Morgunblaðið - 06.09.2022, Page 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2022
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Mikilvægt er að tryggja að íslensk-
ar kvikmyndir séu rétt varðveittar
til framtíðar. Til að öruggt sé að
svo verði er rétt að festa í lög að
styrkir til kvik-
myndagerðar fá-
ist ekki greiddir
nema lokaskil
hafi farið fram til
Kvikmyndasafns
Íslands. Þetta er
mat Þóru Ing-
ólfsdóttur, for-
stöðumanns
Kvikmyndasafns
Íslands, sem seg-
ir að mörg dæmi
séu um að misbrestur hafi orðið á
skilum til safnsins.
„Það er nú þannig að þegar
menn klára kvikmyndir þá fara
þeir í önnur verkefni. Þá er hættan
sú að það dragist að skila til okkar
efni,“ segir Þóra.
Um tveir áratugir eru síðan lög-
fest var að skila þyrfti kvikmynd-
um sem gefnar hafa verið út til
sýningar í kvikmyndahúsum, í
sjónvarpi, á diskum eða á neti eins
og það er orðað. Einblínt er á kvik-
myndir, heimildarmyndir og stutt-
myndir en ógerningur væri að ná
utan um allt efni að sögn Þóru.
Öllu efni sem hefur „menningarlegt
gildi“ er þó fagnað.
Flestir framleiðendur standa skil
á sínu efni en ýmsar eyður er þó að
finna í hillum safnsins, bæði frá
fyrri tíð og síðustu árum, enda eru
engin viðurlög ef misbrestur verð-
ur á skilum. „Safnið var ekki alveg
í stakk búið til að taka við stafrænu
efni þegar sú bylting brast á og þar
myndaðist eyða. Efnið verður líka
að vera í réttum gæðum. Eins
vantar eldra efni. Við erum með
lista, Excel-skjal, þar sem búið er
að kalla inn efni sem vantar. Það
berst alveg eitthvað til okkar en
alls ekki allt. Þetta er kannski auð-
veldara með stafræna efnið en
margar eldri íslenskar myndir eru
á filmum sem voru unnar í labóra-
toríum í útlöndum. Mörg dæmi eru
um að íslenskir kvikmyndagerð-
armenn hafi ekki átt peninga til að
leysa filmurnar út og því hafi þær
orðið eftir. Við höfum sótt frumefni
til útlanda. Við sóttum til dæmis
Ungfrúna góðu og húsið úr skjala-
geymslum í fyrra. Þessi bransi er
svakalega erfiður fjárhagslega og
margir glötuðu myndum í labóra-
toríum erlendis.“
Þannig segir Þóra að til dæmis
finnist frumefnið að Karlakórnum
Heklu hvergi. „Þau Duna og Hall-
dór hafa verið að gera upp mynd-
ina úr því efni sem hægt er að
finna. En það verður aldrei í sömu
gæðum og frumefnið.“
Í umsögn sinni um frumvarp um
breytingu á kvikmyndalögum getur
Þóra þess að nauðsynlegt sé að
festa í lög að lokastyrkir kvik-
mynda verði ekki greiddir út fyrr
en full skil til safnsins hafa farið
fram. Safnið gerði nýlega samning
við Kvikmyndamiðstöð um að sá
háttur verði hafður á og hefur það
gefið góða raun. „Það er þó bara
munnlegur samningur. Öruggast
er að þetta sé í lögum eða reglu-
gerð. Þannig tryggjum við varð-
veislu kvikmyndaarfsins til fram-
tíðar.“
Víða eyður í hillum Kvikmyndasafnsins
- Brögð eru að því að kvikmyndagerðarmenn virði ekki skilaskyldu á efni til Kvikmyndasafns Ís-
lands - Forstöðumaður safnsins vill festa í lög að lokastyrkir fáist ekki greiddir fyrr en öllu er skilað
Karlakórinn Hekla 30 ár eru nú síðan myndin var frumsýnd. Frumefni hennar er glatað og því fá landsmenn aldrei
að sjá Ladda með þetta eftirminnilega tagl í fullum gæðum. Með honum eru Magnús Ólafsson og Gestur Einar.
Þóra
Ingólfsdóttir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt
norsku laxeldisfyrirtækjunum Sal-
Mar og NTS að það telji ástæðu til
frekari rannsóknar á samkeppnisleg-
um áhrifum samruna þeirra. Beinist
athugunin að áhrifum þess að vest-
firsku sjóeldisfyrirtækin Arnarlax og
Arctic Fish, sem eru dótturfélög
norsku fyrirtækjanna, lendi undir
yfirráðum sama eiganda. Samkeppn-
iseftirlitið hefur ekki svör við því
hvaða áhrif það hefði á samruna
norsku laxeldisfyrirtækjanna, sem
norska samkeppniseftirlitið hefur
samþykkt, ef það grípur til íhlutunar
hér á landi.
SalMar á meirihluta hlutabréfa í
Arnarlaxi og Norway Royal Salmon,
NRS, sem er í eigu NTS, á meirihluta
hlutafjár í Arctic Fish. Síðastliðið vor
tókst SalMar að ná yfirráðum í NTS
með umfangsmiklum hlutabréfa-
kaupum. Í samrunayfirlýsingu segir
að hagsmunir fyrirtækjanna skarist
víða, meðal annars í eldi í Noregi og á
Vestfjörðum á Íslandi, sem og í
úthafseldi sem verið er að byggja
upp. Með sameiningu geti fyrirtækin
nýtt betur eldisleyfi, bætt rekstur og
dregið úr kostnaði. Ekki er fjallað
beinlínis um sameiningu fyrirtækj-
anna á Vestfjörðum en rætt um að
hægt sé að ná verulegum samlegð-
aráhrifum í rekstri þeirra, meðal ann-
ars bæta reksturinn í sjóeldinu og
byggja upp virðiskeðjuna í landi, þar
með talið seiðaeldi, vinnsla og sala af-
urða.
Stærstu sjóeldisfyrirtækin
Arnarlax og Arctic Fish eru
stærstu sjóeldisfyrirtæki landsins.
Eftir samruna Laxa fiskeldis og
Fiskeldis Austfjarða er Ice Fish
Farm þriðja stærsta fyrirtækið. Með
sameiningu Arnarlax og Arctic Fish
yrði það fyrirtæki langstærsta sjóeld-
isfyrirtæki landsins. Þar fyrir utan
eru fáein lítil sjóeldisfyrirtæki, sér-
staklega á Vestfjörðum.
Athugun Samkeppniseftirlitsins
beinist að áhrifum þess ef bæði fyrir-
tækin yrðu undir yfirráðum sama
norska fyrirtækisins, ekki að sam-
runa fyrirtækjanna hér út af fyrir sig.
Rannsókn til þessa gefur tilefni til
þess að ætla að markaðshlutdeild
þessa aðila á líklegum mörkuðum
verði töluverð, segir í tilkynningu eft-
irlitsins. Telur það nauðsynlegt að
virkja frekari fresti til rannsóknar
málsins, meðal annars með það að
markmiði að athuga nánar möguleg
skaðleg áhrif samrunans og/eða að-
gangshindranir.
Þess má geta að sjóeldisfyrirtækin
framleiða lax til sölu á heimsmarkaði,
ekki íslenska markaðnum nema að
litlu leyti. Hins vegar kaupa þau
mikla þjónustu hér á landi og keppa
um eldisleyfi sem ríkið úthlutar.
Norska samkeppniseftirlitið og
framkvæmdastjórn ESB kanna einn-
ig samrunann. Norska eftirlitið hefur
tilkynnt að það muni ekki aðhafast
vegna málsins en ESB er enn með
það til skoðunar.
Varðar aðallega fyrirtækin hér
Sú spurning vaknar hvort það hefði
áhrif á samruna norsku fyrirtækj-
anna ef niðurstaða Samkeppniseftir-
litsins verður sú að banna samrunann
vegna hagsmuna hér á landi. „Athug-
un Samkeppniseftirlitsins varðar
samkeppnishagsmuni hér á landi og
niðurstöður hennar hafa fyrst og
fremst áhrif hér á landi. Ef til íhlut-
unar kæmi, sem ekkert liggur fyrir
um, myndi hún varða fyrirtækin sem
hér starfa. Hvort athugun íslenska
eftirlitsins hefði áhrif á samrunann
annars staðar ræðst af atvikum máls-
ins og ákvörðunum samrunafyrir-
tækjanna,“ segir Páll Gunnar Páls-
son, forstjóri Samkeppniseftirlitsins,
spurður um þetta.
Ljósmynd/Arnarlax
Arnarfjörður Arnarlax og Arctic Fish eru með fiskeldi á Vestfjörðum. Þau eru að byggja sig upp sjálfstætt, m.a. með seiðastöðvum og nýjum sláturhúsum.
Rannsaka áhrif laxasamruna
- Samkeppniseftirlitið rannsakar áhrif samruna móðurfélaga íslenskra laxeldis-
fyrirtækja - Niðurstaðan gæti haft áhrif á stór viðskipti norsku fyrirtækjanna
Neytendasamtökin, Samtök ferða-
þjónustunnar og Samtök verslunar
og þjónustu hafa sent erindi til fjár-
mála- og efnahagsráðherra þar
sem farið er fram á að hann beiti
sér fyrir niðurfellingu þeirra tolla
sem lagðir eru á við innflutning á
frönskum kartöflum.
Í tilkynningu, sem samtökin
þrenn sendu frá sér í gær, segir að í
ljósi þess að framleiðslu franskra
kartaflna hafi verið hætt hér á
landi séu ekki lengur til staðar for-
sendur til að setja verndartolla á
innflutning þeirra, en tollurinn er
nú á bilinu 46-76%.
„Hagsmunir neytenda, verslana
og ferðaþjónustunnar fara saman
þegar kemur að niðurfellingu toll-
anna,“ segir í tilkynningunni. Þar
er bent á að neytendur fengju
lægra vöruverð og að verslunin
gæti þá keypt franskar kartöflur
frá fleiri ríkjum en þeim sem falli
undir gildandi fríverslunarsamn-
inga, sem aftur myndi stuðla að
meiri verðsamkeppni og bættu
framboði. Þá gætu verðlækkanir á
frönskum bætt samkeppnisstöðu
ferðaþjónustunnar.
Í tilkynningunni segir að sam-
tökin hafi farið fram á að ráðherra
svari erindinu og lýsi afstöðu sinni
telji hann sér ekki fært að verða við
beiðni þeirra.
Vilja af-
nema tolla
á frönskum
- Skorað á fjár-
málaráðherra
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Franskar Samtökin þrenn segja að
ekki séu lengur forsendur fyrir
verndartollum á franskar.