Morgunblaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Karl konungur III. kom oft til Ís- lands á yngri árum til laxveiða. Hann kom fyrst sumarið 1975 og veiddi í Hofsá í Vopnafirði í boði Skota, Booths að nafni, sem þá var með ána á leigu. Karl, sem þá var titlaður prins af Wales, kom síðan á hverju sumri allt til ársins 1980, að því er segir í bók þeirra Einars Fals Ingólfssonar og Guðmundar Guð- jónssonar um Hofsá og Sunnudalsá. Reykjavíkurheimsókn 1975 Karl veiddi 28 laxa í fyrstu veiði- ferð sinni í Hofsá 1975. Að henni lokinni hélt hann til Reykjavíkur með flugi frá Vopnafirði. Morgun- blaðið sagði frá Reykjavíkurheim- sókn prinsins 9. ágúst 1975. Karl gekk m.a. á fund Geirs Hall- grímssonar þáverandi forsætisráð- herra og áttu þeir um hálfrar stund- ar langan fund. Síðan var ekið með prinsinn um borgina og skoðaði hann m.a. Þjóðminjasafnið undir leiðsögn Þórs Magnússonar þjóð- minjavarðar og Árbæjarsafn undir leiðsögn Nönnu Hermannsson minjavarðar og tveggja stúlkna í ís- lenskum búningum, þeirra Hrafn- hildar Schram og Ingu Dóru Björnsdóttur. Karl prins spurði Hrafnhildi fyrir utan Árbæjarsafn: „Átt þú heima í þessu húsi?“ Þar skoðaði Karl m.a. gömlu kirkjuna og Árbæ. Oft fréttir af laxveiðiferðum Reykjavíkurheimsókninni lauk með kvöldverði sem forsætisráð- herra hélt prinsinum til heiðurs í Ráðherrabústaðnum. Prinsinn gisti svo í Ráðherrabústaðnum um nótt- ina og hélt heim daginn eftir með áætlunarflugvél Flugleiða. Næstu sumur voru reglulegar fréttir af laxveiðiferðum Karls Bretaprins hingað til lands og voru aflabrögð hans gjarnan tíunduð, en prinsinn er lunkinn fluguveiðimað- ur. Skammur endir varð á síðustu heimsókn Bretaprins í Hofsá 1980. Náfrændi hans, Mountbatten lá- varður, var myrtur af Írska lýðveld- ishernum meðan Karl var hér við veiðar og því flýtti hann heimför. Mynd af veiðistað í brúðargjöf Frú Vigdísi Finnbogadóttur for- seta Íslands var boðið til „brúð- kaups 20. aldar“ þegar þau Karl prins og heitkona hans, lafði Díana Spencer, gengu í hjónaband 29. júlí 1981. Frú Vigdís færði þeim málverk eftir Eirík Smith listmálara í brúð- argjöf frá íslensku þjóðinni. Mál- verkið sýnir Tunguselshyl í Hofsá. Það var eftirlætisveiðistaður Karls prins og er veiðistaðurinn oftast nefndur „Prince Charles“ prinsinum og nú konungi Bretaveldis til heið- urs. Síðasta veiðiferðin var í Kjarrá Karl prins af Wales kom síðast til laxveiða á Íslandi sumarið 1988 og veiddi þá í Kjarrá í Borgarfirði. Leiðsögumaður hans var Andrés Eyjólfsson frá Síðumúla í Borgar- firði. Sagt er frá veiðiferðinni í bók- inni Þverá/Kjarrá og Litla-Þverá eftir þá Einar Fal Ingólfsson og Guðmund Guðjónsson. „Þetta var allt mjög lágstemmt,“ sagði Andrés í samtali við Morgun- blaðið. Lífvörður fylgdi prinsinum auk 10-12 annarra gesta. Lögreglan takmarkaði umferð óviðkomandi um svæðið og lokaði veginum. „Ég benti lífverðinum fljótlega á að í hlíðunum við ána væri allt fullt af rollum. Ef það kæmi styggð að þeim væri það annaðhvort vegna manns eða refs. Það væri því fljót- legt að sjá hvort einhver væri að nálgast prinsinn,“ segir Andrés. Karl prins veiddi fjóra daga í Kjarrá í þessari ferð. Fékk lax í hverjum hyl „Hann byrjaði vel, fékk sjö laxa fyrsta daginn og veiddi lax í hverj- um hyl sem við fórum í. Næsta dag veiddi hann þrjá laxa og einn lax þriðja daginn. Svo núlluðum við síð- asta daginn,“ segir Andrés. Hann segir að Karl konungur III. sé mjög góður veiðimaður. Prinsinn, sem þá var, notaði gam- aldags fluguveiðistangir gerðar úr bambus (split cane) sem Mount- batten lávarður og frændi Karls hafði gefið honum. „Þetta virtist vera mjög jarð- bundinn og ágætur maður. Mér fannst hann vera mjög alþýðlegur. Hann spjallaði mikið. Það var ekk- ert snobb í honum,“ segir Andrés. Þegar tóm gafst frá veiðunum og í hvíldarhléum settist Karl prins niður með blokk og vatnsliti og mál- aði myndir af umhverfinu. Karl gisti í veiðihúsinu Víghóli meðan á dvöl hans við Kjarrá stóð. Á þessum árum var allur afli hirt- ur. Andrés vissi ekki hvað varð um laxinn sem prinsinn veiddi. Mögu- lega hafi hann tekið eitthvað með heim og gefið hennar hátign móður sinni í soðið. Veiddi lax á Íslandi á árum áður - Karl prins af Wales veiddi lax í Hofsá og í Kjarrá - Lunkinn laxveiðimaður - Veiddi á flugustang- ir úr bambusviði - Karl prins og lafði Díana fengu málverk af eftirlætisveiðistað Karls í brúðargjöf Ljósmynd/Borge Boeskov Kjarrá 1988 Karl Bretaprins stendur fyrir miðju og Andrés Eyjólfsson leiðsögumaður er lengst til hægri. Karl prins hefur ekki komið síðan til laxveiða hér. Ljósmynd/Úr einkasafni Við Hofsá Karl prins af Wales veiddi fyrst í Hofsá í Vopnafirði sumarið 1975 og kom síðan þangað til laxveiða á hverju sumri til og með 1980. Morgunblaðið/Brynjólfur Helgason Árbæjarsafn 1975 „Átt þú heima í þessu húsi?“ spurði prinsinn Hrafnhildi Schram sem var klædd íslenskum búningi og heilsaði hinum tigna gesti. Morgunblaðið/Brynjólfur Helgason Stjórnarráðið 1975 Geir Hallgrímsson forsætisráðherra tók á móti Karli Bretaprins í Reykjavíkurheimsókn hans eftir veiðiferðina í Hofsá. Ljósmynd/Gunnar Geir Vigfússon Bessastaðir 1980 Karl Bretaprins heimsótti frú Vigdísi Finnbogadóttur, þá nýkjörinn forseta Íslands, þegar hann kom í ágúst til laxveiða í Hofsá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.