Morgunblaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2022 Í heimahöfn Verið var að landa makríl úr krókaveiðibátnum Sigrúnu GK-97 í Keflavíkurhöfn í gær þegar ljósmyndari átti þar leið hjá. Eggert Jóhannesson Á dagskrá borg- arstjórnar 4. október er að beiðni borgar- fulltrúa Flokks fólks- ins umræða um langa biðlista barna eftir sálfræði- og talmeina- þjónustu í Reykjavík. Nýlega kom út árs- skýrsla velferðarsviðs. Í skýrslunni eru birtar upplýsingar um al- gengustu ástæður til- vísana eftir faglegri þjónustu fyrir börn. Langmesta aukningin milli ára er vegna tilfinninga- og félagslegs vanda eða um 63%, og vegna mál- þroskavanda, 62%. Börnum með hamlandi einbeitingarvanda hefur fjölgað úr 280 í 456 börn. Tilvís- unum/beiðnum vegna vits- munaþroskavanda hefur einnig fjölgað t.d. vegna lesskilningsvanda. Biðlisti barna eftir fagfólki skólanna telur nú 2.017 en var árið 2018 400 börn. Börnin á biðlistanum eru einna helst að bíða eftir sálfræði- viðtölum og eftir að fá greiningu sem kennarar, fagfólk og foreldrar telja nauðsynlegt að framkvæma til að hægt sé að miða þjónustuna út frá einstaklingsþörfum. Stór hópur barna bíður einnig eftir að fá þjón- ustu talmeinafræðinga. Vandinn hverfur ekki þótt hann sé hunsaður Ef tilfinninga-, vits- muna- og/eða fé- lagslegur vandi barna er hunsaður hverfur hann ekki. Því lengur sem börn bíða án nauðsynlegrar þjón- ustu vegna sálfræði- eða talmeinavanda aukast líkur á að vandinn versni og verði þá enn flóknari og erfiðari viðureignar. Ef barn fær ekki hjálp við hæfi er hætta á að sjálfsmyndin bíði hnekki. Málþroskaröskun eða önnur tal- mein sem ekki fá fullnægjandi meðhöndlun geta haft afar neikvæð áhrif á barnið og dregið úr fé- lagslegu öryggi þess. Verið er að leika sér að eldinum með því að láta börn bíða eftir við- eigandi aðstoð við sálrænum vanda. Ef börnum er ekki hjálpað má vænta þess að kvíði og depurð auk- ist og leiði jafnvel til sjálfsskaða eða neyslu. Biðin er foreldrunum ekki síður erfið og óvissan með öllu óþolandi. Fjölmörg dæmi eru um að börn hafi beðið í allt að tvö ár á biðlista eftir að fá faglega þjónustu og út- skrifast jafnvel úr grunnskóla án þess að fá fyrstu hjálp. Efnaminni foreldrar hafa ekki ráð á að kaupa þjónustu sjálfstætt starfandi sál- fræðinga. Líklegt má telja að ákveðinn hópur barna með náms-, félags- og tilfinningalegan vanda haldi út í lífið án þess að hafa feng- ið nokkra aðstoð. Skortur á sálfræðingum Aukning á biðlistum kemur til af tvennu; fjölgun beiðna eftir aðstoð og að ekki hafa verið ráðnir nægi- lega margir fagaðilar til að takast á við fjölgunina. Stöðugildum sál- fræðinga hjá skólum hefur ekki fjölgað árum saman. Skólar eru misstórir og þarfir þeirra mismun- andi til sálfræði- og talmeinaþjón- ustu. Algengt er að sálfræðingur sinni 1-3 skólum eftir stærð og þörfum. Erfitt er að ráða sálfræð- inga núna og má án efa rekja ástæðuna til launamála. Þetta þarf að leysa. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað bent á kosti þess að aðsetur sálfræðinga sé í skólunum en ekki á þjónustumiðstöðvum eins og nú er. Gjá hefur myndast á milli barna og sálfræðiþjónustu og hana þarf að brúa. Ef aðsetur þeirra væri í skólunum gætu þeir betur sinnt ráðgjöf við kennara og starfs- fólk. Tími sálfræðinganna myndi nýtast betur og fjármagn sparast. Kostnaður við ferðir milli þjónustu- miðstöðva og skóla er um þrjár milljónir á ári. Þetta fjármagn mætti frekar nota upp í kostnað við nýtt stöðugildi sálfræðings. Tillögur Flokks fólksins Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur rætt þessi mál sleitulaust frá árinu 2018 og lagt fram tillögur til úrlausnar sem allar hafa verið felldar. Tillaga um fjölgun stöðu- gilda sálfræðinga hefur verið lögð fram árlega. Með því að ráða fleira fagfólk inn til skamms tíma til að ná niður biðlistum er hægt að hreinsa borðið. Með hagræðingu og breyttu skipulagi á vinnu og aðsetri sálfræðinga má telja víst að vinnan verði skilvirkari. Árið 2020 lagði Flokkur fólksins til að Skólaþjónustan athugaði með að koma á formlegu samstarfi við Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS) í þeim tilgangi að vinna saman að málum barna þar sem t.d. aðkoma barnalæknis er nauðsynleg. Með samstarfi sem þessu myndi létta mjög á biðlistum barna sem glíma t.d. við ADHD-röskun. Einnig lagði Flokkur fólksins til að sálfræðingar í skólum færðust undir skóla- og frístundasvið en í dag heyra þeir undir velferðarsvið. Með því að færa utanumhald sál- fræðinga skóla undir skóla- og frí- stundasvið komast þeir í betri tengingu við innviði skólanna. Í raun má segja að það séu engin haldbær rök fyrir því að skólaþjón- usta tilheyri ekki því sviði sem rek- ur skólana. Ábyrgðin er okkar allra Börn hafa ekki sterka rödd, eru ekki hávær hópur eðli málsins samkvæmt. Foreldrar þeirra eru einnig í misjafnri stöðu með að láta heyra í sér. Flokkur fólksins hefur ítrekað bent á að málefni barna verði að hafa meiri forgang í Reykjavík. Það er ótækt að börn með vanlíðan séu sett á bið. Bið- listavandi Reykjavíkurborgar er rótgróið mein, draugur í borginni sem aldrei hefur verið ráðist til at- lögu gegn með markvissum hætti. Hér eiga valdhafar að sjá sóma sinn í að forgangsraða fjármunum í þágu þjónustu við börnin. Við eig- um að geta gert kröfu um að börn hafi gott aðgengi að allri þjónustu borgarinnar. Börn Reykjavíkur eru börnin okkar allra. Kolbrún Baldursdóttir » Því lengur sem börn þurfa að bíða eftir aðstoð og stuðningi aukast líkur á að vandi þeirra versni og verði þá enn flóknari og erfiðari viðureignar Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Biðlista verður að stytta. Vandinn ræddur í borgarstjórn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.