Morgunblaðið - 06.09.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2022
Bergþór Ólason, þingflokksfor-
maður Miðflokksins, bendir á
hrikalegt tap borgarsjóðs eða um 9
milljarða aðeins á sex fyrstu mán-
uðum ársins.
- - -
Dagur sagði:
Reksturinn í
járnum! Stjórnandi
sem fer svona með
fé borgarbúa og tap-
ar 18 milljörðum á
einu ári hefði ein-
hvers staðar verið
leiddur út í járnum.
- - -
Dagur tapar 50
milljónum á
dag! Bergþór segir
„að það þurfi sér-
staka gerð af raun-
heimarofi til að telja það að tapa
tveimur milljónum á klukkustund,
allar klukkustundir fyrri hluta árs-
ins, sýni rekstur í járnum.
- - -
Og Bergþór bendir á að „RÚV“
lýsi óráðsíunni svo: „Nokkur
halli var á rekstri A-hluta Reykja-
víkurborgar fyrstu sex mánuði árs-
ins og rekstrarniðurstaðan neikvæð
um tæpa 9 milljarða króna.“ Berg-
þór segir það almennan málskilning
að „nokkur“ í þessu samhengi lýsi
hóflegri framúrkeyrslu.
- - -
Það sem þarna hafði gerst er að
borgarsjóður hafði tapað því
sem nemur öllum tekjum RÚV á
ársgrundvelli og tveimur millj-
örðum betur, á fyrri helmingi árs-
ins! Þetta kallar RÚV að „nokkur“
halli hafi orðið af rekstri borgar-
sjóðs. Slíkt er auðvitað ekki boðleg
framsetning.“
- - -
Þá bendir Bergþór réttilega á að
Framsókn tryggði framhald
óráðsíu Dags og flokkurinn, sem lof-
aði breytingum, beri nú fulla ábyrgð
á stjórnlausri óráðsíunni í borginni.
Dagur B.
Eggertsson
Tvær milljónir
á tímann
STAKSTEINAR
Bergþór Ólason
Rúmlega 100 langreyðar eru komn-
ir á land í hvalstöð Hvals hf. í
Hvalfirði. Eru það heldur færri
hvalir en á sama tíma 2018, þegar
hvalveiðar voru síðast stundaðar
hér við land, eða 104 dýr nú á móti
117 þá.
Tíðin hefur verið óhagstæð fyrir
sjómennina á hvalbátunum tveimur
í sumar og skyggni oft lélegt. Það
hefur hamlað veiðum að sögn
Kristjáns Loftssonar, forstjóra
Hvals hf. Hins vegar skipti um á
höfuðdaginn sem var á mánudaginn
fyrir viku. Veður batnaði og ekki
hefur þurft að sækja eins langt.
Yfirleitt hefur hvalveiðum lokið
upp úr 25. september en það er þó
nokkuð mismunandi og ræðst af
veðri. Kristján segir að um það
leyti sæki lægðirnar meira á auk
þess sem birtutíminn sé styttri
þegar kemur fram á vetur.
helgi@mbl.is
Heldur færri hvalir á land en 2018
- Rúmlega 100 langreyðar hafa veiðst
Morgunblaðið/Eggert
Hvalveiðar Komið með langreyði í hvalstöðina við upphaf veiða í vor.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Margir íbúar á Seyðisfirði búa á
hættusvæðum í eignum sem eru
verðlausar vegna staðsetningar og
því erfitt að selja. Erfitt getur
reynst fyrir íbúa að taka ákvarð-
anir um framtíðina á meðan hættu-
mat liggur ekki fyrir og margt er
enn óljóst er varðar framtíð bæj-
arins.
Þetta kom fram í máli Tinnu K.
Halldórsdóttur, yfirverkefnastjóra
hjá Austurbrú, í erindi sem hún
hélt á ráðstefnu sem fór fram á
Grand Hóteli í gær. Þar var fjallað
um áhrif loftslagsbreytinga á sveit-
arfélögin í landinu.
Mikilvægt að flýta sér ekki
Erindið byggðist á rannsókn
Tinnu sem framkvæmd var í kjölfar
aurskriðanna sem féllu á Seyðis-
fjörð í desember 2020. Í rannsókn-
inni kom í ljós að Seyðfirðingar
væru bjartsýnir um að bæjarfélagið
risi upp úr áföllunum sem fylgdu
aurskriðunum en að óvissan sem
fylgdi skorti á hættumati kæmi í
veg fyrir að hægt væri að fara í
framkvæmdir eða gera framtíðar-
áætlanir. Kom fram í máli Tinnu að
margir íbúar byggju á hættusvæð-
um og í eignum sem væru verðlaus-
ar sökum staðsetningar.
Sigurður Ingi Jóhannsson, inn-
viðaráðherra, sagði í samtali við
mbl.is að verið væri að vanda
hættumatið eins og hægt væri.
Mikilvægt væri að flýta sér ekki.
„Á sama hátt hefur maður alveg
skilning á því að það geti verið erf-
itt fyrir þá einstaklinga sem þurfa
að bíða eftir niðurstöðum. Ég veit
ekki hvort við höfum einhverjar
lausnir á því,“ segir innviðaráð-
herra. Nánar er fjallað um málið á
mbl.is. hmr@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Seyðisfjörður Aurskriðurnar ollu
miklu tjóni fyrir Seyðfirðinga.
Íbúar fastir í verð-
lausum eignum
- Seyðfirðingar bjartsýnir á framtíðina