Morgunblaðið - 10.09.2022, Page 33
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022
Íslenska kvennalandsliðið í
knattspyrnu er í dauðafæri að
tryggja sér sæti á heimsmeist-
aramótinu sem fram í Ástralíu og
Nýja-Sjálandi á næsta ári í fyrsta
sinn í sögunni. Andstæðingar ís-
lenska liðsins verða annaðhvort
Portúgal eða Belgía, verðugir
mótherjar, en við erum með
betra lið en báðar þessar þjóðir
að mínu mati.
Við hefðum getað verið
heppnari með drátt en ég hefði
samt sem áður frekar viljað
mæta Portúgal eða Belgíu en til
dæmis Austurríki eða Sviss. Það
hefur verið mikill uppgangur
kvennamegin hér á landi undan-
farin ár og eins og margoft hefur
komið fram leika margir leik-
menn kvennalandsliðsins með
sterkustu félagsliðum heims í
dag.
Markmiðið á Evrópumótinu á
Englandi í sumar var að vinna
leik og það tókst ekki. Liðið var
grátlega nálægt því engu að síð-
ur en því miður fóru of mörg
dauðafæri forgörðum. Það sama
gerðist einmitt í „úrslita-
leiknum“ gegn Hollandi þar sem
sannkallað dauðafæri, í stöðunni
0:0, fór forgörðum. Það sást
mjög greinilega gegn Hollandi í
Utrecht að við eigum ennþá eitt-
hvað í land með að ná þessum
bestu liðum.
Við erum hins vegar á réttri
leið og leikmenn liðsins öðlast
dýrmæta reynslu í hvert einasta
skipti sem á móti blæs. Þegar þú
spilar á móti þessum stærstu
þjóðum, á stærstu mótunum og í
stærstu leikjunum eru það smá-
atriðin sem ráða úrslitum. Leik-
menn liðsins verða að læra af
reynslunni og mistökunum og
það hratt enda stutt í næsta leik
og þar munu smáatriðin án alls
vafa skera úr um sigurvegara og
sæti á HM í fyrsta sinn.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
KNATTSPYRNA
Besta deild karla:
Kaplakriki: FH – ÍA ............................... S14
KA-völlur: KA – Breiðablik ................... S14
Meistaravellir: KR – Stjarnan............... S14
Keflavík: Keflavík – Víkingur R ............ S14
Hásteinsvöllur: ÍBV – Fram.................. S14
Breiðholt: Leiknir R. – Valur................. S14
Besta deild kvenna:
Selfoss: Selfoss – Stjarnan ................ S16.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Grindavík: Grindavík – HK ................... L14
KR-völlur: KV – Þór............................... L14
Ísafjörður: Vestri – Selfoss.................... L14
Grafarvogur: Fjölnir – Grótta............... L14
Árbær: Fylkir – Þróttur V..................... L14
Safamýri: Kórdrengir – Afturelding .... L14
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Reyðarfjörður: FHL – Víkingur R .. L12.30
Grindavík: Grindavík – HK.................... S14
2. deild karla:
Ólafsfjörður: KF – Reynir S.................. L14
Húsavík: Völsungur – Þróttur R........... L14
Ásvellir: Haukar – Magni ...................... L14
Þorlákshöfn: Ægir – ÍR ......................... L14
Njarðvík: Njarðvík – Höttur/Huginn... L14
Reyðarfjörður: KFA – Víkingur Ó .. L15.15
2. deild kvenna, efri hluti:
ÍR-völlur: ÍR – KH ................................. L14
Húsavík: Völsungur – Grótta ................ L17
3. deild karla:
Grafarvogur: Vængir J. – Sindri........... L14
Garður: Víðir – Elliði.............................. L14
Fagrilundur: Augnab. – Kormák/Hvöt L14
Garðabær: KFG – Dalvík/Reynir ......... L14
Skessan: ÍH – Kári ................................. L14
Hlíðarendi: KH – KFS........................... L14
HANDKNATTLEIKUR
Evrópubikar karla, 1. umferð:
Eyjar: ÍBV – Holon ................................ L16
Eyjar: Holon – ÍBV................................. S16
Meistarakeppni kvenna:
Úlfarsárdalur: Fram – Valur............ L13.30
BLAK
Undankeppni EM kvenna:
Digranes: Ísland – Tékkland ................. S15
UM HELGINA!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir lauk í
gær keppni á Swiss Ladies Open
golfmótinu í Holzhäuern í Sviss
þegar hún lék annan hring mótsins
á einu höggi yfir pari vallarins.
Mótið er liður í Evrópumótaröðinni,
þeirri sterkustu í álfunni. Guðrún
var á 73 höggum í gær en lék á 76
höggum í fyrradag og endaði því
samtals á fimm höggum yfir pari,
fjórum höggum frá því að komast í
gegnum niðurskurðinn. Hún deilir
87. sætinu af 126 keppendum en 67
efstu komust áfram og leika loka-
hringinn í dag.
Guðrún lauk
keppni í Sviss
Ljósmynd/Tristan Jones/LET
Sviss Guðrún Brá Björgvinsdóttir
lék betur í gær en í fyrradag.
ÍBV getur um helgina tryggt sér
sæti í 2. umferð Evrópubikars karla
í handbolta en Eyjamenn leika við
Holon frá Ísrael á heimavelli í dag
og á morgun, klukkan 16 báða dag-
ana. Sigurliðið í þessari viðureign
mætir Donbas frá Úkraínu í 2. um-
ferð keppninnar. Holon endaði í 5.
sæti í Ísrael síðasta vetur og féll út í
undanúrslitum um meistaratitilinn.
Liðið lék í sömu keppni í fyrra og
vann Trepca frá Kósóvó með sam-
tals 19 mörkum í 1. umferð en tapaði
fyrir Besiktas frá Tyrklandi með
samtals 16 mörkum í 2. umferð.
Tveir Evrópu-
leikir í Eyjum
Morgunblaðið/Eggert
Eyjar Elmar Erlingsson og félagar í
ÍBV mæta Holon í dag og á morgun.
ast á HM og þetta breytir ekki
miklu í stóra samhenginu,“ sagði
Glódís, sem á að baki 107 A-lands-
leiki og er í 9.-10. sæti yfir leikja-
hæstu landsliðskonur Íslands frá
upphafi ásamt Dagnýju Brynjars-
dóttur.
Ísland og Belgía mættust í D-riðli
Evrópumótsins í Manchester á Eng-
landi í sumar þar sem liðin gerðu
1:1-jafntefli.
„Við þekkjum auðvitað Belgíu
ágætlega en það er ekkert meira
hungur í okkur að klára þann leik
frekar en ef við mætum Portúgal til
dæmis. Markmiðið var alltaf að
komast á HM og við erum ekki með
þennan leik á EM eitthvað sérstak-
lega í huga. Evrópumótið kláraðist í
sumar og þetta er bara nýr leikur og
nýtt mót. Við þurfum einfaldlega að
gera betur núna, gegn annað hvort
Portúgal eða Belgíu, en við gerðum
á Evrópumótinu í sumar og gegn
Hollandi í lokaleik undankeppninnar
í Utrecht.“
Ýmislegt sem hægt er að laga
Undirbúningur liðsins fyrir um-
spilsleikinn mikilvæga fer fram í
Evrópu en til stendur að liðið komi
saman snemma í október.
„Það verður gott fyrir leikmanna-
hópinn að koma saman snemma og
ná þannig góðum tíma saman til
þess að undirbúa sig fyrir þetta
verkefni. Það er margt sem við get-
um lagað og þurfum að fara betur
yfir. Eins sárt og það var að fá þetta
mark á sig í uppbótartíma gegn Hol-
landi þá getum við dregið mikinn
lærdóm af þessum Hollandsleik. Það
er erfitt að skora á móti okkur þegar
við spiluðum agaðan og þéttan varn-
arleik og það er nokkuð sem við get-
um byggt á.“
Ísland var grátlega nálægt því að
tryggja sér sæti á HM en mark í
uppbótartíma gegn Hollandi í Ut-
recht á dögunum gerði út um vonir
íslenska liðsins.
„Ef við horfum á heildarmyndina
þá hefðum við verið mjög sáttar með
það að komast í umspilið fyrir HM
þegar dregið var í undankeppnina í
apríl á síðasta ári. Auðvitað hefði
draumurinn verið að spila þennan
umspilsleik fyrir framan fullan
Laugardalsvöll en svona er þetta.
Við elskum að fara erfiðu leiðina og
við ætlum okkur á HM, það er ekk-
ert flóknara en það,“ bætti Glódís
Perla við í samtali við Morgunblaðið.
Við elskum að fara erfiðu
leiðina en ætlum á HM
- Glódís Perla segir að það verði alvöruprófraun að mæta Portúgal eða Belgíu
Morgunblaðið/Eggert
HM Glódís Perla Viggósdóttir og íslenska kvennalandsliðið mæta Portúgal eða Belgíu í umspili 11. október.
UMSPIL HM
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Íslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu mætir annað hvort Portúgal
eða Belgíu á útivelli í 2. umferð um-
spilsins um laust sæti á HM 2023
sem fram fer í Ástralíu og Nýja-
Sjálandi. Dregið var í umspilið í höf-
uðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í
gær.
Í 1. umferð umspilsins mætast
annars vegar Skotland og Austur-
ríki, Wales og Bosnía og Portúgal og
Belgía en fyrrnefndu þjóðirnar leika
á heimavelli. Í 2. umferðinni mæta
svo Skotland eða Austurríki liði Ír-
lands og Sviss mætir annað hvort
Wales eða Bosníu. 1. umferðin verð-
ur leikin 6. október og 2. umferðin
11. október.
Tvö af sigurliðunum í 2. umferð-
inni fara beint á HM en þriðja sig-
urliðið þarf að fara í flókið umspil
ásamt liðum frá Afríku, Asíu, Eyja-
álfu og Norður- og Suður-Ameríku.
Takist Íslandi að leggja mótherja
sinn að velli í 2. umferð umspilsins, í
annað hvort venjulegum leiktíma
eða í framlengdum leik, ætti liðið að
fara beint á HM en ef Ísland vinnur
eftir vítaspyrnukeppni gæti íslenska
liðið þurft að fara í alþjóðlega um-
spilið sem fram fer á Nýja-Sjálandi
dagana 18.-.23. febrúar.
Mótherjarnir með hörkulið
„Það eina sem ég vildi var heima-
leikur og mér var þannig séð nokkuð
sama hverjir mótherjarnir yrðu,“
sagði landsliðskonan og varafyrirlið-
inn Glódís Perla Viggósdóttir þegar
hún ræddi möguleika Íslands í um-
spilinu sem fram undan er.
„Bæði Portúgal og Belgía eru með
hörkulið og þetta verður bara
alvöruprófraun fyrir okkur. Við viss-
um það fyrir fram að við þyrftum að
vinna þessi bestu lið til þess að kom-
Haukar unnu sterkan 27:21-sigur á KA í 1. umferð
Olísdeildar karla í handbolta í gærkvöldi. Eftir jafn-
ræði í byrjun leiks náði KA fjögurra marka forystu í
tvígang. Haukar unnu sig aftur inn í leikinn og var
staðan jöfn, 11:11, í leikhléi.
KA byrjaði síðari hálfleikinn betur og skoraði
fyrstu tvö mörk hans. Haukar brugðust við með sex
mörkum í röð, tóku leikinn alfarið yfir í síðari hálf-
leiknum og sigldu að lokum sannfærandi sigri í
höfn.
Haukar litu ansi vel út og virðist koma Andra
Más Rúnarssonar frá Stuttgart fyrir skemmstu hafa
afskaplega jákvæð áhrif á Hafnarfjarðarliðið.
KA átti góða spretti en reynslumunur liðanna
kom glögglega í ljós í síðari hálfleiknum. Þá er
morgunljóst að Akureyringar sakna Ólafs Gústafs-
sonar sárt, bæði í sókn og vörn.
_ Andri Már Rúnarsson var markahæstur í liði
Hauka með 5 mörk. Hann var sömuleiðis lang-
stoðsendingahæstur í leiknum með 6 slíkar.
_ Matas Pranckevicius varði 12 skot í marki Hauka
í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Var hann með 36,4 pró-
sent markvörslu.
_ Markahæstur í leiknum var Einar Rafn Eiðsson
hjá KA með 7 mörk.
_ Nicholas Satchwell varði 7 skot í marki KA og
var með 26,9 prósent markvörslu.
_ Bruno Bernat kom sterkur inn af bekknum og
varði 8 skot í marki KA. Var hann með 50 prósent
markvörslu. gunnaregill@mbl.is
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
8 Góð innkoma Bernat dugði ekki til.
Haukar byrja á góðum sigri