi skólans, lék í skóla- leikritum og keppti fyrir hönd skól- ans í hástökki og öðrum íþróttum. Hann keppti í langhlaupum á héraðs- mótum og landsmótum með góðum árangri og var á tímabili á meðal bestu langhlaupara landsins. Haustið 1971 hóf Bjarni nám við arness og í rúmlega 20 ár Snúði og Snældu, leikfélagi eldri borgara. Meðfram leiklistinni stundaði Bjarni ýmis störf, s.s. almenna smíða- vinnu. Hann vann í mörg ár fyrir Búnaðarbanka Íslands og síðustu ár var hann umsjónarmaður eigna orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga. „Ég hef nú dregið saman seglin og nýt þess að ferðast innanlands og utan, stunda útivist með skemmtilegu Bjarni Ingvarsson leikari – 70 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Berglind, Finnbogi, Aðalbjörg, Bjarni, Ingibjörg og Arnkell. Mottóið er að lifa og njóta Útivist Bjarni á göngu yfir Jökulháls á Snæfellsnesi í góðra vina hópi. Elsta dóttirin Margrét ásamt börnum sínum, Ívari og Lilju. Til hamingju með daginn Reykjavík Stúlka Unnardóttir fædd- ist 2. júní 2022 kl. 16.57 á Landspítal- anum. Hún verður skírð á afmælis- degi móður sinnar í dag. Hún vó 3.470 g og var 51 cm löng. Móðir hennar er Unnur Sædís Jónsdóttir. Nýr borgari TÝR útiljós Íslensk fram leiðsla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.