Morgunblaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Sími 4 80 80 80 25 ára reynsla JEPPABREYTINGAR VERKSTÆÐI VARAHLUTIR SÉRPANTANIR RYÐVÖRN að eru ekki allir mjólkursýrugerlar eins! ÞARMAFLÓRAN ER LYKILLINN AÐ HEILSUNNI PROBI® vörurnar fást í apótekum, heilsuverslunum og stórmörkuðum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrirtækið Grænir skátar verður fyrir miklu tekjutapi ef áform um óbreytt skilagjald fyrir einnota umbúðir drykkjarvara verða að veruleika. Jafnframt skerðir þetta verulega þann fjárhagslega stuðn- ing sem skátahreyfingin á Íslandi nýtur af rekstri Grænna skáta. Grænir skátar safna flöskum og dósum af 140 grenndarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og Suður- landi, reka móttökustöð fyrir End- urvinnsluna og þjónusta hótel, veitingastaði og fleiri fyrirtæki. Umbúðir sem þar falla til eru sótt- ar og flokkaðar gegn því að Græn- ir skátar fái hluta af skilagjaldinu. Verða af 15-20 milljónum Kristinn Ólafsson, framkvæmda- stjóri Grænna skáta, segir að fyrirtækið sé með í vinnu 35 ein- staklinga með skerta starfsgetu í verkefni Vinnumálastofnunar, at- vinnu með stuðningi. „Þetta er of- boðslega gott verkefni þar sem fólk, sem fær ekki vinnu á almenn- um vinnumarkaði vegna fötlunar sinnar, kemur í vinnu og skjól hjá okkur, fær greidd full laun og er þátttakendur á vinnumarkaði,“ segir Kristinn. Alls eru 40 starfsmenn hjá Grænum skátum. Kristinn segir að sú stefna sem boðuð er í laga- frumvarpi, að hækka ekki skila- gjaldið til samræmis við verð- lagsþróun eins og Endurvinnslan hefur lagt til, úr 18 krónum í 20, hafi mikil áhrif á starfsemina. Fyrirtækið verði af 15-20 milljón- um króna á ári. Á sama tíma hækki allur kostnaður við að reka vinnustaðinn og þjónustuna, laun, rekstrarkostnaður bíla og annað. Fleiri reka dósasöfnun af þessu tagi, svo sem Dósasel í Reykja- nesbæ, og félög úti á landi safna einnig umbúðum í fjáröflunar- skyni. Grænir skátar reka jafnframt móttökustöð fyrir Endurvinnsluna þar sem fólk getur komið með dós- ir og fengið skilagjaldið greitt. Kristinn segist sjá að þessar tekjur skipti fjölmarga máli. Til dæmis komi margir í lok mánaðar til að reyna að láta enda ná saman í heimilisrekstrinum. Allur hagnaður af rekstri Grænna skáta fer til eigandans, Bandalags íslenskra skáta, og nýtist þannig til að byggja upp skátastarf í landinu. Segir Krist- inn að hreyfingin hafi orðið fyrir áföllum í kórónuveirufaraldrinum. Svo vel hafi viljað til að flestir Ís- lendingar hafi verið á landinu og mikið af umbúðum því fallið til. Það hafi bjargað fjárhag Banda- lagsins. „Við viljum halda áfram að skila 10-20 milljónum á ári til skáta- starfsins. Til þess að það geti gerst þarf skilagjaldið að fylgja verðlagsþróun. Við höfum trú á að þetta sé skilningsleysi hjá stjórn- völdum og þegar menn átti sig á heildarmyndinni muni viðhorfið breytast. Skilagjald, sem lagt er á umbúðir og neytendur fá síðan endurgreitt þegar þeir skila um- búðunum, er ekki ástæða verð- bólgunnar,“ segir Kristinn. Mikilvægt umhverfismál Hann bætir því við að skila- gjaldið sé mikilvægt umhverfis- mál. Það þurfi að fylgja verð- lagsþróun til þess að hvati til endurvinnslu umbúðanna verði áfram til staðar og Íslendingar verji þá einstöku stöðu sem þeir hafi náð í því efni. Skátar verða af miklum tekjum - Ríkið vill ekki hækka skilagjald á dósum og flöskum en kostnaður við söfnun og flokkun hækkar - Grænir skátar og fleiri reka fjölmenna vinnustaði við flokkun fyrir fólk með skerta starfsgetu Morgunblaðið/Eggert Flokkunarstöð Margir fá vinnu við að flokka dósir og flöskur fyrir Græna skáta. Hér er færibandavinnan á fullu. „Alþýðusamband Íslands er eitt það dýrmætasta sem launafólk á Íslandi á. Að setja það baráttulaust í hend- ur fólks sem lætur eigin valdahags- muni ganga fyrir hagsmunum al- menns félagsfólks væri ámælisvert,“ segir Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar, í yfir- lýsingu þar sem hún boðar framboð til forseta ASÍ á þingi sambandsins sem hefst á mánudag. Ólöf Helga fer ekki fögrum orð- um um núverandi formann Efling- ar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Segir hana ekki lengur styðja við bakið á sér í málaferlum vegna uppsagnar sem hlaðmaður á Reykjavíkurflug- velli, en þar var Ólöf jafnframt trún- aðarmaður. „Nú vill Sólveig Anna, í valda- bandalagi við Ragnar Þór Ingólfs- son og Vilhjálm Birgisson, taka yfir Alþýðusamband Íslands. Í gegnum hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar fórnuðu þau trúverðugleika verka- lýðshreyfingarinnar og félagsfólki fyrir eigin valdahagsmuni.“ Vill verða forseti ASÍ Ólöf Helga Adolfsdóttir - Gagnrýnir Sólveigu Önnu, Ragnar Þór og Vilhjálm harðlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.