Morgunblaðið - 10.09.2022, Side 30
30 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022
Mikið úrval fyrir
golfferðina
Finnið okkur á golfa.is golfa.is
und milljarða króna. Starfið fól í
sér stjórnun á margvíslegum verk-
efnum í mörgum lögsögum, þar á
meðal London, Hollandi og Kanada
svo eitthvað sé nefnt.
Þetta var erfiður og krefjandi
tími en mjög lærdómsríkur og ég
var heppin að starfa með öflugum
og kraftmiklum hópi fólks. Þegar
slitastjórn lauk störfum höfðu
1.338 milljarðar verið greiddir til
kröfuhafa bankans.“
Í dag starfar Herdís sem yfirlög-
fræðingur hjá Húsnæðis- og mann-
virkjastofnun. Hún er líka nýút-
skrifuð úr alþjóðlegu stjórnenda-
námi frá Copenhagen Business
School (e. Executive Global Master
of Business Administration).
„Ég er mikil dýramanneskja, er
alin upp á hestbaki, enda stór part-
ur af fjölskyldunni í hestum. Ég
fór hins vegar meira í hundana á
fullorðinsaldri. Í dag rækta ég
Shetland Sheepdog og Australian
stöðum sem eru mér afar kær.“
Herdís gekk í Melaskóla og síð-
an Hagaskóla, lauk stúdentsprófi
frá Verzlunarskóla Íslands vorið
1992 og fór þaðan í lögfræði í Há-
skóla Íslands og útskrifaðist sem
cand. jur. 1999. Hún var í Stúd-
entaráði Háskóla Íslands 1994-1996
og sat í stjórn LÍN 1996.
Herdís fékk réttindi til málflutn-
ings um mitt ár 2001 og fyrir
Hæstarétti 2008. Hún hefur starf-
að sem lögmaður í rúm 20 ár, en
þar af var hún í slitastjórn Lands-
banka Íslands í sjö ár, frá 2009 til
2016. Með henni í slitastjórn voru
lögmennirnir Kristinn Bjarnason
og Halldór Backman heitinn.
„Umfang slitameðferðarinnar
var mikið, enda um að ræða sjötta
stærsta gjaldþrot á heimsmæli-
kvarða. Þannig var Landsbanki Ís-
lands, áður en hann var tekinn yfir
af Fjármálaeftirlitinu, með efna-
hagsreikning upp á rúma þrjú þús-
H
erdís Hallmarsdóttir
fæddist 10. septem-
ber 1972 á Húsavík
en átti fyrstu sex ár-
in heima í Stokk-
hólmi þar sem foreldrar hennar
voru við nám.
„Á sumrin var ég send til Ís-
lands til að læra íslensku og dvaldi
þá hjá föðurfólkinu mínu á Húsavík
eða móðurfólkinu í Einarsnesi í
Borgarnesi. Ég minnist áranna í
Svíþjóð með hlýju, ég naut góðs af
því að mamma og pabbi voru ung
og skapandi í hugsun. Ný spil voru
ekki keypt – þau voru búin til frá
grunni og þar var ímyndunaraflið
og sköpunargleðin ráðandi. Þegar
við fluttum heim og í Vesturbæinn
varð ég auðvitað gallharður KR-
ingur. Á sumrin dvaldi ég áfram
ýmist á Húsavík eða í Einarsnesi.
Þótt ég sé einbirni er ég rík að
ættingjum og átti skemmtilegar
frænkur og frænda á báðum
Shepherd með kærri vinkonu, henni
Lilju Dóru.“
Herdís sat í stjórn Hundarækt-
arfélags Íslands frá 2012-2021, þar
af sem formaður félagsins frá 2015.
Hún situr í stjórn Evrópuhluta
FCI, Alþjóðasamtaka hundarækt-
arfélaga (Federation Cynologique
Internationale). Hún er sýninga-
dómari hjá félaginu, hefur í dag
réttindi til að dæma 15 hundateg-
undir og situr í sýningadómara-
nefnd sem hefur umsjón með
menntun sýningadómara félagsins.
„Það er mjög gaman að ferðast og
dæma og læra meira um hundateg-
undir og ræktun þeirra víðsvegar
um heiminn. Við erum svo skammt
á veg komin hér heima og kunnum
lítt að meta þennan besta vin
mannsins. Það er því nauðsynlegt
að sækja þekkingu til annarra landa
sem eru lengra komin þarna en við.
Þegar ég er ekki að vinna eða að
„hundast“ vil ég helst eiga gæða-
Herdís Hallmarsdóttir yfirlögfræðingur – 50 ára
Í New York Herdís, Hinrik og Thomas haustið 2021 við heimili Sigríðar Maríu, dóttur Herdísar.
Mikil dýramanneskja
Í Veróna Frá vinstri: Birta, Högni, Hinrik, Sóley,
Herdís, Victoria og Hallmar sumarið 2021.
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir fæddist 11.
september 1982 og verður því fertug á morgun.
Hún er með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands
(2008) og skartar einnig BA-gráðu í listfræði, með
ritlist sem aukafag, frá Háskóla Íslands (2012) og
lauk MFA-námi við School of Visual Arts í New York
(2014). Hún hlaut Fulbright-námsstyrk (2012),
Dungal-viðurkenninguna (2012), námsstyrk úr
sjóði Guðmundu Andrésdóttur (2013) og hlaut við-
urkenningu Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríks-
dóttur (2017).
Katrín Inga hefur stofnað og rekið ýmis fyrirbæri
tengd myndlist svo sem Gallerí Artíma (2009-
2012), ritstýrt ENDEMI (2012-2016), stýrt sýn-
ingum og gjörningaviðburðum, meðal annars í
Mengi Ofar Mannlegum Hvötum (2016-2019), sýningastýrt Sýningu hinna glöt-
uðu verka (2014-) auk þess að vinna að ýmsum Rannís-styrktum verkefnum
(2009-2012). Svokallaðir gjörningafyrirlestrar skipa stóran sess í hennar listalífi,
hún hefur framið þess lags verk í sínum fyrri skólum, sem gestafyrirlesari í
Listaháskóla Íslands (2015/2018) og í School Of Visual Arts (2017/2019). Katrín
Inga var í stjórn Myndhöggvarafélags Reykjavíkur (2018-2022). Hún stofnaði ný-
verið Fyrirbæri – múltí komplex rými sem hýsir vinnustofur listamanna og lista-
mannarekið gallerí ásamt listaverkageymslu.
Katrín Inga á að baki sýningar hérlendis og erlendis, má þar helst nefna viða-
mikla einkasýningu hennar 6. bindið í Nýlistasafninu (2013-) þar sem Katrín Inga
tæklaði yfirbyggingu og innri strúktúr listasamfélagsins á einlægan og kómískan
hátt. Einkasýning hennar, Land Self Love í Gallery Gudmundsdottir í Berlín
(2020), var opnuð samhliða Berlin Art Week það árið og valin ein af áhugaverð-
ustu sýningunum á lista ARTNET. Vínilplata er væntanleg sem hluti sýning-
arinnar Land Self Love ásamt bók með texta dr. Erum Naqvi. Katrín Inga vann
nokkur verk í seríu Sjálfsástarvíruss fyrir útilistasýninguna Hjólið í Reykjavík á
vegum Myndhöggvarafélagsins og fyrir gjörningahátíðina Plan-B í Borgarnesi
(2019). Katrínu Ingu var boðið að selja eitt af verkum sínum á listaverkauppboði
hjá Direkte Auktion nú fyrir stuttu. Verk hennar, Venture Capital – Your Capital is
Not at Risk – Invest Your Money, er talið sögulegt stykki samkvæmt uppboðs-
haldara.
Synir Katrínar Ingu eru Þorgils Uxi Katrínar Hirt, f. 2008, og Þorgnýr Tjaldur
Katrínar Hirt, f. 2009. Þau eru búsett í Reykjavík.
Árnað heilla
40 ára
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Næstu vikurnar munu sennilega
verða þér hagstæðar í starfi og á vinnu-
staðnum. Nú er tækifæri til þess að láta
draumana verða að veruleika.
20. apríl - 20. maí +
Naut Vitirðu ekki í hvorn fótinn þú átt að
stíga skaltu fara eftir því sem hjartað segir
þér því það skrökvar aldrei. Tækifærið bíð-
ur handan hornsins en vandaðu val þitt.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Nú er komið að því að þú reynir
eitthvað sem þú hefur aldrei upplifað áður.
Leyfðu þér að sletta úr klaufunum.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Það er ýmislegt sem getur byrgt
manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir
séu á hreinu. Lærðu af reynslunni og sýndu
það næst þegar reynir á þig, að þú ert
maður í sókn.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Að vinna með hópi felur ósjálfrátt í
sér málamiðlanir. Fólk freistast til þess að
beita áróðri til þess að hafa áhrif á aðra.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Til er máltæki sem segir: ekki reyna
að selja það sem þegar er selt. Ef efasemd-
ir sækja á þig, ýttu þeim þá frá þér.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Viðræðum við fjölskyldumeðlim miðar
ekkert vegna neikvæðni og neikvæðrar
gagnrýni. Þú ert hreinskiptinn og getur
sagt hlutina afdráttarlaust.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Skipulagning er allt sem þarf
til að þú getir klárað þau verkefni sem bíða
þín. Láttu ekki aðra hræra í þér, þú þekkir
þetta allt saman og vel það.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú mátt búast við því að aðrir
vilji hafa eitthvað um það að segja hvernig
þú vinnur. Líklega geta viðkomandi kennt
þér eitthvað.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þetta er dagurinn til þess að
láta ljós sitt skína. Það kemur í þinn hlut að
verja ákveðna aðgerð, sem þú hefur valist
til forystu fyrir.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Taktu enga meiriháttar ákvörð-
un án þess að hugsa hana vandlega. Forð-
astu alla útúrdúra því þeir tefja bara fyrir
og bera þig af leið.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Nú er tími til þess að lyfta lokinu af
verkefni sem þú hefur verið að vinna að í
leynum. Þú ert tilbúinn til að leggja hart að
þér og munt uppskera ríkulega.