Morgunblaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2022
Malbikstöðin ehf • 516 0500 • tilbod@malbikstodin.is • malbikstodin.is
Í pistli á vefnum Frjálst land á
blog.is er fjallað um vindmyllur:
„Í Vesturálnum í Noregi voru reist-
ar 14 vindmyllur. Þær þola ekki
veðrin. Íbúar voru á móti vindmyll-
unum frá byrjun
og eru nú orðnir
þreyttir á fljúg-
andi plastskrani
og klakaklumpum
þó tilraunir til að
endurbæta vind-
myllurnar hafi
verið gerðar.
Norska eftirlitið
segir að verði þær
ekki lagaðar fyrir 10. október verði
vindmyllugarðinum lokað.
Vindmyllur eru yfirleitt óvinsæl-
ar hjá nágrönnum. Þær hafa slæm
áhrif á umhverfið, þekktar fyrir að
meiða fugla, skapa mikið af óend-
urvinnanlegu rusli og eru bil-
gjarnar. Stjórnvöld í Noregi eru
heltekin af bábiljum um að koltví-
sýringur frá orkuframleiðslu sé
skaðlegur og leyfa því uppsetningu
vindmyllugarða út um fjöll og taka
byrðarnar af taprekstrinum á
skattgreiðendur. Vindmyllutískan
er aðalorsök lífskjarahrunsins í
ESB og Bretlandi.“
- - -
Á síðustu árum hefur gleymst
hve orka er mikilvæg í nú-
tímaþjóðfélagi og önnur og óljósari
markmið verið sett á oddinn. Án
öruggrar orku er mikil hætta á
ferðum og er þá ekki aðeins átt við
lakari hagvaxtartölur.
- - -
Við erum svo heppin á Íslandi að
hafa góðan aðgang að orku
vatnsfalla og jarðhita og þurfum að
nýta hana vel. Erlendis er staðan
almennt ekki þessi og þá þarf að
nýta kjarnorku, gas og olíu í meira
mæli en hér. Því fer fjarri að nýjar
aðferðir við orkuöflun hafi enn sem
komið er breytt einhverju um þess-
ar staðreyndir. Draumsýn í þessum
efnum getur verið mjög hættuleg
eins og nú ætti að vera orðið alger-
lega ljóst.
Orkuöflun þarf að
setja í fyrsta sæti
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Erla Þorsteinsdóttir
söngkona, sem oft var
nefnd „stúlkan með
lævirkjaröddina“, er
látin, 89 ára að aldri.
Hún lést á hjúkrunar-
heimili í Holbæk í
Danmörku 25. sept-
ember síðastliðinn.
Erla fæddist á
Sauðárkróki 22. jan-
úar 1933, foreldrar
hennar voru Þorsteinn
Sigurðsson frá Mó-
skógum í Fljótum og
Ingibjörg Konráðs-
dóttir frá Brekkukoti í
Blönduhlíð, sem eignuðust átta
börn.
Erla fór snemma að syngja og
leika á gítar á heimaslóðum en gít-
arinn hafði hún fengið í ferming-
argjöf. Átján ára fluttist hún til
Danmerkur til að starfa við þjón-
ustu en söngferill hennar hófst
mjög snögglega er henni bauðst að
syngja og leika á gítar í dönskum
útvarpsþætti snemma árs 1954.
Þar flutti hún lögin Til eru fræ og
Kvöldið var heiðskírt og hljótt. Í
beinu framhaldi opnuðust henni
fjölmargar gáttir og tækifæri til að
koma sér á framfæri, og í kjölfarið
einnig að syngja inn á plötur.
Meðal laga sem
Erla söng eru t.d.
Þrek og tár, Litli tón-
listarmaðurinn, Kata
rokkar og Vagg og
velta, sem var svo
frægt að vera bannað
í Ríkisútvarpinu.
Þrátt fyrir að hafa
afkastað miklu spann-
ar ferill Erlu ekki
nema rétt um hálfan
áratug, sá tími dugði
þó vel til að gera hana
að einni ástsælustu
söngkonu landsins.
Hafa margir tekið lög
hennar til endurvinnslu, má þar
t.d. nefna Björk og Tríó Guð-
mundar Ingólfssonar á plötunni
Gling gló. Tvöföld safnplata, Stúlk-
an með lævirkjaröddina, kom út
árið 2000 og er á henni að finna
flest af lögum Erlu.
Erla hætti að syngja opinberlega
aðeins 26 ára gömul til að sinna
eiginmanni og fjölskyldu. Eigin-
maður hennar var Poul Dancell,
sem lést árið 1989.
Eignuðust þau fjögur börn; Paul,
Evu Ingibjörgu, Stefan Thorstein
og David Konrad. Synirnir þrír eru
allir búsettir í Danmörku en dótt-
irin býr í Hollandi.
Andlát
Erla
Þorsteinsdóttir
Búið er að skrá og mynda allar dag-
bækur Alþingis, Alþingismál, allt
aftur til ársins 1845 og til og með
1913. Verkið hefur staðið yfir síðast-
liðið ár í samstarfi skrifstofu Alþing-
is og Landsbókasafns Íslands – Há-
skólabókasafns. Eru bækurnar nú
aðgengilegar á vef Alþingis og á
vefnum handrit.is.
Bækurnar hafa að geyma gríðar-
miklar og fjölbreyttar heimildir um
starfsemi Alþingis og þau erindi er
því bárust. Á vef Alþingis segir að
heimildirnar varpi nýju ljósi á störf
þingsins.
Bænaskrár og styrkbeiðnir
Þarna er m.a. að finna bænaskrár,
áskoranir, styrkbeiðnir og margt
annað frá almenningi í landinu sem
voru alla jafna ekki birt í Alþingistíð-
indum, heldur einungis umræður
þingmanna um þau. Nú má kynnast
því sem fólki lá á hjarta, t.d. undir-
skriftum þúsunda kvenna um bann
við innflutningi áfengis árið 1895,
beiðni um „Vitfirringaspítala“ árið
1897, ósk Katrínar Þorvaldsdóttur,
ekkju Jóns Árnasonar þjóðsagna-
safnara, um framfærslustyrk árið
1891 og margt fleira. Þessum erind-
um fylgdu oft uppdrættir, teikning-
ar, rökstuðningur, greinargerðir,
undirskriftalistar og fleira fróðlegt.
Öll þingmál frá 1845 eru skönnuð
- Dagbækur Alþingis aðgengilegar
- Miklar og fjölbreyttar heimildir
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Allar dagbækur þingsins
frá fornu fari hafa verið skannaðar.