Morgunblaðið - 02.09.2022, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 02.09.2022, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2022 NUTRILENK Kæligel fyrir liði og vöðva GEL Innihaldsefni eru m.a. eucalyptus ilmkjarnaolía og engiferþykkni sem hafa verið notuð í náttúrulækningum í aldaraðir. Sölustaðir: Apótek, almennar verslanir. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Flóttafólk frá Úkraínu heldur áfram að streyma til landsins. Í síðustu viku komu alls 52 flóttamenn til landsins og þar af voru 32 frá Úkra- ínu. Þetta segir Gylfi Þór Þorsteins- son, aðgerðastjóri teymis um mót- töku flóttafólks frá Úkraínu. Alls hafa 1.564 flóttamenn frá Úkraínu komið hingað til lands það sem af er ári, en alls hafa hingað til komið 2.548 flóttamenn til landsins í ár. Spurður hvern- ig gangi að finna húsnæði fyrir þennan fjölda segir Gylfi: „Það er ekkert laun- ungarmál að það er alltaf erfiðara og erfiðara að finna húsnæði til lengri tíma fyrir svona stóran hóp. Það er ekkert hlaupið að því.“ En eft- ir því sem hann best viti gangi ágæt- lega að koma flóttabörnum í skóla. „Þótt sveitarfélögin, sem við þurf- um svolítið að stóla á, séu öll af vilja gerð er víða farið að þrengja að hjá þeim,“ segir Gylfi. Þurfa fleiri sveitarfélög Í Morgunblaðinu í gær var vísað í ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarð- arbæjar um að ábyrgð á þjónustu við flóttafólk yrði vísað til ríkisins. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri kallaði eftir frekara samráði við ríkið enda sveitarfélagið komið að þolmörkum. „Það er alveg ljóst að við þurfum að fá fleiri sveitarfélög að borðinu og bindum vonir við að svo verði,“ segir Gylfi. Þá segir hann að straumi flótta- manna hingað til lands linni ekki á næstunni. „Það er auðvitað að renna í garð kuldatíð. Fólk sem hef- ur ekki húsaskjól í heimalandi sínu, hvort sem það er í Úkraínu eða öðr- um löndum, leggur á flótta. Und- anfarin ár hafa þessir mánuðir, september, október, nóvember og desember, verið þeir mánuðir þar sem flestir koma. Við búumst við því að fólksstraumurinn haldi áfram í vetur.“ Flóttafólk streymir að - Tugir flóttamanna komu til landsins í síðustu viku - Alls 1.564 flóttamenn komnir frá Úkraínu það sem af er ári - Vetrartíð fram undan og von á enn fleirum Gylfi Þór Þorsteinsson Nú liggja fyrir drög að samn- ingi milli ríkis og sveitarfélaga um þjónustu við flóttafólk. Drögin voru kynnt fyrir sveit- arfélögunum í síðustu viku. Samningurinn sé nú í skoðun hjá þeim sem komi að málinu. „Það er bara þannig að ástandið er flókið og við þurf- um öll að leggjast á eitt, bæði ríki og sveitarfélög, til þess að veita fólkinu skjól. Það eru all- ir boðnir og búnir til þess en fólk þarf að vinna saman og finna lausnir,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson. Ný drög að samningi MÓTTAKA FLÓTTAFÓLKS Samkaup tilkynntu í gær að verð yrði lækkað á fleiri en 400 vörunúm- erum undir merkjum Änglamark og X-tra í öllum verslunum sínum. Þær eru rúmlega 60 víða um land og eru undir merkjum Nettó, Krambúðar- innar, Kjörbúðarinnar og Iceland. Verðið verður nú sambærilegt og jafnvel lægra en í upphafi árs og kemur til með að haldast að minnsta kosti óbreytt til áramóta. Hugsunin með lækkunum þessum er að sporna gegn áhrifum verðbólgu á dagleg innkaup fólks. „Við höfum fengið gríðarlegar verðhækkanir til okkar frá framleið- endum og birgjum hér heima. Marg- ar teljum við óþarfar. Að okkar mati hefur verið of auðvelt fyrir þessa að- ila að velta öllum hækkunum út í verðlagið, segir Gunnar Egill Sig- urðsson forstjóri Samkaupa í til- kynningu. Síðastliðið haust sendu Samkaup frá sér bréf til birgja sinna og fleiri þar sem kallað var eftir samstarfi til að spyrna gegn hækkunum á vöru- verði. Undirtektir voru engar, rétt eins og þegar erindi var sent til tíu stærstu birgja Samkaupa fyrir nokkru. Þar var óskað eftir 5% verð- lækkun til áramóta sem þá gæti skil- að sér beint til viðskiptavina. „Við furðum okkur á þessu og ekki síður á aðgerðaleysi hins opinbera, óbreyttum álögum á bensíni og að ekki sé afnuminn virðisauki á lykil- dagvöru,“ segir Gunnar Egill. Útspil Samkaupa nú er svipað því sem Krónan kynnti fyrir rúmri viku. Verð verður fryst út árið á 240 vöru- númerum. Hjá báðum verslanakeðj- um er tilgangurinn sá að sporna gegn verðbólgu í landinu. sbs@mbl.is Lækka verð á um 400 vörunúmerum - Samkaup í sókn gegn verðbólgunni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Samkaup Gríðarlegar hækkanir, segir Gunnar Egill forstjóri. Unnið er að því að tengja nýja hringtorgið á vegamótum Suður- landsvegar og Biskupstungna- brautar. Áætlað er að umferð verði hleypt á það og nýjan Suðurlands- veg að Kirkjuferjuvegi á fimmtu- daginn í næstu viku. Er það rúm- lega helmingur af þeim áfanga í breikkun Suðurlandsvegar sem nú er unnið að. Hringtorgið er tvöfalt og mun liðka mjög fyrir umferð. Gatnamótin eru lokuð á meðan unnið er að tengingu. Útbúin hefur verið hjáleið út úr hringtorgi við húsnæði Toyota og inn á Bisk- upstungnabraut ofan við hring- torgið. Tefur það umferðina nokk- uð. Verktakinn ÍAV vinnur jafn- framt að lagningu vegarins frá Kirkjuferjuvegi að Kotstrandar- kirkju. Áætlað er að framkvæmdir verði komnar það langt í nóvember að hægt verði að opna veginn fyrir umferð. Umferð verður hleypt á hringtorg og hluta nýs Suðurlandsvegar vestan Biskupstungnabrautar í næstu viku Morgunblaðið/Eggert Lokafrá- gangur við mikilvægt hringtorg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.