Morgunblaðið - 13.10.2022, Síða 56

Morgunblaðið - 13.10.2022, Síða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022 AF BÓKMENNTUM Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Barna- og unglingabókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs verða afhent í 10. sinn þriðjudaginn 1. nóvember í Helsinki í tengslum við 74. þing Norðurlandaráðs. Við sama tækifæri verða einnig veitt verðlaun fyrir bók- menntir, tónlist, kvikmyndir og umhverfismál. Allir verðlaunahafar fá verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar kr. sem sam- svara um 5,6 milljónum ísl. kr. Alls eru þrettan bækur á átta nor- rænum tungumálum tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs í ár. Dóm- nefndir stóru málsvæðanna fimm (Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar) mega hver um sig tilnefna tvö verk sem komið hafa út á síðustu tveimur árum. Dóm- nefndir minni málsvæðanna (Álands- eyja, Færeyja, Grænlands og sam- íska málsvæðisins) mega tilnefna eitt verk hver sem út hafa komið á sein- ustu fjórum árum. Bækurnar geta því mest orðið 14 talsins, en eru aðeins 13 í ár þar sem Álendingar til- nefna enga bók. Að þessu sinni komu allar tilnefndu bækurnar út árið 2021 nema sú sem er frá samíska mál- svæðinu, hún kom út 2019. Myndabækur eru áberandi í ár eða samtals átta, en auk þess eru til- nefndar þrjár skáldsögur, ein ljóða- bók og ein hreinræktuð teikni- myndabók þótt nokkrar mynda- bókanna nýti sér þætti úr teikni- myndaforminu til miðlunar. Í blaðinu á laugardag verður fjallað um framlag Dana, Íslendinga, Sama og Svía en í dag er sjónum beint að framlagi Finna, Færeyinga, Græn- lendinga og Norðmanna. Rýnir las bækurnar á frummálinu nema annað sé tekið fram. Hvernig skal bregðast við? Að vanda tilnefna Finnar eina bók sem skrifuð er á sænsku og aðra á finnsku, en í ár eru báðar bækurnar myndabækur. Þetta eru Om du möter en björn (Ef þú mætir birni) eftir Malin Kivelä og Martin Glaz Serup sem Linda Bondestam mynd- lýsir og Oravien sota (Íkornastríðið) eftir Riinu Katajavuori sem Martin Baltscheit myndlýsir og rýnir las í sænskri þýðingu Janinu Orlov. Om du möter en björn hefst með því að skátabarn leggur leið sína inn í skóg til að dvelja þar yfir nótt í úti- legu. Fljótlega fer barnið að velta fyrir sér hvað gera skuli ef það mæti birni. Bent er á að til lítils sé að flýja því birnir séu sneggri að hlaupa, synda og klifra en manneskjur. Barnið hafi hins vegar yfirhöndina þegar komi að því að teikna, syngja, segja brand- ara eða tyggja tyggjó. Niðurstaða höfunda er að birnir vilji helst lifa í friði og sátt við manneskjur, en séu eðli málsins samkvæmt minna hræddir við manninn en hann við dýrið. Myndir Bondestam, sem ein- kennast af heitum náttúrulitum, endurspegla þann fína húmor sem í textanum leynist. Við fáum að sjá margvíslegar útgáfum af birninum, sem er allt frá því að vera krúttlegur yfir í að virðast hættulegur þegar hann bókstaflega leggur undir sig heilu opnurnar. Bondestam var til- nefnd til sömu verðlauna í fyrra fyrir Mitt bottenliv – av en emsal axolotl og myndlýsti bókina Djur som ingen sett utom vi, sem vann 2017. Metnaðarfullt verk um stríð Myndabókin Oravien sota fjallar um tvo íkornabræður sem búa hlið við hlið. Tré eldri bróðurins, Valtt- eris, gefur af sér mun fleiri köngla en tré yngri bróðurins, Pekka. Þegar vetur sverfur að svelta Pekka og vin- ir hans, sem klæðast rauðu, meðan Valtteri og vinir hans, sem klæðast hvítu, lifa í vellystingum. Það leiðir til stríðsátaka milli þessara tveggja hópa sem endist í 109 daga eða þar til Valtteri sigrar. En þótt stríðinu sé lokið eru öll dýrin í skóginum í sárum og grær ekki um heilt fyrr en Valtteri og Pekka sættast með sam- komulagi um að deila framvegis gæðum skógarins jafnar. Myndirnar kallast í fagurfræði og litavali, þar sem rauður, hvítur, brúnn og svartur eru mest áberandi, sterklega á við áróðursplaköt Sovét- ríkjanna á fyrri hluta síðustu aldar sem aftur kallast á við frelsisbaráttu Finna um svipað leyti. Hér er á ferð- inni metn- aðarfull og vel útfærð bók sem lesa má á nokkrum plönum. Sjá má bókina sem einfalt ævintýri um átök og sátt, auðvelt er að spegla samfélagið í skóginum við heiminn þar sem gæðunum er mjög misskipt og loks má lesa bókina sem frásögn um borgarastríðið í Finnlandi 1918 þar sem hvítliðar borgarastéttar- innar og rauðliðasveitir verkamanna tókust harkalega á. Falleg bók um elliglöp Framlag Færeyinga er mynda- bókin Abbi og eg og abbi (Afi og ég og afi) eftir Dánial Hoydal sem Ann- ika Øyrabø myndlýsir, en rýnir las bókina í danskri þýðingu Øyrabø. Hér er á ferðinni falleg og hjartnæm saga þar sem sjónum er beint að elli- glöpum. Sagan hverfist um afa og barnabarn sem njóta þess að verja tíma saman t.d. til að gefa öndum brauð. Afinn er flinkur að segja ævintýri og bullsögur auk þess sem hann leikur sér iðulega með tungu- málið í skemmtilegu rími. En smám saman fer barnið að veita því eftir- tekt að afinn er farinn að rugla meira en áður, skilur fjarstýringuna eftir í ísskápnum og gefur afabarn- inu lauk í stað eplis. Í samtali við móður sína verður barninu ljóst að um elliglöp sé að ræða og fær aðstoð til að takast á við sorgina sem í því felst. Samtímis tekur barnið á sig nýtt hlutverk því nú er það barnið sem hjálpar afanum, en ekki öfugt, að finna sykur út á hafragrautinn í stað þess að nota óvart salt. Titill bókarinnar endurspeglar þá breytingu sem á afanum verður, enda er hann ekki sami maður í upp- hafi og lok bókar þótt væntum- þykjan sé ávallt sú sama. Mynd- lýsingar Anniku Øyrabø saman- standa af ein- staklega fallegum pappírsklippi- myndum sem eru uppfullar af skemmtilegum smá- atriðum og spegla oft hver aðra með áhrifaríkum hætti til að fanga um- skiptin sem verða. Innlit í spennandi kviksjá Framlag Grænlendinga er myndabókin Lilyp silarsuaa (Heim- ur Lily) eftir Sørine Steenholdt sem Ivínguak’ Stork Høegh myndlýsir og rýnir las í danskri þýðingu Juaaka Lyberth. Um er að ræða umfangs- mestu tilnefndu myndabók ársins, því hún er um 230 blaðsíður í stóru broti. Steenholdt var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs 2016 fyrir smásagnasafnið Zombiet nunaat (Zombíland) þar sem hún beindi sjónum að erfiðum uppvexti margra grænlenskra barna sem markaður er af vanrækslu for- eldra og misnotkun áfengis. Í Lilyp silarsuaa fjallar Steen- holdt um dóttur sína, Lily, frá því hún er þriggja ára þar til hún verður níu ára. Hún hefur safnað saman ýmsum vangaveltum og spurningum dótturinnar sem hún sjálf setur í samhengi við atburði líðandi stund- ar. Sem dæmi hefur Lily orð á því þegar hreindýraveiðar standa sem hæst á Grænlandi að sér finnist skrýtið að jóla- sveinninn borði ekki hreindýra- kjöt. Á öðrum stað spyr Lily hvort þær mæðg- ur séu skyldar konungsfjöl- skyldunni og verður fyrir mikl- um vonbrigðum þegar því að svarað neitandi. Textinn birtist á opnu þar sem sjá má ljósmynd af Lily í fínum bleikum kjól með plastkórónu á höfðinu, en í bakgrunni er málverk af Margréti II. Danadrottningu. Þetta er gott dæmi um skemmtilega og áhrifaríka sjónræna útfærslu Storks Høegh sem í myndlýsing- unum blandar ljósmyndum af Lily saman við eldri ljósmyndir, teikn- ingar og pappírsklippimyndir svo úr verður sjónræn veisla. Notkun ljós- mynda og klippitæknin kallast á við bækur Bolöttu Silis-Høegh sem til- nefndar voru til sömu verðlauna 2016 og 2021, en útfærsla Storks Høegh er meira marglaga. Þótt Lilyp silarsuaa sé oft á tíðum afar fyndin vílar Steenholdt ekki fyrir sér að fjalla líka um erfið mál- efni eins og þegar barnsfaðir hennar liggur milli heims og helju eftir árás og þær mæðgur fljúga til Danmerk- ur og dvelja þar í fjóra mánuði til að vera nálægt honum. Steenholdt reynir heldur aldrei að fela það hversu krefjandi og flókin mæðgna- sambönd geta verið. Fyrir vikið fá lesendur innsýn í spennandi, sára en um leið fallega kviksjá. Fórnarkostnaður þess að elska Norðmenn tilnefna myndabókina Georg er borte (Georg er týndur) eftir Ragnar Aalbu og teiknimynda- bókina Ubesvart anrop (Ósvarað kall) eftir Noru Dåsnes. Báðar bæk- ur eiga það sameiginlegt að fjalla um ótta við missi. Söguhetjan í Georg er borte finn- ur ekki köttinn sinn sem barnið hef- ur átt frá unga aldri. Í félagi við föð- ur sinn fer barnið út að leita katt- arins, en dökkur blettur á nálæg- um vegi sem gæti líkst blóði fær föðurinn til að ræða möguleik- ann á því að Georg sé dáinn og komi aldrei heim. Þetta kveikir vangaveltur um sorgina sem við upplifum þegar við missum einhvern sem við elskum, því í vissum skilningi er sorgin fórn- arkostnaður þess að elska. Sjónrænt kallast Georg er borte sterklega á við hina fallegu og míní- malísku Krokodille i treet (Krókódíll í trénu) sem Aalbu var tilnefndur fyrir til sömu verðlauna 2016. Að þessu sinni eru blái og brúni liturinn ríkjandi á hvítum myndfletinum. Myndirnar virka kornóttar og minna þannig um margt á gamlar ljós- myndir, sem aftur kallast sterklega á við forgengileikann. Tjáningar- ríkur myndheimurinn auðveldar les- endum að finna til með persónum og ekki spillir fyrir að Georg snýr heim í lok bókar. Georg er borte er sann- kölluð perla sem nær að sameina hversdagsleikann og flóknar tilvistarlegar spurningar með heillandi fagurfræði. Lifa þarf fyrir daginn í dag Í teiknimyndabókinni Ubesvart anrop beinir Nora Dåsnes sjónum að áhrifum hryðjuverkanna í Osló og á Útey 22. júlí 2011 á unglingsstúlk- una Rebekku sem líkt og fleiri heyr- ir sprengingarnar í Osló án þess sjálf að vera í beinni hættu. Óttinn vill hins vegar ekki sleppa af henni tökum og sem viðbragð við því fer hún á fullt í það að reyna að skilja hvað ofbeldis- manninum gekk til. Mögulega vegna þess að hún hefur áhyggjur af því að Joakim, stóri bróðir hennar, sé að sogast inn í netheima, en hann tekur reglulega skapofsaköst í sam- skiptum við móður þeirra, sem starf- ar sem lögregluþjónn. Á sama tíma er Rebekka að byrja í menntaskóla og taka sín fyrstu skref í samskipt- um við hitt kynið með tilheyrandi tilfinningaflækjum. Ubesvart anrop er trúverðug og sterk frásögn sem beinir sjónum að áfalli í nýlegri norskri sögu. Dåsnes flakkar milli ólíkra tíma þar sem blái liturinn einkennir líðandi stundu, rauði liturinn ræður ríkjum í minn- ingunum frá 22. júlí og svarti litur- inn yfirtekur allt í martröðum Rebekku. Undir lok bókar sættir Rebekka sig við að óttinn sé kominn til að vera og að hryðjuverkin hafi svipt hana, líkt og aðra í samfélag- inu, ákveðnu sakleysi. Eina svarið við því sé að lifa fyrir daginn í dag og vera til staðar fyrir aðra þar sem enginn viti hvað morgundagurinn beri í skauti sér. Þessi sátt er tjáð með skýrum hætti þegar blái og rauði liturinn sameinast loks fallega á síðustu opnum bókarinnar. Fyrri kynningin á tilnefndum bókum til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022 Ólíkar leiðir til að takast á við óttann Stríð Oravien sota má lesa sem sögu um borgarastríðið í Finnlandi 1918. Hræðsla Nora Dåsnes skoðar í teiknimyndabókinni Ubesvart anrop hvaða áhrif hryðjuverkin í Osló og Útey 2011 hafa á unglingsstúlkuna Rebekku. Myndabók Stork Høegh notar klippitæknina í Lilyp silarsuaa. Georg Kettinum Georg er fagnað innilega í bókarlok. Kímni Myndir Bondestam endurspegla þann fína húmor sem í texta Om du möter en björn leynist. Töfrar Klippimyndir Øyrabø njóta sín í Abbi og eg og abbi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.