Morgunblaðið - 06.09.2022, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2022
✝
Steinunn Hall-
dórsdóttir
fæddist 9. maí 1953
á Hólmavík. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
26. ágúst 2022.
Foreldrar Stein-
unnar voru Halldór
Hjálmarsson raf-
virkjameistari, f.
29. ágúst 1931, d.
9. maí 2018, og
Sigþrúður Guðbjörg Pálsdóttir,
ljósmóðir, f. 19. desember 1928,
d. 9. september 2007.
Systkini Steinunnar eru: 1)
Sigmar Júlían, f. 25. júlí 1953,
kvæntur Sóleyju Björgvins-
dóttur, f. 29. júlí 1954; 2)
Hjálmar, f. 10. apríl 1954; 3)
Rún, f. 28. maí 1957; 4) Páll, f.
4. nóvember 1958, kvæntur
Stellu Arnlaugu Óladóttur, f.
20. maí 1959; 5) Örn, f. 3.febr-
úar 1964, d. 23. mars 2022,
kvæntur Ingibjörgu Bryndísi
Sigurðardóttir, f. 21. nóvember
1966.
Þann 13. apríl 1974 giftist
hún Einari Steingrímssyni
lækni, f. 15. janúar 1950. For-
eldrar hans voru Steingrímur
Helgi Atlason, f. 1. maí 1919, d.
6. júní 2007, og Guðbjörg Ein-
11. 8. 2013, og Daníel Atli á
Kríu, f. 27. 3. 2021.
Steinunn útskrifaðist sem
hjúkrunarfræðingur frá Hjúkr-
unarskóla Íslands árið 1975,
með kennsluréttindi frá Kenn-
araháskóla Íslands 1986 og sem
lögfræðingur frá Háskóla Ís-
lands 1996.
Stærstan hluta starfsævinnar
starfaði Steinunn sem hjúkr-
unarfræðingur á sjúkrahúsum í
Reykjavík, á Siglufirði og í Sví-
þjóð. Samhliða hjúkrunarstörf-
um sinnti hún einnig kennslu.
Frá árinu 1997 til 2002 starfaði
hún sem lögfræðingur og og
lengst af sem fulltrúi sýslu-
manns á Ísafirði og Suður-
nesjum, einnig vann hún hjá
Tollstjóra um tíma sem og hjá
Tryggingastofnun. Samhliða
störfum sínum sem lögfræð-
ingur, og meðan á náminu stóð,
sinnti hún einnig ýmsum hjúkr-
unarsstörfum, m.a. á bráða-
móttöku Landspítalans og hjá
Læknavaktinni.
Árið 1979 fluttust Steinunn
og Einar til Svíþjóðar. Hún
starfaði við spítalann í Eskil-
stuna meðan á þeim tíma stóð
ásamt því að kenna hjúkrun við
Vårdhögskolan. Árið 1983
fluttu þau heim til Íslands og
bjuggu í Vesturbæ Reykjavíkur
fram til ársins 2000 þegar þau
fluttust til Hafnarfjarðar.
Útför Steinunnar fer fram
frá Víðistaðakirkju í Hafn-
arfirði í dag, 6. september
2022, klukkan 13.
arsdóttir, f. 30.
apríl 1920, d. 19.
febrúar 1999.
Börn Steinunnar
og Einars eru 1)
Sírnir Hallgrímur,
f. 16. júní 1975,
sambýliskona Lena
Kadmark, f. 4. júní
1978. Synir þeirra:
a) Nói Knut, f.
17.12. 2008, b)
Bastian Skuggi, f.
4.4. 2013, c) Valdemar Þeyr, f.
13.4. 2018. Fyrir á Sírnir synina
a) Daníel Atla, f. 24.7. 1994,
unnusta hans Valey Sól. b) Ben-
jamin Logi, f. 10.10. 2000. 2)
Tjörvi, f. 9. nóvember 1978,
kona hans Þóra Björg Hall-
grímsdóttir, f. 6. júlí 1978. Börn
þeirra: a) Óðinn Páll, f. 7.2.
1994, unnusta hans Lelíta Rós,
b) Una Rán, f. 30.3. 2002, c)
Urður Ása, f. 13.8. 2005, d)
Hekla Gná, f. 2.10. 2007. 3)
Arnrún, f. 5.desember 1982,
maður hennar Þórður Már Sig-
fússon, f. 7. september 1976.
Börn þeirra a) Emelía Guð-
björg, f. 2. júní 2007, b) Tumi
Freyr, f. 21. desember 2011, c)
Fanndís Embla, f. 21. desember
2011. Barnabarnabörnin eru
tvö, Óðinn Páll á Natan Elí, f.
„Inn í bíl með þig undir
eins!“, heyrði ég Steinu kalla
með sterkri röddu. Mér
dauðbrá, gekk rösklega að bíln-
um en þegar ég nálgaðist hann
sá ég að hún var að kalla á Óð-
in Pál ömmustrák sem hafði
losað sig úr bílstólnum sínum
og hlaupið í burt. Við vorum
stödd á Hótel Laugarhóli þar
sem við höfðum sótt ættarmót
yfir helgina. Við Tjörvi þá búin
að vera saman í korter og
fannst flott að mæta saman að
hitta alla ættingjana á einu
bretti. Steina vann þá sem
fulltrúi sýslumanns á Ísafirði
og ég var að hitta hana í fyrsta
skipti. Ég var orðin aðeins
kvíðin fyrir að hitta hana þar
sem ég hafði nokkrum sinnum
verið spurð hvort ég væri ekki
búin að hitta Steinu. Því fylgdi
alltaf „gangi þér vel“-augnaráð
í kjölfarið þegar ég sagðist ekki
enn hafa orðið þeirrar gæfu að-
njótandi. Nema hvað, í lok ætt-
armótsins átti ég að fara með
Steinu, Óðni Páli og Daníel
Atla sem þá voru fjögurra ára
inn á Hólmavík meðan aðrir
fjölskyldumeðlimir tækju sam-
an tjaldið. Þegar ég átta mig á
Steina var ekki að kalla á mig
að ég skyldi fara inn í bíl undir
eins þá fór ég að tjaldinu og
segi þeim frá misskilningnum
og hló taugaveikluðum hlátri.
Feðgarnir biluðust úr hlátri og
mikið grín gert að mér í kjöl-
farið. Það reyndist auðvitað
allskostar óþarft að kvíða því
að hitta Steinu og tók hún mér
strax fagnandi í fjölskylduna.
Og hún var mér góð alla daga
síðan.
Steina hafði kraftmikla
röddu og kunni að beita henni.
Það var eftir henni tekið, með
sitt fallega rauða hár, djúpa
hlátur, einstakan frásagnar-
hæfileika og það var mun betra
að vera með henni í liði en á
móti. Steina var mér svo miklu
meira en tengdamóðir. Hún var
trúnaðarvinkona mín, fyrir-
mynd og hvatakona. Við gátum
spjallað um allt milli himins og
jarðar, verið ósammála, hlegið
og drukkið saman allt of mikið
af kaffi. Ég missti mömmu
mína snemma en Steina gerði
það hlutskipti aðeins auðveld-
ara og gaf mér alltaf móðurleg
ráð og hlýjan faðm þegar ég
þurfi á því að halda. Hún studdi
okkur Tjörva með ráðum og
dáðum og hjálpaði okkur mikið
með börnin okkar. Ég var öf-
unduð af vinkonum mínum fyr-
ir hvað ég átti sterka tengda-
móður sem passaði ekki bara
fyrir okkur þegar á þurfti að
halda heldur hringdi og bað um
að fá börnin í næturgistingu.
Enda áttu börnin öll einstakt
samband við ömmu sína. Vega-
nestið sem þau fengu frá henni
dýrmætt. Hún ræddi við þau
um allt milli himins og jarðar,
kenndi þeim og leiðbeindi, gaf
þeim verkefni svo þau væri að
sýsla með henni en aldrei fyrir
henni. Nálægðin á milli heimila
okkar bauð upp á að þau gátu
farið heim til ömmu og afa eftir
skóla, fengið sér að borða með
henni, fengið aðstoð með
heimanám og oftar en ekki
völdu þau að þiggja frekar
kvöldmat með þeim heldur en
að koma heim og borða þar.
Foreldrarnir voru heldur stiga-
færri í vinsældakeppninni við
ömmu og afa.
Það er langt síðan að ég
heyrði sterka hláturinn hennar
síðast. Steina var hvíldinni feg-
in. Hefði heilsan haldið, hefði
hún auðvitað viljað meira. Hún
kenndi okkur að ekki bíða eftir
hentugum tíma til að láta
draumana rætast. Hún kenndi
okkur að sá tími er ekki í fram-
tíðinni, heldur núna.
Söknuðurinn er sár og eft-
irsjáin að stórkostlegri konu
mikill. En ég er líka þakklát
fyrir að hafa átt framúrskar-
andi tengdamóður. Ég mun
gera mitt til að halda minningu
Steinu á lofti. Minningarnar,
sögurnar, samveran, hlýjan og
ástin sem hún gaf lifa áfram í
okkur öllum sem fengu að vera
í hennar liði. Þannig lifir Steina
áfram líka.
Þóra Björg
Hallgrímsdóttir.
Elsku Steina hefur nú kvatt
þessa veröld. Með hjartað fullt
af þakklæti langar mig að
minnast hennar með nokkrum
orðum.
Þegar við Sírnir byrjuðum að
rugla saman reytum undir lok
síðustu aldar leið ekki langur
tími þar til ég var búin að
kynnast Steinu og allri fjöl-
skyldunni. Ég hafði ekki áður
kynnst fjölskyldu sem var jafn
samheldin eða jafn mikið til
staðar. Sjálf þekkti ég aðeins
spennuástand og vissi því varla
hvernig annað færi fram.
Steina tók mér strax eins og ég
var, með kostum og göllum,
hún lagði sig fram við að kynn-
ast mér og var fljótlega búin að
komast að öllum mínum leynd-
armálum. Þótt ég væri ekki
barnið hennar kom hún alltaf
fram við mig þannig enda var
ég bara 19 ára og mikið inni á
heimilinu. Ef hún þurfti lét hún
mig heyra það og var að sama
skapi alltaf til staðar ef mig
vantaði stuðning. Við vorum
annaðhvort mjög sammála eða
alls ekki en Steina hafði alltaf
tíma fyrir kaffibolla, spjall og
góð ráð. Þótt við Sírnir höfum
ekki verið lengi par hef ég allt-
af verið velkomin á heimili
þeirra Steinu og Einars, hvort
sem er í hversdagslegt kaffi
eða við jólaborðið, og ég veit að
það er ekki síst Steinu að
þakka. Sama gildir um Heru
dóttur mína sem hefur aldrei
kallað hana annað en ömmu
Steinu.
Allir sem þekktu Steinu vita
hversu hjálpsöm hún var og
ósérhlífin. Hversu langt hún
var tilbúin að ganga til að
hjálpa, vera til staðar. Barna-
börn hennar og Einars hafa
notið góðs af því að eiga ömmu
sem passaði þau, sinnti þeim
og gaf þeim af tíma sínum.
Elsku Einari, börnum,
tengdabörnum og barnabörn-
um þeirra Steinu, systkinum
hennar og fjölskyldu votta ég
mín dýpstu samúð.
Áslaug Heiður
Cassata.
Tengdamóðir mín, Steinunn
Halldórsdóttir, er látin. Hina
erfiðu sjúkdómsraun bar hún
af miklu þolgæði og þreki og
þótt birt hafi til um stund,
benti hinn langvarandi sjúk-
dómur ávallt á hvert stefndi.
Mín fyrstu kynni af Steinunni
hófust þegar ég og dóttir henn-
ar fórum að stinga saman nefj-
um. Mér eru sérstaklega minn-
isstæð fyrstu árin í sambúð
okkar á neðri hæðinni á heimili
þeirra hjóna, Steinu og Einars,
á Sævangi. Það hús minn-
inganna er svipmikið og fallegt,
líkt og Steinunn í lifanda lífi.
Það fór ekki framhjá neinum
að hún var glæsileg kona og
hugsandi, með mikla útgeislun
og hið leiftrandi fas. En þrátt
fyrir alla þessa eiginleika var
mikilvægasta hlutverk hennar
þó að vera kletturinn í lífi
barna sinna og barnabarna. Að
vera traustur punktur í tilveru
fjölskyldu sinnar, sem hún var
alla tíð.
Ein minning um Steinu
verður mér ávallt kær en það
var þegar tvíburar okkar Arn-
rúnar komu í heiminn. Börnin
höfðu verið tekin með keisara-
skurði og var Steina mætt nið-
ur á fæðingardeild til að veita
foreldrunum stuðning. Eftir
fæðinguna kom í ljós að litli
drengurinn var með vatn í
lungunum og átti dálítið erfitt
með andardrátt. Læknar
ákváðu í kjölfarið að flytja
drenginn upp á vökudeild. Ég
man enn eftir kvíðanum á
þeirri stundu. Arnrún lá þreytt
í sjúkrarúminu með stelpuna í
fanginu og Steina stóð við hlið
hennar; kletturinn. Ég stóð
stirður nærri þeim, áttavilltur
og kvíðinn. Steinunn sá glitta í
óöryggið í augunum og tók við
stjórnartaumunum. „Þú fylgir
drengnum upp á vökudeild. Ég
verð hér hjá Arnrúnu og stelp-
unni. Hafðu engar áhyggjur,
þetta verður allt í lagi.“ Ég
man ennþá hversu mikið mér
létti við þessi orð Steinunnar
og mun ég verða henni æv-
inlega þakklátur fyrir þau.
Sumardagarnir fyrir norðan
í sveitinni í Reykjarvík voru
dýrmætir og ég skynjaði oft
hversu stolt Steina var af því
að geta veitt barnabörnunum
slíkan samastað. Stað þar sem
börnin geta gleymt sér í undr-
um náttúrunnar og kyrrðinni.
Reykjarvíkin var hennar fal-
legasta gjöf til þeirra. Það er
sárt að hugsa til þess hversu
lítið Steina gat notið sín í sveit-
inni sinni hin síðustu ár. Það er
sárt að hugsa til þess að barna-
börnin og barnabarnabörnin
munu ei fá að njóta kyrrðar-
innar lengur fyrir norðan með
ömmu sinni og langömmu. En
þessi gjöf hennar til þeirra
verður ávallt til staðar, kyrrðin
og náttúruundrin. Reykjarvík-
in.
Gott finnst mér að minnast
ástar og vináttu tengdaforeldra
minna sem voru samhent hjón
sem báru ómælda virðingu
hvort fyrir öðru og var ást
þeirra falleg og sterk allt til
loka. Einar vék aldrei frá
Steinunni í erfiðri sjúkdóms-
legu hennar og sinnti henni af
alúð og festu. Sorg Einars er
sár og djúp en í sorginni er
líka þakklætið fyrir hið liðna
og góða.
Söknuður allra er mikill og
þungur. Hún er ei lengur hér
og eftir lifir minningin, um allt
sem hún var. Ég mun geyma í
huga mér minningar um elsku-
lega tengdamóðir.
Þórður Már
Sigfússon.
Fyrir hálfri öld kynntumst
við skólasysturnar í Hjúkrun-
arskóla Íslands. Við komum úr
ýmsum áttum með ólík lífsvið-
horf en úr varð ævilöng vin-
átta. Nú hefur Steina, þessi
hugrakka, sterka og fallega
vinkona, kvatt okkur. Steina
háði langa og stranga veikinda-
baráttu hin síðari ár. Við feng-
um þó oft að njóta samvista við
hana þrátt fyrir veikindin.
Flórídaferðin er ógleymanleg.
Það lýsti Steinu vel að hún
vildi vera sjálfstæð og öðrum
óháð og keypti sér því raf-
skutlu sem hún notaði í þeirri
ferð.
Í upphafi náms komu leið-
togahæfileikar Steinu í ljós,
hún hafði sterka réttlætis-
kennd og var alltaf tilbúin að
hjálpa öðrum. Steinu var mjög
umhugað um velferð fjölskyldu
sinnar og var þakklát og afar
stolt að eiga þennan efnilega
hóp.
Við sendum Einari og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðj-
ur.
Með miklu þakklæti og
söknuði kveðjum við frábæra
vinkonu.
Fyrir hönd skólasystra úr
Hjúkrunarskóla Íslands,
Björg, Kristín,
Guðbjörg og Þóranna.
Í fórum mínum á ég litla bók
sem nefnist: Alveg einstakur
vinur. Þessi bók hefur verið
mér mjög kær og þegar hún er
opnuð stendur einfaldlega, til
Þórlaugar frá Steinu. Kannski
lýsir þessi gjöf henni best; ekk-
ert prjál eða sýndarmennska
heldur komið beint að kjarn-
anum.
Í minningunni er Steina
skeleggur dugnaðarforkur,
sem lét ekkert eiga hjá sér.
Með sitt eldrauða hár og
ákveðnu framkomu var hún
iðulega í fararbroddi fyrir okk-
ur hinum sem minna höfðum til
málanna að leggja, en bæði
raunsæi og góðmennska voru
jafnan sterkir og áberandi
þættir í fari hennar.
Leiðir okkar Steinu lágu
saman fyrir mörgum árum
þegar við báðar hófum nám við
Háskóla Íslands. Við vorum ná-
grannar og báðar vorum við
þriggja barna mæður og sann-
færðar um að flesta daga bær-
um við heiminn á herðunum.
Meðan á námi stóð urðum við
góðar vinkonur og vorum nán-
ast í daglegu sambandi. Eftir
að námi lauk skildi leiðir og
samverustundum fækkaði en
alltaf fylgdumst við hvor með
annarri og þegar við hittumst
var ætíð eins og við hefðum
hist í gær og einlægur ásetn-
ingur um að rækta betur sam-
band okkar með fleiri samveru-
stundum.
Það fór ekki á milli mála að
fjölskyldan var jafnan efst í
huga Steinu og velferð hennar
það sem skipti hana mestu máli
í lífinu. Ég veit að þessi síðustu
ár sem hafa verið mjög erfið,
þá hafa þau umvafið hana og
stutt á allan hátt og reynt að
gera henni lífið bærilegra.
Ég vil að lokum senda öllum
aðstandendum hennar innileg-
ar samúðarkveðjur, og Steina
mín, ef þú heyrir þetta, þá
þakka ég þér fyrir vináttu þína
og fyrir að vera sú sem þú
varst. Minningin lifir.
Þórlaug Jónsdóttir.
Steinunn
Halldórsdóttir
Elsku Jón minn.
Ekki óraði mig fyrir
því þegar við töluð-
um saman síðast í síma 12. júlí
síðastliðinn að þetta væri í síð-
asta sinn sem við heyrðumst. Þú
sagðir mér þá að yndislega og fal-
lega vinkona þín væri nýfarin til
síns heima.
Við kynntumst þegar við vor-
um saman í Bergheimum ásamt
fleira góðu fólki. Í Bergheimum
myndaðist góður vinskapur á
milli okkar sem ég er svo þakklát
fyrir, við ætluðum að heimsækja
Bergheima eftir 20. ágúst þegar
ég væri búin með ákveðið verk-
efni sem þú vissir af en því miður
náðum við því ekki. Ég er svo
ánægð með það að eiga nokkrar
Jón Emanúel
Júlíus Júlíusson
✝
Jón Emanúel
Júlíus Júl-
íusson fæddist 19.
desember 1942.
Hann lést 4. ágúst
2022.
Útför Jóns fór
fram 15. ágúst
2022.
myndir sem teknar
voru af okkur í
Bergheimum sem
hlýja mér.
Þú varst svo
ánægður þegar ég
sagði þér frá því að
ég væri flutt í þitt
gamla hverfi. Lík-
amleg og andleg
veikindi voru farin
að gera vart við sig
og áttir þú erfitt
með gang undir það síðasta, sem
var þér svo erfitt, og varstu kom-
inn í dimman dal þess vegna.
Þú ljómaðir allur þegar þú tal-
aðir um dætur þínar, tengdason
og afastelpuna þína, þau voru þér
allt.
Sál þín var svo falleg og þú
fórst aldrei í manngreinarálit, ég
mun ætíð minnast þín með hlýju.
Innilegar samúðarkveðjur til
dætra þinna, tengdasonar, afas-
telpu og ættingja. Við hittumst í
sumarlandinu þegar minn tími
kemur.
Kær kveðja,
Ólöf J. Pitts.
Ástkær systir, mágkona og frænka,
SÓLVEIG JÓNA JÓHANNSDÓTTIR
sjúkraliði,
Ljósheimum 18a,
lést þriðjudaginn 30. ágúst á
Landspítalanum í Fossvogi.
Hún verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn
8. september klukkan 13.
Ásdís Jónsdóttir
Stefán G. Jónsson
Elísabet Stefánsdóttir
Ásgrímur S. Stefánsson
Sigurbjörg Stefánsdóttir
makar og afkomendur
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUNNAR PÁLL GUÐJÓNSSON,
Austurvegi 5, Grindavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð
mánudaginn 29. ágúst.
Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Ingibjörg Gunnarsdóttir Geir Gunnarsson
Guðrún Gunnarsdóttir Ólafur E. Ólafsson
Þórdís Gunnarsdóttir Ómar Ásgeirsson
barnabörn og barnabarnabörn