Morgunblaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 47
DÆGRADVÖL 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022 „KLUKKAN ER ÞRJÚ UM NÓTT!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að vera mikilvægasta manneskjan í lífi hans. JÆJA, HÉR HÖFUM VIÐ GASELLUKÁSSU… VILLISVÍNA- SULTU… OG FLÓÐHESTA- STÖPPU! MATSEÐILL LJÓNANNA ÉG FÓR Í DÝRAATHVARFIÐ OG ÁKVAÐ AÐ BJARGA ÞESSUM HUNDI FRÁ HRÆÐILEGUMÖRLÖGUM! HVAÐ ÁTTI AÐ GERA VIÐ HANN – LÁTA HANN LÍTA Í SPEGIL? EINSOG ÞÚ SÉRT EINHVER DRAUMAPRINS? „ÞÚ GENGUR MEÐ GRÍNISTA.“ HVER, ÉG? stjórn Fellahrepps 2002-2004. „Áhugamál mitt síðustu tvö árin er gamla ættaróðalið mitt, Helga- fell. Ég er að endurbyggja gömul hús og endurrækta jörðina, þar fæ ég aðalhreyfinguna. Ég sit núna inni í fjósi þar sem ég var kúasmali og það er búið að endurgera það sem íbúð. Gólfið er parketlagt með ís- lensku rauðgreni, í loftinu er ís- lenskur asparpanell og í gluggakist- unni er íslenskt sitkagreni. Það eru svona skemmtilegir hlutir sem ég er að gaufa við í frístundunum.“ Fjölskylda Sambýliskona Helga er Urður Gunnarsdóttir, f. 10.5. 1967, verk- efnastjóri Austurbrúar. Þau eru bú- sett í Brekkubæ í Fljótsdal. For- eldrar Urðar voru hjónin Gunnar Höskuldsson, f. 16.10. 1929, d. 28.6. 1972, starfsmaður Orkustofnunar, og Margrét Jónsdóttir, f. 30.5. 1927, d. 24.11. 1988, matreiðslukennari og bankaritari. Þau voru búsett í Reykjavík. Helgi var kvæntur Írisi Másdóttur, f. 12.9. 1964, en þau skildu. Dætur Helga eru 1) Tinna Björk Helgadóttir, f. 9.11. 1987, stjórn- sýslufræðingur og forstöðumaður á frístundaheimili, búsett á Selfossi. Móðir hennar er Anna Guðríður Gunnarsdóttir, f. 8.12. 1962. Sam- býlismaður Tinnu Bjarkar er Jón Páll Hilmarsson, f. 22.3. 1987. Dóttir þeirra er Anna Viktoría, f. 30.11. 2016; 2) Sylvía Helgadóttir, f. 13.8. 1991, verkefnastjóri á Austurbrú, búsett á Helgafelli í Fellum. Móðir hennar var María Bára Hilmars- dóttir, f. 17.9. 1965, d. 15.9. 2008. Albróðir Helga er Rafn Óttarr Gíslason, f. 1.4. 1967, búsettur í Fell- um. Systir Helga samfeðra er Dagný Berglind Gísladóttir, f. 27.1. 1985, framkvæmdastjóri Reykjavík Ritual, búsett í Reykjavík. Foreldrar Helga voru Gísli Helgason, f. 2.4. 1940, d. 14.1. 2004, bóndi og hreppstjóri á Helgafelli í Fellum, síðast búsettur þar, og El- ísa Kristbjörg Rafnsdóttir, f. 17.8. 1944, d. 27.3. 2006, húsmóðir á Helgafelli og símavörður í Reykja- vík og á Egilsstöðum, síðast búsett í Reykjavík. Helgi Gíslason Sigurbjörg Þorvarðardóttir húsfreyja í Neskaupstað Kristinn Ívarsson útvegsbóndi í Neskaupstað Anna Margrét Kristinsdóttir klæðskeri í Neskaupstað Rafn Júlíus Guðberg Einarsson skipstjóri í Neskaupstað Elísa Kristbjörg Rafnsdóttir húsmóðir á Helgafelli, síðar símavörður í Reykjavík og á Egilsstöðum Þórstína Elísa Þorsteinsdóttir húsfreyja í Neskaupstað Einar Brynjólfsson útvegsbóndi í Neskaupstað Hólmfríður Eiríksdóttir húsfreyja á Rangá Björn Hallsson bóndi, hreppstjóri og alþingismaður á Rangá í Hróarstungu, N-Múl. Gróa Björnsdóttir húsfreyja á Helgafelli Helgi Gíslason bóndi, verkstjóri og oddviti á Helgafelli í Fellum Dagný Pálsdóttir húsfreyja í Skógargerði Gísli Helgason bóndi og hreppstjóri í Skógargerði í Fellum Ætt Helga Gíslasonar Gísli Helgason bóndi og hreppstjóri á Helgafelli í Fellum, N-Múl. Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Greitt þau fara götum á. Grasbálkur er þili hjá. Það á mörgu mitti sá. Megum líka á skipi sjá. Guðrún B. leysir gátuna þannig: Dekkin geysast götur um. Grasbálkur við þil er dekk. Dekk við mitti svekkir sum. Á sjó á dekki kaffið drekk. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Dekk á götum geysast hjá. Grasbálk dekk svo kalla má. Dekk á maga minn ég fékk. Mun svo vera á skipi dekk. Þá er limra: Tvo þrasgjarna kokka ég þekki og þeir voru uppı́ á dekki, en duttu á kaf í dimmblátt haf, þegar kastaðist með þeim í kekki. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Daginn líður óðum á, ekki lengur drolla má, gátu hef ég saman sett, sem er venju fremur létt: Fénu á gaddinn gefið er. Gjarnan spyrnt er kolli frá. Er á landi blettur ber. Beran má á ýmsum sjá. Stakan „BELTI“ fylgdi lausn Guðrúnar B.: Öryggisbelti í akstri fín. Aflangt grasbelti við þil. Belti í skápnum skína mín. Af skipi rafabeltið vil. Fyrir kom að bændur yrðu hey- lausir og hordauðinn kom í kjölfar- ið. Um það orti Sveinn frá Elivog- um: Ef að hagabeitin bregst bænda þyngjast sporin. Alltaf sagan endurtekst: Einhvern stingur horinn. Sveinn orti þessa vísu um þann, sem drepur fénað sinn úr hor: Hann er sauði svo með fer að sultarnauð þá hrekur, happasnauðum háðung ber; hann er dauðasekur. Séra Brynjólfur Halldórsson í Kirkjubæ orti: Allir gjalda eigum toll, öllum búin sjá má föll, allir forðist illra soll, öllum reynist lukkan höll. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Dekkin eru margs konar Góð heyrn glæðir samskipti Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Pantaðu tíma í HEYRNAR GREININGU Nánari upplýsingar í síma 534 9600 eða á heyrn.is Allar helstu rekstrarvörur og aukahlutir fyrir heyrnartæki fást í vefverslun heyrn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.