Morgunblaðið - 08.10.2022, Síða 10

Morgunblaðið - 08.10.2022, Síða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Sími 4 80 80 80 25 ára reynsla JEPPABREYTINGAR VERKSTÆÐI VARAHLUTIR SÉRPANTANIR RYÐVÖRN að eru ekki allir mjólkursýrugerlar eins! ÞARMAFLÓRAN ER LYKILLINN AÐ HEILSUNNI PROBI® vörurnar fást í apótekum, heilsuverslunum og stórmörkuðum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrirtækið Grænir skátar verður fyrir miklu tekjutapi ef áform um óbreytt skilagjald fyrir einnota umbúðir drykkjarvara verða að veruleika. Jafnframt skerðir þetta verulega þann fjárhagslega stuðn- ing sem skátahreyfingin á Íslandi nýtur af rekstri Grænna skáta. Grænir skátar safna flöskum og dósum af 140 grenndarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og Suður- landi, reka móttökustöð fyrir End- urvinnsluna og þjónusta hótel, veitingastaði og fleiri fyrirtæki. Umbúðir sem þar falla til eru sótt- ar og flokkaðar gegn því að Græn- ir skátar fái hluta af skilagjaldinu. Verða af 15-20 milljónum Kristinn Ólafsson, framkvæmda- stjóri Grænna skáta, segir að fyrirtækið sé með í vinnu 35 ein- staklinga með skerta starfsgetu í verkefni Vinnumálastofnunar, at- vinnu með stuðningi. „Þetta er of- boðslega gott verkefni þar sem fólk, sem fær ekki vinnu á almenn- um vinnumarkaði vegna fötlunar sinnar, kemur í vinnu og skjól hjá okkur, fær greidd full laun og er þátttakendur á vinnumarkaði,“ segir Kristinn. Alls eru 40 starfsmenn hjá Grænum skátum. Kristinn segir að sú stefna sem boðuð er í laga- frumvarpi, að hækka ekki skila- gjaldið til samræmis við verð- lagsþróun eins og Endurvinnslan hefur lagt til, úr 18 krónum í 20, hafi mikil áhrif á starfsemina. Fyrirtækið verði af 15-20 milljón- um króna á ári. Á sama tíma hækki allur kostnaður við að reka vinnustaðinn og þjónustuna, laun, rekstrarkostnaður bíla og annað. Fleiri reka dósasöfnun af þessu tagi, svo sem Dósasel í Reykja- nesbæ, og félög úti á landi safna einnig umbúðum í fjáröflunar- skyni. Grænir skátar reka jafnframt móttökustöð fyrir Endurvinnsluna þar sem fólk getur komið með dós- ir og fengið skilagjaldið greitt. Kristinn segist sjá að þessar tekjur skipti fjölmarga máli. Til dæmis komi margir í lok mánaðar til að reyna að láta enda ná saman í heimilisrekstrinum. Allur hagnaður af rekstri Grænna skáta fer til eigandans, Bandalags íslenskra skáta, og nýtist þannig til að byggja upp skátastarf í landinu. Segir Krist- inn að hreyfingin hafi orðið fyrir áföllum í kórónuveirufaraldrinum. Svo vel hafi viljað til að flestir Ís- lendingar hafi verið á landinu og mikið af umbúðum því fallið til. Það hafi bjargað fjárhag Banda- lagsins. „Við viljum halda áfram að skila 10-20 milljónum á ári til skáta- starfsins. Til þess að það geti gerst þarf skilagjaldið að fylgja verðlagsþróun. Við höfum trú á að þetta sé skilningsleysi hjá stjórn- völdum og þegar menn átti sig á heildarmyndinni muni viðhorfið breytast. Skilagjald, sem lagt er á umbúðir og neytendur fá síðan endurgreitt þegar þeir skila um- búðunum, er ekki ástæða verð- bólgunnar,“ segir Kristinn. Mikilvægt umhverfismál Hann bætir því við að skila- gjaldið sé mikilvægt umhverfis- mál. Það þurfi að fylgja verð- lagsþróun til þess að hvati til endurvinnslu umbúðanna verði áfram til staðar og Íslendingar verji þá einstöku stöðu sem þeir hafi náð í því efni. Skátar verða af miklum tekjum - Ríkið vill ekki hækka skilagjald á dósum og flöskum en kostnaður við söfnun og flokkun hækkar - Grænir skátar og fleiri reka fjölmenna vinnustaði við flokkun fyrir fólk með skerta starfsgetu Morgunblaðið/Eggert Flokkunarstöð Margir fá vinnu við að flokka dósir og flöskur fyrir Græna skáta. Hér er færibandavinnan á fullu. „Alþýðusamband Íslands er eitt það dýrmætasta sem launafólk á Íslandi á. Að setja það baráttulaust í hend- ur fólks sem lætur eigin valdahags- muni ganga fyrir hagsmunum al- menns félagsfólks væri ámælisvert,“ segir Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar, í yfir- lýsingu þar sem hún boðar framboð til forseta ASÍ á þingi sambandsins sem hefst á mánudag. Ólöf Helga fer ekki fögrum orð- um um núverandi formann Efling- ar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Segir hana ekki lengur styðja við bakið á sér í málaferlum vegna uppsagnar sem hlaðmaður á Reykjavíkurflug- velli, en þar var Ólöf jafnframt trún- aðarmaður. „Nú vill Sólveig Anna, í valda- bandalagi við Ragnar Þór Ingólfs- son og Vilhjálm Birgisson, taka yfir Alþýðusamband Íslands. Í gegnum hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar fórnuðu þau trúverðugleika verka- lýðshreyfingarinnar og félagsfólki fyrir eigin valdahagsmuni.“ Vill verða forseti ASÍ Ólöf Helga Adolfsdóttir - Gagnrýnir Sólveigu Önnu, Ragnar Þór og Vilhjálm harðlega

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.