Morgunblaðið - 02.09.2022, Page 29

Morgunblaðið - 02.09.2022, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ Bráðfyndin og skemmtileg gamanmynd fyrir alla fjölskylduna með uppistandaranum Jo Koy í aðalhlutverki Tónleikar sem Sigurður Bragason barítón og Hjálmar Sighvatsson píanóleikari héldu í tónleikasal Villa Wahnfried, heimilis Richards Wagners í Bayreuth, fyrr í þessum mánuði, fá lofsamlega umfjöllun hjá Frank Piontek, sem skrifar fyr- ir Kulturbrief, menningartímarit Bayreuth. „Söngvarinn bar sál Íslands í hjarta sínu og rödd. Það mátti heyra þann innri kraft sem söngvarinn lagði í ljóðin, sem hann flutti eins og söngvaskáld,“ skrifar Piontek um Sigurð, en um Hjálmar skrifar hann: „Píanóleikarinn lék á Steinway-flygilinn í Villa Wahn- fried svo undursamlega, að það eitt var virði þess að sækja tónleikana.“ Aðeins eru haldnir um tíu tónleikar á ári í tónleikaröð hússins. Spenntir Hjálmar Sighvatsson og Sigurður Bragason fyrir tónleikana í Bayreuth. „Bar sál Íslands í hjarta sínu og rödd“ Hið níræða kvik- myndatónskáld John Williams er enn í fullu fjöri og segist gjarnan vilja semja tón- listina við næstu kvikmynd um njósnarann James Bond. Williams hefur samið tónlist við fjölda Hollywood- mynda, m.a. Star Wars, ET, Jaws og Schindler’s List og er margverð- launaður fyrir störf sín. Hann vinn- ur þessa dagana að tónlistinni við næstu mynd um Indiana Jones. Bond-ummælin lét hann falla í við- tali á ensku útvarpsstöðinni Classic FM í vikunni. Williams til í að semja fyrir Bond John Williams »Sérstök hátíðarsýning var haldin í Háskólabíói í vikunni á kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur sem byggist á skáldsögu Bergsveins Birgissonar. Í aðalhlutverkum eru Þorvaldur Davíð Krist- jánsson, Hera Hilmarsdóttir og Aníta Briem. Myndin verð- ur frumsýnd í kvikmyndahúsum landsins í kvöld. Hátíðarsýning í Háskólabíói á kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu Aðstandendur myndar Framleiðendurnir Guðbjörg Sigurðardóttir og Birgitta Björnsdóttir, leikkonan Hera Hilmarsdóttir, leikstjórinn Ása Helga Hjör- leifsdóttir, leikararnir Aníta Briem og Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Bergsveinn Birgisson rithöfundur sem skrifaði bókina Svar við bréfi Helgu. Þríeyki Þórir Snær Sigurjónsson, Gunnlaugur Briem og Bergsteinn Björgúlfsson. Ánægja Gísli Örn Garðarsson, Karl Ægir Karlsson, Björk Eiðs- dóttir og Nína Dögg Filippusdóttir voru kát á frumsýningunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölskylda Magnús Geir Þórðarson, Ingibjörg Ösp Stefáns- dóttir og Andrea Björk Karelsdóttir létu sig ekki vanta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.