Morgunblaðið - 06.09.2022, Síða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Tökur standa nú yfir hér á landi á
annarri þáttaröð sjónvarpsþáttanna
Halo. Þættirnir eru byggðir á sam-
nefndum tölvuleik og sló fyrsta
þáttaröðin í gegn fyrr á þessu ári.
Mikið er lagt í gerð þáttanna sem
framleiddir eru fyrir streymisveit-
una Paramount+. Leikstjórinn
Steven Spielberg er á meðal aðal-
framleiðanda.
Eins og kom fram á mbl.is í gær
aðstoðar True North við tökur á
Halo hér á landi. Af þeim sökum var
Krýsuvíkurvegur lokaður í gær, síð-
asta laugardag og þrjá daga í síð-
ustu viku.
True North sótti um og fékk leyfi
frá Umhverfisstofnun vegna um-
ræddra taka fyrir Halo. Þær fóru
nánar til tekið fram við Kleifarvatn.
Í umsókn fyrirtækisins kom fram að
kvikmyndatökurnar ættu að fara
fram dagana 15. ágúst til 7. septem
ber. Tökurnar eru umfangsmiklar
því um 80-90 manns koma að verk-
efninu, þar af um 20 manns að und-
irbúningi. Sérstakar aðstöðubúðir
voru settar upp í fjörunni norðan
Kleifarvatns fyrir tökufólk 29. ágúst
til 4. september. „Á þeim tíma verða
níu rútur, níu húsbílar og eldhús-
trukkur, matarbíll, bíll fyrir aðföng
og uppþvottabíll. Að auki skiptast
50 fólksflutningabílar og tíu vörubíl-
ar á að vera í aðstöðubúðum og
tæknibúðum,“ sagði í umsókn True
North. Þá voru tæknibúðir í fjör-
unni norðan Syðristapa.
„Sótt er um leyfi til að slóðadraga
til að afmá för í fjörunum milli
Syðristapa og Innristapa. Notuð
verða sexhjól, sópar og hrífur við að
afmá förin í fjörunni,“ sagði í um-
sókninni.
Mikil hreyfing er nú á kvik-
myndagerðarfólki hér eftir að Al-
þingi samþykkti að hækka endur-
greiðslu á stórum verkefnum í 35%.
Fram hefur komið að fjórða þátta-
röð True Detective verður tekin hér
í vetur en hún skartar Jodie Foster
í aðalhlutverkinu. Fjallað er um
mikinn áhuga á Íslandi sem töku-
stað í grein á vefnum Euronews-
.com. Þar er rætt við leikstjórann
Baltasar Kormák og Leif B. Dag-
finnsson, framleiðanda hjá True
North. Í greininni segir að bæði
True North og fyrirtæki Baltasars
séu með mörg erlend verkefni á
teikniborðinu.
Um 90 manna tökur við Kleifarvatn
- True North aðstoðar erlent tökulið við gerð nýrrar þáttaraðar Halo - Krýsuvíkurvegi var lokað
vegna taka við Kleifarvatn - Rútur, húsbílar og matarbíll - Mörg erlend verkefni á teikniborðinu
Morgunblaðið/Guðrún Selma
Lokað Vegfarendum var snúið við á Krýsuvíkurvegi í gær og á laugardag-
inn. Tökur á sjónvarpsþáttunum Halo stóðu þá yfir við Kleifarvatn.
Umhverfisstofnun sér um að
veita leyfi fyrir kvikmyndatökum
og öðrum athöfnum innan frið-
lýstra svæða. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Umhverfisstofnun
hefur talsverður fjöldi umsókna
verið afgreiddur í ár og á síðasta
ári. Ef horft er til sumarmánað-
anna maí, júní, júlí og ágúst má
sjá að umsóknir voru lítið eitt
fleiri í fyrra en í ár. Alls voru þær
143 árið 2021 en 115 í ár. Þegar
umsóknirnar eru skoðaðar má
sjá að margar þeirra eru vegna
drónaflugs yfir vinsælar náttúru-
perlur á borð við Gullfoss, Geysi
og Skógafoss.
Mikið um
drónatökur
UMHVERFISSTOFNUN
Steinþór Stefánsson
steinthors@mbl.is
Leiðtogafundur Norðurlandaráðs
og Eystrasaltsþingsins í Reykja-
vík efndi í gær til blaðamanna-
fundar í Hörpu í Reykjavík þar
sem fulltrúar frá Úkraínu, stjórn-
arandstöðunni í Rússlandi og
HvítaRússlandi auk Erkki Tuo-
mioja, forseta Norðurlandaráðs,
og Janis Vucâns, forseta Eystra-
saltsþingsins, héldu ávörp og svör-
uðu spurningum blaða- og frétta-
manna.
Var kastljósinu sérstaklega
beint að því hvernig Eystrasalts-
ríkin og Norðurlönd gætu stuðlað
að jákvæðri þróun til langframa á
átakasvæðunum.
Janis Vucâns, forseti Eystra-
saltsþingsins, segir í samtali við
mbl.is að einn tilgangurinn með
fundinum hafi verið að ræða
hvernig hægt væri að styðja við
Úkraínu, sem og
að efla lýðræðið
í heiminum.
Hann nefnir
þar sérstaklega
hvernig Íslend-
ingar hafi geng-
ið á undan með
góðu fordæmi í
sjálfstæðisbar-
áttu Eystrasalts-
ríkjanna þriggja. „Eystrasalts-
þingið og Eystralandsríkin muna
eftir því að hafa þurft að berjast
fyrir sjálfstæði sínu,“ segir Vu-
câns, sem rifjar sérstaklega upp
þátt Jóns Baldvins Hannibals-
sonar, þáverandi utanríkisráð-
herra, við að viðurkenna sjálfstæði
ríkjanna hinn 26. ágúst 1991.
„Norðurlöndin og Eystrasalts-
löndin geta verið til fyrirmyndar
fyrir önnur lýðræðisríki um það
hvernig hægt sé að styðja Úkra-
ínu sem og lýðræðisöfl í Rússlandi
og Hvíta-Rússlandi með það að
markmiði að stöðva stríðið. En
meginmarkmið okkar er að gera
Evrópu í heild að samfélagi þar
sem réttarríkið og lýðræðissjón-
armið ríkja.“
Tengslin skipti miklu máli
Lesía Vasílenkó, þingmaður
úkraínska þingsins, sagði í samtali
við mbl.is í gær að samskipti
Úkraínu við norrænu ríkin myndu
skipta miklu máli að stríði loknu,
og að þau tengsl mætti rekja aftur
um aldir.
Vasílenkó segir mörg tækifæri í
framtíðinni á auknum viðskipum
milli þjóðanna. „Það eru margir
möguleikar í framtíðinni á nánari
tengslum. Fyrir stríðið bárust
stærstu fjárfestingar erlendra fyr-
irtækja í endurnýjanlegum orku-
lausnum í Úkraínu frá Norður-
löndunum,“ segir Vasílenkó, en
nánar er rætt við hana á mbl.is.
Morgunblaðið/Eggert
Blaðamannafundur Á fundinum var kastljósinu beint að því hvernig Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin gætu stuðl-
að að jákvæðri þróun í Úkraínu, Rússlandi og í Hvíta-Rússlandi. Leiðtogafundinum lýkur svo í Hörpu í dag.
Norðurlöndin geti
verið til fyrirmyndar
- Fundur Norðurlandaráðs og Eystrasaltsþingsins í Hörpu
Janis Vucâns
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Verulega hefur dregið úr spurn eft-
ir bankahólfum. Bankarnir hafa
brugðist við því með fækkun banka-
hólfa. Þessi þróun þykir vera í takti
við breytta bankaþjónustu. Verð-
mæt skjöl, eins og t.d. hlutabréf,
eru orðin rafræn og geymd þannig.
Arion banki leigir út bankahólf í
útibúi sínu í Borgartúni 19 og er
það eina útibú bankans með banka-
hólf. Haraldur Guðni Eiðsson, upp-
lýsingafulltrúi bankans, segir að
bankahólfum hafi verið lokað í öðr-
um útibúum. Hann segir þó að ekki
standi til að hætta alfarið með
bankahólf hjá Arion banka.
Ekki er lengur hægt að leigja ný
bankahólf hjá Íslandsbanka á höf-
uðborgarsvæðinu, að sögn Eddu
Hermannsdóttur, upplýsingafull-
trúa. Nú eru bankahólf í útibúum
Íslandsbanka í Hafnarfirði og
Laugardal. Bankahólf eru enn í
boði í útibúum úti á landi. Horfur
eru á að Íslandsbanki hætti útleigu
bankahólfa í framtíðinni. Þó liggur
ekki fyrir ákvörðun um hvenær það
verður, að sögn Eddu.
Eftirspurn eftir nýjum geymslu-
hólfum eða bankahólfum er nánast
engin að sögn Landsbankans.
„Hólfin sem nú eru í útleigu hafa
flest verið það í langan tíma. Lítil
eftirspurn skýrist m.a. af því að
komin eru á markað þægileg ör-
yggishólf, á viðráðanlegu verði, svo
fólk þarf síður að leigja hólf. Þau
hólf sem ganga úr sér eða skemm-
ast eru jafnan tekin úr útleigu. Það
gerist t.d. þegar brjóta þarf hólfin
upp vegna týnds lykils. Nýr læs-
ingabúnaður í gömul hólf er í ein-
hverjum tilvikum ófáanlegur,“ seg-
ir í skriflegu svari.
Landsbankinn er nú að ljúka við
að flytja bankahólf, sem voru í úti-
búinu í Austurstræti, í útibúið í
Mjódd. Stefnt er að því að þar verði
þungamiðja þessarar þjónustu á
höfuðborgarsvæðinu en þar er góð
aðstaða og aðgengi gott.
Á höfuðborgarsvæðinu er Lands-
bankinn einnig með bankahólf í
Borgartúni og í Hafnarfirði. Stefnt
er að því að þau flytjist með tím-
anum alfarið í Mjóddina.
Bankahólf eru einnig í stærri
útibúum Landsbankans úti á landi.
Bankinn segir að breytingar á út-
leigu geymsluhólfa séu gerðar með
löngum fyrirvara og viðskiptavin-
um tilkynnt tímanlega um þær.
Þegar hólf eru aflögð er leigusamn-
ingi sagt upp en viðskiptavinum
gefinn kostur á nýjum hólfum á nýj-
um stað, hafi þeir áhuga á að halda
áfram að nota þjónustuna. Ekki er
gert ráð fyrir geymsluhólfum/
bankahólfum í nýjum höfuð-
stöðvum Landsbankans á Austur-
bakka.
Bankahólfum hef-
ur fækkað mikið
- Þörf fyrir bankahólf minni en áður
Ljósmynd/Colourbox
Bankahólf Verðmæt skjöl eru mörg rafræn og margir eiga öryggisskáp.