Morgunblaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2022 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Umhverfismál, íslensk tunga og hagsmunir Vestfjarða voru til um- fjöllunar þegar ríkisstjórnin hélt sinn árlega sumarfund á Ísafirði í gær. Ráðherrar og fylgdarlið þeirra fóru með flugi vestur í bítið. Þegar þangað var komið var rakleiðis haldið til Bol- ungarvíkur og þar upp á Bolafjall, þar sem útsýnispallur á fjallinu var formlega opnaður. Hátíðarborði hafði verið strengdur fyrir pallinn sem Pétur Vigfússon, íbúi í Bolung- arvík, klippti á. Strax að því loknu gekk fólk út á sviðið, þar sem er ein- stakt útsýni yfir Ísafjarðardjúp, inn í Jökulfirði og að Grænuhlíð og Rit. „Bolafjall er staður á heims- mælikvarða rétt eins og Vestfirðirnir sjálfir. Þetta er útsýnisstaður sem kemur til með að auka mjög aðdrátt- arafl þessa landsfjórðungs á ferða- menn,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra en hún og fleiri ráðherrar ávörpuðu viðstadda á pall- inum. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Ríkisstjórn Létt var yfir ráðherrunum sem stilltu sér upp til myndatöku á útsýnispallinum á Bolafjalli, þaðan sem sést vel yfir Ísafjarðardjúpið og inn í Jökulfirði. Í baksýn eru Grænahlíð og Riturinn. Útsýnið þarna er engu líkt. Ríkisstjórnarfundur á Vestfjörðum í gærdag - Byrjað á Bolafjalli - Staður sem er á heimsmælikvarða Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Opnun Bolvíkingurinn Pétur Lúðvíksson klippti á borða við útsýnispallinn og naut til þess aðstoðar Jóns Páls Hreinssonar sem er bæjarstjóri í Víkinni. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Skipulagsnefnd sveitarfélagsins Voga leggur til að umsókn Landsnets, um framkvæmdaleyfi til að leggja nýja Suðurnesjalínu sem loftlínu við hlið eldri Suðurnesjalínu, verði hafnað. Bæjarstjórn frestaði afgreiðslu máls- ins og hefur óskað eftir fundi með Landsneti til að athuga hvort mögu- leiki sé á að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Sveitarstjórnin í Vogum og nefndir á vegum hennar hafa fjallað um um- sókn Landsnets frá því að úrskurð- arnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun sveitarstjórn- ar um að hafna útgáfu framkvæmda- leyfis. Það var í byrjun október á síð- asta ári. Landsnet hefur fyrir löngu fengið framkvæmdaleyfi hjá hinum sveitarfélögunum þremur sem línan sker. Tryggir síður öryggi Þessi framkvæmd hefur farið tvisv- ar í gegnum umhverfismat og ávallt hefur niðurstaða Landsnets verið sú að leggja loftlínu að mestu samhliða núverandi Suðurnesjalínu. Skipulagsnefnd Voga afgreiddi málið frá sér á fundi fyrr í vikunni. Leggur nefndin til að umsókn Lands- nets verði hafnað. Meðal nýrra rök- semda er eldsumbrotahrinan sem nú er hafin á Reykjanesi. Vísað er til skýrslu sem Jarðvísindastofnun Há- skóla Íslands gerði fyrir sveitarstjórn um það mál. Skipulagsnefnd dregur þá ályktun af skýrslunni að ekki sé skynsamlegt að byggja Suðurnesja- línu tvö við hlið Suðurnesjalínu eitt á miðju áhættusvæði vegna hraun- rennslis sem erfitt sé að verja. Lína á öðrum stað myndi auka afhendingar- öryggi og telur skipulagsnefndin að lagning jarðstrengs meðfram Reykjanesbrautinni sé heppilegri framkvæmd. Sveitarstjórn samþykkti á fundi í fyrradag að fresta afgreiðslu málsins. Björn Sæbjörnsson, forseti bæjar- stjórnar, segir að það hafi verið gert til að funda með Landsneti í því skyni að athuga hvort eitthvað nýtt sé uppi á borðinu og hvort möguleiki sé á að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Bæjarstjórn og skipulagsnefnd eru einhuga í afstöðu til málsins. Guðmundur Ingi Ásmundsson, for- stjóri Landsnets, staðfesti að fulltrúi sveitarfélagsins hefði haft samband til að óska eftir samtali. „Við ætlum að gefa okkur nokkra daga til að íhuga málið og sjá hvort það er einhver flöt- ur á lausn. Við erum í mjög þröngri stöðu í ljósi þeirra atburðarásar sem er í gangi á Reykjanesi og getum ekki tekið langan tíma í þetta. Það er ákaf- lega mikilvægt að unnið sé hratt og vel úr þessu,“ segir Guðmundur. Spurður um þau rök skipulags- nefndar Voga, sem grundvallast á skýrslu Jarðvísindastofnunar HÍ, að ekki sé ráðlegt að leggja loftlínu á þeim stað sem Landsnet ráðgerir, segir Guðmundur að sérfræðingar Landsnets í línum og jarðstrengj- um séu ósammála þeirri túlkun. Enda hafi komið í ljós í gosinu í Geldinga- dölum að hægt sé að stýra hraun- rennsli frá möstrum, auk þess sem loftlínur séu óháðar jarðskjálfta- virkni. Hann segir að niðurstaða þeirra um jarðstrengi sé að erfitt sé verja jarðstrengi fyrir þeirri áraun sem fylgi skjálftum og hraunrennsli. Reynt að finna sameiginlega lausn - Skipulagsnefnd Voga leggur til að umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir nýja Suðurnesja- línu verði hafnað - Vill strenginn í jörðu - Landsnet segir svæðið ekki henta til lagningar jarðstrengs Háspennulína Suðurnesjalína verður léttbyggð, eins og aðrar nýjar línur. Guðmundur Ingi Ásmundsson Björn Sæbjörnsson Læknar í höfuðborginni segja stjórnvöld sýna sjúkratryggðum borgurum landsins áhugaleysi og hafa brugðist þeirri skyldu sinni að tryggja órofna lögboðna sjúkra- tryggingu landsmanna. Þetta kom meðal annars fram í ályktun félags- fundar Læknafélags Reykjavíkur sem haldinn var í gær. Reglugerð um endurgreiðslu vegna þjónustu sérgreinalækna rann út í gær. Ragnar Freyr Ingv- arsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, gagnrýndi það harð- lega í samtali við mbl.is í gærmorg- un. Síðar í gær tilkynnti heilbrigð- isráðuneytið að reglugerðin hefði verið framlengd til 31. október. Fyr- ir mistök hefði reglugerð um fram- lengdan gildistíma téðrar reglugerð- ar ekki verið send Stjórnartíðindum tímanlega fyrir birtingu. „Heilbrigð- isráðuneytið leggur áherslu á að staða sjúklinga gagnvart endur- greiðslu kostnaðar meðan samning- ar liggja ekki fyrir sé tryggð.“ Saka stjórnvöld um áhugaleysi - Þungt hljóð í læknum í borginni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.