Morgunblaðið - 02.09.2022, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.09.2022, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2022 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Það var mikið fjör þegar spurn- ingaþátturinn Ertu viss? hóf göngu sína á mbl.is í gær í beinni útsend- ingu. Alls fékk 51 keppandi vinning en það var hann Jóhann Gunnar Jó- hannsson sem var Ertu viss- meistari þáttarins og hreppti aðal- vinninginn, sem að þessu sinni var sími frá Samsung. Þátturinn í gær var sá fyrsti af níu en þeir verða sýndir stundvís- lega klukkan 19 á fimmtudags- kvöldum í haust og vetur. Spurningaþættirnir eru sérstakir að því leyti að keppendurnir eru áhorfendur sem sitja heima og get- ur hver sem er skráð sig til leiks. Stjórnendur þáttarins, systurnar Eva Ruza og Tinna Miljevic, segja hann hafa gengið vel og voru þær afar ánægðar með útkomuna. „Við vitum líka að fólk í Berlín og Portúgal var að horfa. Það eru Ís- lendingar úti um allt sem langar að taka þátt í íslenskri dagskrá,“ segir Eva Ruza. Hægt er að nálgast nánari upp- lýsingar um þættina inni á www.mbl.is/ertuviss. Mikil þátttaka í fyrsta þættinum - Alls fékk 51 keppandi vinning Morgunblaðið/Hákon Fjör Systurnar Eva Ruza og Tinna Miljevic stjórna þættinum. Samninganefnd ríkisins fyrir kom- andi viðræður við samtök opinberra starfsmanna um nýja kjarasamninga hefur ekki verið skipuð. Ekki liggur heldur fyrir hver verður formaður hennar. Kemur þetta fram í skriflegu svari upplýsingafulltrúa fjármála- ráðuneytisins við fyrirspurn Morgun- blaðsins. Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri kjara- og mannauðssýslu fjármála- ráðuneytisins, fór í mörg ár fyrir samninganefnd ríkisins. Hann hefur látið af störfum í ráðuneytinu. Jökull Heiðdal Úlfsson hefur tekið við þeirri stöðu en ekki liggur fyrir hver leiðir samninganefndina í næstu lotu, að því er fram kemur hjá ráðuneytinu. Unnið að undirbúningi Friðrik Jónsson formaður BHM hefur lýst því yfir að bandalagið vilji taka af skarið og hefja strax kjara- viðræður við atvinnulífið og stjórn- völd. Formenn aðildarfélaganna hafa falið honum umboð til slíkra við- ræðna. Í svari ráðuneytisins kemur fram að vinna við undirbúning viðræðna standi yfir. Vakin er athygli á að kjarasamningar opinberra starfs- manna gildi út mars 2023. Fjár- málaráðherra hefur sagt, í samtali við Morgunblaðið, að stjórnvöld tækju því fagnandi ef þau gætu hjálpað til við að tryggja að samningar verði ekki látnir renna út og langur tími líði þar til þeir verði endurnýjaðir. helgi@mbl.is Engin samninganefnd - Óákveðið hver leiðir kjaravið- ræður ríkisins Morgunblaðið/Hari Undirskrift Öllum kjaraviðræðum lýkur með undirskrift samninga. „Við erum að endurnýja allan ljósa- búnað bæði úti og inni í kirkjuskip- inu, þannig að það er mikið undir,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju en þar verður byggingin nú nútímavædd með LED-lýsingu. „Það verður alveg gríðarlegur munur að hafa kirkjuna vel upp- lýsta. Þetta er auðvitað mikilvægur staður í borginni og verður að vera í lagi.“ Framkvæmdirnar séu vissu- lega kostnaðarsamar en gríðarlega mikilvægar. Ljósabúnaðurinn hafi verið kominn til ára sinna og lýs- ingin döpur. Hún segir nýja búnaðinn bjóða upp á ýmsa möguleika, t.d. verði hægt að lýsa kirkjuna upp í mis- munandi litum. „Við getum til dæmis tekið þátt í Bleikum október í fyrsta sinn. Við hlökkum til að geta lífgað upp á kirkjuna.“ Áfram verða framkvæmdir við innilýsinguna næstu vikur en reikn- að er með að opið verði inn í kirkju- skipið að einhverju eða öllu leyti meðan á vinnunni stendur og helgi- hald og orgeltónleikar verði á sín- um stað. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Birtir brátt til í kirkjunni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Straumur Ísland enn á lygnum sjó en skórinn kreppir á meginlandinu. Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Vissulega hefur margt verið í gangi í löndunum í kringum okkur, miklar hækkanir á orkuverði og í raun bara orkukrísa,“ segir Berglind Rán Ólafs- dóttir, framkvæmdastýra Orku nátt- úrunnar, er Morgunblaðið spyr hana út í hugsanlegar verðsveiflur á íslensk- um orkuvettvangi. Fjallað var um svimandi hækkanir orkuverðs í Evrópu hér í blaðinu í fyrradag og því meðal annars slegið fram að tíu mínútna sturtuferð í Ósló í Noregi kostaði orðið 625 krónur. „Mér þykir ólíklegt að þetta hafi áhrif á Ís- landi til skemmri tíma,“ heldur Berg- lind Rán áfram, „en það hlýtur að velta á því hve lengi þetta ástand varir í Evr- ópu,“ segir hún og bætir því við að langvarandi nauð í orkumálum meg- inlandsins sé líklegri til að skila sér hingað. Munu skoða aðra möguleika Bendir Berglind Rán á að fyrirtæki sem eigi mikið undir hóflegu raforku- verði og framboðsöryggi og séu vel í stakk búin til að flytja sig um set gætu vel talið hag sínum betur borgið á Ís- landi. „Ef verðið helst svona rosalega hátt til lengri tíma í nágrannalöndun- um segir það sig sjálft að fyrirtæki sem eru hreyfanleg munu fara að skoða aðra möguleika,“ segir framkvæmda- stýran. „Hækkandi orkuverð í Evrópu hef- ur auðvitað ekki þráðbein orsakaáhrif til Íslands,“ segir Jóhann Snorri Sig- urbergsson, forstöðumaður viðskipta- þróunar HS Orku, „hér er enginn orkuskortur og ástandið í Úkraínu og hjá Rússunum hefur ekki bein áhrif á Íslandi.“ Ekki í líkingu við Evrópu Þetta kveður Jóhann vera einfalda svarið við spurningunni. Hins vegar vill hann ekki útiloka einhverjar hækk- anir, til dæmis á heildsöluverði. „Við sáum það í fyrra þegar við lentum í hálfgerðum orkuskorti, þá var lág vatnsstaða í lónum og mikil eftirspurn. Eftirspurnin er enn þá mikil og ekki hægt að slá því föstu að til sé alveg nægileg orka fyrir alla notendur á Ís- landi,“ heldur Jóhann áfram. „En við erum ekki að fara að sjá neitt í líkingu við það sem við sjáum í Evrópu, það eru engin teikn á lofti um það,“ segir hann að síðustu. „Auðvitað vonar maður að þetta leysist,“ segir Berglind Rán, „að þetta verði ekki lengri tíma verð sem við nú sjáum í Evrópu, það er auðvitað bara hrein skelfing, hvort tveggja fyrir al- menning og fyrirtæki.“ Hún segir Ís- land í allt annarri stöðu með sitt lokaða orkukerfi en nágrannalöndin, slíkt bjóði ekki upp á miklar verðsveiflur. „Í Noregi til dæmis er opinn mark- aður með rafmagn og það höfum við ekki hér enn þá, en eins og þú veist líklega er Landsnet að skoða að setja upp slíkan markað og það er bara spurning um hvenær en ekki hvort slíkur markaður verður til á Íslandi,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir fram- kvæmdastýra. Ekki þráðbein áhrif til Íslands - Orkuverðssveiflur langt undan Íslandsströndum - Erlend fyrirtæki gætu þó hugsað sér til hreyfings

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.