Morgunblaðið - 08.10.2022, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
20% afsláttur
af treflum, klútum, húfum,
töskum og hönskum
kjólum og
undirkjólum
Ný sending af
Póstsendum
B E R N H A R Ð
L A X D A L
Skipholti 29b • S: 551 4422
LAXDAL er í leiðinni
Skoðið
netverslun
laxdal.is
NÚLPURNAR
RÁ
LOKSINS
KOMNAR
DÚ
F
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Mér fannst markverðast hvað það
virðist ríkja mikil sátt í Noregi og
Danmörku um málsmeðferð um-
sókna hælisleitenda,“ segir Eyjólfur
Ármannsson, 1. varaformaður alls-
herjar- og menntamálanefndar.
Nefndin fór nýlega til Danmerkur og
Noregs og kynnti sér m.a. málefni
flóttamanna.
Eyjólfur segir að í Danmörku hafi
sáttin verið sérstaklega áberandi á
milli stóru flokkanna, Venstre og
sósíaldemókrata. Þessar nágranna-
þjóðir okkar leggja áherslu á að hver
umsækjandi um alþjóðlega vernd fái
réttláta málsmeðferð.
„Ef umsókn er hafnað þarf við-
komandi að fara úr landi. Ef hann
neitar að fara sjálfviljugur þá þarf að
beita þvingunaraðgerð. Það ríkir sátt
um þessa málsmeðferð og litið á
brottvísanir sem eðlilegan hluta af
henni,“ segir Eyjólfur.
Talsmenn samtakanna NOAS,
sem vinna að því að styrkja réttar-
stöðu flóttafólks í Noregi, sögðu að
svo lengi sem málsmeðferð sé rétt
séu brottvísanir hluti af ferlinu.
Danskur ráðuneytisstarfsmaður
sagði nefndinni að af þeim sem ekki
fá hæli í Danmörku snúi 90% sjálf-
viljug til baka. Eyjólfur segir sama
kerfi vera í Noregi og Danmörku.
Hvað getum við lært af þessu?
„Við þurfum að taka upp svipað
kerfi og er í þessum ríkjum. Það þarf
að nást breið sátt á Alþingi um það
og ég tel að okkur þingmönnum beri
skylda til þess. Noregur og Danmörk
eru í Schengen eins og við og við eig-
um að geta haft sama kerfi og þau.
Afgreiðsla mála þarf líka að vera
hröð á fyrstu stigum,“ segir Eyjólfur.
Hann segir að málaflokkurinn virðist
hafa farið úr böndunum hér. „Við
þurfum að standa við okkar al-
þjóðlegu skuldbindingar, líkt og
þessar þjóðir gera, og tryggja að fólk
sem sækir um vernd fái réttláta
málsmeðferð og uppfylli alþjóðleg
skilyrði til að fá verndina.“
Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur
alþingismanni þótti athyglisvert
hvað norsk sveitarfélög gegna stóru
hlutverki í móttöku flóttafólks með
stuðningi norska ríkisins. Henni
þótti einnig blasa við hvað þessar
þjóðir og sveitarfélög eru mikið
stærri og öflugri en hér á landi.
„Mér finnst að við eigum að taka á
móti flóttamönnum eftir getu, en
það er læknaskortur og það vantar
húsnæði. Ég vil að flóttafólk sem
kemur hingað fái nauðsynlega þjón-
ustu. Það er ekki
hægt að setja
þetta fólk í þær
aðstæður að það
fái ekki þjón-
ustu,“ segir Lilja.
Hún telur að
við ráðum tæp-
lega við að sinna
öllum hælisleit-
endum, eins og
staðan er í dag.
„Við þurfum að
geta tekið á móti flóttamönnum, en
erum að nálgast þolmörkin,“ segir
Lilja. Hún bendir á að ekki hafi
náðst samstaða um að breyta lögum
um útlendingamál.
„Lögin eru ekki í samræmi við
þróunina í samfélaginu. Þess vegna
erum við að vinna með gamalt kerfi
sem er ekki að höndla þetta. Ég tel
að það þurfi að breyta kerfinu,“ seg-
ir Lilja. Þarf að taka upp sama kerfi
og er í Noregi og Danmörku?
„Ég held að við þurfum að laga
kerfið að getu okkar. Hvernig það
verður gert veit ég ekki en ég tel að
það þurfi að gera í samstarfi við alla
sem koma að málaflokknum,“ segir
Lilja. Hún kveðst vilja sjá meira sam-
starf við sveitarfélögin. Um leið verð-
ur að viðurkenna að ekki munu öll
sveitarfélög hafa getu til að annast
móttöku flóttamanna.
Eins telur hún að huga þurfi að
réttindum flóttamannanna og nefnir
að í Danmörku séu farsímar teknir af
hælisleitendum til að afla upplýsinga
úr þeim. „Þau sem tóku símana voru
ekki viss um að þau hefðu lagaheim-
ild til þess. Við fengum ekki svör við
því. Þeim fannst þetta bara sjálfsagt.
Það þarf að vera mjög skýrt hvað má
og hvað má ekki. Ég vil að þeir sem
raunverulega þurfa að fá alþjóðlega
vernd fái hana,“ segir Lilja.
Norska leiðin til fyrirmyndar
Talsvert mikill munur er á því
hvernig Norðmenn og Danir af-
greiða umsóknir um alþjóðlega
vernd, þótt sumt sé líkt, að sögn Sig-
mars Guðmundssonar alþingis-
manns sem tók þátt í ferð allsherjar-
og menntamálanefndar.
„Báðar þjóðirnar leggja áherslu á
að finna með mjög skilvirkum hætti
hvort fólk eigi rétt á efnismeðferð,“
segir Sigmar. Eigi það ekki slíkan
rétt og ekki möguleika á að fá hæli
er því vísað tiltölulega fljótt úr landi.
„Við mættum örugglega skoða eitt
og annað í því.“
Hann telur norsku leiðina vera til
fyrirmyndar og hvernig sveitar-
félögin taka þátt í að aðlaga flótta-
fólkið að norsku samfélagi með til-
styrk ríkisins.
Sigmari finnst kerfið í Danmörku
ganga út á að taka á móti sem fæst-
um. Því er öðruvísi farið í Noregi.
„Mér finnst áherslur dómsmála-
ráðherra vera aðeins meira danskar
en norskar. Við erum svolítið mikið
að reyna að búa til girðingar og að
fækka í hópnum frekar en hitt,“ seg-
ir Sigmar. „Þetta er risavaxinn
vandi sem blasir við heiminum öll-
um. Þótt við og önnur lönd reisum
miklar girðingar þá hverfur þessi
vandi ekki. Við þurfum miklu frekar
að velta því fyrir okkur hvernig við
getum tekið á móti fleirum með skil-
virkari hætti og komið þeim fyrr inn
í samfélagið.“
Sigmar segir að aðstæður fólks
sem fengið hefur vernd í Grikklandi
séu oft slæmar. Það fái ekki fé-
lagsaðstoð, illa vinnu, sé sumt á göt-
unni og komi jafnvel ekki börnum í
skóla. Það vilji fá að lifa eðlilegu lífi
með fjölskyldum sínum.
„Ég er ekki sammála því að við
eigum að senda þetta fólk frá okkur
af því að það er með vernd í Grikk-
landi. Aðstæður fólks í Evrópu geta
líka verið þannig að það eigi rétt á
vernd hér á Íslandi,“ segir Sigmar.
Flóttamannakerfið þarf að laga
- Sátt um málsmeðferð hælisleitenda í Danmörku og Noregi - Umsækjendur um hæli eiga að fá
réttláta málsmeðferð - Sé umsókn hafnað fylgir brottvísun - Leið Norðmanna til fyrirmyndar
AFP/Sakros Mitrolidis
Jasídar á flótta Yfir 150.000 skilríkjalausir flóttamenn hafa verið stöðvaðir í Grikklandi það sem af er þessu ári.
Eyjólfur
Ármannsson
Lilja Rannveig
Sigurgeirsdóttir
Sigmar
Guðmundsson