Morgunblaðið - 30.08.2022, Side 28

Morgunblaðið - 30.08.2022, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2022 Ísak Gabríel Regal isak@mbl.is It Hatched var frumsýnd á A-kvik- myndahátíðinni Austin Film Festi- val í fyrrahaust og vann einnig til verðlauna sem besta alþjóðlega myndin á Midwest Weird Fest- hátíðinni í byrjun mars á þessu ári. Kvikmyndin fjallar um kærustu- parið Pétur og Miru sem flytja frá erilsamri stórborg í Bandaríkjunum á afskekktan stað á Vestfjörðum í leit að friði og ró. Gamanið kárnar fljótt þegar forn vættur gerir vart við sig undir kjallara hússins og Mira verpir eggi. Á meðal leikara í myndinni eru þau Gunnar Kristins- son, Vivian Ólafsdóttir, Björn Jör- undur Friðbjörnsson, Þór Tulinius og Halldóra Geirharðsdóttir. It Hatched er leikstýrt af Elvari Gunnarssyni og framleidd af Hero Productions. Elvar er jafnframt handritshöfundur, kvikmyndatöku- maður og tónlistarframleiðandi að myndinni sem er hans fyrsta í fullri lengd. „Það sem að drífur myndina áfram er súrrealisminn,“ segir Elv- ar. „Í mínum augum er þetta gam- anmynd. Hún virðist vera hryllings- mynd í augum annarra en við höfum þó tekið eftir því að fólk hlær mikið að myndinni. Hún dansar í kringum umfjöllunarefnið á óþægi- legan hátt og kímnin og fáránleik- inn ýta að einhverju leyti undir hryllinginn.“ Íslenskar þjóðsögur og erlend kvikmyndagerð Af stiklunni af dæma virðist myndin undir miklum áhrifum frá ákveðnum tíma í kvikmyndasög- unni, þá helst frá því seint á átt- unda áratugnum og snemma á þeim níunda. „Það er algjörlega tímabilið sem myndin vitnar í og við reynd- um eins og við gátum að láta hana minna á eitthvað frá þeim tíma,“ út- skýrir Elvar. It Hatched er að hluta til á ensku og að hluta til íslensku en hún er í grunninn skrifuð út frá íslenskri og skandinavískri þjóðsagnahefð. Óvætturin í myndinni, Mara, kemur fyrst fyrir í Ynglinga sögu. Lagið „Bíum, bíum bambaló“ kemur einn- ig fyrir og myndin gerist á ramm- göldróttum slóðum fyrir vestan. „Myndin er bæði óður til Íslands og óður til erlendra mynda. Hún er leið fyrir mig að skoða aftur myndir sem ég hafði gaman af þegar ég var yngri og þessar óhugnanlegu ís- lensku þjóðsögur sem heilluðu mik- ið á æskuárunum. Myndin gerist líka á Ströndum þar sem langflestar galdrabrennur voru hlutfallslega á Íslandi og það eru ákveðin þemu í myndinni sem vísa í þann tíma, þá þegar kristnin og forneskjan mætt- ust á 17. öld,“ segir Elvar. Blóð, sviti og tár Elvar vill eðlilega ekki gefa of mikið upp en segir þó að fléttan taki nokkra óvænta snúninga. Hann seg- ist vilja taka sér góðan tíma í að anda og hvílast á milli verkefna enda gríðarmikil vinna sem fer í að búa til og gefa út kvikmynd í fullri lengd. „Þetta er bara tryllingur. Það er búið að taka mig sjö ár að gera þessa mynd, sem er ótrúlega súrrealískt. Á einhvern hátt hefur þetta verið eins og að upplifa sama hlutinn aftur og aftur, dag eftir dag. Það var auðvitað ákveðin bilun að fara af stað með myndina með ekk- ert í höndunum. Þetta hefði alveg geta endað illa en við vorum heppin að geta selt hana út,“ segir Elvar. Eins og áður segir hefur kvik- myndin verið að gera það gott er- lendis en hún fer ekki í almenna dreifingu fyrr en 6. september og þá kemur í ljós hvernig henni mun vegna fjárhagslega. Burtséð frá því er ljóst að afraksturinn af vinnunni hefur verið töluverður. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá leit þetta ekki út fyrir að ætla að verða að raun- veruleika í byrjun, en sjö árum síð- ar er myndin loksins að koma út. Það má segja að hún hafi kostað blóð, svita og tár,“ segir Elvar. Við tökur Elvar Gunnarsson er leikstjóri, handritshöfundur, kvikmynda- tökumaður og tónlistarframleiðandi að kvikmyndinni It Hatched. Hrollvekjandi Úr einu af mörgum hrollvekjandi atriðum It Hatched eða Það klaktist í íslenskri þýðingu. Súrrealismi og þjóðsagnaarfur - Ný íslensk hryllings-gamanmynd, It Hatched, frumsýnd í Laugarásbíói 9. september - Hefur gert það gott í Bandaríkjunum á undanförnu ári og fengið góðar undirtektir áhorfenda og gagnrýnenda Nostalgía Veggspjald It Hatched er í anda hrollvekja 8. og 9. áratug- arins sem veittu Elvari innblástur. Bandaríski rithöfundurinn Tess Gunty hlaut fyrir helgi verðlaun Waterstones-bókabúðakeðjunnar fyrir bestu skáldsögu sem nú eru veitt í fyrsta sinn. Verðlaunin hlaut Gunty fyrir bókina The Rabbit Hutch. Segir í bókinni af efnalitlu fólki í Vacca Vale í Indiana í Banda- ríkjunum. Er fjallað um fátækt og máttlítið velferðarkerfi, að því er segir í frétt enska dagblaðsins The Guardian um verðlaunin. Aðalper- sóna bókarinnar er fögur og greind ung kona, Blandine, sem gefst færi á að komast burt og hefja betra líf. Gunty hlýtur verðlaunafé að upp- hæð 5.000 sterlingspund, um 850 þúsund krónur, auk þess sem fyrir- tækið mun sinna henni vel í fram- tíðinni og kynna vel bækur hennar. Mun það hafa reynst Gunty þrautin þyngri að fá bókina gefna út. Segir hún í samtali við Guardian að hún hafi notið þess að skrifa hana en það hafi þó einnig verið erfitt og magnað upp óöryggið innra með sér. Því sé mikil gjöf að fá verðlaun- in. Gunty hlaut verðlaun Waterstones Verðlaun Tess Gunty er frá Indiana í Bandaríkjunum en býr í Los Angeles. The Rabbit Hutch er fyrsta skáldsaga hennar. Ruth Hanson varð fyrst kvenna til að koma með beinum hætti að kvik- myndagerð á Íslandi en hún var bæði íþróttamaður og frumkvöðull, eins og segir í tilkynningu frá Þjóð- minjasafni Íslands en þar verður í dag kl. 12 fluttur fyrirlestur um Hanson. Gunnar Tómas Kristófers- son, sérfræðingur á Kvikmynda- safni Íslands, flytur fyrirlesturinn. Árið 1927 gerði Hanson, í samstarfi við Loft Guðmundsson ljósmyndara og systur sína Rigmor, stutta dans- mynd sem kenna átti áhorfendum Flat-Charleston-dansinn. Fyrirlest- urinn er haldinn í tengslum við ljós- myndasýninguna I skyggen en á henni eru konur í hópi frumkvöðla á sviði ljósmyndunar í forgrunni. Þeir sem komast ekki í safnið geta hlustað á fyrirlesturinn á youtube- rás safnsins. Gunnar Tómas mun fara yfir ýmis afrek Ruthar á með- an hún bjó á Íslandi og lýsa því hvernig hún markaði sín eigin spor í kvikmyndasögu Íslands. Heldur fyrirlestur um Ruth Hanson Veiðivefur í samstarfi við

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.