Morgunblaðið - 10.09.2022, Síða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022
Suðurgata 42, Sandgerði
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
3ja hæða 5 herbergja einbýlishús ásamt bílskúr á góðum
stað í Sandgerði Suðurnesjabæ
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali
s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali
s. 899 0555
Bjarni Fannar Bjarnason
Aðstoðamaður fasteignasala
s. 773 0397
Verð 70.000.000 kr. Stærð 229 m2
N
emandi (kvenkyns): Kennari, þú fórst um daginn í leik með
okkur sem þú kallaðir „stafsetningu og stjórnmál“. Mig
langar núna að bjóða upp á tilbrigðið „pólitík og málfræði“
í tilefni af formannskosningu í Samfylkingunni. Kristrún
Frostadóttir boðaði til fundar nokkrum dögum fyrir aðalfundinn og
auglýsti í útvarpinu: „Allir
velkomnir.“ Um sama leyti
auglýstu vinstri grænir: „Öll
velkomin.“ Stuttu seinna
var gerð skoðanakönnun á
fylgi stjórnmálaflokkanna.
Samfylkingin rauk upp í
hæstu hæðir en VG lækkaði
umtalsvert frá fyrri könnunum. Ég dreg af þessu þá ályktun að fólkið í
landinu vilji ekki afkynja íslenskuna.
Kennari: Þú heldur því sem sagt fram að fylgistap VG megi skýra
með þessari nýju málpólitík sem kölluð hefur verið „nýlenska“?
Nemandi: Já. Í nýlensku er mixað með kynin fram og aftur. Þeir
sem eru „þau“ í byrjun setningar eru orðnir „þeir“ áður en við vitum
af. Þetta er víst kallað kynusli. Afleiðingin er málótti í landinu, menn
vita ekki sitt rjúkandi ráð og eru farnir að tafsa á fornöfnunum. Og
Gísli Marteinn „leiðréttir“ í beinni útsendingu ræðusnillinginn Guðna
Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, sem sagði „flestir kusu Framsókn“
en átti að boði Gísla Marteins að segja „flest kusu Framsókn“. Það á að
pína okkur til að hætta að tala það mál sem við ólumst upp við.
Kennari: Gísli Marteinn, hver er það aftur? Er hann vinstri grænn?
[Hlátur] Nemandi: Nei, hann er starfsmaður RÚV.
Kennari: Æ já, alveg rétt. En Guðna Ágústsson kannast ég við; ég
fór með honum á Njáluslóðir í sumar. Hann er sögumaður af guðs náð;
og glöggir fræðimenn halda því fram að hann sé höfundur Njálu.
Nemandi 2 (kvenkyns): Höldum okkur við efnið. Höskuldur Þráins-
son, höfundur okkar frábæru málfræðibókar, hefur bent á það í
Morgunblaðinu að karlkynið í setningum eins og „allir velkomnir“ sé í
hlutlausri merkingu og hafi ekkert með kynin í náttúrunni eða jafn-
réttisbaráttu að gera.
Nemandi 3 (karlkyns). Hvernig væri að breyta bara nöfnunum á
karlkyni, kvenkyni og hvorugkyni í t.d. hundkyn, kiskyn og hrossa-
kyn? „Hundkyn“ er þeir, allir, margir; „kiskyn“ er þær, allar, margar;
og „hrossakyn“ er þau, öll, mörg – og málið dautt.
Kennari: Þú ert fyndnari en þeir sem aðhyllast nýlenskuna.
Nemandi 4: Mér er sagt að hlustendum RÚV hafi fækkað mikið.
Kennari: Sárt ef satt reynist því þar eru framúrskarandi starfs-
menn sem flestir tala það mál sem þeir drukku í sig með móðurmjólk-
inni. – En mikið sakna ég Brodda Broddasonar.
Pólitík og málfræði
Tungutak
Baldur Hafstað
hafstad.baldur@gmail.com
Breyting Hvernig væri að breyta bara nöfnum á kynjunum?
I
ndependence Hall er söguleg bygging í Fíladelfíu í
Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Þar var sjálfstæðis-
yfirlýsing Bandaríkjanna rædd og samþykkt og
einnig bandaríska stjórnarskráin fyrir meira en
tveimur öldum. Byggingin er á heimsminjaskrá UNESCO.
Vegna þess hve Independence Hall hefur mikið menningar-
legt, sögulegt og stjórnmálalegt gildi fyrir Bandaríkjamenn
má líkja staðnum við Þingvelli í huga okkar Íslendinga.
Joe Biden Bandaríkjaforseti valdi þessa sögulegu um-
gjörð um ræðu 1. september þar sem hann sakaði andstæð-
inga sína á heimavelli um að vega að lýðræðishefðum
Bandaríkjanna og sjálfu réttarríkinu.
Gagnrýnendur forsetans undruðust að hann dirfðist að
nota fæðingarstað lýðveldisins til að tala á þennan veg um
Trump og þá tugi milljóna manna sem fylgja honum að mál-
um.
Verjendur Bidens svara að sem forseti hafi Trump oft
notað þjóðmenningarstaði í flokkslegum tilgangi. Hann
valdi Lincoln-minnismerkið sem svið til árása á pólitíska
andstæðinga í Fox News-sjónvarpsstöðinni. Hann stóð við
Mount Rushmore undir risavöxnum andlitum fjögurra
Bandaríkjaforseta, George Wash-
ingtons, Thomas Jeffersons,
Theodores Roosevelts og Abra-
hams Lincolns, í klettavegg, þegar
hann fór hörðum orðum um „ný-
fasisma vinstri öfgamanna“ sem
vildu „afmá“ sögu þjóðarinnar,
„gera lítið úr hetjum“ hennar,
„uppræta gildi“ hennar og „innræta
börnum“ nýja siði. Hann samþykkti
á hlaði Hvíta hússins tilnefningu
repúblikana um endurframboð árið 2020 og spáði því að Joe
Biden, frambjóðandi demókrata, myndi „eyðileggja stór-
fengleika“ Bandaríkjanna.
Efnt verður til kosninga í Bandaríkjunum 8. nóvember
2022 þar sem kosið er um öll 435 þingsætin í fulltrúadeild
Bandaríkjanna, 35 af 100 sætum í öldungadeildinni og sæti
39 ríkisstjóra auk þess sem kosið verður til einstakra ríkis-
þinga og sveitarstjórna.
Ræða Bidens markaði formlegt upphaf kosningabarátt-
unnar af hálfu demókrata. Úrslitin skipta forsetann og völd
hans miklu. Demókratar hafa nú hreinan meirihluta í full-
trúadeildinni og atkvæði varaforseta Bandaríkjanna ræður
úrslitum í öldungadeildinni, þar sem þingmennirnir 100
skiptast jafnt á milli flokkanna, 50:50. Forseti án þingmeiri-
hluta á almennt illa uppdráttar og kann að standa veikum
fæti þegar kosið er um hann tveimur árum síðar. Ólíklegt er
að Biden verði oftar í kjöri. Aldurinn setur honum mörk
eins og öðrum.
Biden var ómyrkur í máli um nauðsyn þess að verja og
treysta lýðræðisstoðir Bandaríkjanna. Um þessar mundir
drottnuðu Donald Trump og MAGA-stuðningsmenn hans í
flokki repúblikana, flokkskrafturinn kæmi þaðan og þeir
væru beittir ofríki innan flokksins sem andmæltu þeim.
MAGA stendur fyrir Make America Great Again – endur-
vekjum stórfengleika Bandaríkjanna – helsta slagorð
Trumps.
Biden tók af allan vafa um að flokkur hans væri á réttri
leið en Trump-flokkurinn á rangri. Það færi ekki saman að
beita sér fyrir uppreisn og segjast hliðhollur Bandaríkjun-
um. Það væri rangt að líta á ofbeldi sem eðlilegan hlut í
bandarísku samfélagi. Þetta eru þung orð um fyrrverandi
Bandaríkjaforseta.
Biden vakti athygli á að menn í opinberum stöðum ýttu
jafnvel undir uppþot á götum úti. Án þess að forsetinn
nefndi nöfn bentu álitsgjafar á að þar hefði hann haft í huga
öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham, stuðnings-
mann Trumps, og fleiri sem hótuðu „götuóeirðum“ yrði
Trump látinn svara til saka fyrir að hafa tekið trúnaðarskjöl
með sér heim úr Hvíta húsinu.
Frá því að Trump tapaði kosningunum 2020 hefur kjarni
málflutnings hans snúist um að sigrinum hafi verið „stolið“
frá honum vegna brotalamar eða jafnvel svika við fram-
kvæmd kosninganna og talningu atkvæða. Þrátt fyrir tæp-
lega tveggja ára baráttu undir
þessum merkjum, rannsóknir og
málaferli hafa úrslitin ekki haggast.
Stuðningsmenn Trumps vilja nú
breyta kosningalögum að hans
höfði.
Biden snerist gegn þessum mál-
flutningi í ræðu sinni og sagðist
ekki ætla að una því að Bandaríkja-
menn yrðu sviptir þeim grundvall-
arrétti að fá að kjósa og að atkvæði
þeirra yrðu talin.
David Frum sem var ræðuritari repúblikanans George
H. Bush forseta (Bush I.) sagði eftir ræðu Bidens að árið
2022 væri ekki unnt að segja að Trumpismi væri jaðar-
stefna í bandarískum stjórnmálum. Hann væri orðinn að
ráðandi stefnu flokks repúblikana.
Árið 2020 hefði Biden fengið atkvæði frá mörgum sem
hrifust ekki endilega af stefnu demókrata en vonuðu að
undir forsæti Bidens yrði að nýju eðlilegt stjórnmálastarf í
Bandaríkjunum. Tap Trumps yrði til að flokkur hans viður-
kenndi að nýju lýðræðislegar leikreglur. David Frum sagð-
ist þekkja þetta af eigin raun, hann væri einn þessara kjós-
enda.
Hann sagði þessar vonir hafa orðið að engu 6. janúar
2021. Trumpismi væri ekki til marks um liðna tíð í flokki
repúblikana, hann mótaði næstu framtíð flokksins. Fengi
flokkurinn meirihluta í báðum þingdeildum í nóvember
2022 og í næstum öllum ríkjum yrði Trumpisminn næsta
framtíð þjóðarinnar.
„Trump breytti reglum stjórnmálanna. Allir, hvar sem
þeir standa í stjórnmálum, hafa ekkert annað val en laga sig
að því. Sumir kunna að sakna liðins tíma, þetta er samt
svona núna,“ sagði Frum í lok greinar sinnar.
Trump svaraði Biden og sagði hann hafa slegið öll met ill-
inda, haturs og sundrungar. „Hann er óvinur ríkisins,“
sagði Trump um forsetann.
Er þetta lokaframlag þessara manna til stjórnmálanna?
Það verður tæplega lengra gengið á sömu sundrungar-
braut.
Heift í bandarískri pólitík
Biden var ómyrkur í máli
um nauðsyn þess að verja og
treysta lýðræðisstoðir Banda-
ríkjanna gegn Trumpism-
anum í flokki repúblikana.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Í þjóðaratkvæðagreiðslu í Síle 4.
september 2022 höfnuðu kjós-
endur með 62% atkvæða frumvarpi
að nýrri stjórnarskrá, sem sérstakt
stjórnlagaþing hafði samið. Þótti
kjósendum frumvarpið allt of langt
og allt of róttækt. Meðal annars voru
þar talin upp ótal réttindi einstak-
linga og hópa, án þess að gerð væri
grein fyrir skyldunum, sem lagðar
væru á borgarana á móti, ekki síst á
skattgreiðendur. Forsetinn, Gabriel
Boric, hafði sagt drýgindalega: „Ef
Síle var vagga nýfrjálshyggjunnar,
þá verður landið líka gröf hennar.“
Það gerðist ekki. Þess í stað tapaði
óskhyggjan.
Stjórnarskrárfrumvarpið í Síle
var líkast fundargerð á málfundi
vinstri manna, en þeir eru sem
kunnugt er iðnir við að semja óska-
lista. Minnti það á hið furðulega ferli
á Íslandi, þegar þjóðin var hálflömuð
eftir bankahrunið 2008 og vinstri
menn hugðust nota tækifærið til að
bylta stjórnskipun landsins. Kosið
var á stjórnlagaþing allt fram-
hleypnasta fólk landsins, tíðir gestir
í spjallþáttum og þá með ráð undir
rifi hverju. Kjörsókn var þó dræm,
aðeins 36,8%. Framkvæmd kosning-
anna var svo gölluð, að Hæstiréttur
neyddist til að ógilda þær. Þá ákvað
vinstri stjórnin að tilnefna sama
fólkið í svokallað stjórnlagaráð. Í
þjóðaratkvæðagreiðslu um drög
ráðsins haustið 2012 kusu 48,4%
kjósenda, og vildu tveir þriðju taka
mið af drögunum. Það merkir, að að-
eins þriðjungur atkvæðisbærra
manna vildi gera það.
Til samanburðar má nefna, að í
þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnar-
skrána vorið 1944 kusu 98,6% kjós-
enda, og vildu 98,5% staðfesta
stjórnarskrárfrumvarpið, sem þá
var lagt fyrir. Stjórnarskráin ís-
lenska var fyrst sett á þúsund ára af-
mæli byggðar í landinu 1874 og er
náskyld stjórnarskrá Noregs frá
1814 og Danmerkur frá 1849. Hefur
hún í aðalatriðum reynst vel. Hún
var endurskoðuð rækilega árið 1995,
og varð sátt á þingi um þá endur-
skoðun. Var þá aðallega hert á
mannréttindaákvæðum.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Óskhyggjan tapaði