Morgunblaðið - 10.09.2022, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022
Margt er athugavert við orku-
mál í Evrópusambandinu og
ekki ofmælt að þeir sem þar hafa
ráðið ríkjum á liðn-
um árum hafa stað-
ið sig dæmalaust illa
í að tryggja orku-
öryggi ríkja sam-
bandsins. Öll áhersl-
an hefur verið á að
hætta notkun orku-
gjafa sem gefa frá
sér koltvísýring en
um leið að loka kjarnorkuverum,
sem þó ættu að geta talist æskileg
sé vilji til að draga úr útblæstri.
- - -
Afleiðingin af þessu hefur svo
verið að koma ríkjum sam-
bandsins í klærnar á Pútín sem far-
inn er að herða tökin verulega svo
að í óefni stefnir, einkum í vetur.
- - -
Þetta hefur allt verið með ólík-
indum en til viðbótar hefur
ESB tekið upp á því að leyfa þeim
sem framleiða orku með kolum, ol-
íu og öðru sem veldur miklum út-
blæstri gróðurhúsalofttegunda að
kaupa sér upprunavottorð frá þeim
sem framleiða hreina orku, svo sem
gert er hér á landi.
- - -
Hörður Kristjánsson, fyrrver-
andi ritstjóri Bændablaðsins,
fjallar um þetta í blaðinu í vikunni
og bendir á að Íslendingar hafi í
rúman áratug „selt hreinleika- eða
upprunavottorð á raforku til fyr-
irtækja í Evrópu“ og að í skjóli
þessara vottorða geti erlendu fyrir-
tækin sagst nota hreina orku, þó að
svo sé ekki.
- - -
Magnið er umtalsvert, 68 millj-
ónir tonna af koltvísýringi,
og afleiðingin er sú að hreina orku-
framleiðslan hér á landi er sögð
óhrein. Það þarf út af fyrir sig ekki
að koma á óvart að ESB standi fyrir
svona endaleysu, en hvers vegna
tekur Ísland þátt í henni?
Hörður
Kristjánsson
Óhreina hreina
orka Íslands
STAKSTEINAR
Skráð atvinnuleysi var 3,1% í ágúst, samkvæmt
tölum Vinnumálastofnunar. Er það 0,1% minna en
í júlí. Hins vegar var atvinnuleysi mun meira í
ágúst á síðasta ári, eða 5,5%, og enn meira í sama
mánuði á stóra kórónuveiruárinu, 2021, eða 8,5%
auk þess sem tæpt prósent var þá í skertu starfs-
hlutfalli.
Atvinnuleysi hefur farið hægt minnkandi síð-
ustu mánuði og hefur ekki verið minna í að
minnsta kosti tvö ár. Í lok ágúst voru 6.118 at-
vinnulausir, heldur fleiri karlar en konur. Hafði
atvinnulausum körlum þá fækkað um 213 á mán-
uði og atvinnulausum konum um 229.
Mest atvinnuleysi er á Suðurnesjum, 5,3%, en
hlutfallslega minnst á Norðurlandi vestra, 0,7%.
Atvinnuleysi er hlutfallslega meira meðal er-
lends fólks á vinnumarkaði. Voru 2.700 erlendir
atvinnuleitendur án vinnu, nærri helmingur frá
Póllandi, en fjöldinn svarar til 6,3% atvinnuleysis.
Alls höfðu 2.395 verið án atvinnu í meira en tólf
mánuði og fjölgaði um átta. Þetta er hins vegar allt
önnur staða en í ágúst á síðasta ári þegar 5.083
höfðu verið atvinnulausir í þetta langan tíma.
Atvinnulausum fækkar lítið
- 3,1% atvinnuleysi
- 6,3% meðal erlendra
Morgunblaðið/Golli
Framkvæmdir Jafnvægi er nú á vinnumarkaði.
Skólamunastofa Austurbæjarskóla
verður opin almenningi í síðasta
sinn í dag, laugardag, frá kl. 11-14.
Gengið er inn frá horni Vitastígs og
Bergþórugötu, á móts við Vita-
barinn.
„Embættismenn skóla- og frí-
stundasviðs Reykjavíkurborgar og
stjórnendur skólans hyggjast ekki
láta af þeim áformum sínum að
ryðja Skólamunastofu Austurbæj-
arskólans burt úr risinu. Ekki er
vitað til þess að kjörnir fulltrúar
Reykvíkinga hafi átt aðkomu að
þeirri ákvörðunartöku. Það hefur
þá ekki verið gert með formlegum
hætti,“ segir í tilkynningu frá að-
standendum skólamunastofunnar.
Austurbæjarskólinn var stofn-
aður árið 1930 og var ekkert til
hans sparað. Mikið af búnaði skól-
ans frá upphafi hefur varðveist og
er hann að finna í skólamunasafni í
risi skólans. Til stendur að nýta ris-
ið undir kennslu og verður því safn-
ið að víkja. Ekki er ljóst hvað verð-
ur um munina og óljóst um eignar-
hald á þeim. Í dag gefst síðasta
tækifærið til að skoða þessa muni,
segir í tilkynningu frá aðstand-
endum skólamunastofunnar.
sisi@mbl.is
Skólamunir til sýnis
í síðasta skipti í dag
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skólamunastofan Varðveittir eru munir úr 90 ára sögu Austurbæjarskóla.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Faxafeni 14
108 Reykjavík
www.z.is