Morgunblaðið - 10.09.2022, Side 36

Morgunblaðið - 10.09.2022, Side 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2022 Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is BR 30/1 GÓLFÞVOTTAV L íklegt er að varpað sé fram spurningum eins og hvar erum við stödd, hvað er að gerast, hvert er mannkynið komið, eftir lestur spennusögunnar Gísls eftir Clare Mackintosh. Öfgar ákveðinna hópa keyra um þverbak og er nema von að sagt sé hingað og ekki lengra. Þrengsta merkingin á orðinu gísl er sá sem haldið er nauðugum, „maður tekinn í gæslu til trygg- ingar því að samningar takist“, eins og segir í Íslenskri nútímamáls- orðabók. Í spennusögunni vísar orð- ið að stærstum hluta til vel á fjórða hundrað manns í flugleið á leið frá Englandi til Ástralíu í fyrsta beina fluginu, en gíslarnir eru líka á jörðu niðri og vandamálin meiri en ætla má í fyrstu. Engum dylst að náttúran er síbreytileg og þar hafa skipst á skin og skúrir í aldir, hlý og köld tímabil á víxl. Clare Mackintosh klæðir aðgerðir náttúruverndarsinna í bún- ing og þá sérstaklega öfga- fólk í þeim hópi, fólk sem hefur enga trú á „sófaaðgerð- asinnum“ og finnst ekki nóg að gert í loftslagsmálum, sjálfskipaðir bjargvættir sem eru tilbúnir til að fórna mjög miklu til að gera heim- inn betri, að þeirra mati, „koma í veg fyrir fjöldatortímingu“ (bls. 192). Hryðjuverkamenn svífast enda einskis, hvað þá ef þeir eru ekki í andlegu jafnvægi. Vitað er að ár og fljót eiga það til að flæða yfir bakka sína í leysingum og mikilli úrkomu og valda miklu tjóni. Höfundur manngerir þekktar ár í veröldinni og það segir sig sjálft að þegar einni og hvað þá fleiri slík- um er fyrirkomið í einni stórri far- þegaflugvél er ekki von á góðu. Spennan stigmagnast með hverri síðu samfara lýsingum á óskum og þrám fólks sem er í leit að nýju og betra lífi, ekki síst í fyrirheitna landinu Ástr- alíu. Sagt hefur verið að þegar dauðinn blasi við rifj- ist lífið upp og þá vilji margir í þessum sporum hafa breytt betur. Fyrir- gefning syndanna sé ofarlega í huga og loforð um bætta hegðun fari allt á betri veg. Hugrenningar í þessa veru streyma yfir síðurnar í bókinni eftir því sem alvaran verður við- komandi augljósari og úr verður ótrúlegur kokteill góðs og ills. Sagan er mjög vel uppbyggð og rennur sem straumhörð á. Lengi vel má reyndar ætla að um sé að ræða dulbúinn áróður fyrir málstað náttúruverndarsinna, en Clare Mackintosh er óútreiknanleg og síð- asti bitinn er eins og rjómi á kök- una. Mackintosh „Sagan er mjög vel uppbyggð og rennur sem straum- hörð á,“ segir rýnir um Gísl. Heilaþvottur í háloftum Glæpasaga Gísl bbbbm Eftir Clare Mackintosh. Magnea J. Matthíasdóttir þýddi. JPV útgáfa 2022. Kilja, 424 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR „Þetta tók svolítið á, var löng fæðing að finna hvað ég vildi gera hér,“ seg- ir myndlistarmaðurinn Unndór Egill Jónsson brosandi þegar hann er spurður hvort það hafi ekki verið ögrandi að vera boðið að setja upp sýningu með verkum stórmeistarans Ásmundar Sveinssonar í Ásmundar- safni. „Um leið hefur þetta verið mjög lærdómsríkt ferli.“ Sýningin með verkum Unndórs Egils og Ásmundar verður opnuð í dag, laugardag, klukkan 14 og kallar Unndór hana Eftir stórhríðina. „Ég fór að skoða verkin hans að nýju og líka að máta mín verk við hans,“ segir Unndór. „Ég er í raun ekki enn búinn að vinna úr því öllu en áður en ég byrjaði ferlið fannst mér ég vera skúlptúristi, núna finnst mér ég vera meiri konseptlista- maður, við að máta mig við svona mikinn skúlptúrista. Mér finnst ég skilja minn bakgrunn betur.“ Þegar við ræðum saman er verið að hengja upp í loft Skeifunnar gríðarstórt verk Unndórs gert úr trjábolum. Innar eru bekkir og lampar úr viði, verk á mótum nytja- hluta og skúlptúra, og við stöndum í millibyggingu safnsins þar sem manngert tré gnæfir yfir færibönd- um og hefilspænir allt um kring. Í verkið gengur rafmagnsleiðsla og það verður eflaust sett í gang. „Þetta verk hér er stórt tré sem ég smíðaði. Tré sett saman úr mörg- um pörtum af öðrum trjám. Það er hægt að skrúfa það aftur sundur, setja það niður í kassa og geyma. Við tréð hef ég tengt nokkur færibönd sem ganga upp eftir því og þau bera með sér spæni sem berast upp og falla síðan niður eins og snjókorn í logni. Ég heillaðist af þessari byggingu og ekki síst birtunni hér inni. Efnis- valið og frágangurinn á efninu finnst mér vera í samtali við birtuna, kyrrðina og nánast heilagleikann hér sem ég vildi undirstrika.“ Á þessari sýningu eins og sínum síðustu, til að mynda þeirri í Kling & Bang sem hann setti upp árið 2020 og vakti mikla athygli, vinnur Unn- dór með tré sem efnivið. Kaus hann að kallast þannig einkum á við þá skúlptúra Ásmundar þar sem hann vinnur úr tré? „Að vissu leyti en ég tengi þó aðal- lega við þau verk hans þar sem formin snúast saman. Þar sem manneskjan, umhverfið og athafnir mannsins umbreytast í eitt stórt form. Mér finnst þau verk hans passa sérstaklega vel við mín. Það er líka nokkuð sem ég reyni oft að vinna með í mínum; samsuða þess villta í náttúrunni og þess verkfræði- lega og tamda.“ Egill Unndór (f. 1978) útskrifaðist með BA-gráðu frá myndlistardeild LHÍ árið 2008 og lauk MFA-námi frá Valand-skólanum í Gautaborg 2011. Undanfarin ár hefur hann sýnt bæði á Íslandi og erlendis. Sýning- arstjórar eru Aldís Snorradóttir og Edda Halldórsdóttir. efi@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Hefilspónasnjór Egill Unndór Jónsson leggur lokahönd á uppsetningu eins verka sinna í Ásmundarsafni. Lærdómsríkt ferli - Á sýningu í Ásmundarsafni stillir Unndór Egill Jónsson verkum sínum upp með verkum Ásmundar Sveinssonar Bíótekið, sem er með reglulegar kvikmyndasýningar á vegum Kvik- myndasafns Íslands í Bíó Paradís einn sunnudag í mánuði, verður með fyrstu sýningar í nýrri haust- sýningarröð á morgun, sunnudag, en þá verða sýndar þrjár kvik- myndir. Klukkan 15 verður sýnd Zappa, sem er dönsk verðlaunakvikmynd um unglinga. Land og synir er sýnd klukkan 17, íslensk tímamótamynd sem langt er síðan hefur verið sýnd í kvikmyndahúsi. Myndin var nýlega gerð upp á Kvikmyndasafni Íslands og færð í stafrænt form. Ágúst Guð- mundsson, leikstjóri myndarinnar, mun ræða við áhorfendur eftir sýn- ingu og boðið verður upp á léttar veitingar. Loks verður klukkan 19.10 sýnd stórmyndin Charulata eftir hinn dáða indverska leikstjóra Satyajit Ray. Sendiherra Indlands á Íslandi mun ásamt fulltrúum frá sendiráði Indlands kynna verk Saty- ajits Rays fyrir gestum. Zappa, Land og synir og Charulata í Bíóteki Klassík Jón Sigurbjörnsson og Sig- urður Sigurjónsson í Landi og sonum. Rétt tæplega fimmtungur, eða 18,6%, breskra barna á aldrinum fimm til átta ára, hefur ekki að- gang að bókum á heimili sínu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Nat- ional Literacy Trust, en The Guardian greinir frá. Talið er að hækkun fram- færslukostnaðar þar í landi sé helsta ástæða þess að hlutfall þess- ara barna hefur hækkað um næst- um tvö prósentustig frá 2019. Þá kemur einnig fram að 87% foreldra segjast nú hafa minna fé til ráðstöfunar, 64% segjast hafa minni peninga til þess að eyða í bækur fyrir börn sín og 51% segir bækur einfaldlega of dýrar. Jonathan Douglas, framkvæmda- stjóri National Literary Trust, ótt- ast að þetta geti haft slæmar afleið- ingar fyrir framtíð barnanna. Að bækur séu á heimili skipti sköpum fyrir læsi þeirra. Fimmtungur breskra barna er án bóka Lestur Bækur þykja of dýrar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.