Morgunblaðið - 06.09.2022, Side 27

Morgunblaðið - 06.09.2022, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2022 Eins og fjallað er um ítarlega á síðunum til vinstri spilar ís- lenska kvennalandsliðið í fótbolta úrslitaleik gegn Hollandi í Utrecht í kvöld um sæti á lokamóti heims- meistaramótsins á næsta ári. Bakvörður dagsins fylgdi íslenska liðinu út til Hollands og fylgdist með æfingu á sunnudag- inn var. Það sem einkenndi liðið var magnaður liðsandi. Leikmenn skellihlógu hvað eftir annað fram- an af á æfingunni, áður en alvaran og stífur undirbúningur fyrir leik- inn gegn Hollandi tók við. Leikmenn íslenska liðsins eru ekki aðeins liðsfélagar, heldur einnig góðar vinkonur. Eldri leik- menn liðsins ná afar vel saman við þær yngri. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, einn af reynslubolt- unum í liðinu, og Sveindís Jane Jónsdóttir, sem er 21 árs, virðast til að mynda vera perluvinkonur og er mikið hlegið þegar þær æfa saman. Þá hljóp landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir beint í fangið á Sif Atladóttur, sem var á bekknum, þegar hún skoraði gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn var. Það var falleg stund. Þær hafa spilað lengi saman með landsliðinu. Mörg einstök vinkonusam- bönd hafa myndast þegar ís- lenska liðið kemur saman og það skín í gegn á vellinum, þar sem þær vinna mjög vel hver fyrir aðra. Leikmenn Íslands virðast einfaldlega elska að spila fótbolta og þá sérstaklega með góðum vinkonum sínum í landsliðinu. Ferill knattspyrnufólks í fremstu röð er oft stuttur og það má ekki gleyma að njóta ferðalagsins. Það eru forréttindi að fá að fylgjast með íslenska liðinu og erfitt að vera ekki nokkuð brattur fyrir úrslitaleikinn í kvöld. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Úkraínumenn, sem máttu þola tap gegn Íslandi í undankeppni HM á dögunum, sýndu styrk sinn í gær- kvöld þegar þeir tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópukeppni karla í körfuknattleik. Úkraína vann þá sigur á Ítalíu, 84:73, og það á heimavelli Ítala í Mílanó. Þeir höfðu áður unnið Breta og Eista og eru með fullt hús eftir þrjár umferðir af fimm í riðl- inum. Þar sem fjögur lið af sex fara áfram eru þeir komnir áfram. Sviatoslav Mykhailiuk, leik- maður Toronto Raptors, skoraði 25 stig fyrir Úkraínu, Ivan Tkachenko 17 og Issuf Sanon 16. Hjá Ítölum var Achille Polonara með 17 stig og Simone Fontecchio, leikmaður Ut- ah Jazz, skoraði 14. Ítalir, sem líka töpuðu gegn Ís- landi í undankeppni HM fyrr á árinu, hafa valdið vonbrigðum á EM og tapað tveimur leikjum af þremur en þeir biðu lægri hlut fyrir Grikkjum á laugardag, 85:81. Úkraína skellti Ítalíu í Mílanó Arnór Sigurðsson skoraði tvö mörk og Arnór Ingvi Traustason eitt þeg- ar lið þeirra Norrköping vann sannfærandi sigur á Hammarby, 4:1, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Arnór Sig- urðsson skoraði tvívegis úr víta- spyrnum og krækti í þá seinni sjálf- ur. Hammarby, sem er í toppbar- áttu, var þó marki yfir í hálfleik eftir að Ari Freyr Skúlason skoraði sjálfsmark. Norrköping lyfti sér upp í 11. sæti deildarinnar og komst í þægilega fjarlægð frá hættusvæðinu. Arnór og Arnór skoruðu þrjú Morgunblaðið/Eggert Norrköping Arnór Sigurðsson var með tvö mörk og stoðsendingu. Kristófer Ingi Kristinsson samdi í gær við hollenska knattspyrnu- félagið VVV Venlo um að leika með því út nýhafið tímabil. Hann fékk sig lausan frá SönderjyskE í Dan- mörku eftir að hafa leikið þar í eitt ár. Kristófer er 23 ára miðjumaður sem ólst upp í Stjörnunni en hann lék áður í Hollandi með varaliði PSV og með Willem II, og í Frakk- landi með Grenoble. Venlo er í þriðja sæti hollensku B-deildar- innar með fjóra sigra í fyrstu fimm leikjunum en liðið lék síðast í úr- valsdeildinni tímabilið 2020-’21. Kristófer aftur til Hollands Ljósmynd/VVV Venlo Kristófer Ingi Kristinsson í búningi nýja félagsins í gær. á EM var þessi sigur mjög mikil- vægur. Við getum verið stoltar af frammistöðunni á móti Hvíta-Rúss- landi, þær eru með hörkulið og sig- urinn sýnir hvað við getum gert,“ sagði Gunnhildur. Þjóðin fylgist með Hún vill að íslenska liðið hugsi um eigin leik gegn Hollandi, í stað- inn fyrir að einblína of mikið á andstæðinginn. „Hollandsleikurinn snýst um okkur og hvað við getum gert, hvernig við lokum á þær og hvern- ig við ætlum að spila. Það getur allt gerst og ég held að þetta verði hörkuleikur. Ég mæli með að þjóð- in fylgist með,“ sagði hún ákveðin. Andries Jonker tók við hollenska liðinu á dögunum af hinum enska Mark Parsons. Síðan þá hefur Hol- land spilað vináttuleik við Skota, sem endaði með 2:1-sigri Hollend- inga. Gunnhildur á ekki von á að þjálfaraskipti hafi mikil áhrif á leikskipulag hollenska liðsins. „Þær eru með nýjan þjálfara og við þurfum aðeins að fara yfir hvernig þær spiluðu á móti Skot- landi og hvort liðið hafi breytt sínu uppleggi. Annars eru þetta að mestu leyti sömu leikmenn og við höfum verið að mæta undanfarin ár. Það eru svo nokkrar stelpur hér sem eru með þeim í liði og þær geta kannski sagt okkur aðeins meira. Við vitum nokkurn veginn hvernig Holland spilar og það er mikilvægast fyrir okkur að ein- beita okkur að okkur sjálfum. Ef við eigum góðan dag getur allt gerst.“ Litla Ísland með þetta í höndunum Gunnhildur segir að reynslan sem ungir leikmenn íslenska liðs- ins fengu á EM á Englandi í sum- ar geti komið sér vel í Hollandi. Yngstu leikmenn Íslands léku á stórmóti í fyrsta skipti í sumar og eru því reynslunni ríkari í leikjum þar sem allt er undir. „Ég held að þetta lið sé alltaf að vaxa og ungu stelpurnar eru orðn- ar reyndari eftir EM. Þær vita hvernig er að vera með pressu á bakinu. Það eiga allir leikmenn hér hrós skilið þar sem þær hafa lagt mikið í þetta,“ sagði Gunnhildur. Hún segir það draumastöðu að örlögin séu í höndum íslenska liðs- ins. Nái Ísland úrslitum í Hollandi verður draumurinn um sæti á heimsmeistaramótinu að veruleika. „Maður lifir fyrir svona stór augnablik og það er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Það er svakalegt og draumur í dós að vera í þessari stöðu. Að litla Ísland sé með þetta í höndunum, þegar einn leikur er eftir. Það segir okkur hvað þetta lið er sterkt og hvað við getum náð langt. Nú tökum við einn dag í einu og einbeitum okkur að Hollandsleiknum núna,“ sagði Gunnhildur. Draumastaða að vera með örlögin í sínum höndum - Íslenska liðið einbeitir sér að sínum leik frekar en mótherjunum í Utrecht í kvöld Morgunblaðið/Jóhann Ingi Tilbúin Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fremst í flokki á æfingu íslenska liðsins í gær. Í kvöld er allt undir í Utrecht. Í UTRECHT Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Það er frábært að þetta sé í okk- ar höndum,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, í samtali við Morgun- blaðið á æfingu íslenska liðsins í Utrecht í Hollandi. Ísland mætir Hollandi í hreinum úrslitaleik um sæti á lokamóti heimsmeistaramótsins á næsta ári á Galgenwaard-vellinum í Utrecht í kvöld. Íslenska landsliðið fer á lokamótið í fyrsta skipti með sigri eða jafntefli, en fer í umspil fagni hollenska liðið sigri. „Það er gott að vera kominn til Hollands eftir sigurinn gegn Hvíta- Rússlandi. Við fögnuðum sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi og nú erum við tilbúnar í leik gegn Hollandi. Við fengum einn dag til að jafna okkur og það er gott að vera mætt á æfingar núna,“ sagði Gunnhildur. Íslensku leikmennirnir flugu til Hollands eldsnemma á sunnudags- morgun en miðjukonan var lítið að stressa sig, enda ýmsu vön úr bandarísku atvinnumannadeildinni. Geri allt sem ég get „Ég er svo vön ferðalögum í Bandaríkjunum og þriggja tíma flug snemma á morgnana er ekki neitt. Ég er orðin vön fimm tíma flugi í útileiki í Bandaríkjunum. Maður veit hvað maður þarf að gera til að vera tilbúinn í æfingar og leiki eftir ferðalög og ég geri allt sem ég get til að vera í sem bestu standi,“ sagði hún. Ísland vann afar sannfærandi 6:0-sigur á Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í undankeppninni á föstudag. Gunnhildur segir sig- urinn mikilvægan í undirbún- ingnum fyrir leikinn gegn Hol- landi, eftir að hafa gert 1:1-jafn- tefli í öllum leikjum sínum á EM á Englandi í sumar. „Að halda hreinu og skora bygg- ir upp sjálfstraust og við komumst á skrið. Eftir að hafa misst af sigri KNATTSPYRNA 4. deild karla, 8-liða, seinni leikir: Vopnafj.: Einherji – Árborg (3:0)........ 16.45 Flúðir: Uppsveitir – Árbær (0:8)......... 16.45 Varmá: Hvíti riddari – Tindastóll (2:1).... 19 Fagrilundur: KFK – Ýmir (3:4) .......... 19.15 Í KVÖLD! Þótt Holland hafi skipað sér í fremstu röð kvennalandsliða í knattspyrnu í heiminum hefur Ís- land unnið sex af ellefu lands- leikjum þjóðanna til þessa. Tólfti leikur liðanna fer fram í Utrecht í kvöld. Ísland vann fjóra fyrstu leikina þeirra á milli en þeir voru allir í undankeppni EM. Ísland komst í 8- liða úrslit EM í fyrsta sinn árið 1994 eftir að hafa sigrað Holland 2:1 heima og 1:0 á útivelli, seinni leik- inn í Rotterdam með marki Olgu Færseth. Liðin voru aftur saman í riðli í undankeppni EM árin 1995 og 1996 og þá vann Ísland 2:0 á Laugardals- vellinum og 2:0 í Hollandi. Ásthild- ur Helgadóttir skoraði í báðum leikjunum. Holland vann vináttuleik þjóð- anna, 2:1, í Zwolle árið 2006 og lið- in skildu jöfn, 1:1, í öðrum slíkum í Kórnum í Kópavogi árið 2009. Aftur komst Ísland í 8-liða úrslit EM árið 2013 og þá líka með því að vinna Holland, 1:0, með marki Dag- nýjar Brynjarsdóttur í Växjö í Sví- þjóð. Ísland vann sinn sjötta sigur, 2:1, þegar liðin mættust aftur í vináttu- leik í Kórnum árið 2015. En á skömmum tíma komust Hol- lendingar í fremstu röð í heiminum og sigruðu íslenska liðið 4:0 í vin- áttuleik í Doetinchem árið 2017. Liðin gerðu 0:0 jafntefli í Algarve-bikarnum í Portúgal árið 2018, þegar Holland var nýorðið Evrópumeistari. Loks vann Holland fyrri leikinn í þessari undankeppni HM á Laugar- dalsvellinum, 2:0, í september 2021. Sex sigrar Íslands í ellefu leikjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.