Morgunblaðið - 06.09.2022, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2022
Alli í Eilífsdal,
mágur og svili, var
einn af þessum dug-
legu, úrræðagóðu og
hjálpsömu mönnum.
Hann var alinn upp við sveitastörf
og sjálfur bóndi lengstan hluta æv-
innar. Hann var af þeirri kynslóð
sem lærði að bjarga sér í öllum
þeim aðstæðum sem upp komu.
Hann var sjálfstæður, alltaf sjálf-
bjarga og engum háður. Hann var
vanur að vinna einn og hann vildi
vinna einn. Það kom ekki oft fyrir
að hann óskaði eftir aðstoð ann-
arra. Okkur fannst Alli geta allt er
kom að smíðum, viðgerðum, véla-
vinnu eða hverju því verkefni sem
upp kom, hann gat alltaf leyst það.
Við vorum svo heppin fyrir 40
árum að fá landskika í túnjaðri Alla
og Huldu í Eilífsdal í Kjós. Þar
byggðum við okkur bústað og
ræktuðum jörðina og náttúruunn-
andann í okkur. Í dag er þessi stað-
ur okkar annað heimili og sælureit-
ur.
Það eru mörg handtökin sem
fylgja því að græða landið og yrkja
jörðina. Hvenær sem við þurftum
aðstoð við nánast hvað sem var
voru Alli og Hulda boðin og búin til
að aðstoða með vinnuframlagi, lána
vélar, tæki og tól. Fyrir það viljum
við þakka.
Alli var höfðingi heim að sækja
og bauð alltaf í kaffi þó enginn væri
Aðalsteinn
Grímsson
✝
Aðalsteinn
Grímsson
fæddist 7. júlí 1941.
Hann lést 26. ágúst
2022.
Útför fór fram 5.
september 2022.
heima, eins og hann
orðaði það þegar
hann var einn heima.
Hann hafði gaman að
ræða og stundum
léttþrasa um lands-
málin. Hann setti sig
alltaf vel inn í dægur-
málin, hafði ákveðnar
skoðanir og stóð fast á
sínu. Hann var tón-
elskur, spilaði á harm-
ónikku og við minn-
umst skemmtilegra stunda þar sem
spil og söngur réðu ríkjum í Eilífs-
dal.
Alli barðist hetjulega um nokkra
hríð við erfiðan sjúkdóm, hann
kvartaði aldrei og bar höfuðið hátt.
Hann hefur nú kvatt dalinn sinn
fagra en minningin um hann mun
lifa í dalnum eilífa.
Við leiðarlok viljum við fjölskyld-
an þakka Alla langa og góða sam-
fylgd sem einkenndist af tryggð og
vináttu.Við viljum þakka fyrir alla
umhyggjuna og hjálpina. Við minn-
umst hans sem góðs og trausts vin-
ar, hjálparhellu sem var alltaf til
staðar fyrir vini sína og vandamenn.
Við sendum elsku Huldu, systur
og mágkonu og fjölskyldu hennar
innilegar samúðarkveðjur.
Minningin um góðan og traustan
mann lifir.
Ragnar og Þóra.
Í dag kveðjum við Aðalstein
Grímsson hinstu kveðju. Alli, eins
og hann var kallaður, mágur og svili
okkar, var alla tíð tengdur okkur
fjölskylduböndum og var okkur
sem kær vinur eftir að hann hóf bú-
skap í Eilífsdal í Kjós og kvæntist
næstelstu heimasætunni frá Mið-
dal í Kjós, Huldu Þorsteinsdóttur.
Hugurinn er nú hjá henni og börn-
um þeirra og barnabörnum. Alli
var drengur góður, óhlífinn sér,
bóngóður, sérstaklega úrræðagóð-
ur þegar bjarga þurfti hlutum
hratt og örugglega. Hann var mús-
íkmaður og hallaði sér oft að harm-
onikkunni og eða píanói (orgeli) ef
færi gafst. Hann stóð oft fastur á
sínu og reyndust ráðleggingar
hans ætið góðar. Við minnumst
frábæru veiðiferðanna með Alla og
má þar nefna ferðir okkar í Ljár-
skógavötnin, Hítarvatn og víðar.
Hann kunni góð skil á landafræð-
inni og þekkti til hinna ýmsu bæja
eftir að hafa unnið í línuflokkum
hjá RARIK sem ungur maður.
Gönguferðir okkar með Alla og
Huldu vor líka margar á hin ýmsu
fjöll og má þar nefna Fanntófellið,
Hrútaborgina og Pýrenneafjöllin á
landamærum Frakklands og
Spánar.
Þannig renna fram minningarn-
ar um okkar samverustundir og er
þó ónefnt hið óeigingjarna starf
sem hann lagði til við fyrri sum-
arbústaðabyggingu okkar í Heiða-
rási. Þeim sem leituðu til Alla var
aldrei í kot vísað. Það viljum við nú
þakka og hugsum með hlýhug um
liðnar samverustundir.
Það verður mikil breyting á að
koma í Eilífsdalinn eftir lát hans.
Hann var sem klettur fjölskyld-
unnar og vildi ávallt veg dætra
sinna, tengdasona og barnabarna
sem bestan.
Við og fjölskylda okkar færum
Huldu og dætrunum Erlu, Lilju og
Heiðu ásamt mökum þeirra og
börnum hugheilar samúðarkveðj-
ur og hlökkum til að fylgjast með
ykkur halda áfram að vaxa og
þroskast um ókomin ár.
Blessuð sé minning Aðalsteins
Grímssonar og hafi hann þökk fyr-
ir allt og allt.
Sigríður og Gunnar.
✝
Lovísa Tómas-
dóttir fæddist á
Sauðárkróki 13. júní
1938. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð 14. ágúst
2022.
Foreldrar hennar
voru Tómas Björns-
son, trésmiður og
járnsmiður, f. 27.
ágúst 1895, d. 3.
október 1950, og
Líney Sigurjónsdóttir, húsmóðir,
f. 25. júní 1904, d. 19. mars 1986.
Systkini Lovísu eru: Hulda, f. 3.
apríl 1942, d. 2. ágúst 2011, og
Haukur, f. 4. júlí 1946.
Eiginmaður Lovísu var Ívar S.
Guðmundsson, vélstjóri. Þau
skildu. Börn þeirra eru: 1) Karit-
as, f. 1958, maki Árni Harðarson,
f. 1956. Börn: a) Lovísa, f. 1979,
maki Börkur Már Hersteinsson, f.
Ásta Karlsdóttir, f. 1963. Börn: a)
Fanný, f. 1985, maki Konráð R.
Sveinsson, f. 1980 , b) Eva Karen,
f. 1997. 5) Líney Björk, f. 1966,
maki Ólafur Eiður Ólafsson, f.
1966, d. 2009. Börn: Bjarki f. 1987,
Eva Hrund, f. 1989, Valgerður
Dröfn, f. 1992, maki Guðmundur
Magnús Hafþórsson, f. 1983. 6)
Dagný, f. 1967, d. 2016, fyrrver-
andi maki Sigurður Unnar Þor-
leifsson, f. 1958. Börn: a) Andri, f.
1990, unnusta Giorgia Mina, f.
1996, b) Sandra Ýr, f. 1992, maki
Harpa Rut Bjarnadóttir Thomsen,
f. 1992. Barnabarnabörnin eru
tuttugu og fjögur.
Lovísa ólst upp á Sauðárkróki.
Hún flutti sautján ára til Reykja-
víkur og stundaði þar ýmis versl-
unar- og þjónustustörf ásamt því
að ala upp börnin sex. Hún rak
ásamt eiginmanni sínum nýlendu-
vöruverslun að Njálsgötu 26 á ár-
unum 1969-1977. Árin 1980-1990
starfaði Lovísa sem sölumaður í
matvörudeild Sambandsins og ár-
ið 1990 stofnaði hún eigin kon-
fektbúð á Laugavegi og starf-
rækti um fimm ára skeið.
Útför Lovísu hefur farið fram.
1977, b) Ívar Örn, f.
1982, maki Bryn-
hildur Pálm-
arsdóttir, f. 1980, c)
Viktor Orri, f. 1987,
maki Antje Taiga
Jandrig, f. 1980, d)
Hörður, f. 1989,
maki Berglind
Bjarnadóttir, f. 1990.
2) Tómas, f. 1959, d.
2016. 3) Aldís, f.
1961, maki Flosi
Karlsson, f. 1960, d. 2013. Börn: a)
Snædís Ögn, f. 1983, maki Jökull
Ingvi Þórðarson, f. 1976, b) Helga
Dögg, f. 1984, maki Kristmann
Gíslason, f. 1981, c) Aðalheiður, f.
1986, maki Eric Joseph Broom-
field, f. 1977, d) Karl Birkir, f.
1988, e) Bergey, f. 1997, unnusti
Haraldur Guðjónsson Thors, f.
1973. 4) Guðmundur Birgir, f.
1964, fyrrverandi maki Guðrún
Hún er falleg minningin um þá
stund þegar ég leit Lóu tengda-
móður mína fyrst augum. Það var
örskotsstund; hún hallaði sér yfir
handriðið á stigaganginum og leit
niður þar sem við táningarnir,
dóttir hennar og ég, vorum að
stinga saman nefjum. Þar birtist
mér glæsileg kona með mjúka
ásýnd og mildilegan svip. Ekki
var skipst á mörgum orðum, en ég
skynjaði þá hlýju sem ég átti eftir
að njóta í okkar samskiptum alla
ævi. Lóa var ekki bara yndisleg
tengdamóðir heldur var hún góð-
ur vinur og stuðningsmaður.
Seint verður fullþakkað fyrir
þann stuðning sem hún sýndi
okkur unga parinu, þegar Kaja,
elsta barnið hennar og ástin mín,
enn á menntaskólaaldri, ákvað að
fylgja kærastanum út í heim á vit
ævintýranna.
Lóa átti sína barnæsku á Sauð-
árkróki og geymdi þann stað næst
sínu hjarta alla tíð. Æskuárin
voru þó vörðuð áföllum í fjölskyld-
unni, því þrjú af sex systkinum
létust í frumbernsku og faðir Lóu
lést þegar hún var aðeins tólf ára.
Með dágóðan skammt af lífs-
reynslu í farteskinu flutti hún til
Reykjavíkur á sautjánda ári og
hóf sinn feril í verslunar- og þjón-
ustustörfum. Lóa hafði allt til
brunns að bera á því sviði, var
harðdugleg, útsjónarsöm og hug-
myndarík. Hlé varð á ferlinum
þegar hún hitti tilvonandi eigin-
mann sinn, Ívar, og stofnaði með
honum fjölskyldu. Börnin urðu
sex á tíu árum, Ívar lengst af á
sjónum og Lóa rak börn og bú.
Þegar ég kom í fjölskylduna
ráku þau hjónin nýlenduvöru-
verslun að Njálsgötu 26. Það var
lítil búð að utan en stór að innan.
Þjónustan við fólkið í hverfinu var
í fyrsta sæti og allt utanumhald
bar vitni um handbragð Lóu. Búð-
in ilmaði af góðgæti, var hreinleg
og smekkleg og stútfull af vörum.
Þetta var kaupmaðurinn á horn-
inu sem flestir eru nú horfnir, en
við sjáum öll eftir.
Eftir að leiðir skildu hjá þeim
hjónum var Lóa ráðin til Sam-
bandsins sem sölumaður í mat-
vörudeild, þar sem hún m.a.
stýrði átaki í sölu á Holtakexi.
Hennar leið var ný af nálinni; eftir
samtal við verslunareigendur
mætti hún til þeirra með sinn eig-
in útsaumaða dúk, sem hún fékk
verðlaun fyrir í grunnskóla, kom
sér fyrir við borð í verslunum um
allt land og bauð gestum og gang-
andi upp á Bragakaffi og smakk
af Holtakexi. Kynningar Lóu
vöktu athygli fólks og fjölmiðla og
sölutölur Holtakexins ruku upp!
Eftir tíu góð ár hjá Samband-
inu bauðst Lóu tækifæri sem hún
greip og skellti sér aftur í eigin
rekstur með opnun Sælgætis- og
konfektbúðarinnar að Laugavegi
12. Þar gerði hún mikið úr litlu,
stillti upp handmáluðu kaffistelli
úr búi foreldra sinna innan um
kristalinn undir konfektið til að
skapa notalega og persónulega
stemningu og naut þess að þjón-
usta fólkið í miðbæ Reykjavíkur,
þar sem hún vildi allra helst búa.
Lóa bjó við vanheilsu síðustu
árin. Ótímabært fráfall tveggja
barna hennar og tveggja tengda-
sona á stuttum tíma var henni
gríðarlegt högg sem þyngdi róð-
urinn síðasta ævispölinn. Hún var
fegin hvíldinni þegar hún kom.
Ég kveð elskulega tengdamóð-
ur mína að leiðarlokum og þakka
dýrmætan tíma sem ég átti með
henni. Blessuð sé minning Lóu.
Árni Harðarson.
Elsku amma mín. Núna ertu
farin í sumarlandið með elsku
mömmu og Tomma frænda. Tím-
arnir sem við áttum öll saman eru
ógleymanlegir. Á jólunum þegar
þú og Tommi komuð til okkar,
ásamt öllum skiptunum sem þú
passaðir okkur Söndru meðan
mamma vann fram eftir öllu svo
við Sandra gætum átt sem besta
æsku. Þú varst alltaf til staðar
fyrir okkur, sama hvað bjátaði á,
og fyrir það er ég afar þakklátur.
Við áttum margar góðar stund-
ir saman um helgar þegar ég gisti
svo oft hjá þér. Við vöknuðum
snemma og þú gafst mér ristað
brauð með slatta af smjöri, osti og
marmelaði. Mikið sem það var nú
gott. Svo horfðum við á Glæstar
vonir sem þú misstir nú aldrei af
og við prjónuðum. Markmiðið
mitt var að prjóna húfurnar þínar
sem þú seldir svo í handprjóna-
sambandið, ef ég man rétt, hraðar
en þú. Það var farið að takast með
tímanum. Þú hjálpaðir mér svo að
prjóna mína fyrstu lopapeysu og
það aðeins átta ára gamall!
Eftir að ég flutti út í kíróprak-
tornámið héldum við áfram sam-
bandi í gegnum facebook og
hringdumst oft á. Sem betur fer
tókst þér að læra á ipadinn sem
við fjölskyldan gáfum þér, því það
hjálpaði mikið til við að hringja í
gegnum facetime. Eftir að
mamma dó hringdumst við oftar á
og það fannst mér ákaflega gott,
að geta talað við þig vikulega og
rifjað upp gamla tíma og farið yfir
hvað væri í fréttum heima.
Þegar ég kom svo heim í sum-
arfrí varst þú alltaf ein af fyrstu
manneskjunum sem ég vildi hitta.
Þú vildir alltaf koma í hádegismat
á Nauthól og það var aldrei neitt
annað í umræðunni en að fara
þangað og fá þér fisk dagsins.
Elsku amma mín, ég er viss um
að mamma og Tommi taka vel á
móti þér. Þangað til við sjáumst
næst.
Þitt barnabarn,
Andri Dagnýjarson.
Ég er svo heppin að hafa átt
gott vinkonusamband við Lóu
ömmu, sem þróaðist á árunum
1990-1994 þegar amma opnaði
Sælgætis- og konfektbúðina á
Laugavegi 12a. Ég, þá aðeins 11-
15 ára og elsta barnabarnið, fékk
að aðstoða hana þar og dvaldi hjá
henni löngum stundum.
Amma var í essinu sínu í búð-
inni og nostraði þar við öll smáat-
riði. Búðin var hlýlega skreytt,
úrvalið vandað, heitt kaffi og
smakk í boði fyrir gesti og gang-
andi og amma ávallt með bros á
vör, tilbúin að veita framúrskar-
andi þjónustu. Enda voru fastir
viðskiptavinir margir. Amma
gekk líka skrefinu lengra í að búa
til fallega gjafavöru. Eftirminni-
legar voru fallegu konfektskál-
arnar á fæti, en amma handvaldi
molana í þær og pakkaði svo inn
af kostgæfni.
Allt þetta fékk ég beint í æð.
Amma naut þess að kenna mér
hvernig átti að bera sig að við að
sýna viðskiptavininum áhuga og
óskipta athygli. Þetta hefur verið
mér ákaflega gott veganesti út í
lífið.
Það kom ýmislegt skemmtilegt
upp á á þessum árum sem var
uppspretta hláturskasta allt fram
á síðasta dag.
Amma átti sér uppáhaldskon-
fektmola frá Nóa, þennan með
marsipaninu og hlaupinu. Einn
daginn stóð ég hana að verki
bakatil með kíló af Nóa konfekti í
fanginu, einbeitta með töng að
veiða öll stykkin af molanum góða
upp úr til að eiga fyrir sig. Þessi
moli varð líka uppáhaldsmolinn
minn og er enn.
Í miðbænum kennir ýmissa
grasa í mannflórunni og stundum
komu ógæfumenn inn í búðina.
Amma geymdi úðabrúsa með
vatni í undir afgreiðsluborðinu til
að verja sig og sína ef til þyrfti.
Það var ógleymanlegt að verða
vitni að því þegar hún þurfti eitt
sinn að beita brúsanum og úðaði í
gríð og erg yfir einn svo hann
hrökklaðist út og amma skellti
svo í lás. Skellihlæjandi sendi hún
mig svo upp í Liverpool leikfanga-
búðina að kaupa almennilega
vatnsbyssu.
Ég naut ávallt samverunnar
við ömmu, bæði í búðinni þar sem
við spjölluðum um heima og
geima þegar rólegt var, en einnig
í hringiðunni í miðbænum. Amma
elskaði mannlífið og vildi helst
hvergi annars staðar vera en í 101
Reykjavík. Ég er ekki frá því að
amma hafi smitað mig unga að ár-
um af þessari miðbæjarást, sem
gæti átt stóran þátt í að ég vildi
síðar sækja menntaskóla einmitt
þar. Og þá var gott að rölta heim
til ömmu eftir skóla á Grettisgöt-
una til að eiga stund saman. Og
enn síðar varð það siður að hún
fengi frá mér kaffihúsaferð í jóla-
gjöf, en slíkar ferðir voru topp-
urinn hjá ömmu. Þetta voru dýr-
mætar stundir fyrir okkur báðar.
Amma var þannig oft fyrst til að
heyra af mínum hjartans málum.
Mér þykir ákaflega vænt um
fallegt sjal sem amma heklaði
handa mér þegar ég var 17 ára.
Aldarfjórðungi síðar er það enn
mikið notað, enda ómissandi á
köldum vetrardögum. En það sér
ekki á því, ótrúlegt en satt. Það
verður áfram ein mín dýrmætasta
eign.
Ég kveð elsku ömmu, nöfnu
mína og vinkonu, þakklát fyrir
þann góða tíma sem ég fékk með
henni.
Þín stærsta rúsína,
Lovísa Árnadóttir.
Lovísa
Tómasdóttir
✝
Alda Sigrún
Ottósdóttir
verslunarkona
fæddist 5. júlí 1950
á Borðeyri við
Hrútafjörð. Hún
lést 25. júní 2022.
Foreldrar Öldu
Sigrúnar voru Ottó
Björnsson verslun-
armaður á Borð-
eyri, f. 26.6. 1922 á
Fallandastöðum í
Hrútafirði, d. 10.12. 2017, og
Jenney Sigrún Jónasdóttir hús-
eyri, d. 26.4. 2017; Jónas Ingi,
búsettur í Kaupmannahöfn, f.
18.11. 1952 á Borðeyri, d. 20.9.
2016; Sigurður Þór, búsettur í
Færeyjum, f. 22.2. 1956, d.
23.2. 2022; Heimir, búsettur í
Færeyjum, f. 18.12. 1960 á
Hvammstanga.
Alda Sigrún giftist Halldóri
Bergmann Þorvaldssyni, f.
24.1. 1951. Börn þeirra eru: 1)
Jóhann Bergmann, f. 1969,
giftur Svanhvíti V. Sigurð-
ardóttur. Börn þeirra eru fimm
og þrjú barnabörn. 2) Jenney
Sigrún, f. 18.11. 1972, gift
Magnúsi Reynissyni og eiga
þau þrjá syni. 3) Halldór Berg-
mann, f. 15.9. 1982, búsettur í
Svíþjóð.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
móðir og handa-
vinnukennari við
barnaskólann á
Borðeyri, f. 16.7.
1926 á Kleifum í
Skötufirði, d. 3.2.
1989.
Systkini Öldu
Sigrúnar eru: Er-
ling Birkir versl-
unarmaður f. 16.3.
1946; Björn múr-
arameistari Sauð-
árkróki ásamt héraðslögreglu-
starfi, f. 19.11. 1947 á Borð-
Kveðja frá Vinum Dóra.
Haustið 1970 birtist í Tím-
anum brúðkaupsmynd af Öldu
S. Ottósdóttur og Halldóri B.
Þorvaldssyni sem voru gefin
saman 21. júní það ár.
Hjónaband þeirra hafði því
staðið í rétt rúm 52 ár þegar
Alda lést eftir harða baráttu
við krabbamein. Á giftingar-
daginn voru þau kornung, eig-
inlega bara unglingar þegar
þau urðu að standa á eigin fót-
um í lífsbaráttunni.
Þessum fallegu ungu hjónum
auðnaðist að eiga hvort annað
að í blíðu og stríðu uns yfir
lauk. Samhent byggðu þau sér
heimili af myndarskap og dugn-
aði. Ung urðu þau foreldrar,
síðan amma og afi – og svo
langamma og langafi á miðjum
sjötugsaldri! Það er ekki mjög
algengt nú til dags.
Fyrir fjörutíu árum var Dóri
að vinna vestur í bæ. Hann fór
þá að venja komur sínar í
Sundlaug Vesturbæjar á
morgnana og hefur haldið þeim
sið óslitið síðan þótt hann ynni
lengst af við nýbyggingar í
austurhverfum höfuðborgar-
svæðisins.
Kringum hann myndaðist
óformlegur hópur, Vinir Dóra.
Hann er sjálfskipaður og sjálf-
sagður foringi hópsins og
stjórnar leikfimiæfingum á
sundlaugarbakkanum.
Með tímanum hneigðist hóp-
urinn til að standa fyrir eigin
viðburðum, svo sem árshátíðum
og ferðum vor og haust. Yf-
irleitt er um að ræða dagsferðir
en nokkrar lengri ferðir hafa
verið farnar, bæði innanlands
og til útlanda. Að sjálfsögðu
taka makar þátt í þessum við-
burðum og flest okkar kynntust
Öldu í því samhengi. Hún var
glöð í góðra vina hópi, hress á
góðri stundu og gat verið bæði
beinskeytt og orðheppin.
Mörg okkar minnast nú með
sérstöku þakklæti ferðarinnar
góðu til Finnlands og Eistlands
fyrir fjórum árum. Ekki vissum
við þá að Alda færi ekki fleiri
slíkar ferðir með hópnum.
Síðustu árin voru henni erfið.
Á endanum var dauðinn líkn og
lausn en mikill er missir Dóra
og afkomendanna.
Við þökkum Öldu góð kynni
og gefandi samverustundir.
Megi góðu minningarnar ylja
og skýla þeim sem sárast
sakna.
Ólafur Jóhannsson.
Alda Sigrún
Ottósdóttir
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar