Morgunblaðið - 30.08.2022, Síða 25

Morgunblaðið - 30.08.2022, Síða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2022 „HANN BJÓST EKKI VIÐ ÞVÍ AÐ ENDA HÉR - KOM EINS OG ÞRUMA ÚR HEIÐSKÍRU LOFTI.“ „ÞAÐ STENDUR SKÝRT OG GREINILEGA HÉRNA AÐ ÞETTA MEGI EKKI LIGGJA Á FLETINUM YFIR NÓTT.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að klæða sig vel fyrir kaldar vetrarnætur. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞETTA VAR ANNASAMUR DAGUR OF ANNA- SAMUR ÉG VERÐ AÐ GERA HELMINGI MEIRA AF ENGU Á MORGUN VIÐ FÆRUM ÞÉR BLÓM Í VASA… … FULLUM AF BJÓR! TAKK! KÆRAR ÞAKKIR! fólki og sinna öðrum áhugamálum. Mottó mitt er að lifa og njóta!“ Fjölskylda Eiginkona Bjarna er Aðalbjörg Jónasína Finnbogadóttir, f. 23.8. 1955, hjúkrunarfræðingur. Þau hafa búið á Seltjarnarnesi síðastliðin 20 ár. Foreldrar hennar voru hjónin Finn- bogi S. Jónasson, f. 16.5. 1923, d. 6.8. 1979, forstöðumaður Kristneshælis, og Helga Svanlaugsdóttir, f. 6.9. 1922, d. 5.7. 2013, hjúkrunarfræðingur. Börn Bjarna og Aðalbjargar eru tvíburarnir Ingibjörg, f. 14.2. 1995, ís- lenskufræðingur, stundar nú nám í skógfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Sambýlismaður hennar er Arnkell Arason, f. 22.7. 1994, matvælafræðingur, og Finn- bogi, f. 14.2. 1995, húsasmiður, stund- ar nú meistaranám í húsasmíði í Meistaraskólanum. Sambýliskona hans er Berglind Jónsdóttir, f. 29.10. 1997, viðskiptafræðingur. Dóttir Bjarna er Margrét, f. 25.11. 1980, hjúkrunarfræðingur. Maki hennar er Martin Duus Melhuus, f. 7.5. 1978, verkfræðingur. Þau eru búsett í Nor- egi en búa nú tímabundið í Houston í Texas. Börn þeirra eru Ívar Mar- grétarson Melhuus, f. 17.8. 2013, og Lilja Margrétardóttir Melhuus, f. 15.7. 2016. Systkini Bjarna eru Hulda Aðal- heiður Ingvarsdóttir, f. 24.4. 1948, bú- sett á Hólabaki í Húnavatnshreppi; Jenný Theodóra Ingvarsdóttir, f. 8.8. 1949, búsett í Reykjavík; og Stein- grímur Ingvarsson, f. 21.2. 1951, bóndi á Litlu-Giljá í Húnavatns- hreppi. Foreldrar Bjarna voru hjónin Ingvar Andrés Steingrímsson, f. 3.3. 1922, d. 12.4. 2009, bóndi á Eyjólfs- stöðum í Vatnsdal, og Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 8.6. 1923, d. 19.11. 2001, húsfreyja. Bjarni Ingvarsson Ingibjörg Kristmundsdóttir húsfreyja á Kötlustöðum Jón Baldvinsson bóndi og smiður á Kötlustöðum í Vatnsdal og víðar Jenný Rebekka Jónsdóttir húsfreyja á Eyjólfsstöðum Bjarni Guðmann Jónasson bóndi á Eyjólfsstöðum Ingibjörg Bjarnadóttir húsfreyja á Eyjólfsstöðum Jóhanna Jóhannsdóttir húsfreyja á Litla-Búrfelli Jónas Jóhannsson bóndi á Litla-Búrfelli í Svínadal og víðar Sigurlaug Guðlaugsdóttir húsfreyja í Hvammi Hallgrímur Hallgrímsson bóndi í Hvammi Theodóra Hallgrímsdóttir húsfreyja í Hvammi Steingrímur Ingvarsson bóndi í Hvammi í Vatnsdal Kristín Gísladóttir húsfreyja í Sólheimum Ingvar Þorsteinsson bóndi í Sólheimum í Svínadal Ætt Bjarna Ingvarssonar Ingvar Andrés Steingrímsson bóndi á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal Maðurinn Með Hattinn yrkir á Boðnarmiði: Frá hagyrðingum líða létt ljóðin slyng úr muna. Mörg er kynngi mögnuð frétt meitluð í hringhenduna. Enn yrkir Maðurinn: Hvað er vísan annað en orða og stuðlaleikur? Líkt og ýmsir aðrir menn iðka ég hann keikur. Benedikt Jóhannsson hélt áfram: Vísa er meira og annað en orða- og stuðlaleikur. Hún fögnuð andans fyllir menn ég fæst við hana keikur. Og Maðurinn aftur: Ekki hrímar andans þel, yrkir kíminn braginn. Nú skal ríma nokkuð vel nokkra tíma á daginn. Guðmundur Arnfinnsson um söguburð: Á Hofi, það er mín hyggja, er haustar og fer að skyggja, að Ámundi Rún hitti ofan við tún, þó oft megi satt kyrrt liggja. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir: Á gosstað menn standa í ströngu og -stígana fínpússa göngu-. Þeir puða um götur með graftól og fötur en gosið er hætt fyrir löngu. Gunnar J. Straumland segir „Ástarsögu úr Grunnafirði“: Undan sorta sólin braust, sálin fór að hlýna, þegar kollur kysstu á haust- kvöldi blika sína. Fyrirsögn á DV: „Grænmetisæta tröðkuð til bana af kúahjörð.“ Frið- rik Steingrímsson yrkir: Ýmsir virðast út um heim eta gras á túnum, svona fer nú fyrir þeim sem fóðri stela af kúnum. Hér segir Jónas Árnason frá fundi í Matmannafélaginu: Í fimm tíma fundurinn stóð og með ræddu af mestum móð ályktun þá sem kom formanni frá um að grásleppa söltuð sé góð. Sjálfslýsing eftir Þórarin Sveins- son Kílakoti: Skarðan drátt frá borði bar, barn að háttum glaður. Völl ég átti en ég var enginn sláttumaður. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Um vísuna og gras etið af túnum Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN Veitingar af öllum stærðum, hvort sem er í sal eða heimahúsi Nánar á veislulist.is Erfidrykkja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.