Morgunblaðið - 30.08.2022, Side 29

Morgunblaðið - 30.08.2022, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ Bráðfyndin og skemmtileg gamanmynd fyrir alla fjölskylduna með uppistandaranum Jo Koy í aðalhlutverki Myndbandaverðlaun MTV, MTV Video Music Awards, voru afhent í fyrradag í New Jersey í Bandaríkjunum og hlaut Taylor Swift tvenn verðlaun, fyrir besta langa tónlistarmynd- bandið og svo aðalverðlaunin, tónlistarmynd- band ársins, við lagið „All Too Well“. Swift nýtti tækifærið og tilkynnti í þakkarræðu að tíunda plata hennar væri væntanleg í októ- ber. Segir á vef The Guardian að verðlauna- hátíðin hafi, á heildina litið, verið nokkuð furðuleg og ein af skrítnari uppákomum hennar þegar leikarinn Johnny Depp tróð óvænt upp, sagðist þurfa vinnu og taka að sér að skemmta í afmælum, fermingum, jarðar- förum og brúðkaupum. Helstu verðlaun kvöldsins fóru til þekktra tónlistarmanna og sveita og má sem dæmi hefna að Nicki Minaj hlaut verðlaun fyrir besta hipphoppmyndbandið og gömlu brýnin í Red Hot Chili Peppers fyrir besta rokk- myndbandið. Fjórir leikstjórar myndbanda sem tilnefnd voru sem þau bestu voru konur og vakti Swift athygli á því í þakkarræðu sinni og að þetta hefði aldrei gerst áður í sögu verðlaunanna. Þá komst hún sjálf í sögu- bækurnar fyrir að vera fyrsti tónlistarmað- urinn sem hlotið hefur verðlaun í þrígang fyrir myndband ársins og einnig að vera fyrst tónlistarmanna til að hljóta verðlaun fyrir myndband sem leikstýrt er af flytjandanum. Félagar Rapp- ararnir Eminem og Snoop Dogg voru léttir í sóf- anum. AFP/Andres Kudacki Tunglsljós Damiano David, söngvari ítölsku rokksveitarinnar Måneskin, fór mikinn. Lífleg Nicki Minaj var eldhress á sviði. Glæsilegur Rapparinn Lil Nas X er óhræddur við að sýna kroppinn, líkt og Damiano David. Piparkarlar Rokksveitin Red Hot Chili Peppers skemmti á hátíðinni. Gleðistund Taylor Swift bregst við tilkynningu þess efnis að hún hafi hlotið verðlaun fyrir myndband ársins. Swift sigur- sæl sem fyrr AFP/Angela Weiss AFP/Angela Weiss AFP/Angela Weiss AFP/Arturo Holmes AFP/Angels Weiss

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.