Morgunblaðið - 02.09.2022, Síða 20

Morgunblaðið - 02.09.2022, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2022 ✝ Sigurgeir Kjartansson skurðlæknir fædd- ist í Þórisholti í Mýrdal 7. mars 1938. Hann lést 25. ágúst 2022. Foreldrar: Kjart- an Einarsson bóndi í Þórisholti, f. 27. ágúst 1893, d. 28. júlí 1970, og Þor- gerður Einars- dóttir, f. 28. mars 1901, d. 7. jan- úar 2003. Systkini Sigurgeirs voru Borghildur, f. 1922, Einar Sig- urður, f. 1925, Ingveldur Guð- ríður, f. 1929, Einar, f. 1930, Kristinn Matthías, f. 1942 (öll lát- in), og Kjartan, f. 1944. Sigurgeir kvæntist 7. mars 1959 Höllu Sigurjóns Sigurð- ardóttur tannlækni, f. 15. nóv- ember 1937, d. 31. mars 2002. Foreldrar Elín Þorláksdóttir, f. á Hrauni í Ölfusi 29. október 1904, d. 10. júlí 1997, og Sigurður Jóns- son, f. á Þykkvabæjarklaustri, f. 10. apríl 1894, d. 4. júní 1938. Stjúpfaðir Höllu var Sigurður Grímsson frá Nykhól í Mýrdal, f. 8. maí 1888, d. 1. júní 1980. sjö og langömmubörnin ellefu. Sigurgeir gekk í Reynisskóla. Hann lauk landsprófi frá Skóga- skóla og stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni vorið 1958. Með skóla starfaði hann í mastraflokki Landssímans víða um land. Einnig sem kynd- ari á bv. Aski og í síldarvinnu á Raufarhöfn. Hann nam við læknadeild HÍ og lauk lækna- prófi í febr. 1965. Kandidat á sjúkrahúsum í Reykjavík og að- stoðarlæknir á Blönduósi. Fram- haldsnám í skurðlækningum á Memorial Hospital í Worcester í Massachusettsríki í Bandaríkj- unum frá júlí 1966 til júní 1971. Framhaldsnám í æðaskurðlækn- ingum á Massachusetts General Hospital Boston frá júlí 1971 til júní 1972. Sérfræðingur í al- mennum og æðaskurðlækn- ingum á Landakotsspítala frá júlí 1972-1996, þar af yfirlæknir um fimm ára skeið, ásamt því að starfa sem dósent við HÍ í fimm- tán ár. Eftir sameiningu sjúkra- húsanna vann hann á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (Borgarspítala) frá 1996-2001 og Landspítala til starfsloka 2007. Sigurgeir sat í stjórn Skurðlæknafélagsins í átta ár, þar af sem formaður frá 1994-1996. Útnefndur heiðurs- félagi í Skurðlæknafélaginu 2008. Útför Sigurgeirs fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 2. sept- ember 2022, klukkan 10. Börn Sigurgeirs og Höllu eru: 1) Að- alsteinn, f. 12. júní 1962, kvæntur Steinunni Geirs- dóttur. Börn þeirra: a) Hugrún, í sambúð með Arnóri Ás- geirssyni, sonur þeirra er Aðal- steinn. b) Borghild- ur, í sambúð með Tómasi Inga Shel- ton. c) Geir. 2) Elín, f. 9. febrúar 1967, í sambúð með Þorsteini Gunnlaugssyni, áður gift Krist- jáni Hallvarðssyni. Dætur Elínar og Kristjáns: a) Halla, í sambúð með Christian Thor Helgasyni, dóttir þeirra er Matthildur María. b) Katla, í sambúð með Aroni Smára Lárussyni. c) Embla. Kvæntist Hildi Stefánsdóttur 2. des. 2006, þau skildu. Eftirlifandi eiginkona Sigur- geirs, gift 4. júli 2017, er Jóhanna Guðrún Halldórsdóttir, f. 22. apr- íl 1940 í Reykjavík. Hennar dæt- ur með Garðari Steindórssyni deildarstjóra eru Kristín, Bryn- dís og Áslaug, allar með fjöl- skyldur. Barnabörn Jóhönnu eru Hinsta kveðja frá eiginkonu Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkrum grafarreit, mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð, fjör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. Margur einn í aldurs blóma undi sæll við glaðan hag, brátt þá fregnin heyrðist hljóma: Heill í gær, en nár í dag. Ó, hve getur undraskjótt yfir skyggt hin dimma nótt! Fyrir dyrum dauðans voða daglega þér ber að skoða. (Björn Halldórsson) Lúrðu vel ástin mín. Þín Jóhanna (Hanna Gunna). Það er með sorg í hjarta sem heiðursmaðurinn og ljúfmennið Sigurgeir er kvaddur hinstu kveðju í dag. Það var haustið 2011 sem mamma kynnti okkur fyrir Sigur- geiri. Hreint út sagt þá leist okkur ekkert á blikuna. Þau voru bæði stödd á erfiðum tímamótum, mamma orðin ekkja og hann lam- aður eftir slys. En allar okkar efa- semdir hurfu mjög fljótt. Það var augljóst að vinátta mömmu og Sig- urgeirs var innileg allt frá fyrsta degi. Samvera þeirra var jákvæð og lífsfyllandi fyrir bæði tvö. Það hefur verið okkur einstök ánægja að hafa kynnst Sigurgeiri og fengið að njóta þessara ára með honum. Hann sýndi okkur mikla hlýju og góðmennsku en stríðnin og glettnin var aldrei langt undan. Okkur eru minnisstæðar sumarbú- staðaferðir í Buga, Djúpaleiti og á Laugarvatn. Hann var fróður um menn og staðhætti og naut þess að miðla því til okkar. Það var einmitt á slíkum stundum sem við lærðum í raun nýtt tungumál. Oft þurftum við að kalla eftir orðskýringum hjá honum því tungumálið úr Mýr- dalnum var okkur verulega fram- andi. Rumdi þá oft í kalli og bros færðist yfir andlitið á honum. Sig- urgeir var sannur sveitamaður alla tíð. Hann elskaði sveitina sína og Djúpaleiti var hans paradís. Einn- ig naut hann sín vel á Hvamms- tanga í litla húsinu við Spítalastíg. Við nutum þeirra forréttinda að ferðast með þeim hjónum til Bost- on og nágrennis. Að njóta leiðsagn- ar Sigurgeirs um hans námsstöðv- ar í Worchester og Boston var einstakt og gefandi fyrir okkur. Ekki var síðra að njóta Cape Cod með honum og hlusta á ævintýra- sögur frá þessum slóðum. Þessi ferð er og verður okkur dýrmæt minning. Okkur langar hér að þakka fyrir öll þau jól og áramót sem þau hjón hafa átt með okkur á heimili okkar og þær fjölmörgu samverustundir sem við höfum átt undanfarinn áratug. Þegar gestabók okkar er flett má finna margar undirskriftir Sigurgeirs ásamt „undirskrift“ Pontu, hundsins hans. Það kallaði hann litla mynd sem hann teiknaði gjarnan af henni við nafn sitt Elsku mamma mín, þinn missir er mikill en það finnst huggun í ótal góðum minningum. Við vottum Aðalsteini, Elínu og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúð. Hvíl í friði elsku Sigurgeir. Bryndís og Gísli Vagn. Nú svífur sálin: Með ást og hlýju allt þitt líf þú öðrum gæsku veittir, þinn skilningur var skjól og hlíf því skynsemi þú beittir. Í himnesk spor þín hefur fennt en hjartans birta ljómar og fögur sál þín fékk það kennt sem fyrir eyrum hljómar. Og núna svífur sálin burt en sælan vex að nýju því brátt á leiði lifnar jurt sem lofar ást og hlýju. (Kristján Hreinsson) Ég var heppin með tengdafor- eldra, þau Halla og Sigurgeir voru samhent hjón og vinamörg. Því miður fór Halla allt of snemma, en hún var einstök kona sem var margra manna maki í daglegu lífi og margir sakna enn í vinar stað. Þegar ég minnist Sigurgeirs koma orðin hjálpsemi og ljúfmennska fyrst upp í hugann. Alltaf tilbúinn að stökkva til, sama hvert verkið var. Ég var alveg undrandi á því þegar ég kom fyrst inn í fjölskyld- una hversu margir leituðu til þeirra, ættingjar, vinir og sjúkling- ar. Þá skipti engu máli hvað klukk- an var. Sigurgeir var farsæll í starfi eins og margir þekkja, hann var alltaf skemmtilegur ferðafélagi í þeim ótal ferðum sem fjölskyldan fór í saman, innanlands sem utan, uppfræðandi og ljúfur. Ég kveð góðan mann með sökn- uði en hann lifir áfram í afkomend- um sínum og öllum skemmtilegu sögunum sem við fjölskyldan eig- um í minningabankanum, sem oft- ar en ekki koma okkur til að hlæja. Þannig vildi hann líka hafa hlutina, ekki of alvarlega. Far þú í friði og takk fyrir allt sem var, kæri Sigurgeir. Steinunn Geirsdóttir. Það er óneitanlega ein mín mesta gæfa í lífinu að hafa átt ömmur og afa alla barnæskuna og langt fram á fullorðinsár. Þegar ég var barn eyddi ég miklum tíma með ömmu Höllu og afa Sigurgeiri og í þrjú ár bjuggum við á neðri hæðinni í húsinu þeirra á Lang- holtsvegi. Ég vissi fátt skemmti- legra en að verja tíma með þeim og var yfirleitt rokin upp um leið og ég heyrði hurðarskell á efri hæð- inni og sat þá gjarnan í hæginda- stólnum hjá ömmu á meðan hún prjónaði, spjallaði við mig af mikilli athygli, svaraði óteljandi símtölum í heimasímann og horfði á fréttir, allt samtímis! Afi var yfirleitt að snudda eitthvað í kringum okkur, færa okkur hitt og þetta, ávallt með sína ljúfu nærveru og kímni. Mínar uppáhaldsstundir voru um helgar að skríða upp í stóra hjóna- rúmið þeirra og fá morgunmat í rúmið sem afi taldi ekki eftir sér að ná í og færa okkur ömmu meðan við lásum dagblöðin. Amma Halla dó þegar ég var á tólfta aldursári. Þá kom það í hlut minn að veita afa félagsskap dag- ana eftir að hún lést og fórum við í eftirminnilega ferð í Mýrdalinn. Á leiðinni austur náði hann í Kol, sem var umkomulaus flækingshundur sem enginn kannaðist við, og hann tók strax ástfóstri við afa. Á leið- inni hlýddi afi mér yfir hin og þessi staðarheiti og örnefni og á kvöldin áttum við notalegar stundir í Djúpaleiti. Á unglingsárum fékk ég oft að gista hjá afa þegar for- eldrar mínir og systkini voru á ferðalögum um landið. Það fannst mér ekki leiðinlegt því afi var ekk- ert að stressa sig á einhverjum úti- vistartíma. Í eitt skiptið, þegar ég var um 15 ára, mætti hann eftir miðnætti að sækja mig yfir Foss- vogsdalinn á stóru vespunni sinni við mikinn fögnuð vina minna sem þótti þetta mjög svalur afi. Eftir að afi lenti í slysinu og lam- aðist lá hann á Grensásdeild heilan vetur. Ég kom gjarnan við hjá hon- um og áttum við afar notalegar stundir, enda alltaf gott að spjalla við afa sem var, þrátt fyrir mörg áföll síðustu ár, alltaf léttur og kát- ur og tók sjálfan sig ekki of hátíð- lega. Afi var hvatvís og meðan hann var á fótum var hann alltaf að. Mér er minnisstætt þegar hann var að passa Kötlu á Langholtsveginum en hún var veik heima. Ég kom heim úr skólanum og ætlaði upp að hitta litlu frænku mína en þau var hvergi að finna. Stuttu seinna renndu þau í hlað á nýjum bíl en þá hafði afi skotist að kaupa sér nýjan bíl með Kötlu í aftursætinu, ber- fætta í náttkjól! Ég er þakklát fyrir að afi hafi náð að njóta lífsins síðustu ár þrátt fyrir tíðar sjúkrahúsdvalir. Þau Jó- hanna voru dugleg að ferðast inn- anlands og utan sem ég veit að var afa mjög dýrmætt. Mest af öllu er ég samt þakklát fyrir að afi Sig- urgeir náði að kynnast Aðalsteini, syni mínum, og vera viðstaddur skírnina hans í fyrrasumar. Ég mun sakna þess að hitta afa og geta hringt í hann með hinar ýmsu læknisfræðitengdu spurningar eða bara einfaldlega spjalla við hann um daginn og veginn en hann sýndi öllum verkefnum okkar barnabarnanna alltaf mikinn áhuga. Minningarnar um elsku afa ylja. Takk fyrir allt afi minn. Þín Hugrún. Elsku afi, nú hefur þú kvatt þessa jarðnesku veröld og fengið verðskuldaða hvíld. Mér hefur dottið í hug að afi hljóti að hafa í fengið níu líf í vöggugjöf, í það minnsta, eins og kettirnir. En hann hefur þurft að kljást við ýmsar heilsufarlegar áskoranir síðustu ár. Hann tók á móti hverri áskorun af æðruleysi en var tilbúinn að tilnefna þessa sem sína síðustu baráttu og þar með voru lífin öll. Afi var mikill karakter. Hann reyndi að láta lítið fyrir sér fara, sagði ósjaldan „ég þarf ekkert“. Hann hafði húmor og gat verið stríðinn. Við fórum stórfjölskyldan í frí til Massachusetts árið 2007, heimsóttum m.a. Worcester þar sem amma og afi voru í námi. Við Hugrún sátum með afa í bíl og hann hafði stillt á klassíska tónlist í útvarpinu sem við unglingsstelp- urnar höfðum lítinn smekk fyrir og báðum afa að skipta. Nema hvað, hann stoppaði ekki lengi við hverja útvarpsstöð, heldur fletti hann nokkra heila hringi og sagði svo í hvert sinn sem kom að klassísku stöðinni: „Sko þetta er fínt!“ Afi tók alltaf á móti barnabörn- um sínum á sama hátt: Hann sagði „sæl, jú, ljós“ og strauk okkur um vangann með grófu handarbakinu. Afi var natinn við það að færa okk- ur ömmu morgunmat í rúmið þeg- ar við vorum í pössun hjá þeim og bauð gjarnan upp á „suppl“ (morg- unkorn) fyrir okkur „kisurnar“ (barnabörnin). Afi gat stundum verið svolítið utan við sig. Eitt sinn þegar við amma og afi vorum kom- in í bæinn eftir heimsókn í Vík í Mýrdal kom afi við á bílaþvotta- stöð. Hann var nýbyrjaður á verk- inu þegar amma hrópar á sinn eft- irminnilega hátt: „Siiiigurgeir!“ Þá hafði afi gleymt að loka dyrunum almennilega og sprautaði vatni inn í bílinn. Amma rennblaut inni í bíl og afi hálfskömmustulegur með vott af aulaglotti haldandi á þvot- taburstanum. Ekki löngu eftir að amma féll frá vorum við Borghildur fengnar til að hjálpa afa að þrífa eldhúsið í Víðigrund. Allan þann tíma sem við þrifum hvern krók og kima tautaði afi um hina og þessa menn sem höfðu verið í heimsókn. „Snyrtipinninn“ hann afi vildi meina að gestir síðustu vikna hefðu sóðað allt eldhúsið hans út. Við Borghildur höfðum mjög gaman af þessu bulli í honum. Afi verandi skurðlæknir var vanur því að sjúklingar hans væru yfirleitt svæfðir á skurðborðinu, en hann gat verið svolítið grófur í til- þrifum við okkur sem ekki fengu svæfingu, að mér fannst a.m.k. Þá sérstaklega þegar hann var beðinn að kíkja á mig eftir fótbrot mitt því mig verkjaði undan gifsinu. Afi mætti í snatri með stórar garð- klippur og skrúfjárn. Mér leist ekki á blikuna! Afi helgaði lífi sitt skurðlækningum og var einn sá fremsti í sínu fagi. Hann kunni fjöldamargar sögur að segja frá sínum starfsferli sem gaman var að hlusta á. Já, það eru ótal minningar um afa sem koma upp í hugann og dýr- mætt er að eiga. Ég er þakklát fyr- ir góðu stundirnar sem við áttum saman og mér þykir vænt um það að hann hafi fengið tækifæri til þess að hitta frumburð minn sem fæddist í maí á þessu ári. Hvíldu í friði, elsku afi minn, og skilaðu kveðju til ömmu Höllu. Meira á www.mbl.is/adsendar Halla Kristjánsdóttir. Það eru viss forréttindi að hafa ömmur og afa í lífi sínu langt fram á fullorðinsár. Samt sem áður er undarleg tilfinning að kveðja manneskju sem hefur verið rótgró- inn hluti af lífi manns alla ævi. Þó að samgangur síðustu ár hafi verið minni en við vildum var afi Sigur- geir alltaf fastur punktur í tilver- unni, með sína ljúfu lund og glett- inn húmor. Í æsku reyndist hann góður afi; þolinmóður og velviljað- ur, stundum svolítið utan við sig, en með ömmu sér við hlið var hug- ulsemi og umhyggja fyrir okkur barnabörnunum í forgrunni. Afi kallaði okkur sjaldnast annað en „kies“ eða „ljós“, enda hafði hann með eindæmum skrautlegan orða- forða. Það var alltaf stutt í gam- ansemina hjá honum og fjölmarg- ar skondnar minningar af honum hafa verið mér hugleiknar síðustu daga. Við afi deildum ýmsum áhuga- málum, en bæði höfðum við gaman af því að spila á harmonikku og pí- anó. Hann var alla tíð duglegur að spyrja út í tónlistarnámið og alltaf áhugasamur um hvað ég væri að spila þá stundina. Það lýsir hans örlæti vel að árum saman leyfði hann mér að hafa flygilinn sinn að láni og er ég ekki í vafa um að það hafi ýtt undir námsáhugann hjá mér að vera með svo gott hljóðfæri við höndina. Einnig áttum við siglinga- áhugann sameiginlegan, en í mörg ár átti afi hlut í lítilli skútu með vin- um sínum. Það var svo fyrir nokkr- um árum að hann bauð mér að sigla með sér og félögum sínum, ógleymanlegur dagur með þremur áttræðum vinum. Afi lét það ekk- ert aftra sér að hann væri lamaður fyrir neðan mitti, með siglínu utan um sig miðjan var hann hífður um borð á upphalinu og kom sér óhræddur fyrir við stýrið, að vísu vestislaus, en ég forðaðist að hugsa það lengra. Allir komu svo heilir í land! Heimahagarnir í Mýrdal voru afa alltaf kærir og ég held að hvergi hafi honum þótt fallegra en í Reynishverfi. Á skólagöngu minni, bæði í grunnskóla og menntaskóla, var nemendum sett fyrir að taka viðtal við eldri ættingja og vinna upp úr því ritgerð. Í bæði skiptin varð afi fyrir valinu enda var lífs- hlaup hans sérlega áhugavert fyrir unga stelpu sem aðeins hafði alist upp í Reykjavík og auðvitað hafði hann margar áhugaverðar sögur af æsku sinni í sveitinni. Elsku afi, ekki veit ég hvort það sé framhaldslíf eftir þessa jarðvist en ef svo er þá vona ég innilega að þú gangir á ný léttur á fæti sem áð- ur, sameinaður ömmu og öðrum ástvinum – bæði tví- og ferfætling- um. Þú munt lifa um ókomna tíð í minningum okkar afkomenda, enda ógleymanlegur maður. Þín sonardóttir, Borghildur. Elsku afi minn hefur nú kvatt þessa jörð og er kominn yfir í sum- arlandið eftir erfiða heilsubaráttu. Ég minnist þess er ég var að vinna skólaverkefni þar sem átti að taka viðtal við fjölskyldumeðlim. Ég valdi að taka viðtal við afa og á þessum tíma lá hann inni á spítala svo ég heimsótti hann þangað nokkrum sinnum til að vinna verk- efnið. Við áttum notalegar stundir saman og afi sagði mér frá megn- inu af sínum mennta- og starfsferli sem æðaskurðlæknir. Mér þótti gaman að hlusta á allar sögurnar og sjá hvað hann hafði mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Það hefur veitt mér innblástur til að velja menntaveg sem ég hef áhuga á og er ég þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að eiga þessar dýr- mætu stundir með honum. Afi mun alltaf eiga stað í hjarta mér og þrátt fyrir að það reynist mér erfitt að kveðja hann þá veit ég að þegar kveðjur hafa verið sagðar og tárin þerruð sitja minn- ingarnar eftir. Það eru þær sem halda ástvinum okkar lifandi í huga og hjarta. Hvíldu í friði elsku afi. Embla Kristjánsdóttir. Nú er hetjulegum átökum afa míns lokið og er hann kominn á betri stað. Ég minnist hans með hlýju í hjarta. Afi var mjög úr- ræðagóður og þrautseigur þegar á reyndi. Eitt sinn austur í sum- arbústað handleggsbrotnaði ég og sá afi ráð til að búa um brotið og notaðist við ræmur úr laki og lita- bók. Og greri brotið vel. Hann vildi alltaf það besta fyrir okkur barna- börnin og munum við sakna nær- veru hans. Hvíldu í friði elsku afi minn. Katla Kristjánsdóttir. „Ég er bara sveitastrákur,“ sagði Sigurgeir fyrir nokkrum ár- um í blaðaviðtali. Vissulega rétt, en Sigurgeir var líka heimsmaður, oftast einhvers staðar þar á milli. Kynni okkar hófust fyrir alvöru við tilurð Geirfuglanna, göngu- hópsins góða, en sagan byrjaði eig- inlega löngu áður, eins og gerist gjarnan með góðar sögur, eða á fjórða áratug síðustu aldar. Bene- dikt, faðir Ingunnar, var þá kenn- ari í Mýrdalnum, ásamt Róshildi konu sinni. Þau hjón settu mikinn svip á skólastarfið, svo mjög að Sigurgeir minntist þeirra oft, með mikilli virðingu. Ingunn fæddist reyndar í sömu sveit, sex árum á eftir Sigurgeiri. Það segir kannski sögu um ræktarsemina að 10 ára gamall sendi Sigurgeir jólakort með ástarkveðjum til Brynju, jafn- öldru sinnar og systur Ingunnar, en þá var fjölskylda þeirra flutt suður. Langar útileguferðir á fjöllum, oft í erfiðum, jafnvel hættulegum aðstæðum, á íslensku sumri þar sem allra veðra er von, reyna manninn, og til að gæta jafnræðis, ekki síður konuna. Í okkar góða hópi voru 18 besserwisserar þegar mest var. Í baksýnisspeglinum hefði þetta dæmi ekki átt að ganga upp. En sameiginlegu markmiðin, kætin sem fylgir frelsinu á fjöllum, áhuginn á íslenskri náttúru og sögu, óendanleg frásagnargleði og glaðværð á kvöldvökunum þjöpp- uðu okkur saman. Örugglega voru það líka erfðalögmál Darwins, sem þróuðu með íslenskri þjóð ótrú- lega seiglu gegnum aldirnar. Sigurgeir átti sérstakan sess í þessum hópi. Bjartur yfirlitum, stutt í brosið, kvikur í hreyfingum, þannig að sumum þótti nóg um, fór oft á tæpustu brúnir, eða full- hratt niður skriður. Hann vann hratt, hvort sem það var við að reisa eða taka niður tjöld, vaska upp, algjörlega óverkkvíðinn. Flinkur í höndum, hvort sem það var viðgerð á netstúf eða að rimpa saman hráblautan ullarsokk í þriggja gráðu hita og vosbúð á Hornströndum. Í þeirri ferð vakti það furðu Höllu heitinnar eina nóttina hve mikið Sigurgeir skalf og nötraði í svefnpokanum, „og hvaðan kom eiginlega allur þessi þari í hárið hans“? Jú, netstúfur hafði verið lagður út í sjó, endinn losnað og nú voru góð ráð dýr. Sig- urgeir stakk sér hiklaust til sunds í Íshafið og náði í endann. Málinu bjargað. Vissi að þetta myndi ekki vekja fögnuð í tjaldinu, svo hann laumaðist í pokann og sofnaði. Hér má svo bæta við að Sig- urgeir var fínn harmonikkuleikari, Sigurgeir Kjartansson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.