Morgunblaðið - 08.10.2022, Síða 47
DÆGRADVÖL 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022
„KLUKKAN ER ÞRJÚ UM NÓTT!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að vera mikilvægasta
manneskjan í lífi hans.
JÆJA, HÉR HÖFUM
VIÐ GASELLUKÁSSU…
VILLISVÍNA-
SULTU…
OG
FLÓÐHESTA-
STÖPPU!
MATSEÐILL
LJÓNANNA
ÉG FÓR Í DÝRAATHVARFIÐ OG ÁKVAÐ AÐ BJARGA
ÞESSUM HUNDI FRÁ HRÆÐILEGUMÖRLÖGUM!
HVAÐ ÁTTI AÐ GERA VIÐ HANN – LÁTA
HANN LÍTA Í SPEGIL?
EINSOG ÞÚ SÉRT
EINHVER DRAUMAPRINS?
„ÞÚ GENGUR MEÐ GRÍNISTA.“
HVER, ÉG?
stjórn Fellahrepps 2002-2004.
„Áhugamál mitt síðustu tvö árin
er gamla ættaróðalið mitt, Helga-
fell. Ég er að endurbyggja gömul
hús og endurrækta jörðina, þar fæ
ég aðalhreyfinguna. Ég sit núna inni
í fjósi þar sem ég var kúasmali og
það er búið að endurgera það sem
íbúð. Gólfið er parketlagt með ís-
lensku rauðgreni, í loftinu er ís-
lenskur asparpanell og í gluggakist-
unni er íslenskt sitkagreni. Það eru
svona skemmtilegir hlutir sem ég er
að gaufa við í frístundunum.“
Fjölskylda
Sambýliskona Helga er Urður
Gunnarsdóttir, f. 10.5. 1967, verk-
efnastjóri Austurbrúar. Þau eru bú-
sett í Brekkubæ í Fljótsdal. For-
eldrar Urðar voru hjónin Gunnar
Höskuldsson, f. 16.10. 1929, d. 28.6.
1972, starfsmaður Orkustofnunar,
og Margrét Jónsdóttir, f. 30.5. 1927,
d. 24.11. 1988, matreiðslukennari og
bankaritari. Þau voru búsett í
Reykjavík. Helgi var kvæntur Írisi
Másdóttur, f. 12.9. 1964, en þau
skildu.
Dætur Helga eru 1) Tinna Björk
Helgadóttir, f. 9.11. 1987, stjórn-
sýslufræðingur og forstöðumaður á
frístundaheimili, búsett á Selfossi.
Móðir hennar er Anna Guðríður
Gunnarsdóttir, f. 8.12. 1962. Sam-
býlismaður Tinnu Bjarkar er Jón
Páll Hilmarsson, f. 22.3. 1987. Dóttir
þeirra er Anna Viktoría, f. 30.11.
2016; 2) Sylvía Helgadóttir, f. 13.8.
1991, verkefnastjóri á Austurbrú,
búsett á Helgafelli í Fellum. Móðir
hennar var María Bára Hilmars-
dóttir, f. 17.9. 1965, d. 15.9. 2008.
Albróðir Helga er Rafn Óttarr
Gíslason, f. 1.4. 1967, búsettur í Fell-
um. Systir Helga samfeðra er
Dagný Berglind Gísladóttir, f. 27.1.
1985, framkvæmdastjóri Reykjavík
Ritual, búsett í Reykjavík.
Foreldrar Helga voru Gísli
Helgason, f. 2.4. 1940, d. 14.1. 2004,
bóndi og hreppstjóri á Helgafelli í
Fellum, síðast búsettur þar, og El-
ísa Kristbjörg Rafnsdóttir, f. 17.8.
1944, d. 27.3. 2006, húsmóðir á
Helgafelli og símavörður í Reykja-
vík og á Egilsstöðum, síðast búsett í
Reykjavík.
Helgi
Gíslason
Sigurbjörg Þorvarðardóttir
húsfreyja í Neskaupstað
Kristinn Ívarsson
útvegsbóndi í Neskaupstað
Anna Margrét Kristinsdóttir
klæðskeri í Neskaupstað
Rafn Júlíus Guðberg Einarsson
skipstjóri í Neskaupstað
Elísa Kristbjörg Rafnsdóttir
húsmóðir á Helgafelli,
síðar símavörður
í Reykjavík og á Egilsstöðum
Þórstína Elísa Þorsteinsdóttir
húsfreyja í Neskaupstað
Einar Brynjólfsson
útvegsbóndi í Neskaupstað
Hólmfríður Eiríksdóttir
húsfreyja á Rangá
Björn Hallsson
bóndi, hreppstjóri og alþingismaður
á Rangá í Hróarstungu, N-Múl.
Gróa Björnsdóttir
húsfreyja á Helgafelli
Helgi Gíslason
bóndi, verkstjóri og oddviti á Helgafelli í Fellum
Dagný Pálsdóttir
húsfreyja í Skógargerði
Gísli Helgason
bóndi og hreppstjóri í Skógargerði í Fellum
Ætt Helga Gíslasonar
Gísli Helgason
bóndi og hreppstjóri á
Helgafelli í Fellum, N-Múl.
Gátan er sem endranær eftir
Guðmund Arnfinnsson:
Greitt þau fara götum á.
Grasbálkur er þili hjá.
Það á mörgu mitti sá.
Megum líka á skipi sjá.
Guðrún B. leysir gátuna þannig:
Dekkin geysast götur um.
Grasbálkur við þil er dekk.
Dekk við mitti svekkir sum.
Á sjó á dekki kaffið drekk.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Dekk á götum geysast hjá.
Grasbálk dekk svo kalla má.
Dekk á maga minn ég fékk.
Mun svo vera á skipi dekk.
Þá er limra:
Tvo þrasgjarna kokka ég þekki
og þeir voru uppı́ á dekki,
en duttu á kaf
í dimmblátt haf,
þegar kastaðist með þeim í kekki.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Daginn líður óðum á,
ekki lengur drolla má,
gátu hef ég saman sett,
sem er venju fremur létt:
Fénu á gaddinn gefið er.
Gjarnan spyrnt er kolli frá.
Er á landi blettur ber.
Beran má á ýmsum sjá.
Stakan „BELTI“ fylgdi lausn
Guðrúnar B.:
Öryggisbelti í akstri fín.
Aflangt grasbelti við þil.
Belti í skápnum skína mín.
Af skipi rafabeltið vil.
Fyrir kom að bændur yrðu hey-
lausir og hordauðinn kom í kjölfar-
ið. Um það orti Sveinn frá Elivog-
um:
Ef að hagabeitin bregst
bænda þyngjast sporin.
Alltaf sagan endurtekst:
Einhvern stingur horinn.
Sveinn orti þessa vísu um þann,
sem drepur fénað sinn úr hor:
Hann er sauði svo með fer
að sultarnauð þá hrekur,
happasnauðum háðung ber;
hann er dauðasekur.
Séra Brynjólfur Halldórsson í
Kirkjubæ orti:
Allir gjalda eigum toll,
öllum búin sjá má föll,
allir forðist illra soll,
öllum reynist lukkan höll.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Dekkin eru margs konar
Góð heyrn glæðir samskipti
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Pantaðu tíma í
HEYRNAR
GREININGU
Nánari upplýsingar í síma 534 9600 eða á heyrn.is
Allar helstu rekstrarvörur og
aukahlutir fyrir heyrnartæki
fást í vefverslun heyrn.is