Morgunblaðið - 02.09.2022, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2022
✝
Jóhanna L.
Vilhjálmsdóttir
Heiðdal fæddist í
Reykjavík 26.
ágúst 1936. Hún
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Mörkinni 10. ágúst
2022. Foreldrar
hennar voru Vil-
hjálmur Sigurðs-
son Heiðdal, f.
1912, d. 2005, og
María Gyða Hjálmtýsdóttir
Eiginmaður (1975): Jóhannes
Jensson, f. 1929, d. 1988.
Jóhanna lauk gagnfræða-
prófi frá Gagnfræðaskóla Vest-
urbæjar í Reykjavík. Hún bjó í
Reykjavík sín hjúskaparár með
Walter. Fluttist til Kenía 1975.
Bjó þar til 1979. Þá í Reykjavík
en síðar í Bandaríkjunum en
fluttist til Íslands alkomin
1997.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag, 2. sept-
ember 2022, kl. 13.
Heiðdal, f. 1913, d.
1991. Systkini:
María, Hilmar (d.
2001), Anna og
Hjálmtýr.
Eiginmaður
(1955): Walter
Gunnlaugsson, f.
1935, d. 2017. Börn
þeirra: María, f.
1955; Erla, f. 1957;
Vilhjálmur, f. 1958,
og Hildur, f. 1962.
Þau skildu.
Jóhanna ólst upp á stóru heim-
ili með systkinum en fór snemma
að vinna og átti fjölbreyttan
starfsferil. Hún hóf starfsferil
sinn hjá Útvegsbanka Íslands
1953.
Hún kynntist fyrri manni sín-
um Walteri Gunnlaugssyni á átj-
ánda ári og þau giftu sig 1955.
Börnin komu svo eitt af öðru og
þau bjuggu sér fallegt heimili á
Seltjarnarnesi. Walter var sjó-
maður á þessum árum. Vann á
flutningaskipum Eimskips, síðast
á Gullfossi.
1967 stofnaði hún verslun með
hannyrðavörur og ýmislegt til
heimilisins í Skjólunum vestur í
bæ. Sú verslun var lögð niður um
1969 en þá skilja þau Jóhanna og
Walter.
Eftir skilnaðinn gerðist hún rit-
ari hjá Ragnari Tómassyni lög-
manni og fasteignasölu hans og
síðar hjá Tollpóststofunni. Árið
1975 lá leiðin til Kenía, en seinni
maður hennar, Jóhannes Jensson,
starfaði þar í fjögur ár við þróun-
araðstoð á vegum Sameinuðu
þjóðanna. Eftir heimkomuna til
Íslands 1979 tók við sjálfstæður
rekstur eigin fyrirtækis sem sér-
hæfði sig í innflutningi og sölu á
snyrtivörum og tengdum varn-
ingi. Á síðari árum vann hún við
umönnun og matseld hjá ýmsum
stofnunum og einkaaðilum.
Foreldrar Jóhönnu áttu bæði
stórar fjölskyldur sem viðhéldu
tengslum sínum. Samkomur
þessa fólks einkenndust af glað-
værð og gamansemi, ættrækni og
þekkingu á menningu og fólki vítt
og breitt. Vilhjálmur Heiðdal, fað-
ir Jóhönnu, fór árlega áratugum
saman í Krossavík í Vopnafirði, en
þaðan var hann ættaður í móður-
ætt, kominn út af Björgu Péturs-
dóttur, systur Guðmundar Pét-
urssonar sýslumanns. Afi
Vilhjálms í föðurætt var Þorlákur
Johnson kaupmaður í Reykjavík.
Meðal forfeðra Maríu Heiðdal
voru María Bernhöft (fædd í Hels-
ingör) en faðir Maríu Heiðdal var
Hjálmtýr Sigurðsson kaupmaður
og framkvæmdastjóri í Reykja-
vík. Móðir Maríu, Lucinde Han-
sen, var dóttir Ludvigs Hansen,
kaupmanns í Reykjavík.
Jóhanna naut þess í lífi sínu og
tómstundum að halda fallegt
heimili og hafa fallega hluti í
kringum sig. Þannig var það á öll-
um þeim stöðum sem hún bjó fjöl-
skyldunni heimili; allt gert af
smekkvísi og hlýleika. Hún naut
þess að taka á móti gestum og var
veitul gestum sínum og mjög flink
við allt sem viðkom veisluhöldum
og matargerð eins og svo margt af
hennar fólki. Greinarhöfundur
naut þessara hæfileika hennar
með fjölskyldunni í áratugi.
Kynni okkar hófust með sam-
bandi og síðar hjónabandi mínu
með yngstu dóttur Jóhönnu,
Hildi. Samskiptin náðu yfir 40 ára
skeið. Við lifðum ýmsa tíma og
breyttan tíðaranda eins og geng-
ur. Einna eftirminnilegastar eru
stundir sem við áttum saman á
Flórída, fyrst um jól og áramót
1986. Þá voru eldaðar rjúpur að ís-
lenskum hætti í Boca Raton. Síðar
dvöldum við ásamt dætrum okkar
Ingibjörgu og Maríu hjá Jóhönnu
á Pompano Beach sumarið 1993 í
góðu yfirlæti. Jóhanna flutti alfar-
ið til Íslands 1997 og bjó þar til
æviloka.
Ég minnist Jóhönnu með þakk-
læti fyrir ánægjuleg samskipti og
velvild alla tíð. Ég votta fjölskyld-
unni samúð mína. Hvíl í Guðs friði.
Guðm. Kjartansson.
Elsku amma okkar. Við kveðj-
um þig með trega í hjarta en vit-
um þó að þú ert nú komin á betri
og fallegri stað umkringd öllu
fólkinu þínu sem þú hefur þurft að
kveðja á lífsleiðinni. Við erum
þakklátar fyrir þann tíma sem við
áttum saman og þær minningar
sem við eigum um þig, því það er í
gegnum þær sem þú lifir áfram í
björtu ljósi í huga okkar. Við
minnumst þess hversu glæsileg
kona þú varst, mikill fagurkeri
sem reiddi fram dýrindis kræs-
ingar við ófá tilefni. Það var líka
alltaf svo stutt í húmorinn þinn og
innilegan hlátur. Þú fetaðir
ótroðnar slóðir á tímum sem það
þótti óvenjulegt og lést ávallt
hendur standa fram úr ermum
þegar kom að vinnu, ferðalögum
og öllum öðrum verkefnum sem á
vegi þínum urðu. Þú varst alla
þína tíð sterk, djörf, hugrökk og
ævintýragjörn og eru það gildi
sem við viljum einnig að einkenni
okkar líf. Takk fyrir allt elsku
amma Jóhanna, við elskum þig
alltaf.
Þín barnabörn,
Ingibjörg G., María
G. og Ingibjörg K.
„Það geta ekki allir verið gor-
djöss eins og þú…“ söng Páll Ósk-
ar með sinni mjúku rödd og af
sinni einstöku snilld og snéri hluta
textans upp á frænku sína Púttý, á
80 ára afmæli hennar. Undir fögn-
uði fjölskyldu og frændfólks stigu
þau síðan dans, hann yngstur og
hún elst af barnabörnum ömmu
Lucindu og afa Hjálmtýs. Það lék
bros um andlit ungu áttræðu kon-
unnar sem hló dillandi hlátri. Í
genum hennar var metvituð núvit-
und og hlátur hennar eðlislægur
samskiptaháttur, líkt og talmál.
Hún var gordjöss, þegar hún ung
að árum var kosin fegursta stúlka
Reykjavíkur í fegurðarsamkeppni
sem haldin var í Tívolígarðinum
árið 1954.
Púttý var gælunafn sem fór
henni vel en hún var skírð Jó-
hanna Lucinda eftir báðum ömm-
um sínum. Hún gekk ung í hjóna-
band með Walter Gunnlaugssyni
og áttu þau saman fjögur börn.
Samgangurinn var mikill á meðan
krakkarnir voru minni, þar sem
þá voru margar mömmur heima-
vinnandi. Við bjuggum um tíma í
sömu götu með ömmu Lucindu
sem miðjupunkt og hafði nálægð
ömmu áhrif á mikil og náin sam-
skipti stórfjölskyldunnar sem við
öll höfum búið að síðan.
Walter var á sjónum og kom
heim með margt sem var fram-
andi eins og súkkulaðið Mars,
Snickers og fleira nammi. Var þá
heimsókn á heimili þeirra okkur
eins og að koma til útlanda.
Púttý fór út á vinnumarkaðinn
þegar þau hjón skildu að skiptum.
Verslun og viðskipti voru hennar
áhugamál og atvinna. Þegar hún
svo kynntist Jóa, Jóhannesi Jens-
syni, fluttu þau til Kenýa en hann
vann þar á vegum Danita-þróun-
arhjálpar Dana hjá Sameinuðu
þjóðunum. Þar bjuggu þau í nokk-
ur ár og nutu heimamenn um-
hyggjusemi hennar. Veran þar
var henni hugleikin og minntist
hún tímans með hlýju.
Við frænkurnar stofnuðum
frænkufélag árið 1989 sem kennt
er við gælunafn ömmu og nefnt
Túlla Hansen. Starfsemi félagsins
hefur verið öflug og skemmtileg.
Félagið hefur ásamt mökum og
frændum meðal annars farið í ut-
anlandsferðir, þar af þrjár sigling-
ar. Púttý var með okkur í þeirri
fyrstu á Explorer of the Seas og
áttum við saman skemmtilega
daga á skipinu, í Connecticut hjá
Íju frænku og fjölskyldu og í New
York. Þá hefur félagið, allt frá
stofnun, staðið fyrir þorrablótum
og öðrum fjölskyldusamkomum
þar sem mikið hefur verið hlegið
og sungið.
Nú þegar við kveðjum Púttý
þökkum við henni ánægjulega,
góða og ógleymanlega samleið.
Elsku Maju Gunnu, Erlu, Villa,
Hildi og fjölskyldum sendum við
hugheilar samúðarkveðjur.
„Líkt og fuglinn Fönix rís fögur lítil diskó-
dís
upp úr djúpinu í gegnum diskóljósafoss“
(Bragi Valdimar Skúlason)
Fyrir hönd frænkufélagsins
Túlla Hansen,
Valgerður
Sigurðardóttir.
Merkasta augnablik mitt í líf-
inu, fyrir utan mína eigin fæð-
ingu, var að vera viðstaddur þeg-
ar dóttir mín fæddist, magnað
andartak, og hetjan hún Erla
sem fæddi barnið, þegar þetta
gerðist upplifði ég ótrúlega
strauma innra með mér. Í eigin
heimi á þessari stundu áttaði ég
mig ekki á mikilvægi ömmu
Púttý í þessu ferli öllu. Nú er
amma Púttý nýbúin að klára sinn
pakka hér og það er henni að
þakka að ég á dóttur mína, sem
gjörbreytti lífi mínu, úr því að
ramba hér um í reiðileysi í að
verða pabbi. Fyrst um sinn bjó
amma Púttý erlendis, en svo
flutti hún aftur heim og hefur
verið mikilvægur hlekkur í okkar
lífi síðan. Ég er nýbúinn að heyra
fallegar sögur af samskiptum
dóttur minnar og og ömmu
Púttý. Við að heyra af þeirra fal-
lega sambandi fylltist hjarta mitt
af þakklæti og tár birtust, þau
eru því miður sjaldgæf en eru
alltaf velkomin. Inda, Mæja og
Lellel voru í góðu sambandi við
ömmu Púttý, sem léttir aðeins á
þeirra sorg að eiga fallegar minn-
ingar um ömmu sína. Eins og sjá
má á ofanrituðu á ég ömmu Púttý
mikið að þakka. Jólin og áramót-
in verða hér eftir öðruvísi án
ömmu Púttý, en við munum hlát-
ur hennar og gleði. Amma Púttý
eignaðist fjögur börn sem öll eru
með mikla og góða mennsku í
sér, það er, held ég, blanda frá
þeim systrum ömmu Púttý og
Önnu Heiðdal. Amma Púttý var í
allskonar ævintýrum á lífsleið-
inni og bjó í Kenýa og USA með-
al annars. Hún var nýflutt á elli-
heimili í Mörkinni og hefur ekki
nennt að lifa án fjárhagslegs
sjálfstæðis og reisnar sem henni
var í blóð borin og hefur ákveðið
að nú væri þetta orðið gott.
Hvíl í friði elsku amma Púttý
og takk fyrir Erlu og Indu, mik-
ilvægustu konurnar í mínu lífi
ásamt móður minni að sjálf-
sögðu. Kærleikur og hlýja til
allra.
Karl Björnsson.
Jóhanna L. Vilhjálmsdóttir
Heiðdal
✝
Sigurjón Hann-
esson fæddist á
Akranesi 18. ágúst
1938. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á Akra-
nesi 21. ágúst 2022.
Foreldrar hans
voru hjónin Hannes
Þjóðbjörnsson, f. 20.
janúar 1905, d. 2.
október 1984, og
Rannveig Jóhann-
esdóttir, f. 30. maí 1910, d. 30.
janúar 2007.
Sigurjón var elstur fimm
systkina, hin eru: Guðbjörg
Fanney, f. 1941, Þjóðbjörn, f.
1945, Guðríður, f. 1948, og
Guðbjartur, f. 1950, d. 2015.
Sigurjón kvæntist 22. maí
1965 Guðlaugu Bergþórs-
dóttur, f. 10. nóvember 1940.
Foreldrar hennar voru Berg-
þór Guðmundsson og Vilborg
Helgadóttir.
Sigurjón og Guðlaug eign-
uðust þrjár dætur: 1) Rann-
veig, f. 20. mars 1962, eig-
inmaður Bergsteinn
1959 og fékk meistararéttindi í
þeirri grein 1962.
Sigurjón stofnaði Trésmiðju
Sigurjóns og Þorbergs 1961,
ásamt Þorbergi Þórðarsyni.
Guðlaugur Þórðarson gerðist
meðeigandi um 1970. 1995
keypti Sigurjón hlut þeirra í
fyrirtækinu og rak síðan Tré-
smiðju Sigurjóns til 2011.
Sigurjón kom að ýmsum
félagsmálum: Hann sat í stjórn
Iðnaðarmannafélags Akraness,
Iðnráði, stjórn Meistarafélags
byggingarmanna og stjórn Sem-
entsverksmiðju ríkisins í átta ár.
Sat í bygginganefnd Akranes-
kaupstaðar fyrir Alþýðuflokk-
inn í 20 ár, þar af formaður í
fjögur ár og var varabæjar-
fulltrúi í eitt kjörtímabil
Starfaði í björgunarsveitinni
Hjálpinni í nokkur ár og átti
þátt í uppbyggingu á húsnæði
félagsins og var í Slökkviliði
Akraness og Hvalfjarðarsveitar
frá 1964 til 2008.
Gekk í frímúrararegluna
1968, gegndi þar ýmsum trún-
aðarstörfum og var virkur við
uppbyggingu félagsaðstöð-
unnar.
Útför Sigurjóns fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 2. sept-
ember 2022, klukkan 13 og
streymt verður frá athöfninni á
vef kirkjunnar.
Metúsalemsson.
Þeirra sonur er
Sigurjón, f. 1999.
Börn Rann-
veigar úr fyrra
hjónabandi eru
Hafdís, f. 1986,
eiginmaður
Magnús Karl
Gylfason, þeirra
börn Aldís Em-
ilía og Magnús
Karl, Birkir, f.
1989 sambýliskona Bergþóra
Hrönn Hallgrímsdóttir. 2) Guð-
ríður, 1. júlí 1970, eiginmaður
Ágúst Grétar Ingimarsson.
Synir þeirra Rúnar Freyr, f.
1992, sambýliskona Sigrún
Ágústa Helgudóttir, þeirra
börn: Hlynur Ágúst og Ásthild-
ur, Ingimar Elfar, f. 2003, og
Hilmar Veigar, f. 2007. 3)
Bergþóra, f. 11. september
1978, eiginmaður Hannes Sig-
urbjörn Jónsson, þeirra börn:
Jón Gautur, f. 2004, og Guð-
laug Gyða, f. 2007.
Sigurjón lauk gagnfræða-
prófi 1955, námi í húsasmíði
Elsku pabbi nú ertu farinn frá
okkur en ég veit að við munum
hittast aftur þarna hinum megin.
Þú varst alltaf til staðar fyrir mig
og okkur, það var alltaf hægt að
treysta á þig og þín ráð og ég gat
alltaf leitað til þín. Þegar ég
þurfti að taka stórar ákvarðanir
gerði ég það aldrei nema fá bless-
un hjá þér, hvort sem það voru
húsnæðiskaup eða eitthvað
minna.
Þú gerðir svo ótrúlega margt
fyrir mig og varst einnig mjög
stoltur að ég valdi mér iðngrein
til að læra þegar ég fór í hár-
greiðslunámið. Eitt af mörgu sem
þú gerðir var þegar þú safnaðir
fyrir mig skeggi í heilt ár og
keyrðir til Hafnarfjarðar til mín í
skólann til að vera módel í skegg-
snyrtingu. Þetta gerðir þú fyrir
mig fyrir tíð Hvalfjarðargang-
anna. Þú hafðir aldrei verið svona
alskeggjaður, hvorki fyrr né síð-
ar, en fyrir litlu stelpuna þína var
þetta sjálfsagt mál.
Þú varst mjög þrjóskur og það
þýddi ekki að þræta við þig um
neitt en á sama tíma var alltaf
mjög stutt í allan þinn húmor. Þú
valdir orðin þín mjög vel og það
sem kom frá þér var oft mjög
hnyttið og fyndið. Ég held að ég
hafi líka pínu erft þrjóskuna frá
þér og eitthvað af þínum húmor.
Pabbi minn þú fékkst mig líka til
að gera ýmis stríðnisbrögð á mín-
um yngri árum. Manstu þegar
Gugga systir var komin með kær-
asta sem var farinn að gera sig
heimakominn á Vogabrautinni
okkar, þá baðstu mig að æfa vel á
þverflautuna fyrir framan her-
bergisdyrnar hjá henni snemma
á morgnana, auðvitað hlýddi ég,
við litla hrifningu Guggu.
Þú varst pabbi af gamla skól-
anum og það voru reglur sem
þurfti að fara eftir og enginn slaki
gefinn. Þú komst alltaf heim í há-
deginu, lagðir þig og hlustaðir á
úrvarpsfréttir og áttum við þá oft
ljúfar stundir saman. Einnig var
alltaf gott að koma á verkstæðið
til þín, næla sér í kandísmola sem
var alltaf hægt að treysta á að
væri til og spjalla við þig og strák-
ana sem voru að vinna með þér.
Það eru svo margar minningar
sem rifjast upp. Eitt af því
skemmtilegra sem ég gerði með
þér þegar ég var yngri var að fara
að veiða, í jeppaferðir á Bronco
og í tjaldferðalög.
Pabbi minn, þú varst Skaga-
maður í húð og hár, þér fannst al-
ger óþarfi að vera að flækjast til
Reykjavíkur til að kaupa fata-
spjarir eða eitthvað annað. Ef það
fékkst ekki heima á Skaganum þá
þurftum við það ekki, svo einfalt
var það.
Ég er yngst okkar systra og
því alltaf litla pabbastelpan þín og
ég er viss um að það hafi verið
sérstök bönd á milli okkar alla tíð.
Manstu eftir þegar við fórum á
rúntinn á morgnana niður á höfn
að kíkja á trillukarlana og spjalla
við karlana á Akraborginni?
Nammidagarnir á laugardögum
þegar þú stakkst frekar upp á því
að ég fengi lítinn Matchbox-bíl í
stað nammis og átti ég orðið all-
gott safn af litlum bílum. Eða
þegar þú fórst til útlanda og ég
bað um að fá dúkku sem gæti
grátið og talað en þú fannst enga
vælandi dúkku og keyptir bara
fjarstýrðan bíl í staðinn!
Ég á ætíð eftir að sakna þín og
þá er gott að geta yljað sér við
góðar minningar um ljúfan
pabba. Takk fyrir allt.
Ég elska þig.
Þín litla pabbastelpa,
Bergþóra.
Núna þegar tengdapabbi hef-
ur kvatt okkur eru margar minn-
ingar sem leita á hugann. Fyrst
og síðast fyrir utan sorgina er
það þakklæti, þakklæti fyrir allt
það sem hann hefur gert fyrir
Bergþóru mína, börnin okkar og
mig. Tengdapabbi var svo sann-
arlega besti afi í heimi og nutu
börnin mín leiðsagnar og um-
hyggju hans eins og best er hægt
að hugsa sér.
Tengdapabbi var fyrst og síð-
ast fjölskyldumaður sem naut
þess að hafa fólkið sitt hjá sér og
þá leið honum best. Stórt skarð
er höggvið hjá okkur öllum sem
höfum verið svo heppinn að hafa
hann í okkar lífi.
Við vorum nú ekki oft sam-
mála þegar kom að spjalli um
landsmálin og pólitík en virðing
fyrir skoðunum hvor annars var
svo sannarlega fyrir hendi, sem
gerði spjallið enn betra og
skemmtilegra.
Tár hafa fallið undanfarna
daga og einnig bros á vör, tár
vegna þess að við fáum ekki notið
þess að eiga meiri tíma með okk-
ar manni og bros yfir góðum
minningum sem munu lifa með
okkur öllum um ókomin ár.
Þegar við hittumst aftur hin-
um megin þá treysti ég að ein góð
tengdapabbablanda bíði mín.
Minning um góðan mann lifir í
hjörtum okkar allra – takk fyrir
allt og allt elsku tengdapabbi.
Hannes S. Jónsson.
Afi var maður sem var alltaf
hægt að tala við um allt og ekki
neitt og alltaf hægt að treysta afa
fyrir öllu sem maður var að velta
fyrir sér.
Afi var maður sem hlóð ekki
síma og önnur raftæki á nóttunni
og við munum sko eftir nóttunum
þegar við gistum á Vogabraut-
inni þegar þú kíktir á okkur til að
vera viss um að enginn sími eða
spjaldtölva væri í hleðslu eða
notkun.
Þú varst hin fullkomni afi en
þegar kom að tækninni þá feng-
um við hjálpa þér. Við vitum ekki
hversu oft þú komst til okkar
barnabarnanna og baðst okkur
að kenna þér á spjaldtölvu, síma
eða sjónvarp, eitthvað sem við
vorum búin að kenna þér marg-
oft áður. Þú varst fljótur að læra
allt sem þú hafðir áhuga á en
annað fór inn um annað eyrað og
út um hitt.
Við systkinin munum ávallt
muna eftir deginum sem þú tókst
okkur tvö á slökkviliðsstöðina og
við fengum að kynnast starfi og
lífi þar. Einnig fengum við að
prófa flesta bílana sem við vild-
um og var það mjög gaman.
Þessari minningu höldum við
fast í hjartanu og munum alltaf
muna.
Við vorum það heppin að þú
varst var alltaf til staðar fyrir
okkur og eftir að við fluttum á
Skagann varðstu nánast okkar
einkabílstjóri. Alveg sama hvert
við vorum að fara; þú varst alltaf
tilbúinn og náðir í okkur þegar
við báðum um það, sama hvort
þú varst upptekinn eða ekki.
Afi, þú elskaðir fjölskylduna
þína og við fundum það vel og
þegar þú sást okkur barnabörnin
og eftir að þú varðst langafi líka
þá var ekki langt í bros eða hlát-
ur hjá þér. Þú varst maðurinn
sem náði alltaf að hugga okkur
og setja bros og hlátur í staðinn
fyrir grátinn.
Það er svo margt sem við get-
um sagt um þig en því miður get-
um við ekki beðið Moggann að
gefa út aukablað í dag.
Við munum ávallt muna eftir
þér, elsku afi okkar, við elskum
þig og við munum passa upp á
ömmu fyrir þig.
Þín afabörn,
Jón Gautur og
Guðlaug Gyða.
Sigurjón
Hannesson