Morgunblaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2022 ✝ Þórður Kára- son fæddist í Reykjavík 16. júlí 1987. Hann varð bráðkvaddur 24. ágúst 2022. Foreldrar hans eru Anna Þórð- ardóttir sérkenn- ari, f. 3. september 1960, og Kári Grét- arsson pípulagning- armeistari, f. 11. maí 1960. Bróðir hans er Grétar Kárason, f. 13. júlí 1989. Unnusta Þórðar er Elsa Krist- ín Auðunsdóttir, f. 10. nóvember anum í tvö ár, lærði hjá KG pípu- lögnum, útskrifaðist 2011 frá Iðskólanum í Hafnarfirði með sveinspróf í pípulögnum og meistararéttindi í pípulögnum 2012 frá Tækniskólanum í Reykjavík. Þórður vann við hin ýmsu störf, var til sjós, í vélsmiðju, hjá KG pípulögnum með föður sín- um og stofnaði sitt eigið fyrir- tæki, Lagnavirkjun, 2012 sem hann rak til æviloka. Útför Þórðar fer fram frá Ví- dalínskirkju í dag, 2. september 2022, og hefst athöfnin klukkan 13. Streymt verður frá útförinni: https://hljodx.is/index.php/steymi Hlekk á streymi má einnig nálgast á: www/mbl.is/andlat 1986. Börn þeirra eru Laufey Líf, f. 3. nóvember 2005, Anna, f. 9. júní 2014, Tinna, f. 30. desember 2016, Sunna, f. 16. nóv- ember 2018, og Kári, f. 24. maí 2020. Þórður ólst upp í Garðabænum stundaði fótbolta og handbolta hjá Stjörnunni alla sína grunnskólagöngu. Hann gekk í Hofsstaðarskóla, Garða- skóla, stundaði nám í Vélskól- Elsku Þórður, ég vildi að þetta væri draumur og að við myndum vakna og allt væri eins og áður. En því miður er það ekki þannig. Ég man svo vel þeg- ar þú fæddist. Fyrsta barnabarn mömmu og pabba og ég var svo spennt. Ég rauk úr vinnunni og upp á fæðingardeild en fékk ekki að sjá þig þar sem Anna systir, mamma þín, þurfti á hvíld að halda eftir átökin. Lætin alltaf í mér. Þú varst svo sætur, með dökkt hár og koparlitaðar stríp- ur. Frá fyrstu tíð áttir þú alltaf auðvelt með að tileinka þér nýja hluti og varst mikill dellukarl. Unglingsárin komu með trukki og dívu. Þú varst ótrúlega dug- legur í öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur, það var sama hvað það var. Þú kláraðir píparann og pípu- lagningameistarann með glæsi- brag. Ég spurði þig einu sinni af hverju þú færir ekki í háskóla- nám. „Ég geri það kannski seinna Ella, þegar ég nenni ekki þessu lengur. Eða ekki, ég mun aldrei nenna að vinna á skrif- stofu í jakkafötum með bindi. Það er bara ekki ég.“ Svo stofn- aðir þú þitt eigið fyrirtæki sem þú rakst allt fram á síðasta dag með glæsibrag. Þú kynntist Elsu þinni, sem átti eina dóttur fyrir, og þið eign- uðust fjögur börn á innan við áratug. Geri aðrir betur. Það sem þú ert búinn að afreka á þessum 35 árum er meira en margur nær að gera á heilli mannsævi. Elsku Þórður, ég sakna þín svo mikið að hjartað í mér gæti sprungið. Ég vil kveðja þig með þessari vögguvísu. Er ég hugsa til baka held á þér og rugga. Góða nótt. Illa dreymir drenginn minn: Drottinn, sendu engil þinn vöggu hans að vaka hjá, vondum draumum stjaka frá. Láttu hann dreyma líf og yl, ljós og allt, sem gott er til, ást og von og traust og trú. Taktu hann strax í fóstur nú. Langa og fagra lífsins braut leiddu hann gegnum sæld og þraut. Verði hann bezta barnið þitt. Bænheyrðu nú kvakið mitt, svo ég megi sætt og rótt sofa dauðans löngu nótt. (Páll Ólafsson) Elsku Þórður minn, ég mun vera til staðar fyrir Elsu, Lauf- eyju Líf, Önnu, Tinnu, Sunnu og Kára, sem og foreldra þína og Grétar bróður þinn. Þín frænka, Elín Þórðardóttir (Ella). Jæja Þórður minn, það verður lítið úr áætlun okkar um að þú dröslaðir mér sem elliæru gam- almenni ofan í skurð að veiða gæsir. Lífglaðari og skemmtilegri veiðifélaga og vin er erfitt að finna og ekki skemmdi fyrir að fá að heyra spekingslegar setn- ingar eins „það er betra að spila sig heimskan og geta komið á óvart, en að þykjast vera gáf- aður og valda vonbrigðum“ og hin klassíska „gott að eiga vont að vanta“. Allir á heimilinu munu sakna þess að fá Djöfsa í gistingu á veiðitíma með sína einkennandi dimmu og hrjúfu rödd (röddin bjó til viðurnefnið Djöfsi) og sí- brosandi andlit. Alltaf hef ég dáðst að dugn- aðinum í þér í vinnu og annarri eins ástríðu fyrir veiðum hef ég ekki kynnst. Alltaf stórhuga, sama hvort það snerist um fram- kvæmdir á heimilinu, í vinnu eða veiði. Það sást vel hvað þú varst stoltur og ánægður með börnin þín og fjölskylduna þína, og þó að skrápurinn virtist oft harður þá sá maður góðmennið sem var undir skrápnum sérstaklega vel í kringum fjölskylduna þína og að tíkinni Birtu ógleymdri. Ég gleymi ekki kátínu okkar félaga þegar við uppgötvuðum að í Fóstbræðrasögu var maður að nafni Þorgeir Hófleysa nefndur og töldum við víst að hann væri fjarskyldur ættingi þinn þar sem þér fannst með- alhóf stórkostlega ofmetið. Eina sem ég botnaði ekki í var óútskýrð ást þín á tómatsósu sem þurfti að vera með öllu, meira að segja pakkanúðlum. Það er mikill missir að mönn- um eins og þér. Þú verður með okkur í anda í öllum veiðiferðum hér eftir og gerir grín að okkur ef við hittum ekki gæsirnar. Elsku Elsa Kristín Auðunsdótt- ir, Laufey, Anna, Tinna, Sunna og Kári Þórðarbörn, Kári Grét- arsson, Anna Þórðardóttir og Grétar Kárason: Ég votta ykkur innilega samúð mína, missir ykkar er mikill. Þórður Kárason, við munum aldrei gleyma þér kæri vinur og munum sakna þín mikið. Hvíldu í friði. Hákon, Birna, Emma og Svavar. Við vorum ekki mjög gamlir þegar við sáum í hvað stefndi með Dodda. Kraftmikill, sjálf- stæður, ákveðinn. Alvöru og einstakur karakter sem beygði sig ekki undir neinn. Eitilharð- ur að utan en mjúkur að innan og nóg pláss fyrir þá sem hann setti á fjölmennan, en lokaðan, gestalistann. Frá er fallinn húmoristi og sagnamaður sem aldrei óttaðist að sýna sitt sanna sjálf. Það kom honum sjálfsagt ekkert alltaf vel, en hann var sá sem hann var. Ekkert meira og ekk- ert minna. Að bera sitt sanna sjálf á borð krefst hugrekkis. Að stilla sig aldrei eftir aðstæðum heldur breyta þeim frekar þannig að hann passaði inn. Það var leið Þórðar. Þeir sem vildu það ekki, gátu farið eitthvað annað. Þórður setti ófjölritanlegan tón á allar þær aðstæður sem hann fann sig í. Það fór heldur aldrei fram hjá neinum þegar Þórður mætti. Í senn fyrirferð- armikill en hlýr og oftar en ekki í hlutverki skemmtanastjóra, meðvitað eða ekki. Sagnamaður mikill og þegar gleðin tók völd var ekki óalgengt að heyra sömu söguna nokkrum sinnum yfir kvöldstund. Innlifunin þó alltaf sú sama. Eftir sitjum við vinirnir og syrgjum fallinn félaga. Ómiss- andi vin sem þó er horfinn. Ein- stakan vin sem aldrei verður af- ritaður. Hægt væri að skrifa heilu bækurnar um uppátæki Þórðar, sem einkennast flest af þraut- seigju og krafti. Ef Þórður setti sér fyrir verkefni var það klár- að. Sumum hefði hann sjálfsagt betur sleppt, en það var aldrei í stöðunni að hætta þegar Þórður átti í hlut. Hvort sem það var tí- an á píptestinu sem hann snar- aði með blóð í munni og skerta meðvitund, eða þegar hann ein- setti sér að hitta Helga Mar á Laugarvatni og lét það ekki stoppa sig að á bílnum voru bara þrjú dekk, og eitt af þeim sprungið. Þórður var útreiknanlega óútreiknanlegur. Maður vissi ekki alltaf hvert Þórður var að fara, en við vissum alltaf að hann væri á ferðinni. Aldrei kyrrstaða. Alltaf fimmti gír. Alltaf áfram. Stundum vesen. Aldrei leiðinlegur. Þó árin hafi ekki orðið fleiri er eins og Þórður hafi lifað tíu mannsævir og um uppátækin hægt að skrifa heilu bækurnar og kvikmyndahandrit, þó það þyrfti vafalaust að ritskoða eitt- hvað. Þórður lifði hratt og mikið án nokkurs tillits til þess hvers samfélagið ætlaðist til af hon- um. Eru minningarnar sem eft- ir sitja í samræmi við það. Hvort sem það var skrallið í tí- unda bekkjar samræmda próf- inu, eltingaleikurinn sem endaði heima hjá Ragga aftan á bílnum hans Krumma, vélsleðaslóðarn- ir inn í bílskúrinn hans Tinds, heimsóknin í Garðakirkju, þeg- ar húsið hjá Önnu og Kára var málað grænt, varðstöðurnar við Bæjargilslækinn, frelsun Haf- dísar eða Tuddadansinn í Bæj- argilinu. Sjálfstæðið og staðfestan í að vera hann sjálfur var aðdáun- arverður eiginleiki sem finnst ekki víða og einmitt þegar okk- ur fannst heldur vanta fleiri Dodda í heiminn fækkaði þeim um einn. Er það þyngra en tár- um taki. „Hold your horses,“ Doddi minn. Svo hittumst við allir síð- ar. Þar til þá, Agnar Leó, Andri, Atli, Árni, Ástþór, Baldur, Bergþór, Halldór Orri, Hannes, Heimir, Helgi G, Helgi Mar, Ívar, Kristján, Pétur Örn, Ragnar og Tindur. Þórður Kárason Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Lækjarvegur 6, Langanesbyggð, fnr. 216-7907, þingl. eig. Sara Stefánsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., miðvikudaginn 7. september n.k. kl. 12:30 Fosshóll, Þingeyjarsveit, fnr. 216-1893, þingl. eig. Laugar Fasteignir ehf., gerðarbeiðendur Ljósgjafinn ehf. og GÞ málverk ehf. og ÁK smíði ehf., þriðjudaginn 6. september n.k. kl. 13:30 Burstabrekka land, Fjallabyggð, 20% ehl., fnr. 233-8558, þingl. eig. Steinar Agnarsson, gerðarbeiðendur sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra og Kredinor Finans AS, fimmtudaginn 8. september n.k. kl. 11:00. Smárahlíð 8, Akureyri, fnr. 215-0582, þingl. eig. Hafrún Ösp Ásgrímsdóttir, gerðarbeiðandi Síminn Pay ehf., þriðjudaginn 6. september n.k. kl.. 10:15. Eiðsvallagata 20, Akureyri, fnr. 214-5764, þingl. eig. Hjörtur Hvann- berg Jóhannsson og Gauja Björg Aradóttir, gerðarbeiðandi Akureyrarbær, þriðjudaginn 6. september n.k. kl. 10:30. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 1. september 2022 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hafnarbakki 8, Ísafjarðarbær, fnr. 212-6411, þingl. eig. ISC Seafood ehf., gerðarbeiðandi Ísafjarðarbær, miðvikudaginn 7. september nk. kl. 10:15. Hafnarbakki 8, Ísafjarðarbær, fnr. 212-6406, þingl. eig. ISC Seafood ehf., gerðarbeiðandi Ísafjarðarbær, miðvikudaginn 7. september nk. kl. 10:00. Lækur lóð, Ísafjarðarbær, fnr. 225-3654, þingl eig. Zófonías Friðrik Þorvaldsson, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, miðvikudaginn 7. september n.kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum 1. september 2022 Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Bókabíllinn, kemur í Árskóga 6-8 kl. 16.30-17.15. Kaffi- sala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Þátttökulistarnir komnir fram, núna er lag að mæta í félagsmiðstöðina og skrá sig í félagsstarfið fyrir veturinn. Ýmislegt nýtt í boði ásamt því gamla og góða. Líttu inn og sjáðu framboðið í vetur. Garðabær Kl. 9 pool-hópur í Jónshúsi, kl. 9.30 dansleikfimi í Sjá- landsskóla, kl. 10 gönguhópur, kl. 13-16 félagsvist, kl. 13.45-15.15 kaffiveitingar í Jónshúsi. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á könn- unni. Leikfimihópur frá kl. 10. Hið vinsæla prjónakaffi frá kl. 10-12. Fyrirlestur um alzheimer í Háholti kl.10.30, kóræfing kl.13. Allir vel- komnir. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Hádegismatur kl. 11.30. Bingó kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30. Korpúlfar Borgum Pílukast í Borgum kl. 9.30. Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll kl. 10, tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi. Hannyrðahópur kl. 12.30. Brids kl. 12.30. Góða helgi. Samfélagshúsið Vitatorgi Kaffispjall í setustofunni kl. 9-10. Föstu- dagshópur í handverksstofu kl. 10.30-11.30. Dansleikfimin með Auði Hörpu er svo frá kl. 12.50-13.20. Opin handverksstofa kl. 13-16. BINGÓ er svo á sínum stað inni í matsal kl. 13.30-14.30. Á föstudögum er svo vöfflukaffi strax að loknu BINGÓI kl.14.30-15.30. Allar nánari upplýs- ingar í síma 411-9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar :) Seltjarnarnes Kaffi í króknum á Skólabraut frá kl. 9. Söngstund undir stjórn Bjarma Hreinssonar í salnum á Skólabraut kl. 11. Ath. nk. mánudag er síðasti skráningardagur vegna tónleika í Salnum ,,Söngvar um lífið" textar Þorsteins Eggertssonar. Skráning og upp- lýsingar í síma 8939800. Rað- og smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Málarar MÁLARAR Tökum að okkur alla almenna málningarvinnu. Unnið af fagmönnum með áratuga reynslu, sanngjarnir í verði. Upplýsingar í síma 782 4540 og loggildurmalari@gmail.com Bílar 2022 óekinn Ford Transit Custom Trend langur til afhendingar strax ! Það er margra mánaða bið eftir þessum bílum í heiminum í dag. Verð : 5.200.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 10–18 virka daga. Vantar þig pípara? FINNA.is Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÞORSTEINS GÍSLA ÞORSTEINSSONAR rafvirkja, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Eygerður Anna Jónasdóttir Jónas Þór Þorsteinsson Ingunn Ársælsdóttir Ingibjörg Þorsteinsdóttir Lúðvík Jóhannesson Héðinn Þorsteinsson Guðlaug Gísladóttir Eyþór Gísli Þorsteinsson Sigríður Rós Einarsdóttir og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, AÐALSTEINN GRÍMSSON, Eilífsdal lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi hinn 26. ágúst. Útför fer fram frá Guðríðarkirkju mánudaginn 5. september klukkan 13 en jarðsett verður í Reynivallakirkjugarði að útför lokinni. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Hulda Þorsteinsdóttir Erla Aðalsteinsdóttir Ólafur Þór Júlíusson Lilja Aðalsteinsdóttir Þór Hauksson Heiða Aðalsteinsdóttir Guðmundur Ingi Þorvaldsson og barnabörn Elskuleg systir, móðursystir og frænka, SÓLVEIG JÓNA JÓHANNSDÓTTIR sjúkraliði, Ljósheimum 18a, lést þriðjudaginn 30. ágúst á Land- spítalanum í Fossvogi. Hún verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 8. september klukkan 13. Ásdís Jónsdóttir Stefán G. Jónsson Elísabet Stefánsdóttir Ásgrímur S. Stefánsson Sigurbjörg Stefánsdóttir makar og afkomendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.