Morgunblaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2022
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Eldflaug skoska eldflaugafyrirtæk-
isins Skyrora var flutt á væntanleg-
an skotstað á Brimnesi á norðan-
verðu Langanesi á sunnudag. Ekið
var mjög gætilega með þennan dýr-
mæta farm og ekki farið yfir 20 km/
klst. hraða, að sögn Líneyjar Sigurð-
ardóttur, fréttaritara Morgunblaðs-
ins.
„Við bíðum eftir heppilegu veðri,“
segir Nickie Finnegan, samskipta-
fulltrúi Skyrora. Vindur þarf að vera
hægur svo hægt sé að skjóta eld-
flauginni á loft. En hvers vegna að
skjóta upp eldflaug frá Íslandi?
„Um 30-40% búnaðar í þessari eld-
flaug er sá sami og verður notaður í
eldflaug sem ætlunin er að skjóta frá
Stóra-Bretlandi á næsta ári og fer á
braut um jörðu,“ segir Nickie. Hún
minnir á að Skyrora hafi áður skotið
upp minni eldflaug frá Langanesi.
Það var gert í ágúst 2020. Nickie
segir að íslensk stjórnvöld hafi verið
liðleg í samskiptum vegna þess eld-
flaugarskots og því hafi verið ákveð-
ið að koma aftur hingað. Þessi eld-
flaug er mun stærri og á að fljúga
enn hærra en hin. Hún á að ná meira
en 100 km hæð og fara yfir svo-
nefnda Kármán-línu sem skilur á
milli andrúmslofts jarðar og himin-
geimsins.
Þessari eldflaug er ekki ætlað að
fara á braut um jörðu. Þegar hún
hefur náð fullri hæð mun hún falla
aftur til jarðar. Eldflaugin er búin
fallhlífum og mun væntanlega svífa
niður í hafið um 40 km frá skotstaðn-
um þar sem hún verður endurheimt.
Hugmyndin er að leyfa áhorfend-
um að skoða eldflaugina og skotpall-
inn úr öruggri fjarlægð.
Ekki var ljóst í gær hvenær Lang-
nesingum verður boðið að koma og
skoða eldflaugina en gefin verður út
tilkynning um það.
Bíða eftir
góðu veðri
- Ellefu metra eldflaug Skyrora er
komin á skotstaðinn á Langanesi
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn Eldflaugin var hífð upp á sérbúinn flutningavagn og ekið mjög varlega út á Brimnes á sunnudaginn var.
Þar verður henni skotið 100 km upp fyrir mörk andrúmsloftsins og himingeimsins. Eldflaugin svífur svo til jarðar.
Hópar sprengjusérfræðinga frá fjór-
tán aðildarríkjum Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) eru hér á
landi og æfa viðbrögð við hryðju-
verkum. Æfingin er skipulögð af
séraðgerðasveit Landhelgisgæsl-
unnar og þar aftengja þátttakendur
samskonar sprengjur og fundist
hafa víða um heim.
„Okkar helsta markmið er að
stöðva sprengjur
sem hryðjuverka-
menn kunna að
koma fyrir,“ segir
Ásgeir Guð-
jónsson,
sprengjusérfræð-
ingur hjá Land-
helgisgæslunni.
Hann sagði að
gerðar væru ná-
kvæmar eftirlík-
ingar af hryðju-
verkasprengjum sem hefur verið
beitt. Þátttakendunum, sem eru um
400, er skipt í 10 hópa og hver hópur
gerir 2-3 sprengjur óvirkar á hverj-
um degi. „Vinnudagurinn er langur,
10-14 tímar,“ segir Ásgeir.
Blaðamenn fengu að fylgjast með
æfingu í gær en þá var sprengja,
sem komið hafði verið fyrir í bíl,
gerð óvirk með svonefndri vatns-
sprengju. Þá er vatnshleðsla
sprengd með um 50 grömmum af
plastsprengiefni og vatnið rífur í
sundur hryðjuverkasprengjuna áður
en hún nær að virka. „Þetta gekk
eins og í sögu,“ segir Ásgeir.
Bíllinn sem notaður var í æfing-
unni var ekki betri á eftir. Ásgeir
segir að Landhelgisgæslan hafi
fengið um 20 ónýta bíla hjá Vöku og
þeim verði skilað eftir æfinguna.
„Þeir fá stálið til baka, ég veit ekki
hvað þeir geta notað mikið meira úr
þeim,“ sagði hann.
Æfingin, Northern Challenge,
hófst fyrir rúmri viku og stendur
fram á fimmtudag. Þetta er í tutt-
ugasta og fyrsta sinn sem Northern
Challenge er haldin en hún fer að
mestu leyti fram innan öryggissvæð-
isins á Keflavíkurflugvelli en einnig í
Helguvík og í Hafnarfirði.
Morgunblaðið/Eggert
Sprenging Eftirlíkingu af hryðjuverkasprengju var komið fyrir í bíl og fjarstýrð vatnssprengja síðan notuð til að gera hana óvirka.
Æfa viðbrögð við hryðjuverkum
- Sprengjusér-
fræðingar frá 14
löndum á æfingu
Vegsummerkin Leifar af sprengjunni eftir að vatnssprengjunni var beitt.
Ásgeir
Guðjónsson
Undirbúningur Sprengjusérfræðingar undirbúa að gera sprengju óvirka.