Morgunblaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022 Faxafeni 14 108 Reykjavík www.z.is byggðinni líður mér vel. Það gleym- ist ekki heldur að Íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands, ég vil þakka fyrir það,“ sagði hinn eistneski Reinis Kampe. Hann mun einnig vera í hlutastarfi hjá Þórshafnarkirkju við æfingar og undirleik hjá kirkjukórnum en organistaleysi hefur í gegnum tíðina staðið kirkjustarfi og kór fyrir þrif- um og bindur nú sóknarnefnd vonir við betri tíð í þeim málum. - - - Sveitarfélagið Langanes- byggð, sem um tíma var nafnlaust, ber nú nafn sitt og merki löglega ásamt samþykktum. Þetta var stað- fest á fundi sveitarstjórnar á fimmtudaginn, sem og ráðning sveit- arstjórans Björns S. Lárussonar. Fundurinn í ágúst, þar sem þessar ákvarðanir voru fyrst teknar, var úr- skurðaður ólögmætur því ekki hafði verið boðað til hans með nægilega löngum fyrirvara. Innviðaráðuneyt- ið leggur að öðru leyti í hendur sveitarfélagsins hvernig leyst verður úr öðrum málum sem samþykkt voru á þessum ólöglega fundi og mun sveitarstjórn leita ráðgjafar Sambands íslenskra sveitarfélaga til að geiða úr þeim málum. - - - Hafnargarðurinn á Þórshöfn skemmdist nokkuð í óveðrinu um daginn og fram undan eru viðgerðir á honum, sem flýtt verður eftir bestu getu en Vegagerðin sér um meirihluta þess kostnaðar. Einnig urðu nokkrar skemmdir á Bakka- vegi og á íþróttamiðstöðinni, það verður og lagfært fyrir veturinn. - - - Mikil óánægja er með þá fyrir- ætlun að leggja skuli niður eina opinbera starfið á Þórshöfn. Það er starf fulltrúa sýslumanns en tillaga er um þá niðurfellingu í fjárlögum. Sveitarstjórn lýsti óánægju sinni með þetta á fundi með þingmönnum og leggur mikla áherslu á að þessu starfi verði haldið hér, því reynslan sýni að full þörf er á því. Íbúar hér þurfa almennt að sækja alls kyns þjónustu um langan veg og illa gert að skerða það litla sem fyrir er. Ákvörðun mun liggja fyrir um áramót með nýjum fjárlögum. Langanesbyggð fær að heita Langanesbyggð Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Kennsla Reinis Kampe frá Eistlandi ásamt tveimur ungum tónlistarnemum. ÚR BÆJARLÍFINU Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Tónlistarkennari hefur verið ráð- inn til Langanesbyggðar en síðustu árin hefur verið stopul tónlistar- kennsla þar sem kennara hefur vantað. Reinis Kampe er frá Eist- landi og er menntaður í klassískum píanóleik en kennir á fleiri hljóðfæri. Hann talar núna ensku við nemend- urna en leggur mikla rækt við að læra íslensku. Reinis er ánægður með nemendur sína, einnig hljóð- færakost og aðstöðu tónlistarskól- ans á Þórshöfn. Hann segir að allir ættu að eiga kost á tónlistariðkun, óháð aldri, því tónlistin göfgi og næri sálina. Hugmyndin um að flytja til Ís- lands varð til vegna tengsla hans við fyrrverandi skólafélaga og samlanda sem búa hér á landi og starfa við tónlist: „Ég hef búið erlendis bæði í borgum og úti á landi en á lands- Landsvirkjun hefur hafið að nýju at- huganir á því hvort mögulegt sé að stækka Þeistareykjavirkjun. Samið hefur verið við Jarðboranir hf. um borun tveggja rannsóknarhola í þeim tilgangi. Borinn Þór verður notaður til verksins og verður hann knúinn með rafmagni frá virkjuninni. Þeistareykjastöð var gangsett á ár- unum 2017-2018 og er uppsett afl hennar 90 megavött. Hefur rekstur hennar gengið afar vel, samkvæmt til- kynningu frá Landsvirkjun. Kolefnis- spor stöðvarinnar er með því lægsta sem þekkist í jarðvarmavirkjunum. Landsvirkjun kannar nú möguleika á að veita koldíoxíði úr borholum á svæðinu aftur ofan í jarðhitageyminn, þaðan sem það á uppruna sinn. Tilgangur væntanlegrar stækkun- ar er að mæta orkuþörf á Norðaust- urlandi en nýlega var Hólasandslína tekin í notkun. Hún tengir þessa virkjun og fleiri við Eyjafjarðarsvæð- ið. Sparar mikið jarðefnaeldsneyti Þór er nýjasti og fullkomnasti bor Jarðborana. Hann kom til landsins fyrir áratug og hefur meðal annars verið notaður í verkefni fyrir HS Orku og Orku náttúrunnar. Verkefnið á Þeistareykjum er það fyrsta sem unnið er með Þór fyrir Landsvirkjun og þar með í fyrsta skipti sem borað er með rafmagni fyrir fyrirtækið. Lagðir hafa verið háspennustrengir um Þeistareykjasvæðið til að auð- velda þá vinnu. Rafmagnsborunin mun spara nokkur hundruð þúsund lítra af jarðefnaeldsneyti. helgi- @mbl.is Athuga stækkun á Þeistareykjum Ljósmynd/Hreinn Hjartarson Þeistareykir Stöðin var tekin í notkun 2017-2018 og hefur reksturinn gengið vel. Byrjað er að huga að stækkun. - Rafmagn frá virkjuninni knýr borinn Vandræðin í leikskólamálum borg- arinnar halda áfram. Núna stendur til að loka leikskólanum Árborg í að minnsta kosti eitt ár vegna raka og endurbóta á leikskólanum, og er búist við að lokað verði í lok þessa mánaðar eða í byrjun nóvember. Í bréfi sem sent var til foreldra síðasta þriðjudag segir að í sumar hafi verkfræðistofan Mannvit verið fengin til að gera úttekt á leikskól- anum og þá hafi komið í ljós raka- skemmdir. Börnunum verður ekki vísað út á gaddinn, því leikskólinn Brákar- borg við Brákarsund 1 mun taka við þeim þennan tíma, segir í bréf- inu. Það verður þó talsvert lengra ferðalag að fara með börnin til og frá skóla, þar sem leikskólinn Ár- borg er í Árbæjarhverfi en Brák- arborg niðri við Sund. Leikskólastjóri Árborgar, Sig- ríður Valdimarsdóttir, biður for- eldra um að reyna að sýna þessu skilning og standa saman í bréfinu sem hún sendi í vikunni. Brákar- borg er nýr skóli sem komst ný- verið í fréttir eftir að borgin verð- launaði bygginguna og hönnun hennar, áður en húsnæðið var tilbúið til notkunar. Árborg Leikskólanum í Árbæ verður lokað vegna raka sem kom upp. Árborg verður lok- að í ár vegna raka - Úttekt leiddi í ljós miklar skemmdir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.