Morgunblaðið - 02.09.2022, Side 8

Morgunblaðið - 02.09.2022, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2022 Faxafeni 14 108 Reykjavík www.z.is Óvissa í alþjóðamálum varð Þor- björgu S. Gunnlaugsdóttur þingmanni Viðreisnar tilefni til þess að stinga niður penna á bólakaf í Fréttablaðið á þriðjudag. Megin- stefið var að láðst hefði að ræða Evrópumálin á Alþingi vegna stríðs- ins í Úkraínu og kvartaði hún undan því að það mætti „bara ræða Evr- ópumál þegar meiri- hluti er fyrir því að sækja um aðild á Al- þingi“. Sem er auð- vitað alls ekki þann- ig vaxið. - - - Hvað er svona hættulegt við um- ræðuna? Eða við það að þjóðin fái að taka ákvörðun í þjóðar- atkvæðagreiðslu? Það er þvert á móti þögnin sem er hættuleg. Er ekki bara best að treysta þjóðinni?“ - - - Það væri að vísu fánýti, því Evr- ópusambandið hefur verið afar tvístígandi í þessum málum, aðal- lega vegna þess að Þýskaland er undir járnhæl Pútíns Rússlands- forseta og Macron Frakklands- forseti upptekinn við að sleikja skó hans. - - - Hitt er þó skrýtnara, að Þorbjörg virðist telja það til marks um sérstaka þöggun ef stjórnarflokk- arnir vilja ekki láta næstminnsta flokkinn á þingi stjórna umræðunni, líkt og þingheimi beri skylda til að taka upp eina stefnumál hans. - - - En af hverju nota þingmenn Við- reisnar ekki þau tæki, sem þeir þó hafa, og leggja fram frum- vörp og þingsályktanir í þá veru? Það er fyrir það sem þingmönnum er borgað; ekki leikaraskap og væl undan því að aðrir flokkar taki ekki þeirra mál á dagskrá. – Taki þing- menn sjálfa sig og störf sín ekki al- varlegar en svo, er engin ástæða til þess að nokkur annar geri það. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Hví segið þér ekki það sem mér finnst? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Samkeppniseftirlitið telur að sam- runi Haga og Eldum rétt leiði til styrkingar á markaðsráðandi stöðu Haga á dagvörumarkaði og sömu- leiðis á markaðsráðandi stöðu Eld- um rétt á líklegum markaði fyrir sölu samsettra matarpakka í gegn- um netið. Tilkynnt var í mars að Hagar, sem reka m.a. verslunarkeðjurnar Hag- kaup og Bónus, og eigendur Eldum rétt hefðu náð samkomulagi um kaup Haga á öllu hlutafé Eldum rétt. Síðarnefnda fyrirtækið hefur sér- hæft sig í gerð matarpakka. Samkeppnisstofnun hefur haft þennan samruna til skoðunar og seg- ir á heimasíðu sinni að rannsóknin á samkeppnislegum áhrifum samrun- ans hafi verið umfangsmikil. Sam- keppniseftirlitið hafi m.a. fram- kvæmt athugun á meðal hagsmuna- aðila og neytendakönnun á meðal viðskiptavina matarpakkafyrirtækja til viðbótar við ítarlega greiningu á gögnum og upplýsingum sem fylgdu samrunatilkynningu. Samkeppniseftirlitið hefur birt samrunaaðilum andmælaskjal. Þar kemur m.a. fram það frummat Sam- keppniseftirlitsins að samruninn feli í sér samruna náinna keppinauta og jafnframt að Eldum rétt sé mikil- vægur keppinautur Haga á dagvöru- markaði. Sameinað félag sé líklegt til að geta hindrað stækkun keppinauta sinna. Þá er það einnig frummat Samkeppniseftirlitsins að talsverðar aðgangshindranir séu inn á bæði dagvörumarkað og líklegan markað fyrir verslun með samsetta matar- pakka. Bæði félög hafa mótmælt þessu frummati Samkeppniseftirlitsins í aðalatriðum og fært rök fyrir því að Samkeppniseftirlitinu beri að breyta frummati sínu við endanlegt mat sitt á áhrifum samrunans. Samruni talinn hindra samkeppni - Samkeppniseftirlitið rannsakar kaup Haga á Eldum rétt - Markaðsráðandi Kirkjudeildir, sem samanlagt telja 2,5 milljarða kristins fólks um allan heim, standa saman að Grænum september – The season of Creation – á hverju ári. Þjóðkirkjan hefur tekið virkan þátt í Grænum september frá því 2017. Fram kemur í tilkynningu að síðari ár hafi verið lögð áhersla á samtal við landverndar- og náttúru- fræðinga, innlenda sem erlenda. Nú á laugardag verður fjölskyldu- dagur í Skálholti með gróðursetn- ingu og kynningu á skógrækt og skírnarskógi. Einnig verða kynnt áform um söfnun og dreifingu á birkifræjum og tekið til hendinni við það ef þannig viðrar. Þá er ráðgert að hafa þar fund á vegum Grænna söfnuða þjóðkirkjunnar. Grænn september hefst með útvarpsmessu sunnudaginn 4. september í Vídal- ínskirkju. Þar mun Kristján Björns- son vígslubiskup í Skálholti flytja ávarp. Sérstakri uppskeru- og um- hverfismessu verður útvarpað frá Langholtskirkju hinn 18. september þar sem Agnes Sigurðardóttir bisk- up Íslands prédikar. Ákveðið hefur verið að efna í fjórða sinn til Skálholtsráðstefnu 12. október næstkomandi til þess meðal annars að fylgja eftir áætlun sem unnin hefur verið í samvinnu um- hverfisnefndar þjóðkirkjunnar, Landgræðslunnar og Skógrækt- arinnar um skógrækt, endurheimt votlendis og landgræðslu á kirkju- jörðum. Á ráðstefnunni verða einnig biskupar Grænlands, Færeyja og Ís- lands, Paneeraq Siegstad Munk, Jógvan Friðriksson, Agnes Sigurð- ardóttir og Kristján Björnsson, sem undirbúa þar þátttöku sína í Hring- borði norðurslóða 13.-16. október. Grænn september á vegum kirkjunnar - Skálholtsráðstefna haldin um skógrækt og landgræðslu Morgunblaðið/Árni Sæberg Skálholt Skálholtsráðstefna verður haldin í fjórða sinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.