Morgunblaðið - 06.09.2022, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
Bráðfyndin og skemmtileg gamanmynd
fyrir alla fjölskylduna með uppistandaranum
Jo Koy í aðalhlutverki
Hin alþjóðlega kvikmyndahátíð í
Feneyjum hófst á miðvikudaginn
var og streymdu stjörnur að á leigu-
bátum eða gondólum. Bandaríski
leikstjórinn og handritshöfundurinn
Paul Schrader hlaut heiðursverð-
laun hátíðarinnar á föstudaginn fyrir
framlag sitt til kvikmyndalistarinnar
og nokkrar kvikmynda hátíðarinnar
hafa vakið mikla athygli, þeirra á
meðal er nýjasta kvikmynd Darrens
Aronofskys, The Whale eða Hval-
urinn, sem segir af enskukennara
sem glímir við mikla ofþyngd, er um
600 pund að þyngd eða 272 kg og
hefur einangrast vegna holdafars-
ins. Brendan Fraser, kanadískur
leikari, fer með hlutverk kennarans
og var honum fagnað innilega að lok-
inni frumsýningu með standandi
lófataki í margar mínútur. Gagnrýn-
endur eru þó ekki allir hrifnir og
gefur rýnir The Guardian kvik-
myndinni til að mynda aðeins tvær
stjörnur.
Gagnrýnendur og hátíðargestir
hafa verið einna hrifnastir af Tári,
kvikmynd Todds Fields um tónskáld
og hljómsveitarstjóra, Lydiu Tár,
sem verður þungamiðja #MeToo-
hneykslismáls, eins og segir á vef
The Hollywood Reporter en þess má
geta að Hildur Guðnadóttir samdi
tónlistina við þá kvikmynd. Tilkynnt
verður um sigurmynd hátíðarinnar
næstu helgi og þykir Tár líkleg til að
hreppa Gullljónið. Þykir ástralska
leikkonan Cate Blanchett stórkost-
leg í hlutverki tónskáldsins og líkleg
til að hreppa mörg verðlaun á næstu
mánuðum. Einnig þykir kvikmyndin
Bones and All líkleg til afreka, sú
nýjasta eftir ítalska leikstjórann
Luca Guadagnino með Timothée
Chalamet í einu aðalhlutverka. Er
hún sögð „ástarsaga mannæta“ sem
er vissulega áhugaverð lýsing. Munu
frumsýningargestir hafa fagnað af
miklum ákafa að lokinni frumsýn-
ingu í Feneyjum og klappað í nær 10
mínútur. Kvikmynd franska leik-
stjórans Romans Gavras, Athena,
hefur líka hrifið gagnrýnendur og
hátíðargesti og hefur henni verið
lýst sem „virkri handsprengju“ af
gagnrýnanda The Hollywood Re-
porter. helgisnaer@mbl.is
Stjörnur og ljón úr gulli
- Paul Schrader
hlaut verðlaun í
Feneyjum
AFP/Tiziana Fabi
Fjólublá Leikkonan Penélope Cruz
mætti á frumsýningu L’Immensita.
AFP/Tiziena Fabi
Ljón Paul Schrader með heiðursverðlaun sem hann
hlaut fyrir ævistarfið. Leikkonan Sigourney Weaver,
sem leikur í nýjustu mynd hans, samgleðst honum.
AFP/Marco Bartorello
Glæsileg Leikkonan Jodie Turner-
Smith á frumsýningu The Whale.
AFP/Tiziana Fabi
Umsetinn Leikarinn og kvennaljóminn Timothee Chalamet var önnum kafinn á rauða dreglinum.
Óvænt Brendan Fraser vann óvænt-
an leiksigur í The Whale.
AFP/Tiziana Fabi
Heimildarmyndin Innocence eða
Sakleysi, í leikstjórn hins ísraelska
Guys Davidis, var frumsýnd á kvik-
myndahátíðinni í Feneyjum í gær
en hún er framleidd af hinni hálf-
íslensku Sigrid Dykjær og íslenska
fyrirtækið Sagafilm er meðfram-
leiðandi ásamt hinu finnska Making
Movies. Kvikmyndamiðstöð Íslands,
RÚV og Tónskáldasjóður STEFS
og RÚV eru fjármögnunaraðilar að
myndinni og tónlistina samdi
Snorri Hallgrímsson þannig að Ís-
landstengingar eru margar við
myndina. Framleiðslulönd hennar
eru á vef hátíðarinnar sögð Ísland,
Ísrael, Danmörk og Finnland.
Davidi er virtur heimildar-
myndaleikstjóri og hefur m.a. verið
tilnefndur til Óskarsverðlauna og
hlotið verðlaun á Sundance og
Emmy. Í þessari nýjustu mynd hans
er fjallað um ísraelsk börn sem
skráð voru í herinn þar í landi gegn
vilja sínum og er frásögnin byggð á
dagbókum ungra hermanna sem
létu lífið, að því er fram kemur á
vef hátíðarinnar. Í yfirlýsingu Dav-
idis segir að Ísrael sé ekki land sem
kunni að meta sakleysi og í samtali
við hann í tilkynningu segir hann
að myndin fjalli um hvaða þýðingu
það hafi að verða hermaður í Ísrael
og hvernig samfélagið þar beiti fólk
þrýstingi frá unga aldri þar til það
gangi í herinn og sinni herþjónustu.
Frekari upplýsingar um myndina
má finna á vef hátíðarinnar á slóð-
inni labiennale.org.
Sakleysi Stilla úr heimildarmynd
Guys Davidis, Innocence.
Sakleysi
Davidis
frumsýnt