Morgunblaðið - 02.09.2022, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2022
VINNINGASKRÁ
157 11886 20696 31736 41684 54397 65483 74130
179 12116 20978 31964 41897 54535 65538 74290
657 12405 21718 32159 42421 54772 65617 74685
1182 12514 22264 32250 42749 55673 65640 75101
1189 12711 22466 32501 43264 56236 65942 75131
2068 12791 22743 32620 43621 57245 65993 75252
2152 13278 22897 32745 43666 57501 66041 75385
2194 13463 23024 33517 43723 57731 66285 76010
2248 13632 23951 33572 43923 58164 66822 76127
2419 14030 24105 33647 44793 58469 67041 76595
2531 14104 24167 33724 44950 58537 67070 77145
2843 14190 24493 34324 45869 58770 67281 77284
2892 14425 24731 34525 46583 59047 67419 77305
3047 14552 25317 34674 46635 59360 67649 77368
3070 14857 25566 35126 47437 59481 67798 77429
3689 14862 26307 35216 48399 59635 67871 77449
3774 15095 26830 35703 48926 59651 68400 77471
4388 15461 27206 36208 49263 60688 68811 77541
4636 15828 27329 36251 49389 60928 69091 77542
5193 16185 27330 36616 49498 60979 69259 77677
5463 17086 28036 36895 49710 61029 69272 77789
5622 17843 28289 37095 49906 61523 69708 78147
5853 18360 28522 37332 50188 61615 69777 78324
5995 18429 28799 37587 50262 62082 70427 78603
6010 18479 28903 37679 50472 62253 70780 78901
6196 18578 29373 37947 50715 62391 71014 78972
6257 18665 29986 37989 51107 62607 71170 79078
6908 18784 30047 38882 51113 63089 71181 79449
7971 18801 30303 39140 52414 63717 71185 79684
8136 19567 30354 39315 53260 64127 71190 79731
8670 19767 30608 39563 53294 64142 71201 79949
8680 19872 30624 40279 53304 64290 71905
9141 19878 30678 40296 53396 64398 72397
9477 19907 31312 40769 53399 64449 72457
9538 20305 31454 41089 53454 64736 72566
10865 20489 31602 41298 53632 64802 72875
11621 20583 31680 41320 53929 65339 73914
3 13128 23884 34187 45314 55693 61291 73629
2987 13721 24159 34486 46193 55696 63196 73889
3181 14864 26002 36884 46844 56079 65124 74637
3227 15181 26824 37677 48759 56864 66212 75295
4874 16152 27282 38368 48878 56922 66258 75543
5880 16576 27584 38487 50386 57918 66928 76895
6019 16957 29988 38631 50630 58365 67090 77694
7233 18599 30114 39503 51301 58396 69079 79156
7259 20123 30266 41727 51611 58606 69445 79453
7891 20144 31182 42278 53216 59379 69759
8874 20210 31224 44516 53641 59630 70220
9614 22903 31994 44751 54018 59953 72627
11448 23284 32541 44967 54532 60049 72738
Næstu útdrættir fara fram 8., 15. og 22. sept. 2022
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
16856 19586 35907 60058 76303
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
4597 19764 28881 38999 47469 65560
5010 26837 31135 41832 52192 67130
5453 27107 35576 43198 52493 73352
9773 28347 38832 45286 58954 77247
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
7 8 0 0 5
18. útdráttur 1. september 2022
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Rafael Grossi, framkvæmdastjóri al-
þjóðakjarnorkumálastofnunarinnar
IAEA, sagði í gær að sérfræðinga-
teymi stofnunarinnar, sem hann leið-
ir sjálfur, myndi „dvelja“ við kjarn-
orkuverið í Saporisjía, en teymið
heimsótti verið í gær til að kanna að-
stæður. Ferðalag teymisins til
kjarnorkuversins tafðist í gærmorg-
un um nokkra stund, þar sem Rússar
skutu með stórskotaliði á bæinn
Enerhodar í nágrenni versins.
Grossi sagði í yfirlýsingu sinni
eftir að teymið hafði kannað aðstæð-
ur að mikilvægum áfanga hefði verið
náð og að áfram yrði fylgst grannt
með stöðu kjarnorkuversins, en
kjarnorkumálastofnun Úkraínu,
Energoatom sagði í gær að slökkt
hefði verið á einum af kjarnaofnum
versins í varúðarskyni vegna stór-
skotahríðar Rússa.
Ekkert hæft í ásökunum
Óskar Hallgrímsson, ljósmynd-
ari í Kænugarði, var nýlega á ferð-
inni í borginni Níkopol, sem er hin-
um megin við Dnípró-fljótið frá
Enerhodar. Hann tók þar myndir
sem sýna afleiðingar árása Rússa, en
þær hafa komið frá svæðinu í kring-
um kjarnorkuverið.
Óskar segir að Úkraínumenn í
nágrenni versins veiti yfirvöldum í
Níkopol upplýsingar í hvert sinn sem
þeir sjái rússnesk þungavopn við
verið, svo hægt sé að vara íbúana þar
við. Hann bætir við að vestrænar
leyniþjónustur hafi einnig séð á
gervihnattamyndum rússneska her-
bíla í nágrenni versins.
Rússar hafa sakað Úkraínu-
menn um að skjóta vísvitandi á verið
til þess að reyna að valda kjarnorku-
slysi. Óskar segir að þær ásakanir
séu hunsaðar af heimamönnum.
„Rússar gefa út yfirlýsingu hér dag-
lega, stundum oft á dag, í von um að
erlendir fjölmiðlar taki þær upp og
noti þær sem hluta af upplýsinga-
stríðinu,“ segir Óskar.
Sigurhugur í öllum
Úkraínumenn hófu aðgerðir í
Kerson-héraði á mánudaginn, sem
ætlað er að frelsa héraðið undan yfir-
ráðum Rússa. Óskar segir að Úkra-
ínumönnum lítist að mestu vel á
gang stríðsins. „Það er mikill sigur-
hugur í öllum sem ég tala við, fyrir
utan fólk sem ennþá er undir svaka-
legum árásum í Donbass,“ segir
Óskar, en þar munu enn vera harðir
bardagar í gangi.
Úkraínsk stjórnvöld hafa lagt
mikla áherslu á að sem minnst frétt-
ist um aðgerðir þeirra í Kerson-hér-
aði og segir Óskar að hann hafi stað-
festar heimildir um gang mála þar,
sem hann megi ekki tala um. Hann
geti þó sagt að sóknin gangi vel, en
hún sé hægfara. Óskar segir að einn
greinandinn hafi líkt sókninni við
„eyjahopp“ Bandaríkjamanna í
Kyrrahafsstríðinu, þar sem land-
svæðið í Kerson sé mjög opið með ör-
litlum „eyjum“ af trjágróðri sem
herdeildirnir þurfi að hoppa á milli
til að sækja fram.
Ljósmynd/Óskar Hallgrímsson
Kjarnorkuverið Eftirlitsteymi IAEA kannaði kjarnorkuverið í gær og
hyggst það dvelja þar áfram að sögn framkvæmdastjóra stofnunarinnar.
Aðstæður kannaðar
við kjarnorkuverið
- Gagnsóknin í Kerson sögð ganga hægt en örugglega
Ljósmynd/Óskar Hallgrímsson
Níkopol Hér má sjá rústir markaðar í Níkopol, sem Rússar skutu GRAD-eldflaugum á fyrir nokkrum dögum. Óskar
Hallgrímsson segir þetta hafa verið aðalmarkaðinn í borginni, og mikið áfall fyrir heimamenn að missa hann.
Taívanski herinn tilkynnti í gær að
hann hefði skotið niður „borgara-
legan dróna“, sem farið hefði yfir
bannsvæði á smáeyjunni Shiyu en
hún er um fjórum kílómetrum frá
ströndum Kína.
Er þetta í fyrsta sinn sem varn-
arlið eyjunnar skýtur niður dróna,
en mikil spenna er nú í samskiptum
yfirvalda á Taívan og stjórnvalda í
Kína. Kínverjar hófu heræfingar í
síðasta mánuði í nágrenni Taívans í
mótmælaskyni eftir að Nancy Pel-
osi, forseti fulltrúadeildar Banda-
ríkjaþings, heimsótti eyjuna. Hafa
heræfingarnar meðal annars falið í
sér að herþotum hefur verið flogið
inn fyrir það
svæði sem Taív-
anar skilgreina
sem lofthelgi
sína.
Þá hafa yfir-
völd á eyjunni
orðið vör við
óvenjumarga
dróna á loftvarn-
arsvæði sínu að
undanförnu, sér í lagi hjá varnar-
stöðvum taívanska hersins. Tsai
Ing-wen forseti Taívans varaði við
því í síðustu viku að herinn kynni að
skjóta drónana niður ef þeir hlíttu
ekki viðvörunum um að hverfa frá.
Veitir fé til þjálfunar
Aðgerðir hersins komu sama dag
og auðkýfingurinn Robert Tsao lýsti
því yfir að hann hygðist verja um
einum milljarði taívandala af eigin
fé, eða sem nemur um 4,6 millj-
örðum íslenskra króna, til að þjálfa
varnarlið „borgaralegra stríðs-
manna“ sem gæti aðstoðað við varn-
ir eyjunnar, hefji Kínverjar innrás.
Sagði Tsao að hann vildi þjálfa
rúmlega þrjár milljónir manna til að
sinna landvörnum, auk þess sem um
300.000 manns yrðu þjálfuð í skot-
fimi. Varnarlið Taívans telur nú um
88.000 manns undir vopnum.
Taívan skaut niður dróna
- Auðkýfingur vill koma upp varnarliði á sinn kostnað
Robert Tsao
Rússneskir fjölmiðlar greindu frá
því í gær að Ravil Maganov, fram-
kvæmdastjóri Lukoil-olíufélagsins,
hefði dáið af sárum sínum eftir að
hann féll út um glugga á 6. hæð
sjúkrahúss í Moskvu.
Lukoil, sem er stærsta fyrirtæki
Rússlands í einkaeigu, sagði í yfir-
lýsingu sinni að Maganov hefði dáið
í gærmorgun eftir alvarleg veik-
indi, en heimildarmenn Tass-
fréttastofunnar sögðu að málið
væri rannsakað sem sjálfsvíg.
Nokkrir aðrir háttsettir menn í
rússneskum orkufyrirtækjum hafa
fallið frá síðan innrásin í Úkraínu
hófst, og hefur andlát þeirra þótt
bera að með óvenjulegum hætti.
RÚSSLAND
Féll út um glugga og lést