Morgunblaðið - 10.09.2022, Page 10

Morgunblaðið - 10.09.2022, Page 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Félagsbústaðir í Reykjavík eiga 3.030 leiguíbúðir sem metnar eru á 148 milljarða króna samkvæmt fasteignamati. Er eign Félagsbú- staða rúmlega 5% allra íbúða í Reykjavík. Fram kemur á heimasíðu félags- ins að í öllum hverfum borgarinnar séu félagslegar leiguíbúðir sem ætl- aðar eru fjölskyldum og einstak- lingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum, auk leiguíbúða fyrir aldraða og fólk með fötlun. Almenn- ar leiguíbúðir eru 2.204, þjónustu- íbúðir fyrir aldraða eru 382 og íbúð- ir ætlaðar fötluðu fólki 444. Í fyrra var 299 íbúðum úthlutað. Rekstrartekjur jukust um 10% Í greinargerð Félagsbústaða, sem kynnt var nýlega í borgarráði vegna árshlutauppgjörs Reykjavík- urborgar, kemur fram að rekstrar- tekjur fyrirtækisins á fyrstu sex mánuðum 2022 námu 2.758 m.kr. og jukust um 10,1% milli ára. Hækk- unina má rekja til fjölgunar eigna milli ára og verðlagsbreytinga. Rekstrargjöld voru 1.550 m.kr. eða 21 m.kr. (1,4%) yfir áætlun. Heildareignir Félagsbústaða námu 147.819 milljónum króna við lok júní 2022 og jukust um 16,9% frá upphafi árs. Eigið fé hefur hækkað um rúmlega 17.504 m.kr. frá ársbyrjun 2022 sem skýrist af matsbreytingu eigna. Þar sem Fé- lagsbústaðir eru í eigu Reykjavík- urborgar, svokallað B-hluta-fyrir- tæki, kemur þessi eignaaukning fram í árshlutauppgjöri borgarinn- ar fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs. Fjármála- og áhættustýringar- svið Reykjavíkurborgar vekur at- hygli á því í umögn sinni að hækkun fasteignaverðs hafi jákvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu félagsins vegna matsbreytinga en segi lítið um grunnrekstur félagsins nema ábati af hækkun fasteignaverðs verði innleystur með sölu eigna. „Til að meta stöðu grunnrekstrar er eðlilegra að horfa til rekstrar- hagnaðar (EBIT) sem dróst saman um 1,4% á milli ára, en tekjur juk- ust um 9,9% á meðan rekstrargjöld hækkuðu um 20,7%. Tekjur félags- ins fylgja vísitölu neysluverðs, sem þýðir að hækkun fasteignaverðs og byggingarkostnaðar umfram verð- lag hefur neikvæð áhrif á grunn- rekstur félagsins vegna aukins kostnaðar við rekstur og viðhald fasteigna og öflun nýrra eigna. Mikilvægt er að tryggja sterkt veltufé frá rekstri til að standa und- ir afborgunum og stuðla þannig að sjálfbærni í rekstri.“ Þá bendir sviðið á að frekari fjölgun nýrra og dýrari eigna geti aukið þrýsting á hækkun leigu. Félagsbústaðir eiga 3.030 íbúðir - Eru metnar á 148 milljarða og hækkuðu um 17,5 milljarða á hálfu ári - Hækkun fasteigna segi lítið um grunnrekstur félagsins nema ábati af hækkun fasteignaverðs verði innleystur með sölu eigna Morgunblaðið/sisi Úr Gufunesi Í þessu nýja hverfi í Reykjavík munu Félagsbústaðir eignast allmargar íbúðir. Nýjar eignir félagsins hafa margar verið í nýjum hverfum. ELDRI BORGARAR: Aðventurferðir til Kaupmannahafnar 2022 1. ferð: 20.-23. nóvember 2. ferð: 27.-30. nóvember 3. ferð: 4.-7. desember – fá sæti laus Verð: 179.000 kr. á mann í tvíbýli. Aukagjald v/gistingar í einbýli er 34.900 kr. Innifalið eru flug með Icelandair, skattar, gisting, m/morgunverði á Hotel Skt. Petri 5*, rútuferðir, kvöldverðir og annað samkvæmt dagskrá. Fagþegar fá vildarpunkta fyrir ferðina, einnig er hægt að greiða hluta ferðar með punktum Ý Ý Ý Ý Ý Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750 Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301, einnig með tölvupósti í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is og á www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is Gist er á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri 5* sem er staðsett í miðborg Kaupmannahafnar. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá Sunnudagur: Flogið með Icelandair snemma morguns og lent í Kaupmannahöfn á hádegi. Gisting á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri í miðborg Kaupmannahafnar. Um kvöldið er snæddur ekta danskur matur á veitingastaðnum Karla sem er í göngufæri frá hótelinu. Mánudagur: Skoðunarferð um gamla bæinn með Ástu Stefánsdóttur leiðsögumanni sem gengur um slóðir Fjölnismanna og fræðir farþega um sögu Kaupmannahafnar. Þriðjudagur: Heimsókn í Jónshús, þar sem staðarhaldarinn Halla Benediktsdóttir tekur á móti hópnum og fræðir um sögu hússins. Um kvöldið er snæddur „Julefrokost“ í Tivoli á veitingastaðnum Grøften. Eftir kvöldverðinn er hægt að skoða sig um í Tivoli sem hefur verið breytt í „Juleland“ á Aðventunni. Miðvikudagur: Sigling um síkin og Christianshavn meðan hljóm sveit Michael Bøving og félaga leikur jazztónlist og vanalega ríkir mikil stemning í þessum ferðum. Brottför frá hóteli á Kastrup flugvöll síðdegis og flug til Íslands um kvöldið. Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.