Morgunblaðið - 30.08.2022, Side 32
ELDRI BORGARAR:
Aðventurferðir til
Kaupmannahafnar 2022
Innifalið eru flug með Icelandair, skattar, gisting,
m/morgunverði á Hotel Skt. Petri 5*, rútuferðir,
kvöldverðir og annað samkvæmt dagskrá.
Fagþegar fá vildarpunkta fyrir ferðina, einnig er
hægt að greiða hluta ferðar með punktum
! ! ! ! !
1. ferð: 20.-23. nóvember
2. ferð: 27.-30. nóvember
3. ferð: 4.-7. desember – UPPSELT
Verð: 179.000 kr. á mann í tvíbýli.
Aukagjald v/gistingar í einbýli er 34.900 kr.
Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu
eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301,
einnig með tölvupósti í gegnum netfangið
hotel@hotelbokanir.is og á
www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is
Gist er á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri 5* sem er staðsett í miðborg
Kaupmannahafnar.
Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá
Sunnudagur: Flogið með Icelandair snemma morguns og lent í
Kaupmannahöfn á hádegi. Gisting á hinu glæsilega Hotel Skt.
Petri í miðborg Kaupmannahafnar. Um kvöldið er snæddur ekta
danskur matur á veitingastaðnum Karla sem er í göngufæri frá
hótelinu.
Mánudagur: Skoðunarferð um gamla bæinn með Ástu Stefáns-
dóttur leiðsögumanni sem gengur um slóðir Fjölnismanna og
fræðir farþega um sögu Kaupmannahafnar.
Þriðjudagur: Heimsókn í Jónshús, þar sem staðarhaldarinn Halla
Benediktsdóttir tekur á móti hópnum og fræðir um sögu hússins.
Um kvöldið er snæddur „Julefrokost“ í Tivoli á veitingastaðnum
Grøften. Eftir kvöldverðinn er hægt að skoða sig um í Tivoli sem
hefur verið breytt í „Juleland“ á Aðventunni.
Miðvikudagur: Sigling um síkin og Christianshavn meðan
hljómsveit Michael Bøving og félaga leikur jazztónlist og vana-
lega ríkir mikil stemning í þessum ferðum. Brottför frá hóteli á
Kastrup flugvöll síðdegis og flug til Íslands um kvöldið.
Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson
Fyrsta leikhúskaffi Borgarbókasafnsins í Kringlunni
og Borgarleikhússins fer fram í dag kl. 17.30. Þá
segja Maríanna Clara Lúthersdóttir, höfundur leik-
gerðar, og Stefán Jónsson leikstjóri frá uppsetningu
Borgarleikhússins á verkinu Á eigin vegum, leikgerð
eftir samnefndri bók eftir Kristínu Steinsdóttur.
Leikhúskaffið fer fram í Borgarbókasafninu í Kringl-
unni og að því loknu verður farið yfir í Borgarleik-
húsið þar sem boðið verður upp á stutta kynningu á
leikmynd og annarri umgjörð sýningarinnar. Borgar-
bókasafnið í Kringlunni og Borgar-
leikhúsið hafa boðið upp á leik-
húskaffi í nokkur ár þar sem
leiksýningar eru kynntar stuttu
fyrir frumsýningu. Leiksýn-
ingin Á eigin vegum verður
frumsýnd 16. september. Sig-
rún Edda Björnsdóttir leikur
ekkjuna Sigþrúði sem eltist við
jarðarfarir og stundar blaðburð
og garðyrkju af kappi.
Á eigin vegum í leikhúskaffi
ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 242. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Knattspyrnumaðurinn Emil Ásmundsson hefur þurft að
glíma við þrálát meiðsli mörg undanfarin ár. Fyrir yfir-
standandi tímabil tókst honum aðeins að spila tíu
deildarleiki á þremur tímabilum á undan; átta fyrir
Fylki sumarið 2019, engan fyrir KR sumarið 2020 eftir
að hann sleit krossband snemma á því ári, og svo tvo
leiki fyrir KR á síðasta tímabili. Eftir að hann fór að láni
til Fylkis um mitt sumar er hann kominn langt með að
jafna leikjafjölda sinn undanfarin þrjú ár á aðeins sjö
vikum hjá uppeldisfélagi sínu í Árbænum. »27
Emil kominn aftur á fulla ferð
ÍÞRÓTTIR MENNING
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Hið íslenska töframannagildi er
áhugafélag um töfrabrögð og félagar
í því eru einnig félagar í alþjóðlegum
samtökum töframanna, sem kallast
IBM, eða International Brotherhood
of Magicians,“ segir Gunnar Kr. Sig-
urjónsson forseti félagsins, en á þess
vegum ætlar hinn heimsfrægi bras-
ilíski töframaður Bernardo Sedlacek
að halda fyrirlestur á Íslandi á
morgun, miðvikudag, fyrir hérlenda
töframenn í Hinu íslenska töfra-
mannagildi.
„Bernando byrjaði að sökkva sér
ofan í töfrabrögðin þegar hann var
aðeins níu ára og með þrautseigju og
æfingu náði hann mjög langt á sínu
sviði. Hann fékk góða handleiðslu,
fyrst innan Brasilíu, síðan í Suður-
Ameríku og í Norður-Ameríku og
undanfarið í Evrópu. Núna starfar
hann alfarið við að halda fyrirlestra
fyrir aðra töframenn, en þá sýnir
hann brögð og útskýrir hvernig þau
eru gerð. Hann kennir ekki aðeins
brellur heldur fer hann líka í sál-
fræðina, hvernig hægt er að afvega-
leiða fólk án þess að það taki eftir því
þegar sýnd eru töfrabrögð. Þar fyrir
utan er hann afskaplega hæfileika-
ríkur tæknilega séð, hann meðhöndl-
ar spilastokk á þann máta að fólk
hreinlega gapir af undrun. Hann er
mikill meistari, enda búinn að stúd-
era töfrabrögð árum saman,“ segir
Gunnar og bætir við að Hið íslenska
töframannagildi hafi fengið erlenda
gesti hingað til lands árum saman.
„Við höfum haldið töfrasýningar
fyrir almenning frá því við stofn-
uðum félagið 2007 og notum þá tæki-
færið og fáum líka fyrirlestur frá við-
komandi gesti.“
Gunnar segir að innan félagsins
séu allflestir töframenn á Íslandi.
„Í töframannagildinu er líka fólk
sem er ekki mikið að sýna töfra-
brögð en hefur brennandi áhuga og
stúderar fræðin. Á vefsíðunni okkar,
toframenn.is, eru upplýsingar um
töframenn sem gefa kost á því að
koma fram og skemmta,“ segir
Gunnar sem hefur haft áhuga á
töfrabrögðum frá því hann var
krakki. „Þetta hefur blundað hjá
mér en ég hef verið á kafi í þessu frá
því við stofnuðum HÍT 2007. Ég fer
mikið til útlanda í þeim tilgangi að
bæta mig og fræðast. Ég fór til Kan-
ada á alheimsþingið og þar hitti ég
einmitt Bernardo, en hann hafði
samband við okkur að fyrra bragði,
hann langaði svo að heimsækja Ís-
land. Ég hef verið að koma fram við
ýmis tækifæri og sýna töfrabrögð, í
afmælisveislum og brúðkaups-
veislum. Til dæmis síðast núna á
laugardaginn kom ég fram í veislu
vina sem hafa hist áratugum saman.
Ég kom inn óvænt, sem er skemmti-
legt.“ Gunnar tekur fram að fyrir-
lesturinn með Barnando sé ekki öll-
um opinn, en þeir sem hafa áhuga á
að koma geti haft samband á net-
fangi félagsins, tofrar@tofra-
menn.is.
„Við getum ekki fyllt salinn af
fólki sem hefur kannski engan grunn
í töfrabrögðum, þetta er fyrir þá sem
hafa jafnvel áhuga á að gerast fé-
lagar í HÍT í framtíðinni.“
Heimsfrægur brasilísk-
ur töframaður á Íslandi
- Hið íslenska töframannagildi fær reglulega erlenda gesti
Bernardo Hann kennir ekki aðeins brellur held-
ur fer líka í sálfræðina sem þarf í töfrabrögð.
Gunnar Hann kemur fram við ýmis tækifæri og sýnir töfra-
brögð, meðal annars í afmælisveislum og brúðkaupum.