Morgunblaðið - 10.09.2022, Síða 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022
AF PÍANÓTÓNLIST
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Fyrir tæpum sjö árum sótti hin róm-
aða breska sinfóníuhljómsveit Phil-
harmonia Orchestra Ísland heim og
hélt eftirminnilega tónleika í Eld-
borgarsal Hörpu. Með í för var 24
ára gamall rússneskur píanóleikari,
Daniil Trifanov, sem hafði þá þegar
vakið mikla athygli í tónlistarheim-
inum og var spáð miklum frama.
Lék hann þann vinsælasta af þrem-
ur píanókonsertum Rakhmaninoffs,
konsert númer 2, og var hann, að
sögn Ríkarðs Arnar Pálssonar tón-
listarrýnis Morgunblaðsins „frunta-
vel fluttur“. Og Ríkarður bætti við í
umsögn sinni: „Hinn aðeins hálfþrí-
tugi sólisti frá Nisjníj Novgorod var
jafnt fimur sem fjölbreyttur í túlk-
un; augljós virtúós á uppleið.“ Valdi
rýnirinn í áramótauppgjöri sínu tón-
leikana eina þá bestu sem hann upp-
lifði það ár, 2015.
Á einstöku flugi
Ég var meðal gesta á tónleikum
Fílharmóníunnar haustið 2015 og
hafði heyrt hinn rómaða og marg-
flutta konsert Rakhmaninoffs
nokkrum sinnum á tónleikum, en
aldrei leikinn af viðlíka þrótti, fimi
og með öðru eins flugi og hinn
viðkvæmnislegi ungi „virtúós á upp-
leið“ náði þetta eftirminnilega kvöld.
Ég var svo sleginn af flutningnum að
af honum loknum gekk ég út í kvöld-
ið og ákvað að missa af dagskránni
eftir hlé, 7. sinfóníu Dvoráks. Ég
vildi njóta minninganna um leik
Trifonovs lengur, finna fyrir honum
óma innan höfuðskeljanna.
Allar götur síðan hefur Daniil
Trifonov verið einn þeirra lista-
manna sem ég hef fylgst með og
hlustað talsvert á. Það hefur verið
athyglisvert að sjá hann úr fjarska
þroskast og eflast, og vera hlaðinn
lofi og viðurkenningum. Trifonov er
ekki lengur sá virtúós á uppleið sem
Ríkarður Örn talaði um, heldur er
hann nú, 31 árs gamall, orðinn ein af
skærustu stjörnum klassíska tón-
listarheimsins og meðal allra eftir-
sóttustu einleikara. Og það eru því
vitaskuld forréttindi að fá að hlýða á
hann hér á tvennum tónleikum í
þessari viku. Fyrst leika 4. píanó-
konstert Beethovens með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands í Eldborg í fyrra-
kvöld, og svo eru einleikstónleikar á
sama sviði fram undan í kvöld. Með
forvitnilegri efnisskrá, Myndabók
æskunnar Op. 39 eftir Pjotr Tsjaj-
kovskíj, Fantasíu í C-dúr eftir Ro-
bert Schuman og Píanósónötu nr. 3
Op. 5 eftir Johannes Brahms.
Sigraði í mörgum keppnum
Þar sem ég stóð dag einn baksviðs
í Carnegie Hall í New York í fyrra-
vetur og beið þess að fá afhentan
miða minn að debúttónleikum Vík-
ings Heiðars Ólafssonar ræddi ég
við kollega, menningarblaðamann
frá bandarísku tónlistartímariti. Sá
sagðist fylgjast vel með hræringum í
heimi slaghörpunnar og taldi þrjá
einleikara þá áhugaverðustu undir
fertugu í dag; Víking, Igor Levitt og
Trifonov.
Eins og Ríkarður Örn skrifaði í
fyrrnefndri umsögn um tónleikana í
október 2015 þá fæddist Trifonov í
Nisjníj Novgorod í Rússlandi, árið
1991. Hann hóf píanónám fimm ára
gamall og lék fyrst á tónleikum sjö
ára. Árið 2000 hóf hann nám við
Gnessin-skólann í Moskvu og 18 ára
var hann komin til Cleveland í
Bandaríkjunum þar sem hann nam í
sex ár hjá Sergei Babayan. Síðan
hefur Trifonov verið búsettur
vestanhafs. Árið 2011 vann hann
aðalverðlaun Tsjaíkovskíj-
píanókeppninnar og að auki fyrstu
verðlaun í alþjóðlegu Arthur Rub-
instein-keppninni. Hann hefur líka
borið sigur úr býtum í Chopin-
keppninni.
Fyrir níu árum gekk Trifonov til
liðs við Deutsche Grammophon-
útgáfuna virtu, sem síðan hefur gef-
ið út fjölbreytilegt úrval diska með
leik hans. Sá fyrsti var upptaka frá
einleikstónleikum í Carnegie Hall og
var sá tilnefndur til Grammy-
verðlauna. Þau verðlaun hreppti
Trifonov síðan árið 2018 fyrir disk
þar sem hann túlkar etýður eftir
Liszt. Trifonov hefur gert talsvert af
því að hljóðrita verk eftir landa sína,
til að mynda Rakhmaninoff, Skrjab-
ín og Stravinskíj. Þá hefur hann
hljóðritað nokkuð af verkum eftir
Schumann, túlkun hans á verkum
eftir Beethoven hefur hlotið mikið
lof og gefnir hafa verið út diskar þar
sem hann leikur kammertónlist með
öðrum rómuðum hljóðfæraleikurum
og með ljóðasöngvum.
Fyrr á þessu ári kom út svo platan
The Art of Life þar sem Trifonov
leikur tónlist eftir Johann Sebastian
Bach og syni hans; meginhlutinn er
úr List fúgunnar eftir gamla Bach.
Þennan disk hef ég leikið mikið á
árinu og kom nokkuð á óvart að
Trifonov sneri sér í þá átt. Hann
hafði ekki verið talinn sérlega góður
Bach-túlkandi – og skoðanir á túlk-
uninni á þessari nýju plötu eru skipt-
ar. En Trifonov er sýnilega ólíkinda-
tól þegar kemur að vali á tónlist að
flytja, enda hæfileikarnir óumdeild-
ir. „Hann er án efa undursamlegasti
píanóleikari okkar tíma,“ skrifaði
tónlistarrýnir The Times um hann.
Ekki amaleg ummæli það, þótt slíkt
hljóti alltaf að vera smekksatriði.
„Frábær Beethoven-túlkandi“
„Ég fór að læra List fúgunnar eft-
ir Bach í Covid-faraldrinum. Þá
gafst tími til að læra sitthvað nýtt og
það var gaman að velja öll þessi verk
eftir Bach-feðgana og hljóðrita í
kjölfarið,“ sagði Trifonov mér lágum
rómi, allt að því feiminslega, þegar
við sátum saman baksviðs í Hörpu
fyrr í vikunni. Og hann náði ekki
bara sambandi við Bach í faraldr-
inum því hann segir mér líka að fjöl-
skyldan hafi stækkað á þeim tíma;
þeim konu hans fæddist sonur og
faraldurinn veitti honum óvæntan og
aukinn tíma heima við.
Nokkrum mínútum áður en sam-
tal okkar hófst hafði ég dáðst að
grönnum fimum fingrum píanóleik-
arans dansa og ólmast um lykla flyg-
ilsins á sviði Eldborgar, þar sem
verið var að æfa flutninginn á 4.
konserti Beethovens. En nú dvöldu
þessir fínlegu fingur með vel snyrtar
neglurnar kyrrir á borðinu á milli
okkar og listamaðurinn útskýrði að
hann hefði valið að læra umræddan
konsert Beethovens síðastan af þeim
fimm sem hann samdi. Hvers vegna?
„Hann er innilegastur og persónu-
legastur og ég er ánægður með þá
ákvörðun núna. Þá hafði ég góðan
tíma til að heyra túlkanir annarra og
finna hvernig ég gæti gert hann að
mínum. Ég flutti hann fyrst í fyrra.“
Og þá flutti hann ekki bara þann
4. heldur alla fimm konserta Beet-
hovens með átta sinfóníuhljóm-
sveitum. Og hlaut mikið lof fyrir.
Flutningur Trifonovs á þeim 4. með
Sinfóníuhljómsveitinni í Eldborg í
fyrrakvöld var líka sannkölluð
veisla. „Hann er FRÁBÆR Beet-
hoven-túlkandi,“ sagði maðurinn
fyrir aftan mig upprifinn að flutn-
ingnum loknum og sá veit hvað hann
syngur, Ólafur Óskar Axelsson arki-
tekt.
Sem uppklappslag valdi Trifonov
að leika „Slá þú hjartans hörpu-
strengi“ eftir Bach. Það hreyfði við
mörgum í salnum.
Falleg brú á milli verkanna
Svo er komið að einleikstónleik-
unum í Hörpu í kvöld. Trifonov út-
skýrir þar sem við sitjum og spjöll-
um að hann stilli þessum þremur
tónskáldum og hinum völdu verkum
saman því það sé falleg brú á milli
þeirra. Hann æfi upp nýja efnisskrá
fyrir hvert tónleikaár, sónata
Brahms sé af efnisskránni síðan í
fyrra en hin verkin tvö, Myndabók
æskunnar eftir Tsjaíkovskíj og
fantasíu Schumanns, hafi hann verið
að æfa til að flytja víða í vetur.
„Brúin sem liggur á milli þeirra
byggist á því að verk Schumanns
höfðu mikil áhrif á hin tónskáldin
tvö,“ segir Trifonov. „Kinderszenen
eftir Schumann höfðu áhrif á það að
Tsjaíkovskíj skrifaði Myndabók
æskunnar, sem virkar kannski ein-
falt verk á yfirborðinu en er samt
flókið í túlkun. Mér finnst þetta allt-
af vera eitt af bestu verkum Tsjaí-
kovskíjs og það er fallegt hvernig
hann fléttar inn í stefin alls kyns
þjóðlög, dansa og tónlist frá öðrum
löndum. Það er spennandi áskorun
að leika þennan lagaflokk.“
Eins og fyrr segir er Trifonov afar
eftirsóttur einleikari en hann segist
reyna að vanda til skipulagsins á
tónleikaferðum sínum, þannig að
hann þurfi ekki að hendast á milli
svæða heimsins heldur nái að
staldra svolítið við á hverjum stað
eða í hverju landi. Þannig njóti hann
þess að vera nú á Íslandi ásamt fjöl-
skyldunni áður en tónleikaárið
bresti á af þunga. Hann segist líka
hlakka til að leika fyrir okkur í
Hörpu í kvöld – og ég hlakka ekki
síður til að heyra unga manninn
hæfileikaríka leika á flygilinn í Eld-
borg einu sinni enn.
Morgunblaðið/Einar Falur
Áskorun Daniil Trifonov segir það spennandi áskorun að leika verkin sem
hann hefur verið að æfa og munu hljóma á einleikstónleikum hans í kvöld.
Tónleikaveisla virtúósins
- Píanóleikarinn Daniil Trifonov er með eftirsóttustu einleikurum klassíska tónlistarheimsins
- Heillaði troðfullan Eldborgarsal með flutningi á konsert Beethovens - Einleikstónleikar í kvöld
Tannlæknir
Helga Helgadóttir
Hef hafið störf á tannlæknastofunni Valhöll.
Ég vil bjóða alla nýja og eldri viðskiptavini
velkomna.
Urðarhvarf 8 B - 6. hæð, 203 Kópavogur
568-2522helgah@tennur.is
Við erum ein af leiðandi
tannlæknastofum á Íslandi.
Bjóðum upp á alhliða
tannlækningar með áherslu á
gæði og þjónustu.
Fyrsta sýning á leikritinu Fullorðin
verður í Þjóðleikhúskjallaranum í
kvöld en eftir að hafa gengið fyrir
fullu húsi tvö leikár á Akureyri
mætir Fullorðin nú í Þjóðleikhúsið.
Í tilkynningu er verkið sagt vera
„sprenghlægilegur gamanleikur um
það skelfilega hlutskipti okkar allra
að verða fullorðin og misheppnaðar
tilraunir okkar til að sannfæra aðra
um að við séum það. Fullorðið fólk
á að vita hvað það er að gera! Staðreyndin er hins
vegar sú að enginn veit hvað hann er að gera og allir
eru að þykjast. Það vekur stórar spurningar um það
hvenær og hvort maður verði nokkurn tímann full-
orðinn! Við leggjum upp í ferðalag um fullorðinsárin
og restina af þessari afplánun sem flestir kalla
mannsævi!“
Höfundar leikritsins eru Vilhjálmur B. Bragason,
Birna Pétursdóttir, Árni Beinteinn – sem einnig leika
í verkinu – og teymið. Leikstjórar eru Hekla Elísabet
Aðalsteinsdóttir og Marta Nordal. Sjö sýningar verða
á verkinu í septembermánuði.
Leiksýningin Fullorðin komin
suður í Þjóðleikhúskjallarann
Úr Fullorðin.
Sýning á verkum eftir myndlistar-
konuna Ernu Mist, Næturveröld,
verður opnuð í Portfolio gallerí á
Hverfisgötu 71 í dag, laugardag,
kl. 16. Í tilkynningu segir: Erna
Mist (f. 1998) „er listmálari og
pistlahöfundur sem málar á striga
og skrifar í blöð. Þrátt fyrir ungan
aldur hafa verk hennar staðið til
sýnis í London, Mílanó og Reykja-
vík og þá hafa þau selst víða. Erna
býr bæði í Reykjavík og London en
stefnir á útskrift úr The Slade School of Fine Art
vorið 2023. Næturveröld er hennar fyrsta einkasýn-
ing á Íslandi.“
Þá segir að hér á landi hafi vakið athygli heim-
spekilegir pistlar sem Erna hafi skrifað í fjölmiðla,
„þar sem hún skrifar um samband okkar við tækni,
samband okkar við samfélagið, samband okkar við
aðra, samband okkar við okkur sjálf og hvernig
þessi sambönd verka hvert á annað. Fyrir Ernu eru
málverk og textar ekki aðskilin fyrirbæri, heldur
tvær aðferðir til að fanga sömu tilfinningar.“
Næturveröld Ernu Mistar
sýnd í Portfolio galleríi
Hluti eins verka
Ernu Mistar.