Morgunblaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2022
_ Alfreð Finnbogason, landsliðs-
maður í knattspyrnu, er formlega
genginn til liðs við danska úrvalsdeild-
arfélagið Lyngby. Hann stóðst lækn-
isskoðun hjá danska félaginu í gær og
skrifaði í kjölfarið undir eins árs samn-
ing. Freyr Alexandersson er þjálfari
liðsins og þá er Sævar Atli Magn-
ússon einnig samningsbundinn
Lyngby.
_ Serena Williams er komin áfram í
3. umferð Opna bandaríska meist-
aramótsins í tennis sem fram fer í
New York eftir 2:1-sigur gegn hinni
eistnesku Anett Kontaveit í 2. umferð
keppninnar í gær. Sigur Williams kom
talsvert á óvart enda er Kontaveit í
öðru sæti heimslistans en Williams í
605. sæti. Williams mætir Ajlu Tomlj-
anovic frá Ástralíu í næstu umferð en
Williams gaf það út fyrir mótið að
þetta yrði hennar síðasta mót á ferl-
inum. Hún hefur unnið 23 risamót og
Opna bandaríska sex sinnum.
_ Svissneski knattspyrnumaðurinn
Manuel Akanji gekk í gær til liðs við
Englandsmeistara Manchester City frá
Borussia Dortmund. City borgaði 17
milljónir punda fyrir varnarmanninn
og skrifaði hann undir fimm ára samn-
ing í Manchester. Akanji á að baki 41
landsleik fyrir Sviss.
_ Daninn Martin Braithwaite hefur
rift samningi sínum við knattspyrnulið
Barcelona á Spáni. Braithwaite gekk
til liðs við Börsunga frá Leganés í febr-
úar árið 2020, á undanþágu hjá
spænsku 1. deildinni. Hann skoraði tíu
mörk í 58 leikjum með Barcelona í öll-
um keppnum.
Eitt
ogannað
KNATTSPYRNA
Undankeppni HM kvenna:
Laugardalur: Ísland – H.-Rússland ... 17.30
1. deild karla, Lengjudeildin:
Kórinn: HK – Fjölnir ........................... 19.15
Varmá: Afturelding – Fylkir ............... 19.15
Seltjarnarnes: Grótta – Kórdrengir ........ 20
3. deild karla:
Akranes: Kári – Vængir Júpíters ....... 19.30
Í KVÖLD!
Þýskaland
Hamburg – Flensburg ........................ 30:31
- Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur
mörk fyrir Flensburg.
Hannover-Burgdorf – Leipzig........... 25:22
- Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari
Hannover-Burgdorf.
- Viggó Kristjánsson skoraði fjögur mörk
fyrir Leipzig.
Erlangen – Wetzlar............................. 31:27
- Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari
Erlangen.
Lemgo – Gummersbach...................... 26:30
- Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk
fyrir Gummersbach. Hákon Daði Styrmis-
son er meiddur. Guðjón Valur Sigurðsson
þjálfar liðið.
Sviss
St.Gallen – Kadetten........................... 32:33
- Óðinn Þór Ríkharðsson lék ekki með
Kadetten vegna meiðsla. Aðalsteinn Eyj-
ólfsson þjálfar liðið.
Amicitia Zürich – Kreuzlingen.......... 33:24
- Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 5
mörk fyrir Amicitia.
Danmörk
Tvis Holstebro – Kolding ................... 22:26
- Halldór Jóhann Sigfússon er aðstoðar-
þjálfari Holstebro.
Svíþjóð
Bikarkeppnin, riðlakeppni:
Önnered – Kroppskultur.................... 26:27
- Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði
eitt mark fyrir Önnered.
.$0-!)49,
Teitur Örn Einarsson skoraði fjög-
ur mörk fyrir Flensburg þegar liðið
vann 31:30-útisigur gegn Hamburg
í 1. umferð þýsku 1. deildarinnar í
handknattleik í gær. Þá skoraði Ell-
iði Snær Viðarsson þrjú mörk fyrir
nýliða Gummersbach þegar liðið
vann 30:26-útisigur gegn Lemgo en
Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar
liðið. Viggó Kristjánsson skoraði
svo fjögur mörk fyrir Leipzig sem
tapaði 22:25 fyrir Hannover-
Burgdorf á útivelli en Heiðmar Fel-
ixson er aðstoðarþjálfari Hann-
over-Burgdorf.
Góð byrjun hjá
Íslendingunum
Ljósmynd/Szilvia Micheller
4 Teitur Örn og liðsfélagar hans í
Flensburg fara vel af stað.
Jadon Sancho reyndist hetja Man-
chester United þegar liðið heim-
sótti Leicester í ensku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu á King Power--
völlinn í Leicester í 5. umferð
deildarinnar í gær.
Leiknum lauk með 1:0-sigri Unit-
ed en Sancho skoraði sigurmark
leiksins á 23. mínútu. Þetta var
þriðji sigurleikur United í röð í
deildinni en liðið er með níu stig í
fimmta sæti deildarinnar, sex stig-
um minna en topplið Arsenal.
Leicester situr á botni deildar-
innar með eitt stig.
Þriðji sigur
United í röð
AFP/Paul Ellis
Sigurmark Jadon Sancho fagnar
sigurmarki sínu gegn Leicester.
HM 2023
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Allt er undir hjá íslenska kvenna-
landsliðinu í knattspyrnu þegar liðið
tekur á móti Hvíta-Rússlandi í C-riðli
í undankeppni HM 2023 á Laug-
ardalsvelli í dag.
Eins og sakir standa er Ísland með
15 stig í öðru sæti riðilsins, tveimur
stigum færra en topplið Hollands, en
íslenska liðið á leik til góða á það hol-
lenska.
Takist Íslandi að leggja Hvíta-
Rússland að velli tyllir íslenska liðið
sér á toppinn í riðlinum og yrði því í
lykilstöðu fyrir lokaleik undankeppn-
innar gegn Hollandi hinn 6. sept-
ember sem fram fer í Utrecht.
Liðið, sem endar í efsta sæti riðils-
ins, fer beint á HM en liðið sem endar
í öðru sæti riðilsins fer í umspil. Ís-
lenska liðið er öruggt með umspils-
sæti fyrir HM, þar sem Tékkland og
Hvíta-Rússland, sem eru í þriðja og
fjórða sæti C-riðils, geta ekki náð Ís-
landi að stigum í lokaumferðunum
tveimur.
Þrjú lið, með bestan árangur í öðru
sæti undankeppninnar innan Evrópu,
fara beint í 2. umferð umspilsins á
meðan liðin sem eru í 4.-9. sæti yfir
bestan árangur í öðru sætinu þurfa
að hefja leik í 1. umferð umspilsins.
Í 1. umferð umspilsins mætast liðin
í 4.-9. sæti í þremur úrslitaleikjum
þar sem sigurvegarinn kemst áfram í
2. umferð umspilsins. Dregið verður
um heimaleik í 1. umferðinni sem
verður leikin á tímabilinu 3.-11. októ-
ber.
Í 2. umferðinni mæta svo sigurliðin
úr 1. umferðinni þeim liðum sem náðu
bestum árangri í öðru sæti und-
ankeppninnar í þremur úrslita-
leikjum. Í annarri umferðinni verður
einnig dregið um heimaleikina. Tvö
sigurlið úr þessum leikjum, sem
verða leiknir á tímabilinu 3.-11. októ-
ber, komast beint á HM en þriðja sig-
urliðið, með verstan samanlagðan ár-
angur úr riðlakeppninni og
umspilinu, þarf að fara í alþjóðlegt
umspil. Það fer fram í Nýja-Sjálandi
dagana 18.-23. febrúar á næsta ári.
Sannfærandi í síðasta leik
Hvíta-Rússland er sem stendur í
55. sæti heimslista FIFA á meðan Ís-
land er í 14. sæti listans og hefur aldr-
ei verið ofar.
Hvít-Rússar hafa lagt bæði Tékk-
land og Kýpur að velli í undankeppn-
inni til þessa. Þá hefur liðið skorað 7
mörk og fengið 13 á sig. Anna Pili-
penko og Viktoryia Valiuk eru
markahæstu leikmenn liðsins í und-
ankeppninni með tvö mörk hvor og
eru þær báðar í leikmannahópi liðsins
fyrir leikinn í dag.
Þá lauk fyrri leik Íslands og Hvíta-
Rússlands með 5:0-sigri íslenska liðs-
ins í apríl en Hvít-Rússar þurftu að
leika heimaleik sinn gegn Íslandi í
Belgrad í Serbíu vegna stuðnings
síns við innrás Rússlands í Úkraínu
sem hófst í febrúar á þessu ári.
Dagný Brynjarsdóttir, Gunnhildur
Yrsa Jónsdóttir og Berglind Björg
Þorvaldsdóttir skoruðu eitt mark
hver fyrir Ísland í leiknum. Þá skor-
aði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir tví-
vegis fyrir íslenska liðið í síðari hálf-
leik.
Leikurinn í apríl var jafnframt
fimmti leikur liðanna frá því í ágúst
2005 en Ísland hefur unnið allar fimm
viðureignir liðanna. Í þessum fimm
leikjum hefur Ísland skorað 17 mörk
og fengið aðeins eitt á sig, í maí 2006 í
undankeppni HM 2007, en þá voru
það þær Katrín Jónsdóttir og Ást-
hildur Helgadóttir sem skoruðu mörk
Íslands í 2:1-sigri í Minsk.
Munar um minna í sókninni
Íslenska liðið verður án Karólínu
Leu og Öglu Maríu Albertsdóttur í
dag. Báðar eru að glíma við meiðsli
og munar um minna, sérstaklega í
sóknarleik liðsins.
Líklegt verður að teljast að Þor-
steinn Halldórsson, þjálfari íslenska
liðsins, muni treysta á þá leikmenn
sem voru í stórum hlutverkum í loka-
keppni Evrópumótsins á Englandi í
sumar í leiknum gegn Hvíta-
Rússlandi.
Líklegt byrjunarlið íslenska liðsins
gæti því verið á þessa leið: Sandra
Sigurðardóttir verður á sínum stað í
markinu og þær Sif Atladóttir, Glódís
Perla Viggósdóttir, Guðrún Arn-
ardóttir og Áslaug Munda Gunn-
laugsdóttir verða fyrir framan
Söndru í vörninni. Á miðjunni verða
svo Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir,
Dagný Brynjarsdóttir og Sara Björk
Gunnarsdóttir og fyrir framan þær
verða Sveindís Jane Jónsdóttir,
Berglind Björg Þorvaldsdóttir og
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Fara á toppinn með sigri
- Íslenska kvennalandsliðið mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í dag
- Ísland hefur aldrei tapað fyrir Hvít-Rússum í fimm viðureignum liðanna
Morgunblaðið/Eggert
EM Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er ekki í íslenska hópnum vegna meiðsla. Reynsluboltarnir Dagný Brynjarsdóttir
og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttirslaginn eru hins vegar báðar heilsar heilsa og tilbúnar í slaginn gegn Hvít-Rússum.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Valskonur fengu erfitt en alls ekki
óviðráðanlegt verkefni þegar
dregið var til 2. umferðar í Meist-
aradeild kvenna í fótbolta í gær.
Þær mæta Tékklandsmeisturum
Slavia Prag. Fyrri leikur liðanna
fer fram á Hlíðarenda 20. eða 21.
september og sá seinni í Prag
viku síðar. Sigurliðið kemst í riðla-
keppnina í vetur.
Slavia varð tékkneskur meistari
í vor, í annað sinn á þremur árum
og í sjötta sinn á níu árum, en fé-
lagið heyr árlegt einvígi við
Sparta Prag um meistaratitilinn í
Tékklandi. Slavia vann 19 af 20
leikjum sínum á síðasta tímabili.
Margir leikmanna liðsins léku með
landsliði Tékklands gegn Íslandi í
undankeppni HM í haust og vor.
Liðið sat hjá í fyrstu umferðinni
á dögunum en hefur unnið fyrstu
tvo leiki sína í deildinni heima fyr-
ir á tímabilinu með markatölunni
15:1.
Slavia sló Stjörnuna út
Slavia komst í átta liða úrslit
Meistaradeildarinnar, bæði 2018
og 2019, og sló Stjörnuna út, 2:1
samanlagt, eftir tvo hörkuleiki lið-
anna í 16-liða úrslitum haustið
2017.
Síðasta haust tapaði Slavia fyrir
enska liðinu Arsenal, 3:0 og 4:0, í
2. umferð keppninnar.
_ Juventus (Sara Björk Gunn-
arsdóttir) mætir Köge frá Dan-
mörku.
_ Brann (Svava Rós Guðmunds-
dóttir) mætir Rosengård (Guðrún
Arnardóttir).
_ Paris SG (Berglind Björg
Þorvaldsdóttir) mætir Häcken.
_ Rosenborg (Selma Sól Magn-
úsdóttir) mætir Real Madrid.
_ Bayern München (Glódís
Perla Viggósdóttir, Karólína Lea
Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán
Rúnarsdóttir) mætir Real Socie-
dad.
Morgunblaðið/Hákon
Tékkland Valskonur mæta Slavia
Prag í tveimur leikjum.
Raunhæft að komast í riðlakeppnina
- Valskonur mæta Slavia Prag í 2. umferð Meistaradeildar