Morgunblaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 12
12 VIÐSKIPTI
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2022
W W W. S I G N . I S
2. september 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 141.7
Sterlingspund 164.7
Kanadadalur 108.08
Dönsk króna 19.053
Norsk króna 14.257
Sænsk króna 13.269
Svissn. franki 144.65
Japanskt jen 1.0215
SDR 184.56
Evra 141.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 174.9275
« Heildarviðskipti
með hlutabréf í
Kauphöllinni námu
73,7 milljörðum
króna í ágúst og
jukust um 31% á
milli mánaða. Aftur
á móti drógust við-
skipti saman um
14% á milli ára
þegar horft er til
ágústs í fyrra.
Þetta kemur fram í viðskiptayfirliti
Kauphallarinnar fyrir ágústmánuð.
Mestu viðskiptin voru með bréf í
Marel, eða um 8,1 milljarður króna.
Gengi bréfa í Marel lækkaði þó um
16,3% í ágúst og hefur lækkað um
42,6% það sem af er ári. Þá námu við-
skipti með bréf í Arion banka 6,9 millj-
örðum króna en gengi Arion lækkaði
um 1,2% í ágúst. Velta með bréf í Ís-
landsbanka nam 6,4% milljörðum
króna og félagið hækkaði um tæp 2%.
Arion banki var með mestu hlutdeildina
á aðalmarkaði Kauphallarinnar, eða
19,3%. Þá voru Fossar markaðir með
18,2% hlutdeild og Kvika með 16,5%.
Heildarviðskipti með skuldabréf
námu 131 milljarði króna í ágúst og juk-
ust því um 81% á milli mánaða og 66%
á milli ára. Alls námu viðskipti með rík-
isbréf 89,6 milljörðum króna og við-
skipti með bankabréf 14 milljörðum. Á
skuldabréfamarkaði voru Fossar mark-
aðir með mestu hlutdeildina, 23,8%,
Arion banki með 23,8% og Kvika banki
þar á eftir með 15,2%.
Aukin velta með bæði
hlutabréf og skuldabréf
Kauphöll Veltan
jókst í ágúst
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Velferð íbúa í Kópavogi mælist
mikil samanborið við önnur sveit-
arfélög samkvæmt Framfaravog-
inni 2022 sem gefin var út í vik-
unni. Hvað velferð íbúa Árborgar
áhrærir þá hefur á sama tíma
margt þar breyst til batnaðar.
Framfaravogin 2022 byggist á
50 félagslegum og umhverfislegum
vísum sem falla undir víddir
grunnþarfa, grunnstoða velferðar
og tækifæri, eins og sagt er frá í
skýrslu þar sem niðurstöðurnar
eru tíundaðar.
Dregur úr umferðarslysum
Séu niðurstöður skoðaðar nánar
má sjá að samkvæmt voginni eru
marktækar jákvæðar breytingar í
Árborg hvað varðar skólasókn á
framhaldsskólastigi auk þess sem
dregið hefur verulega úr
umferðarslysum. „Nú er svo komið
að Árborg fylkir sér í flokk þeirra
sveitarfélaga þar sem tíðni
umferðarslysa er með því sem
lægst þekkist hjá stærri sveitar-
félögum,“ segir í skýrslu Fram-
faravogarinnar.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær er Framfaravog
sveitarfélaga nú gefin út í fimmta
sinn og eru Kópavogur og Sveitar-
félagið Árborg þau sveitarfélög
sem bera hitann og þungann af
þessari útgáfu.
Sú nýjung er þetta árið að
mengi vogarinnar hefur verið
stækkað og niðurstöður reiknaðar
út frá níu stærstu sveitarfélögum
landsins. Það gefur færi á sam-
anburði milli sveitarfélaga. Gögnin
ná því nú til tæplega 80% af íbúa-
fjölda landsins.
Samræmd próf niður á við
Sé litið nánar á árangur Kópa-
vogs má einnig sjá þar framþróun
á sviði umferðarmála því náðst hef-
ur mikill árangur við að draga úr
hættum í umferð og auka notkun
virkra ferðamáta.
Af öðrum niðurstöðum má nefna
að í samanburði við önnur stór
sveitarfélög hefur þróun árangurs
nemenda í Kópavogi á samræmd-
um prófum verið niður á við. „Það
er athyglisvert að á sama tíma og
árangur nemenda hefur farið
versnandi, mælt á þessa mæli-
kvarða, þá hafa útgjöld til mennta-
mála í Kópavogi aukist verulega
milli áranna 2017 og 2020.“
Segir í skýrslunni að forvitnilegt
væri að skoða hvernig hægt væri
að bæta ástand í menntamálum,
annaðhvort með betri nýtingu fjár-
muna eða hvort hægt sé að leita
annarra leiða.
Heilsa mælist verri en áður
Meðal annarra niðurstaðna í
Framfaravoginni í ár er að þróun
hefur verið neikvæð varðandi
marga þá þætti sem snúa að heil-
brigði almennt. Þannig hafi reyk-
ingar aukist sem og áhættu-
drykkja en grænmetisneysla hefur
dregist saman.
Mikil velferð í Kópavogi
og jákvæð þróun í Árborg
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Árangur Framþróun hefur orðið í Kópavogi á sviði umferðarmála. Notkun virkra ferðamáta hefur aukist.
Félagslegar framfarir
» Framfaravogin byggist á að-
ferðum vísitölu félagslegra
framfara.
» Reiknuð út árlega fyrir þjóð-
ir heims.
» Vogin dregur fram stöðu fé-
lagslegra framfara í samfélag-
inu og um leið hvar og hvað má
betur fara.
» Framfaravogin er stjórntæki
eða vegvísir.
- Níu stærstu sveitarfélög landsins reiknuð inn í Framfaravogina 2022
Jóhann Hjartarson fékk flest at-
kvæði, nærri 25% atkvæða, í stjórn
Sýnar í kjöri sem fram fór á hlut-
hafafundi félagsins á miðvikudaginn.
Næstur á eftir honum kom Páll
Gíslason með tæp 23%, Jón Skafta-
son fékk 22,5%, Reynir Grétarsson
fékk 18%, Hilmar Þór Kristinsson
10% en þær Petrea I. Guðmunds-
dóttir og Sesselja Birgisdóttir fengu
aðeins 1% atkvæða. Vegna kynja-
kvóta taka Petrea og Sesselja sæti í
stjórn ásamt Jóhanni, Páli og Jóni,
en Reynir og Hilmar Þór hlutu ekki
kjör. Petrea var kjörin formaður
stjórnar. Hjörleifur Pálsson, fráfar-
andi stjórnarformaður, gaf ekki kost
á sér og kemur Jón Skaftason nýr
inn í stjórnina.
Þeir aðilar sem Morgunblaðið hef-
ur rætt við um stjórnarkjörið telja
ljóst að hluthafafundurinn hafi með
atkvæðagreiðslunni lýst yfir stuðn-
ingi við sitjandi stjórn. Það mátti
vera ljóst að þær Petrea og Sesselja
yrðu sjálfkjörnar vegna kynjakvóta,
sem skýrir lágt atkvæðamagn
þeirra. Þess í stað runnu atkvæði
stærri hluthafa til Jóhanns og Páls,
en öll þessi fjögur sátu fyrir í stjórn.
Því var ljóst að aðeins yrði pláss fyrir
annaðhvort Reyni eða Jón í það sæti
sem losnaði með brotthvarfi Hjör-
leifs úr stjórn.
Athygli vekur að Reynir Grétars-
son skyldi ekki hljóta kjör. Hann fer
fyrir fjárfestingafélaginu Gavia, sem
í júlí keypti allan hlut Heiðars Guð-
jónssonar, fráfarandi forstjóra.
Gavia hefur síðan þá aukið við hlut
sinn í félaginu og fer nú með um 20%
hlut með beinum og óbeinum hætti.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins setti Gavia meginþorra
atkvæða sinna í margfeldiskosningu
á Jón og aðeins hluta á Reyni, og
treysti þannig á að aðrir hluthafar
myndu styðja Reyni í stjórn. Það
veðmál gekk ekki upp því aðrir stórir
hluthafar, s.s. lífeyrissjóðir og verð-
bréfafélög, studdu Jóhann og Pál.
Hilmar Þór keypti nýlega tæplega
8% hlut Róberts Wessmans í gegn-
um félag sitt Fasta ehf. og bætti við
sig um 1% hlut stuttu síðar. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
fékk Hilmar Þór atkvæði frá sjálfum
sér og Halldóri Kristmannssyni, sem
á um 1,3% hlut í félaginu.
gislifreyr@mbl.is
Bara pláss fyrir
einn nýjan í stjórn
- Telja hluthafa hafa stutt núverandi
stefnu stjórnar - Konurnar sjálfkjörnar