Morgunblaðið - 08.10.2022, Síða 48

Morgunblaðið - 08.10.2022, Síða 48
48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022 Danmörk Lyngby – Viborg...................................... 1:1 - Alfreð Finnbogason fór meiddur af velli á 41. mínútu hjá Lyngby en Sævar Atli Magnússon var ónotaður varamaður. Freyr Alexandersson þjálfar liðið. Staðan: Nordsjælland 11 7 2 2 18:10 23 Randers 11 6 4 1 17:11 22 Viborg 12 6 3 3 17:13 21 Silkeborg 11 6 1 4 18:13 19 AGF 11 5 1 5 14:11 16 København 11 5 0 6 18:17 15 Midtjylland 11 3 5 3 19:18 14 Horsens 11 4 2 5 10:12 14 OB 11 4 2 5 13:18 14 Brøndby 11 3 3 5 13:18 12 AaB 11 2 4 5 10:15 10 Lyngby 12 0 5 7 12:23 5 Tyrkland Gaziantep – Adana Demirspor .............. 1:1 - Birkir Bjarnason var allan tímann á bekknum hjá Adana Demirspor. _ Efstu lið: Adana Demirspor 18, Istanbul Basaksehir 17 Konyaspor 17, Galatasaray 17, Trabzonspor 16, Besiktas 15. Holland B-deild: Jong Ajax – Helmond Sport ................... 0:1 - Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leik- inn með Jong Ajax. Roda – Venlo ............................................ 4:1 - Kristófer Ingi Kristinsson var ónotaður varamaður hjá Venlo. Ítalía B-deild: Genoa – Cagliari ...................................... 0:0 - Albert Guðmundsson lék allan leikinn með Genoa. _ Efstu lið: Reggina 15, Bari 15, Genoa 15, Brescia 15, Ternana 13, Frosinone 12. England QPR – Reading......................................... 2:1 - Jökull Andrésson, markvörður hjá Reading, er frá keppni vegna meiðsla. Vináttulandsleikir kvenna Hvíta-Rússland – Rússland..................... 0:2 Tékkland – Ungverjaland........................ 3:3 Noregur – Brasilía ................................... 1:4 Þýskaland – Frakkland ........................... 2:1 Spánn – Svíþjóð ........................................ 1:1 England – Bandaríkin.............................. 2:1 Undankeppni EM U17 kvenna A-deild á Ítalíu: Sviss – Ísland............................................ 3:1 Emelía Óskarsdóttir 45. (víti) Ítalía – Frakkland .................................... 2:4 _ Sviss 6 stig, Frakkland 3, Ítalía 1, Ísland 1. Ísland mætir Frakklandi í lokaumferð- inni á mánudag. 4.$--3795.$ Subway-deild karla Haukar – Höttur................................... 98:92 Keflavík – Tindastóll ............................ 82:80 Staðan: Breiðablik 1 1 0 111:100 2 Stjarnan 1 1 0 84:76 2 Haukar 1 1 0 98:92 2 ÍR 1 1 0 83:77 2 Grindavík 1 1 0 88:83 2 Keflavík 1 1 0 82:80 2 Tindastóll 1 0 1 80:82 0 KR 1 0 1 83:88 0 Höttur 1 0 1 92:98 0 Njarðvík 1 0 1 77:83 0 Valur 1 0 1 76:84 0 Þór Þ. 1 0 1 100:111 0 1. deild karla Fjölnir – Skallagrímur......................... 75:89 Hrunamenn – Ármann......................... 96:83 ÍA – Hamar ........................................... 93:86 Sindri – Þór Ak ..................................... 98:50 Staðan: Sindri 3 3 0 263:205 6 Selfoss 2 2 0 192:140 4 Álftanes 2 2 0 185:177 4 ÍA 3 2 1 245:240 4 Ármann 3 2 1 288:287 4 Hamar 3 1 2 283:275 2 Skallagrímur 3 1 2 250:253 2 Hrunamenn 3 1 2 271:291 2 Fjölnir 3 0 3 237:290 0 Þór Ak. 3 0 3 209:265 0 1. deild kvenna Þór Ak. – Hamar/Þór ........................... 81:61 Staðan: KR 3 3 0 235:192 6 Þór Ak. 4 3 1 275:234 6 Snæfell 3 2 1 225:176 4 Stjarnan 2 2 0 171:142 4 Ármann 2 1 1 136:129 2 Hamar-Þór 4 1 3 274:273 2 Tindastóll 3 1 2 213:178 2 Aþ/Lei/UM 2 0 2 156:179 0 Breiðablik B 3 0 3 110:292 0 Spánn B-deild: Estela – Alicante.................................. 76:70 - Ægir Már Steinarsson skoraði 4 stig, tók 3 fráköst og gaf 1 stoðsendingu á 22 mín- útum hjá Alicante. 4"5'*2)0-# Handknattleikskonan Lovísa Thompson hefur yfirgefið herbúðir danska félagsins Ringkøbing eftir aðeins nokkurra mánaða veru hjá félaginu. Hún yfirgaf Val í lok síð- asta tímabils og samdi við Ringkøb- ing, en hefur nú ákveðið rifta samn- ingi sínum við félagið. Ringkøbing staðfesti tíðindin á Facebook-síðu sinni í gær. „Því miður var Ringkøbing ekki rétta fé- lagið fyrir Lovísu. Við höfum því samþykkt beiðni hennar um að rifta samningnum,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Lovísa farin frá Danmörku Morgunblaðið/Eggert Öflug Lovísa Thompson er farin frá Ringkøbing eftir stutta dvöl. Alfreð Finnbogason lagði upp mark Lyngby í 1:1-jafntefli liðsins á heimavelli gegn Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær- kvöldi. Því miður fyrir Alfreð meiddist hann á viðbeini eða öxl og fór af velli á 41. míntútu. Ekki er ljóst hve lengi framherjinn verður frá keppni vegna meiðslanna. Sævar Atli Magnússon var allan tímann á bekknum hjá Lyngby, en Freyr Al- exandersson þjálfar liðið. Tímabilið hefur verið erfitt hjá Lyngby, sem er eina lið deildarinnar án sigurs. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meiddur Alfreð Finnbogason er enn og aftur að glíma við meiðsli. Alfreð lagði upp og meiddist HANDBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Ég er að byrja þriðja tímabilið mitt með þeim og mér líður ótrúlega vel,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir, 25 ára landsliðskona í handbolta, í sam- tali við Morgunblaðið um veru sína hjá þýska 1. deildarliðinu Sachsen Zwickau. Tími Díönu hjá félaginu hefur ver- ið viðburðaríkur, því liðið vann 2. deildina á fyrsta tímabili hennar með liðinu og hélt sér síðan í efstu deild með dramatískum hætti á síð- ustu leiktíð. Það gerði liðið með sigri í lokaumferðinni og svo umspili, en útlitið var ekki bjart þegar lítið var eftir af tímabilinu. Nú hefur Díana verið gerð að fyrirliða liðsins. Níu út og átta inn „Ég er búin að koma mér vel inn í liðið og orðin fyrirliði. Við erum að spila okkur svolítið saman, því það fóru níu leikmenn og komu átta nýir inn í staðinn. Við höfum ekki alveg náð úrslitunum sem við viljum, sér- staklega ekki í síðustu þremur leikj- um. Við gleymum fyrsta leiknum á móti liði sem er í Meistaradeildinni, það sleppur. Annars er ég mjög ánægð. Við erum að koma okkur vel saman og við erum með betra lið en í fyrra. Ég hef fulla trú á að við verð- um ekki svona neðarlega,“ sagði Díana en Sachsen Zwickau er án stiga eftir fjóra leiki. Díana sinnir háskólanámi ytra meðfram því að leika í efstu deild Þýskalands. Hún var ákveðin í að klára námið, en Eyjakonan gerði fyrst um sinn tveggja ára samning við félagið, áður en hann var síðan framlengdur. Hún var á meðal bestu leikmanna liðsins á fyrsta tímabilinu sínu í efstu deild Þýskalands, sem er gríðarlega sterk. Gekk ótrúlega vel í fyrra „Ég samdi til tveggja ára fyrst og ég þurfti að vinna mér inn mína stöðu í skyttunni. Eftir frekar stutt- an tíma tókst það, því ég var komin í stöðuna í nóvember. Svo gekk mér ótrúlega vel í fyrra og leist vel á nýju leikmennina, svo ég ákvað að vera lengur. Ég vissi alveg að ég yrði úti svona lengi, meðal annars út af námi, en var ekki endilega búin að ákveða að vera svona lengi í þessu félagi,“ sagði hún. Díana kann vel við fyrirliða- hlutverkið og að vera leiðtogi bæði á vellinum og utan hans. Leikmenn treysta mér „Ég hef alltaf verið til í að taka að mér svona mikilvæg verkefni og leiða liðið mitt áfram, hvort sem það er utan eða innan vallar. Leikmenn trúa og treysta mér fyrir öllu og maður tekur því og leiðir sitt lið áfram,“ sagði hún. Díana lék með uppeldisfélaginu ÍBV áður en hún skipti yfir til Vals árið 2016. Eftir góð ár hjá Hlíðar- endafélaginu lá leiðin til Þýskalands, þar sem hún hefur bætt sig mikið á rúmum tveimur árum. Bætt mig ótrúlega mikið „Já ótrúlega mikið. Leikurinn hjá mér hefur kannski breyst. Hreyfing- arnar og hvernig maður les og horfir á leikinn er öðruvísi. Ég er orðin miklu sneggri líka. Ég var ekki hæg- asti leikmaðurinn, en er samt orðin töluvert sneggri núna. Ég er ekki endilega sterkari en ég var, en klár- lega sneggri. Við vorum að lyfta miklu meira á Íslandi en við gerum úti,“ sagði hún. Díana verður vonandi í eldlínunni með íslenska landsliðinu er það mætir Ísrael í tveimur leikjum á heimavelli í byrjun nóvember í und- ankeppni heimsmeistaramótsins. Tognaði mjög illa Hún er að glíma við meiðsli, sem hún varð fyrir í leik gegn Thüringer á miðvikudaginn var. Óvíst er hve lengi hún verður frá keppni. „Þetta er mjög slæm tognun og ég get mjög lítið hreyft úlnliðinn. Bólga hefur komist á milli litlu beinanna í honum. Ég er samt bjartsýn á að vera ekki lengi frá, þar sem ég á og má hreyfa hann til að draga úr bólg- unni, svo ég komist fyrr á völlinn. Um leið og sársaukinn minnkar þá ætti hreyfigetan að aukast. Maður er fegnastur með að ekkert brot hafi verið í þessu. Ég veit því miður ekki nákvæmlega hversu lengi ég verð frá, en ég stefni auðvitað á að vera klár í næsta leik. Ef það gengur upp ættu landsleikirnir ekki að vera í hættu, en það er spurning hvort maður verði í hópnum eða ekki,“ sagði Díana. Fulla trú á liðinu gegn Ísrael Eyjakonan viðurkennir að hún viti lítið um ísraelska liðið, en á þó von á að íslenska liðið verði sterkara í leikjunum tveimur. „Mér líst vel á þetta verkefni. Við eigum að vera með yfirhöndina í þessum leikjum og ég hef fulla trú á að við klárum það. Ég þekki þetta lið voðalega lítið en maður kynnir sér þær betur áður en þessir leikir fara fram,“ sagði Díana. Íslenska liðið leikur báða leikina við Ísrael á heimavelli. Díana segir það jákvætt, þótt hún hefði verið til í að heimsækja Ísrael. „Það er gott að fá tvo heimaleiki, en ég hefði alveg verið til í að fara til Ísraels, skoða landið og spila þar. Annars er frábært að fá þær heima og vonandi kemur nóg af fólki að styðja. Mér finnst við vera sterkari á pappír og við eigum að hugsa það sjálfar að við eigum að vera sterkari. Við verðum að sýna og sanna það að við erum með betra lið og erum góð handboltaþjóð,“ sagði hún. Alltaf til í að taka mikil- væg verkefni Morgunblaðið/Eggert Þýskaland Díana Dögg Magnúsdóttir er komin af stað á sínu þriðja tímabili með þýska liðinu Sachsen Zwickau og stundar jafnframt háskólanám. - Díana Dögg er orðin fyrirliði Sach- sen Zwickau í efstu deild Þýskalands KA/Þór og Gorche Petrov frá Norð- ur-Makedóníu skildu jöfn, 20:20, í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evr- ópubikars kvenna í handbolta í gær- kvöldi. Því er allt hnífjafnt fyrir seinni leikinn sem fer fram í kvöld, en báð- ir leikir einvígisins eru spilaðir í KA- heimilinu. Leikurinn var sá fyrsti sem KA/ Þór leikur í Evrópukeppni á heima- velli, en leikir liðsins til þessa í keppninni hafa farið fram erlendis. Biðin var þess virði fyrir áhorfendur í KA-heimilinu, því leikurinn var hin mesta skemmtun, hnífjafn og spenn- andi. Þá neitaði ungt lið KA/Þórs að gefast upp. Hver leikmaðurinn á fætur öðrum hefur helst úr lestinni á undanförnum vikum og mánuðum. Aðrir leikmenn tóku við keflinu og gerðu það vel. Hildur Lilja Jónsdóttir var marka- hæst hjá KA/Þór með fimm mörk og þær Unnur Ómarsdóttir og Lydía Gunnþórsdóttir voru með fjögur hvor. Matea Lonac varði 18 skot í marki KA/Þórs, þar af tvö víti. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Evrópukeppni Hildur Lilja Jónsdóttir hjá KA/Þór sækir að marki Gjorche Petrov í fyrsta Evrópuleik liðsins í KA-heimilinu í gærkvöldi. Akureyringar neit- uðu að gefast upp

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.