Morgunblaðið - 02.09.2022, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2. S E P T E M B E R 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 205. tölublað . 110. árgangur .
LÆGSTA VERÐIÐ
ER ÁBÚSTAÐAVEGI
Í REYKJAVÍK
FER LEIKANDI
LÉTT INN Í
MYRKRIÐ Á HEIMSMÆLIKVARÐA
SVEINAR EIÐS
SMÁRA SIGLDU Í
BIKARÚRSLIT
RÁÐHERRAR Á BOLAFJALLI 4 FH MÆTIR VÍKINGI 26HAMINGJUDAGAR 28
_ Allt útlit er fyrir að á þessu ári
sæki ríflega þrjú þúsund manns um
alþjóðlega vernd á Íslandi, sem eru
nær þrisvar sinnum fleiri en í fyrra.
Fátt bendir til þess að straumurinn
til landsins minnki í bráð, en þá yrði
fjölgunin sambærileg við það ef ein-
ar Vestmannaeyjar bættust við
íbúafjölda landsins á hverju ári.
Kostnaðurinn vegna verndar-
kerfisins hefur aukist mikið og
stefnir brátt í að vera fimm millj-
arðar á ári, en upphaflega var áætl-
að að hann myndi nema 3,5 millj-
örðum á þessu ári. Í þeim tölum er
ekki stóraukinn kostnaður félags-
málaráðuneytis og menntamála-
ráðuneytis.
Mestu munar um fólk á flótta frá
innrás Rússa frá Úkraínu, en jafn-
vel þegar sá fjöldi er undanskilinn
blasir við að straumurinn hingað til
lands hefur þyngst mikið. »14
Einar Vestmanna-
eyjar bætast við á ári
_ Yfir fimm tugir flóttamanna
komu til landsins í síðustu viku, þar
af 32 frá Úkraínu. Þá hafa alls
1.564 flóttamenn frá Úkraínu kom-
ið hingað til lands það sem af er ári
en í heild eru þeir 2.548 sem hafa
komið hingað frá upphafi árs. Þetta
segir Gylfi Þór Þorsteinsson, að-
gerðastjóri teymis um móttöku
flóttafólks frá Úkraínu.
„Það er ekkert launungarmál að
það er alltaf erfiðara og erfiðara að
finna húsnæði til lengri tíma fyrir
svona stóran hóp. Það er ekkert
hlaupið að því,“ segir hann.
„Þótt sveitarfélögin, sem við
þurfum svolítið að stóla á, séu öll af
vilja gerð er víða farið að þrengja
að hjá þeim.“
Hann segir að straumi flóttafólks
hingað til lands muni ekki linna á
næstunni, m.a. vegna þess að kulda-
tíð sé að ganga í garð. »6
Ekki hlaupið að því
að hýsa flóttafólkið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Á flótta Margir hafa komið frá Úkraínu.
Sólin skein í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar ný-
nemar í Menntaskólanum í Reykjavík fengu
hefðbundnar móttökur í skólanum þegar þeir
þurftu að þola tolleringar. Eldri nemendur
klæddir í tógu og með óhugnanlega andlitsmáln-
ingu, svokallaðir böðlar, sáu um að bjóða nýnem-
ana velkomna með góðlátlegum skepnuskap.
Mikið líf og fjör var á skólalóðinni þegar ljós-
myndara Morgunblaðsins bar að garði.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tolleringar og góðlátlegur skepnuskapur á nýnemadegi
Forseti bæjarstjórnar Voga hefur
óskað eftir fundi með forstjóra
Landsnets til að athuga hvort
mögulegt sé að komast að sameig-
inlegri niðurstöðu um lagningu
Suðurnesjalínu í gegnum sveitar-
félagið. Ágreiningur um legu lín-
unnar hefur tafið lagningu hennar
um mörg ár.
Yfirstandandi kafli deilunnar hef-
ur staðið yfir frá því á síðasta ári.
Þá synjaði bæjarstjórn Voga Lands-
neti um framkvæmdaleyfi til að
leggja nýja Suðurnesjalínu í loftlínu
samhliða eldri línu. Úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála taldi
ekki rétt að málum staðið og felldi
höfnunina úr gildi í byrjun október.
Skipulagsnefnd Voga leggur nú
til að umsókn Landsnets um fram-
kvæmdaleyfi verði hafnað að nýju.
Rökin eru meðal annars þau að af-
hendingaröryggi raforku væri síður
tryggt með loftlínu, ef eldsumbrot
leiddu til hraunflæðis norður yfir
Reykjanes, en ef línan yrði lögð í
jarðstreng samhliða Reykjanes-
brautinni. Sérfræðingar Landsnets
eru ósammála þessu mati.
Bæjarstjórn frestaði afgreiðslu
málsins og óskaði eftir fundi með
Landsneti. Forstjóri Landsnets seg-
ir að málið verði ígrundað en vekur
athygli á því að Landsnet sé í mjög
þröngri stöðu vegna atburðanna á
Reykjanesi og vinna þurfi hratt. »4
Funda um Suðurnesjalínu
- Landsnet og Vogar leggja ólíkt mat á áhrif eldsumbrota á lagningu línunnar