Morgunblaðið - 02.09.2022, Síða 32

Morgunblaðið - 02.09.2022, Síða 32
STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU WWW.SVEFNOGHEILSA.IS Svefn heilsa& GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ PANDORA STILLANLEGUR HÆGINDASTÓLL VANDAÐAR SÆNGUROG KODDAR Í ÚRVALI EITT MESTA ÚRVAL AF HEILSUDÝNUM Á LANDINU ÚRVALAF VÖNDUÐUM HEILSURÚMUM RÚV og Sinfóníuhljómsveit Íslands bjóða landsmönn- um í tónlistarveislu í beinni útsendingu frá Hörpu í kvöld kl. 20.15 með þættinum og tónleikunum Klass- íkin okkar og er þetta sjöunda árið í röð sem slíkur við- burður er haldinn. Að þessu sinni er sjónum beint að einleikskonsertum og segir á vef RÚV að litrík efnis- skráin spanni fjölda vinsælla og hrífandi konsertkafla frá ýmsum tímum. Því sé yfirskrift tónleikanna í ár Ein- leikaraveisla. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason og kynnar Halla Oddný Magnúsdóttir og Guðni Tómasson. Einleikskonsertar frá ýmsum tím- um í Klassíkinni okkar í Eldborg FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 245. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Allt er undir hjá íslenska kvennalandsliðinu í knatt- spyrnu þegar liðið tekur á móti Hvíta-Rússlandi í C-riðli í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í dag. Eins og sakir standa er Ísland með 15 stig í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum færra en topplið Hollands, en íslenska liðið á leik til góða á það hollenska. »27 Ísland fer á toppinn með sigri í dag ÍÞRÓTTIR MENNING Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Þetta er vísun í hina þekktu bók Halldórs Laxness, en hann dvaldi hér á Laugarvatni þegar hann skrifaði Sjálfstætt fólk,“ segir Barbora Georgsdóttir Fialová, ung tékknesk kona sem er ein þeirra sem standa að og skipuleggja bæjarhátíðina Tími fyrir sjálfstætt fólk, sem verður á Laugarvatni nú um helgina. „Við hjá Planet Laugarvatn héld- um þrjár bæjarhátíðir á Laugarvatni í fyrra en það var svo mikil vinna að við ákváðum að halda okkur við eina stóra hátíð á ári framvegis. Núna er það hausthátíðin Tími fyrir sjálfstætt fólk. Á hinn bóginn ætlum við að hafa minni viðburði yfir árið sem krefjast minni undirbúnings. Til dæmis vor- um við með Páskatíma í sveitinni í vor,“ segir Barbora og bætir við að Planet Laugarvatn, sem stendur að baki viðburðunum, séu félagasamtök sem vilja efla fjölmenningu í sam- félaginu. „Við skipuleggjum alls kon- ar viðburði sem henta fyrir alla sem búa í samfélaginu. Hér búa Íslend- ingar en líka útlendingar sem starfa hér, eins og ég, að ógleymdu öllu fólk- inu sem á sumarbústaði hér á svæð- inu, nemendum menntaskólans og yngri börnum grunnskóla og leik- skóla og fjölskyldum þeirra. Þá eru ferðamennirnir ótaldir. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni sem hefst í dag, föstudag. Í dag verð- ur áhersla lögð á fjölskyldufólk. Þá miðast dagskráin við börn, nemendur og unglinga. Við ætlum að vera með ratleik sem hefst framan við gróður- húsið klukkan hálfsjö í kvöld, sem heitir Á slóðum bísona, en þar verður indíánaþema. Síðan verður varðeldur í Eldaskála seinna í kvöld. Á morgun, laugardag, verða alls konar smiðjur. Dagurinn byrjar á útieldun í Elda- skála, sem er fallegt opið hús í skóg- inum þar sem 150 manns geta setið. Við verðum líka með báta á Laugar- vatni sjálfu. Þar getur fólk fengið lán- aða kajaka og kanóa til að sigla og við sköffum öryggisvesti. Hallbera í Gim- steinum verður með textílsmiðju þar sem fólk getur komið og prófað að gera batík, þ.e. mála, prenta og alls konar annað á textíl. Opið hús verður í Landi ljóssins, vinnustofunni okkar, og í Eyvindartungu verður tapas- kvöld á laugardagskvöld. Í boði verða smáréttir frá fólki sem býr hér en kemur frá ólíkum löndum. Þar verður matur frá Portúgal, Tékklandi, Slóv- akíu, Serbíu og Litáen og lifandi tón- list síðar um kvöldið. Pólska hljóm- sveitin Knedlove kemur fram og Grétar Lárus Matthíasson Laugvetn- ingur ætlar að spila á gítar og syngja,“ segir Barbora. Hún hefur búið á Laugarvatni und- anfarin fimm ár og starfar þar við leikskólann. Hún kom fyrst til Ís- lands 2009 til að vinna yfir sumarið á hóteli, eftir að hún lauk menntaskóla heima í Tékklandi. „Ég fór heim að hausti til að fara í háskólanám en ég kom stundum til Íslands á sumrin til að vinna við ferðamennsku. Eftir að ég kláraði meistaranám í afþrey- ingar- og ferðamálafræðum flutti ég alfarið til Íslands, líka vegna þess að systir mín hefur búið hér frá 2008 og hún á lítinn dreng sem ég vil vera ná- lægt. Mér líður vel á Íslandi og fólkið hér er gott.“ Nánar á Facebook: Tími fyrir sjálfstætt fólk – Bæjarhátíð. Tími fyrir sjálfstætt fólk á Laugarvatni - Bæjarhátíð um helgina fyrir alla fjölskylduna Gaman Eitt af því sem verður í boði er að sigla á bátum á Laugarvatni. Kraftmikil Barbora vill efla fjölmenningu í samfélaginu á Laugarvatni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.