Morgunblaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2022
✝
Áslaug Ingi-
björg Magn-
úsdóttir fæddist
28. maí 1944 á Ak-
ureyri. Hún lést á
Landspítalanum
Fossvogi 26. sept-
ember 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Ingibjörg
Halldórsdóttir, f.
29.10. 1906, d. 3.8.
1999, og Magnús
Bjarnason skipasmiður, f.
30.12. 1900, d. 8.12. 1992.
Systkini hennar eru Guðrún, f.
23.8. 1932, Hallfríður Bryndís,
f. 6.3. 1939, d. 26.5. 2017, og
Bjarni Halldór, f. 1.12. 1947,
d. 22.10. 2016.
Eiginmaður Áslaugar var
Ragnar Valgarður Haraldsson,
f. 29.1. 1929, d. 15.11. 2020.
Foreldrar hans voru Dagmar
Sigurjónsdóttir, f. 14.9. 1902,
d. 4.4. 1953, og Haraldur
Guðnason, f. 19.7. 1894, d. 2.6.
1961. Áslaug eignaðist með
aðra Þingeyinga og þekkti þar
fólk á flestum bæjum.
Eftir gagnfræðapróf hóf Ás-
laug vinnu hjá innheimtudeild
Rafveitu Akureyrar. Hún vann
þar og síðar á Norðurorku
alla sína starfsævi að undan-
skilinni stuttri dvöl í London
sem au-pair árið 1963. Hún
var ötul við félagsstörf, bæði
innan og utan vinnustaðar.
Hún sat í orlofsnefnd Starfs-
mannafélags Akureyrar um
margra ára skeið, fór í fram-
boð til Alþingis með Jóni Sól-
nes árið 1979, og stofnaði
fyrsta kvennaklúbb Lions á
Akureyri, Lionessuklúbbinn
Ösp. Þar gegndi hún ýmsum
störfum og var mikil drif-
fjöður í söfnunarstarfi klúbbs-
ins. Hún sat sinn síðasta
Lionsfund tveimur vikur fyrir
andlátið.
Áslaug naut þess að ferðast;
á yngri árum með Bjarna
bróður sínum á Land Rover
víðsvegar um landið, síðar
með eiginmanni í veiðiskap og
svo syni, tengdadóttur og
barnabörnum um Indland og
Bandaríkin.
Útför Áslaugar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 4.
október 2022, klukkan 13.
Páli Kristjánssyni
frá Hólsfjöllum, f.
18.4. 1941, d. 6.7.
2022, soninn
Gunnar, f. 14.3.
1970. Eiginkona
Gunnars er Giti
Chandra, f. 1965 á
Indlandi, þau eiga
tvær dætur: Ars-
hiu Eyrúnu, f.
2002, og Ashali
Ásrúnu, f. 2004.
Áslaug ólst upp á Eyrinni á
Akureyri, átti góða æsku í
samheldinni fjölskyldu og var
vinmörg í hópi lýðveldisbarna
eins og þau kalla sig krakk-
arnir sem fæddust á Akureyri
árið 1944. Níu ára gömul var
hún send í sveit á Bólstað í
Bárðardal og var þar öll sum-
ur til unglingsára ef frá er
skilið eitt sumar er hún var
ráðin 12 eða 13 ára til að sjá
um heimilið á Klifshaga í Öx-
arfirði. Hún hélt ætíð góðum
tengslum við Bárðdælinga og
Ég kallaði hana „mömmu“
frekar en Áslaugu – og hún var
mér í raun sem móðir; hjálpaði
mér að laga gardínur, lét mig
hafa uppskriftir, hugsaði um
börnin þegar ég vildi fara frá, og
sá um mig í veikindum. En hún
var líka vinkona sem ég gat enda-
laust kjaftað við, farið með í
verslunarferðir og notið góðrar
stundar með yfir vínglasi. Hún
studdi mig í öllu sem ég tók mér
fyrir hendur og sá til þess að ég
hefði nóg te í könnu eða vín í glasi
er ég sat við skriftir – og alltaf
hældi hún mér fyrir vinnusem-
ina.
En það var ég sem dáðist að
atorku hennar og hvernig hand-
verk hennar var í hverju horni
heimilisins, allt frá gardínum, út-
saumuðum lampaskermum og
máluðum blómavösum yfir í jóla-
skraut, prjónaðar peysur og
heklaða dúka. Hún var listfeng,
alltaf að dunda við eitthvað,
skarpskyggn og góð að leysa úr
vandamálum. Við höfðum báðar
gaman af því að ferðast og fórum
saman um Indland og Bandarík-
in, og víðsvegar um Ísland. Sér-
staklega var gaman að keyra
með henni um sveitir á Norður-
landi þar sem hún þekkti bæi og
bændur út um allt og hafði sögur
á takteinum sem lífguðu upp á
landslagið.
Mamma var ekki gefin fyrir að
dæma fólk og átti gott með að sjá
hlutina frá sjónarhóli annarra og
virða viðhorf sem hún annars að-
hylltist ekki. Þegar ég bætti á
mig aukakílóum með árunum
hjálpaði hún mér við fataval frek-
ar en að setja út á útlitið, og þeg-
ar ég ákvað að fara í megrun
lagði hún sig fram um að elda
eitthvað sem passaði. Mamma
var mikið fyrir félagsskap og
naut þess að spjalla við fólk og
kynnast því – komast að því
hvaðan það var og hverra manna.
Hún var því vinmörg og lagði sig
fram um að halda góðu sambandi
við vini og kunningja, bæði í
gegnum síma og með heimsókn-
um, og oft sá hún um að skipu-
leggja endurfundi gamalla vina
og skólafélaga. Umfram allt var
tengdamóðir mín afburða sterk
kona. Ég grínaðist stundum með
það að það samræmdist ekki
trúarskoðunum hennar að vera
eitthvað að kvarta yfir hlutunum
og hvers konar mótlæti og erf-
iðleikum mætti hún alltaf með
stóuspeki og jafnvel glaðværð.
Lífsgleði hennar smitaði út frá
sér og hún var ljós í lífi þeirra
sem umgengust hana. Hún hafði
afar gaman af því að dansa og nú
veit ég að hún dansar inn í nóttina
einhvers staðar meðal stjarn-
anna.
Giti Chandra.
Amma okkar var ein sterkasta
kona sem við höfum fengið að
kynnast og var æðisleg fyrir-
mynd. Það var hægt að spjalla við
ömmu um allt mögulegt: stráka,
sögur af djamminu og skólalífið.
Að okkar mati var hún skemmti-
legasta amma sem hægt var að
hugsa sér. Hún kenndi okkur
margt, eins og að skræla kart-
öflur, prjóna, hvar holurnar væru
í hrauninu umhverfis sumarbú-
staðinn svo við myndum ekki
detta ofan í þær, hvernig ætti að
setja niður blóm og hvernig
sveppi maður ætti alls ekki að
borða.
Einnig var amma rosalega
góður kokkur og við lærðum
margt af því að hjálpa til og fylgj-
ast með henni elda, til dæmis að
taka humarinn úr skelinni og
skreyta nauta-wellingtonið sem
hún eldaði um jólin. Jólasmákök-
urnar hennar voru líka alltaf
langbestar og að skera út laufa-
brauð með henni fannst okkur
með því skemmtilegasta sem við
gerðum um jólin.
Amma var mikill dýravinur,
hún var alltaf í miklu uppáhaldi
hjá gæludýrunum okkar og dekr-
aði mikið við þau. Hundurinn
Týra fékk oft afganga af kjöti
sem hún var að elda og kötturinn
vildi ekki setjast hjá neinum öðr-
um ef amma var í heimsókn. Hún
átti sjálf nokkra ketti og hund í
gegnum tíðina og sinnti ekki bara
þeim af mikilli ást heldur líka
fuglunum og músunum sem kett-
irnir komu með inn á heimilið.
Hennar ömmu verður sárt
saknað, hún átti margt eftir að
kenna okkur og munum við svo
sannarlega eiga margt eftir sem
við hefðum viljað segja henni frá
og spjalla við hana um. Hennar
minning verður okkur alltaf dýr-
mæt og við munum alltaf taka
hana okkur mikið til fyrirmynd-
ar.
Arshia Eyrún
Gunnarsdóttir,
Ashali Ásrún
Gunnarsdóttir.
Mín elskulega vinkona, Ás-
laug, er óvænt fallin frá. Það er
ekki sjálfgefið að okkur muni
hlotnast heilsa og langlífi, þess
vegna skiptir máli að rækta vina-
sambönd, því samvera ástvina og
vina getur fyrr en varir endað
jafn skjótt og hún hófst. Ótíma-
bært andlát Áslaugar veldur mik-
illi sorg.
Kynni okkar hófust í Gagn-
fræðaskóla Akureyrar, þar sem
lagður var grunnur að þeirri vin-
áttu sem aldrei síðar bar skugga
á og áttum við margar góðar
stundir saman, sem ég minnist nú
með þakklæti og söknuði. Áslaug
var einstök kona, greind, jákvæð,
glaðlynd, hjálpsöm, trú og trygg.
Hún byrjar ung að vinna hjá
Rafveitu Akureyrar og eins og
við var að búast vann hún sig
fljótt upp í ábyrgðarstöðu, og hjá
því fyrirtæki vann hún allan sinn
starfsaldur. Hún var mjög fé-
lagslynd og öflug í þeim fé-
lagsstörfum sem hún tók þátt í.
Þá var minni hennar á fólk og at-
burði, einkum ef það tengdist
sögu Akureyrarbæjar, með en-
demum og kom sér oft vel að eiga
hana að þegar svo bar undir.
Alltaf stóð heimili þeirra
Ragga okkur opið á ferðum okkar
norður, hvort heldur um var að
ræða gistingu, matarveislu og/
eða gleðskap í vinahópi. Við Kolli
minnumst einnig allra skemmti-
legu ferðanna með þeim hjónum.
Sérlega eftirminnileg er ferð
okkar til Kárahnjúka, en það var
þegar stíflan var frágengin og
nokkrum dögum áður en vatni
var hleypt í lónið. Í framhaldinu
var síðan gisting í starfs-
mannabústað á Eiðum, þar sem
allt var blátt af berjum, og hlóg-
um við berjablá þann daginn.
Skemmtilegar veiðiferðir koma
upp í hugann og eins ferðir okkar
í sumarbústaðinn í Aðaldal, sem
voru í miklu uppáhaldi. Sólarlag á
fallegu sumarkvöldi við Skjálf-
anda er einstök upplifun.
Áslaug var svo lánsöm að eign-
ast soninn Gunnar, sem hún var
mjög náin og stolt af. Og þegar
tengdadóttirin, og síðar dætur
þeirra Gunnars, koma inn í fjöl-
skylduna þá nutu þau þeirrar um-
hyggju sem var hennar aðals-
merki.
Elsku vinkona, ég kveð þig
með þakklæti fyrir vináttu þína
og trygglyndi alla tíð. Hvíl í friði
við hið eilífa ljós.
Elsku Gunnar og fjölskylda,
við Kolli sendum ykkur innilegar
samúðarkveðjur. Megi fagrar og
góðar minningar styrkja ykkur í
sorginni.
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast engla tala
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt, svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Kristín Ásgeirsdóttir
(Lillagó).
Áslaug frænka mín var snögg
að kveðja þennan heim. Það var í
samræmi við rösklega fram-
göngu hennar í hinu daglega lífi.
Andlát hennar kom flestum í
opna skjöldu, enda lét hún sem
svo, alveg fram að innlögn á
Landspítalann fyrir tveimur vik-
um, að hún væri hress og heilsu-
hraust.
Hér er ekki ætlunin að lýsa
lífshlaupi Áslaugar, þeirrar
margbrotnu konu sem hún var.
Við Áslaug kynntumst fljót-
lega eftir að skólaganga okkar
hófst og urðum við oft samferða í
barnaskólann, þann eina sem þá
var á Akureyri, ásamt fleiri börn-
um af Oddeyrinni.
Meginhluta sinnar starfsævi
vann Áslaug hjá veitustofnunum
Akureyrarbæjar. Við endurnýj-
uðum kynni okkar þegar ég fór að
vinna hjá Hitaveitu Akureyrar en
Áslaug var þá skrifstofustjóri
Rafveitu Akureyrar.
Enn nánara varð samstarf
okkar eftir að Rafveita Akureyr-
ar og Hita- og Vatnsveita voru
sameinaðar árið 2000. Við sam-
eininguna urðu óhjákvæmilega
breytingar á starfssviði starfs-
manna, sem alltaf verða einhverj-
um þungbærar. Áslaug tók að sér
að gerast gæðastjóri hins nýsam-
einaða veitusviðs sem fékk nafnið
Norðurorka og tók þar með að
sér viðamikið starf við samræm-
ingu fyrirliggjandi gæðakerfa.
Áslaug lét aldrei í ljós óánægju
með sitt hlutskipti við samein-
inguna og studdi hið erfiða ferli
sameiningarinnar með ráðum og
dáð. Fyrir þetta vil ég þakka Ás-
laugu sérstaklega.
Eftir að Áslaug lét af störfum
vegna aldurs sýndi hún sínum
gamla vinnustað ræktarsemi og
kom oft á skrifstofur fyrirtækis-
ins til að hitta gamla samstarfs-
menn. Síðastliðið sumar vann
hún, ásamt nokkrum öðrum eldri
starfsmönnum Rafveitunnar, að
því að yfirfara myndasafn og rifja
upp ýmis atvik frá fyrri tímum í
tilefni af 100 ára afmæli rafveitu á
Akureyri enda var Áslaug hafsjór
fróðleiks um starfsemi Rafveit-
unnar síðastliðna áratugi.
Kæra Áslaug, þín verður sárt
saknað á súpufundum okkar lýð-
veldisbarna, enda varst þú einn af
máttarstólpum þess að halda
þessum samkomum gangandi.
Gunnari syni Áslaugar og fjöl-
skyldu hans sem og öðrum að-
standendum votta ég mína inni-
legustu samúð.
Franz Árnason.
Veðrið var vont, rauð viðvörun,
rok og rigning og mér var ekki
rótt. Ég vissi af vinkonu minni á
sjúkrahúsi í Reykjavík að kveðja
þennan heim, eftir snarpa bar-
áttu við illvígan sjúkdóm sem
kom óboðinn til Áslaugar. Ás-
laug, þessi gerðarlega kona, er
fallin frá. Ég kynntist henni fyrir
12 árum þegar ég gekk til liðs við
Lionsklúbbinn Ösp, þar var Ás-
laug og urðum við strax góðar
vinkonur. Eftir fráfall Ragnars
eiginmanns hennar urðu sam-
skipti okkar meiri, við ferðuð-
umst saman, skemmtum okkur
og heyrðumst nánast daglega.
Við vorum duglegar að hittast,
borða saman og Áslaug hafði allt-
af tímann og viljann til þess að
verja tíma með vinkonu sinni.
Hjarta Áslaugar sló með Lions-
klúbbnum okkar, hún var stofn-
félagi hans og naut sín vel í þess-
um frábæra hópi. Það var alltaf
gaman að hlusta á sögurnar sem
hún sagði, minni hennar var
óþrjótandi og hún hafði sérstak-
an sagnahæfileika sem ég er
þakklát fyrir.
Ég votta Gunnari og fjölskyldu
mína innilegustu samúð.
Elsku Áslaug, ég þakka þér
fyrir allt okkar saman.
Þín vinkona,
Helga Ingólfsdóttir.
Í sorginni ómar eitt sumarblítt lag,
þó er sólsetur, lífsdags þíns kveld.
Því er kveðjunnar stund, og við
krjúpum í dag
í klökkva við minningareld.
Orð eru fátæk en innar þeim skín
það allt sem við fáum ei gleymt.
Allt sem við þáðum, öll samfylgd þín
á sér líf, er í hug okkar geymt.
Í góðvinahóp, þitt var gleðinnar mál
eins þó gustaði um hjarta þitt kalt.
Því hljómar nú voldugt og sorgblítt í sál
eitt sólskinsljóð, – þökk fyrir allt.
(B.B.)
Í dag kveðjum við Áslaugu
Magg eins og hún var oftast
nefnd en samleið okkar er orðin
löng. Hún kom óvænt inn í
skemmtinefnd árið 1966 til und-
irbúnings 25 ára afmæli STAK
(nú Kjölur stéttarfélag). Segja
má að eftir það hafi hún tekið þátt
í starfsemi félagsins fram á síð-
ustu ár en það eru ekki margir
sem eiga nafn sitt á mætingalista
aðalfundar félagsins samfellt í 50
ár. Starf hennar var mest í orlofs-
nefnd, skemmtinefnd og ferða-
nefnd, þá var hún fulltrúi félags-
ins á þingum BSRB og sat í
orlofshúsnefnd BSRB þegar or-
lofsmál voru þar á einni hendi
fyrir öll aðildarfélögin. Hún bar
mikla umhyggju fyrir félaginu og
þá sérstaklega orlofshúsum og
–íbúðum, kom að kaupum og
standsetningu allra sumarhúsa
félagins fram að starfslokum.
Ekki er nokkur vafi að félagið býr
enn að þeirri góðu ráðdeild sem
Áslaug sýndi í störfum sínum.
Tryggð, þrautseigja og ofur-
skammtur af jákvæðni finnst mér
vera eiginleikar sem Áslaug hafði
nóg af. Henni leiddist þóf og
karp, vildi leita lausna og finna
leiðir. Í viðtali sem tekið var við
hana á þeim tímamótum er hún
lét af störfum hjá Norðurorku,
sem hún unni mikið, sagði hún:
„Ég ætlaði aldrei að skipta mér af
félagsmálum. Það var vegna þess
að móðir mín var önnum kafin í
félagsmálum.“ En Áslaug gat
ekki varist þeirri arfleifð sem
móðir hennar gaf henni frekar en
margir aðrir sem breytast smátt
og smátt í foreldra sína með ár-
unum.
Þær eru ófáar ferðirnar sem
við Áslaug fórum í eftirlit með or-
lofshúsunum, einnig komum við
að byggingu sumarhúss á Syðri
Reykjum-Lyngási og pottavædd-
um sumarhúsin í Munaðarnesi
svo fátt eitt sé nefnt. Mörgum ár-
um áður höfðu Áslaug og Raggi
dregið bát til að setja með húsinu
við Eiðavatn. Raggi hennar rétti
líka hjálparhönd og var oft með í
för á fyrri árum. Áslaug og Raggi
komu mér fyrir sjónir sem fyr-
irmyndarhjón, traust, samheldin
og glaðleg, blessuð sé minning
þeirra.
Fyrir hönd Kjalar stéttar-
félags eru Áslaugu færðar þakkir
fyrir sín góðu störf í þágu félags-
ins. Gunnari syni hennar og fjöl-
skyldu sendi ég innilegar samúð-
arkveðjur.
Arna Jakobína
Björnsdóttir.
Áslaug Ingibjörg
Magnúsdóttir
Ásgeir Svanbergsson, tengda-
faðir minn, er fallinn frá á 90. ald-
ursári. Það eru liðlega fjörutíu ár
síðan kynni mín af Ásgeiri hófust.
Ásgeir
Svanbergsson
✝
Ásgeir Svan-
bergsson fædd-
ist 4. október 1932.
Hann lést 15. ágúst
2022. Ásgeir var
kvaddur í athöfn á
vegum Siðmenntar
30. ágúst 2022.
Duftker Ásgeirs
verður jarðsett í
dag, 4. október, á 90
ára fæðingarafmæli
hans.
Það var þegar við
konan mín fórum að
draga okkur saman.
Fyrstu árin okkar
komum við reglu-
lega til Ásgeirs og
Ástu tengda-
mömmu í Skóla-
gerði. Heimili
þeirra var mið-
punktur samskipta
og samveru í stór-
fjölskyldunni.
Ganga mátti út frá
því að flesta sunnudaga kæmi eitt-
hvert systkinanna í heimsókn, oft-
ast með mökum og barnabörnum.
Í Skólagerði voru öll mál samtím-
ans, stór og smá, brotin til mergj-
ar. Jóladagsboðin voru í sérflokki
og þá var gjarnan tekið til við að
spila vinsæl borðspil og var skrafl-
ið lengi vinsælt.
Eftirminnileg er ljósmyndin af
ykkur bræðrum þar sem þið eruð
að fara til að tína grös og plöntur
fyrir vestan. Eitthvað hefur þú nú
verið búinn að kynna þér flóru Ís-
lands því 16 ára gamall komstu
með jurt til Ingimars Óskarssonar
sem þú hafðir fundið við Stakka-
nes innan við Ísafjarðarkaupstað.
Það var jurt af körfublómaætt
sem reyndist vera ný tegund fyrir
landið. Ingimar kallaði hana „fag-
urkornblóm“ og hefur sú nafngift
haldið velli.
Þú hafðir áhuga á tungumálum
og áttir auðvelt með að tileinka
þér þau. Eftir að starfsævinni lauk
tókstu til við að læra pólsku og
náðir góðu valdi á henni. Það kom
sér vel þegar þið hjónin gerðust
„staðgöngu“-afi og -amma pólskra
systra sem bjuggu við Borgar-
holtsbraut. Þær komu reglulega í
heimsókn og fengu tilsögn og
þjálfun í íslensku og þú fékkst
frekari þjálfun í pólsku.
Eftirminnileg er og heimsókn
ykkar hjóna til okkar í Edmonton
í Kanada. Þú fórst í göngutúra út
um allar trissur og varst ekki lengi
að kynnast þeim heiðursmönnum
sem áttu og ráku herrafataversl-
unina „John’s Mens Wear“ á
Whyte Avenue. Þar keyptir þú
forláta kúrekahatt, sömu tegund-
ar og borgarstjórinn í Edmonton
var með á þeim árum. Þetta var
svo sparihatturinn þinn eftir það.
Í minni mínu held ég til haga
þeim góðu ráðum sem þú gafst og
minnist knappra en innihaldsríkra
tilsvara sem voru svo einkennandi
fyrir þig. Vertu sæll kæri tengda-
pabbi og takk fyrir samfylgdina.
Bjarni Gautason.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um for-
eldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar