Morgunblaðið - 06.09.2022, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2022
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning 21x125mm, panill
10x85mm, pallaefni 21x145mm,
21x140, 90x21mm, útihurðir
5,4cmx210cm (80,90 og 100cm) o.fl.
Eurotec skrúfur, Penofin og Arms-
trong Clark harðviðarolíur.
NÝKOMIÐ BANKIRAI
HARÐVIÐUR 21X145MM VERÐ
1.950 KR LENGDARMETERINN
slétt beggja megin fasað og
ofnþurrkað. Lengdir frá 2.44 metrar
upp í 5,50 metrar.
Upplýsingar hjá Magnúsi á
magnus@vidur.is og í símum
6600230 og 5611122, og frá 10-14 á
Indus ,Óseyrarbraut 2 Hafnarfirði.
Málarar
MÁLARAR
Tökum að okkur alla
almenna málningarvinnu.
Unnið af fagmönnum með
áratuga reynslu,
sanngjarnir í verði.
Upplýsingar í síma
782 4540 og
loggildurmalari@gmail.com
Bílar
2022 óekin FORDTRANSIT 350 L4
TREND SINGLE CAB MEÐ
KASSA OG LYFTU.
Þessir liggja ekki á lausu. Eigum
þennan til afhendingar strax !
Verð: 8.190.000 án vsk.
( 10.155.600 með vsk )
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga
Subaru Forester LUX+ 2017
Ek. 51 þ.km. Upphækkaður, webasto
miðstöð, sóllúga, leður, hiti í sætum
og stýri, krókur, negld vetrardekk,
nýlegar bremsur, 2 ryðvarinn. Verð
3.890þ., s. 6918297
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Erlent handverks-
fólk kl. 10-12. Handavinna kl. 12-16. Pútthópur kl. 13. Hádegismatur kl.
11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600.
Bústaðakirkja Fyrsta samvera haustsins miðvikudag frá kl. 13-16,
spil, handavinna, skraf og skemmtilegheit. Jónas Þórir verður við
píanóið. Hlökkum til að sjá ykkur og kaffið góða verður á sínum stað
og allt það helsta.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Þátttökulistarnir komnir fram,
núna er lag að mæta í félagsmiðstöðina og skrá sig í félagsstarfið
fyrir veturinn. Ýmislegt nýtt í boði ásamt því gamla og góða. Líttu inn
og sjáðu framboðið í vetur.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11.
Prjónað til góðs kl. 8.30-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Gamlar ljós-
myndir kl. 13. Myndlistarhópurinn Kríur kl. 12.30-15.30. Heimaleikfimi
á RÚV kl. 13-13.10. Bónusrútan kl. 13.10. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Bókabíllinn kl. 14.45.
Garðabær Kl. 9 pool-hópur í Jónshúsi, kl. 9 Qi-gong í Sjálandsskóla,
kl. 10 ganga frá Jónshúsi, kl. 11 stóla-jóga í Sjálandsskóla, kl. 12.15
leikfimi í Ásgarði, kl. 13 Egilssaga - sögulestur, kl. 13.10 botsía í
Ásgarði, kl. 13.45-15.15 kaffiveitingar í Jónshúsi, kl. 14 fjármál á efri
árum, Jónshús, kl. 14.15 / 15 línudans í Sjálandsskóla.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-12. Dansleikfimi með Auði Hörpu
kl. 10.30. Hádegismatur kl. 11.30. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Brids kl.
13. Bingó kl. 13.15. Hádegismatur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir
hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum Botsía kl. 10. Helgistund kl. 10.30. Spjallhópur í
listasmiðju kl. 13. Sundleikfimi í Grafarvogslaug kl. 14. Gleðin býr í
Borgum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Kaffispjall í setustofu kl. 9-10. Búta-
saumshópur í handverksstofu kl. 9-12. Hópþjálfun í setustofu kl.
10.30-11. Bókband í smiðju kl. 13-16.30 og síðdegiskaffi kl.14.30-15.30.
Allar nánari upplýsingar í síma 411 9450.
Allir hjartanlega velkomnir til okkar :)
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffikrókur frá kl.
9. Pútt á flötinni við Skólabraut kl. 10.30. Roð og leður á neðri hæð
félagsheimilisins kl. 15.30. Skráning vegna ferðar í Skagafjörð og á
tónleika Þorsteins Eggertssonar í salnum. Allar nánari upplýsingar hjá
Kristínu í síma 8939800.
- Færir þér fréttirnarmbl.is
Á hverju vori við
skólalok fór lítil
stúlka niður í
geymslu, sótti ferða-
töskuna sína, pakkaði niður því
helsta og beið. Hún vildi vera
tilbúin að fara norður á Strandir
til afa og ömmu á Hellu í Stein-
grímsfirði. Þar var fólkið best,
fjöllin blárri og berin stærri en
annars staðar. Þar var hún ung öll
sumur og fullorðin hvert sumar í
vikutíma í afa- og ömmuhúsi stór-
fjölskyldunnar frá Hellu.
Ella lést á líknardeild LHS
fimm dögum fyrir 67 ára afmæl-
Elín Ágústa
Ingimundardóttir
✝
Elín Ágústa
Ingimundar-
dóttir fæddist 20.
ágúst 1955. Hún
lést 15. ágúst 2022.
Útför Elínar fór
fram í kyrrþey að
hennar ósk.
isdag sinn eftir lang-
varandi og erfiða
baráttu við krabba-
mein. Baráttu sem
lengi var vitað hver
færi með sigur af
hólmi en spurning
um tíma.
Ella varði mest-
um hluta starfsævi
sinnar hjá Háskóla
Íslands, allt frá því
að hún útskrifaðist
ung frá Verslunarskóla Íslands og
til æviloka, utan tímabils barn-
eigna og síðan búsetu í Danmörku
á níunda áratugnum. Í HÍ vann
hún lengst af hjá Nemendaskrá.
Leiðir okkar Ellu lágu saman í
hartnær 50 ár, mismikið á tímabil-
um eins og gengur. Hún var mág-
kona mín og vinkona. Þó svo að
bróðir minn og hún hafi skilið fyr-
ir allmörgum árum var hún að
sjálfsögðu mágkona mín áfram og
góð tengdadóttir foreldra minna
meðan þau lifðu. Ella var róleg og
traust, fór ekki með hávaða og
pilsaþyt gegnum lífið, vildi allt
fyrir alla gera, tók nærri sér erf-
iðleika annarra. Alltaf tilbúin með
sitt hlýja faðmlag ef einhver
þurfti á að halda. Vildi ekki heyra
nokkrum hallmælt. Gat líka verið
þrjósk og föst fyrir ef því var að
skipta. Ef reynt var að fá hana of-
an af einhverju sem hún vildi eða
áleit rétt svaraði hún gjarnan:
„Já, já … en ég geri þetta nú eins
og ég vil/er vön.“
Heimili Ellu var hlýlegt og
fallegt, enginn mínimalismi þar
innan veggja, vildi hafa mikið af
fallegum hlutum kringum sig og
þá sem vöktu henni góðar minn-
ingar úr æsku og síðar. Var nokk
sama hvað öðrum fannst um það.
Hún var listræn hannyrðakona og
matseld var henni áhugamál enda
frábær kokkur. Það var ekki ama-
legt að koma að veisluborðum hjá
henni og ekki dró Danmerkur-
vera hennar úr mataráhuga henn-
ar. Þegar hún og bróðir minn
bjuggu í Danmörku var heimili
þeirra afar gestkvæmt og þó að
þau væru bæði í fullri vinnu og
með tvo unga stráka tóku þau
endalaust á móti skemmtanaglöð-
um vinum og vandamönnum frá
Íslandi sem héldu að þeir væru
komnir til sólarlanda með viðeig-
andi þjónustu.
Ella var vinmörg og mikil fjöl-
skyldukona. Hún var mjög stolt af
sonum sínum og tengdadætrum
sem öll hugsuðu afar vel um hana,
ekki síst nú í veikindum hennar.
Sonarsynirnir fjórir voru sólar-
geislar hennar og fengu oft að
gista hjá ömmu sinni, þeim og
henni til mikillar ánægju. Hún var
einnig kölluð amma Ella af börn-
um sonar bróður míns sem hann
átti fyrir hjónaband þeirra Ellu.
Ellu var ljóst að hún væri á för-
um en vonaði að heilsa hennar
leyfði henni að komast norður á
Helluna sína í sumar. Það gekk
ekki eftir. Nú er hún farin með
töskuna sína í lokaferð á Hellu
sumarlandsins. Góða ferð.
Elsku Ingimundur og fjöl-
skylda, Skjöldur og fjölskylda,
Halldór bróðir Ellu og aðrir ætt-
ingjar og vinir. Mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ragnhildur
Skjaldardóttir.
Kvödd er hinstu
kveðju ástkær vin-
kona, Margrét
Kristín Sigurðar-
dóttir, sem féll frá
þann 21. ágúst sl.
Margrét var enginn venjulegur
persónuleiki. Hún leiftraði af lífs-
gleði þótt alvaran væri henni
sjaldan fjarlæg. Margrét var mjög
ákveðin í fasi og kom sú lyndisein-
kunn hennar ekki síst í ljós þegar
stjórnmálin voru rædd. Við, sjálf-
stæðiskonur sem sátum saman í
stjórnum sjálfstæðisfélaga og
landssambands sjálfstæðis-
kvenna, deildum grundvallarvið-
horfum sjálfstæðisstefnunnar en
oft blésu vindar um fundarher-
bergin þegar við skiptumst á
skoðunum um málefni. Margrét
fór gjarnan fremst í flokki með
sterkar skoðanir kynslóðarinnar á
undan okkar, sem þetta ritum.
Hún var sanngjörn í nálgun sinni
en gat gjarnan endurskoðað hana
ef svo bar undir, sem sagt eftir
röksemdafærslu sem varpaði öðru
ljósi á málin.
Margrét lærði viðskiptafræði á
miðjum aldri og útskrifaðist árið
1991. Að námi loknu hóf hún störf
sem deildarstjóri hjá Ríkisspítöl-
um. Gaman er að rifja upp lýsing-
ar Margrétar á því hvernig hún
ákvað að „drífa sig“ í viðskipta-
fræði en hún sagði að sinn tími
hefði komið þegar börnin fjögur
hófu sig til flugs í leik og starfi.
Hún gantaðist með að námstími
hennar hafi trúlega verið eigin-
Margrét Kristín
Sigurðardóttir
✝
Margrét Krist-
ín Sigurðar-
dóttir fæddist 27.
mars 1931. Hún lést
21. ágúst 2022.
Útför fór fram 5.
september 2022.
manninum, Ragnari
heitnum Halldórs-
syni (oft kenndur við
álverið), nokkuð erf-
iður á þeim tíma
vegna fjarvista eig-
inkonunnar í krefj-
andi námi. Þess má
reyndar geta að
Margrét var hús-
móðir fram í fingur-
góma og lagði ríka
áherslu á matar-
gerð, t.d. að taka slátur og útbúa
kæfu upp á gamla móðinn á
hverju hausti. Er þetta einungis
ein af mörgum skemmtilegum
samverustundum okkar vin-
kvenna.
Þau hjón, Margrét og Ragnar,
voru miklir gestgjafar og yndis-
legar eru minningar frá samveru-
stundum með þeim í sumarbú-
staðnum við Apavatn og á heimili
þeirra við Laugarásveg.
Við færum fjölskyldu Mar-
grétar innilegar samúðarkveðjur
um leið og við minnumst hennar
með þakklæti fyrir samvistirnar
góðu.
Ásgerður og Kristján,
Ellen og Þorsteinn Ingi.
Við fráfall Kiddýjar er ekki
annað hægt en að staldra við og
leiða hugann að því hvað það er
sem gerir einstakling að fyrir-
mynd í annarra augum. Í mínum
huga var Kiddý fyrirmynd; kona
með ríka réttlætiskennd, óhrædd
við að tjá skoðanir sínar á sínum
forsendum, sótti sér menntun og
þroska út lífið en fyrst og fremst
var hún til staðar fyrir sitt fólk.
Það var við lok menntaskóla að
ég kom fyrst inn á heimili þeirra
Kiddýjar og Ragnars en þá var
Kristín kærasta, og síðar eigin-
kona, Sigga sonar þeirra og við
Steini Palli orðin par. Við Siggi og
Steini Palli samstúdentar frá því
um vorið og Kristín og Steini Palli
badmintonfélagar frá æsku.
Heimilið á Laugarásveginum
var heimili þriggja kynslóða og
gestir velkomnir. Gestrisni
Kiddýjar náði þó víðar því þetta
sumar nutum við vinirnir þess að
dvelja í bústaðnum við Apavatn.
Og síðar áttum við þar ánægju-
stundir sem fjölskyldur með lítil
börn – vatnið og að veiða fisk er
minning um ævintýri hjá mínum
dætrum.
Það var hressandi að koma í
barnaafmæli og hitta Kiddý, fara
yfir stöðuna í þjóðmálunum og í
pólitíkinni. Sameiginlega deildum
við áhuga á auknum framgangi
kvenna. Og hún var afdráttarlaus
í þeirri skoðun sinni að þar yrði
Sjálfstæðisflokkurinn að gera bet-
ur. En bætti svo kímin við að for-
ystan væri bara ekkert að leita
ráða hjá sér – alltaf stutt í spaugið.
Leiðir okkar lágu oft saman á
vegum Verkfræðingafélags Ís-
lands en Kiddý og Ragnar mættu
iðulega á árshátíð félagsins. Það
var síðkjólaklædd heimskona sem
gekk í salinn með sínum manni og
gerði um leið samkomuna áhuga-
verðari. Kona sem stóð þétt við
bakið á bónda sínum, í gegnum
skin og skúrir, og hann lengst af í
ábyrgðarhlutverkum. Ef til þess
hefði komið held ég reyndar að
hún hefði farsællega getað stýrt
álveri.
Fundum okkar bar stundum
saman hjá Félagi háskólakvenna
en Kiddý var til margar ára í
stjórn félagsins og átti þá stóran
þátt í að halda úti félagsstarfinu.
Félagið veitir styrk til konu í há-
skólanámi en menntun var Kiddý
hugleikin. Hún vissi að í menntun
fælust tækifæri – ekki síst fyrir
efnaminni konur. Hið óeigin-
gjarna sjálfboðaliðastarf Kiddýjar
á vegum Mæðrastyrksnefndar til
margra ára lýsir vel þeirri sam-
kennd sem hún hafði með ein-
stæðum mæðrum og fólki sem að
stóð höllum fæti í samfélaginu.
Það var dæmigert fyrir lifandi
áhuga Kiddýjar á umhverfi sínu,
hún þá komin vel á níræðisaldur,
þegar ég hitti hana á Viðskipta-
þingi fyrir fáum árum. Hún með
vel ígrundaðar athugasemdir um
efnið þegar við spjölluðum saman
í hléinu.
Velferð afkomendanna og fjöl-
skyldunnar var Kiddý það allra
mikilvægasta. Stolt sagði hún frá
afrekum þeirra og af barnabörn-
unum með stjörnublik í augum.
Fallin er frá ættmóðir sem setti
niður græðlinga, ræktaði runna,
tíndi ber, sauð saft og hleypti
sultu. Vissulega er haustið komið
en uppskeran er ríkuleg. Kittý var
einstök kona og fyrirmynd, sem
skilaði fallegu ævistarfi. Fyrir
hönd okkar Steina Palla votta ég
Sigga, systkinum hans þeim Völu,
Halldóri og Möggu Dóru og fjöl-
skyldunni allri okkar dýpstu sam-
úð.
Jóhanna Harpa.
Við andlát Margrétar Kristínar
Sigurðardóttur er mér efst í huga
þakklæti fyrir samvinnu okkar á
árunum 2000 til 2004. Þá var ég
formaður Bandalags kvenna í
Reykjavík og hún í stjórn þar með
mér og alltaf hvetjandi til góðra
verka. Á svipuðum en styttri tíma
var ég framkvæmdastjóri Hall-
veigarstaða við Túngötu 14. Þá
munaði svo sannarlega um að hafa
Margréti sér til halds og trausts
við framkvæmdir. Hún var ein af
þeim sem var alfarið á móti því að
selja Hallveigarstaði á þessum
tíma, enda hefur það komið sér vel
fyrir eigendurna fram á þennan
dag, sem eru Kvenréttindafélag
Íslands, Kvenfélagasamband Ís-
lands og Bandalag kvenna í
Reykjavík. Mest reyndi þó á sam-
vinnuna þegar við vorum saman í
stjórn Mæðrastyrksnefndar
Reykjavíkur. Margrét var fjár-
málastjóri Mæðrastyrksnefndar
þegar undirrituð var formaður
2003 til 2004. Þá var farið í ófáar
fjáröflunarheimsóknir. Það kom
sér vel hversu dugleg, röggsöm og
ráðagóð manneskja Margrét var
og óhrædd og ósérhlífin. Til
Mæðrastyrksnefndar fékk Mar-
grét til sjálfboðastarfa Kristínu
Njarðvík, sem verið hafði með
henni í Leiðsögumannaskólanum.
Þá gat orðið atgangur mikill í fata-
úthlutun og jafnvel svo að frakka
formannsins var nær úthlutað,
enda báðar óhemju afkastamiklar.
Minning mín um Margréti er
um skemmtilega glettna konu,
sem aldrei gafst upp og alltaf átti
ráð við hverju vandamáli. Það var
ekki aðeins gott að vinna með
henni, heldur gátum við hlegið vel
saman og það var ekki lítils virði.
Hildur G. Eyþórsdóttir.
Margrét K. Sigurðardóttir
starfaði til margra ára sem sjálf-
boðaliði Mæðrastyrksnefndar
Reykjavíkur. Hún reyndist
Mæðrastyrksnefnd góður sjálf-
boðaliði. Hún var ötul í fjáröflun
fyrir nefndina og var góður gjald-
keri enda viðskiptafræðingur að
mennt. Margrét var góð við þá
sem leituðu til nefndarinnar og
gaf sér ávallt góðan tíma til að tala
við þiggjendur þótt oftast væri
mikið að gera á úthlutunardögum
en þá sat Margrét gjarnan við
tölvuna og tók á móti fólkinu.
Fyrir hönd Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur vil ég þakka
Margréti fyrir vel unnin störf og
fyrir allt það sem hún gerði fyrir
nefndina.
Anna H. Pétursdóttir,
formaður.
Minningarvefur á mbl.is
Minningar og andlát
Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú lesið
minningargreinar, fengið upplýsingar úr
þjónustuskrá auk þess að fá greiðari aðgang að
þeirri þjónustu sem Morgunblaðið hefur veitt
í áratugi þegar andlát ber að höndum.
Andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar
eru aðgengilegar öllum.
www.mbl.is/andlát