Morgunblaðið - 13.10.2022, Side 31

Morgunblaðið - 13.10.2022, Side 31
31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022 Húsnæðismál voru meginefni síðasta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur. Fyrir fundinum lá tillaga Sjálfstæðisflokksins um að hafist verði handa við skipulagn- ingu framtíðar- íbúðasvæðis í Geld- inganesi með hliðsjón af skipulagsvinnu Sundabrautar. En undirbúningur Sundabrautar er vonandi loks hafinn af alvöru eftir langvarandi töf vinstri flokkanna í borgarstjórn. Þótt ekki verði byggt á Geld- inganesi á allra næstu árum er æskilegt að skipulag íbúðabyggðar þar verði unnið samhliða vinnu við skipulag og hönnun Sundabrautar, sem mun setja mikinn svip á nesið. Geldinganes hentar vel til íbúa- byggðar og Sundabraut getur fallið vel að henni. Forsenda þess er þó sú að byggðin og brautin séu skipu- lögð samhliða en ekki með bútasaumi. Áður en tillagan um framtíðarbyggð á Geldinganesi var flutt á fundinum, lýsti Dag- ur B. Eggertsson borgarstjóri yfir því að hún yrði felld af fulltrúum meirihluta Samfylkingar, Fram- sóknar, Pírata og Við- reisnar. Hefur það ekki gerst áður að meirihluti borgar- stjórnar gefi út slíka yfirlýsingu um lýðræðislega tillögu áður en tekist hefur að kynna hana og ræða í borgarstjórn eins og lög gera ráð fyrir. Slík málsmeðferð er nýmæli og væntanlega hluti af yfir- lýstri stefnu nýs meirihluta að efla lýðræðisleg vinnubrögð í borgar- stjórn. Keldnaland fái ekki samkeppni Alexandra Briem, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipu- lagsráðs, gerði grein fyrir stefnu nýs meirihluta í skipulagsmálum á fundinum. Útskýrði hún þétting- arstefnu meirihlutans og sagði að verið væri að undirbúa Keldnaland sem næsta stóra uppbygging- arsvæði enda væri það í samræmi við svokallaðan samgöngusáttmála. Að bæta við Geldinganesi, sem væri stórt svæði og mikið til ósnortið, væru mistök á næstu árum og jafn- vel áratugum. Síðan sagði hún orð- rétt samkvæmt vandaðri umfjöllun Kjarnans um málið: „Við viljum ekki vera að byggja upp Geldinganes á til dæmis sama tíma og Keldnalandið, þá í beinni samkeppni við Keldnalandið, enda er það eitt af markmiðum sam- göngusáttmálans að reyna að fá gott verð fyrir það Keldnaland, enda er því ætlað að fjármagna stóran hluta samgöngusáttmálans af hálfu ríkisins. Því væri það í raun til höfuðs því verkefni að setja í gang annað nýtt stórt úthverfi sam- tímis. Ég held að það væru mistök,“ sagði Alexandra. Lóðaskortur hækkar húsnæðisverð Stefna nýs meirihluta í skipulags- málum verður varla orðuð skýrar. Lóðaskorti skal m.ö.o. viðhaldið í borginni til að sem best verð fáist fyrir byggingarlóðir í Keldnalandi, sem ætlað er að fjármagna stóran hluta svonefnds samgöngusáttmála. Halda þarf lóðaverði uppi til að tryggja að afrakstur hins opinbera verði sem mestur við skipulagningu Keldnalandsins og sölu lóða úr því til almennings. Gott framboð lóða á hagstæðu verði í öðrum hverfum myndi auðvitað lækka lóðaverð og þannig trufla áðurnefndar fyrirætl- anir. Þessi stefna vinstri meirihlutans í Reykjavík gengur auðvitað í ber- högg við hagsmuni tugþúsunda Reykvíkinga, ekki síst ungs fólks, sem hefur lítið á milli handanna en þráir ekkert heitar en að komast í eigið húsnæði. Lóðaskortur stuðlar að háu lóðaverði sem hefur aftur á móti hátt húsnæðisverð í för með sér. Á meðan húsnæðismál í Reykjavík eru föst í þessum víta- hring vinstri flokkanna, verður hús- næðisvandinn ekki leystur. Keldnahverfi verði fallegt og mannvænlegt Keldnaland er fallegt svæði og þar er því gott tækifæri til að hanna fallegt og eftirsóknarvert íbúða- hverfi. Æskilegt er að það verði skipulagt með svipuðum hætti og gert var með góðum árangri í næsta nágrenni, þ.e. Foldahverfi og Húsa- hverfi. Áðurnefnd yfirlýsing for- manns skipulagsráðs vekur hins vegar ugg um að við skipulag Keldnahverfis verði meiri áhersla lögð á mikla uppbyggingu og há- marksafrakstur af lóðasölu en að skapa þar fallegt og mannvænlegt hverfi. Kjartan Magnússon »Húsnæðisvandinn í Reykjavík verður ekki leystur á meðan borgarstjórn viðheldur vítahring lóðaskorts og hás íbúðaverðs. Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi og situr í umhverfis- og skipulagsráði. Lóðaskortur er leiðarljós vinstri meirihlutans í húsnæðismálum Rekstur innviðafyr- irtækja er samofinn starfsemi sveitar- félaga. Í Reykjavík eru nokkur slík sem flestir þekkja og eru í daglegu tali kölluð B- hlutafyrirtæki. Þetta eru t.d. Orkuveitan ásamt dótturfélögum, Félagsbústaðir og Faxaflóahafnir. Mikil- vægt er að í rekstri þessara fyrirtækja látum við góða stjórnarhætti leiða okkur áfram. Góðir stjórnarhættir Almenn eigandastefna borgar- innar var samþykkt síðastliðið vor og unnin í þverpólitískri sátt. Henni er gert að tryggja gagn- sæja, faglega og skilvirka stjórnun B-hlutafyrirtækja borgarinnar þannig að það ríki almennt traust á stjórn og starfsemi. Þá er sér- staklega fjallað um upplýsingagjöf milli eiganda og fyrirtækis um rekstur og stefnumörkun ásamt ábyrgðarskilum milli eiganda, stjórnar og stjórnenda. Eig- andastefnan er ekki úr lausu lofti gripin heldur tekur hún mið af leiðbeiningum OECD um stjórn- arhætti fyrirtækja í opinberri eigu ásamt leiðbeiningum viðskipta- ráðs. Hlutverk, umboð og upplýsingaskylda Almenn eigandastefna borgar- innar rammar inn með skýrum hætti markmið eiganda. Þar eru nokkrir þættir sérstaklega dregnir fram, s.s. að Reykjavíkurborg er formlega skilgreind sem virkur eigandi og hlutverk, umboð og ábyrgð eiganda er skilgreint og afmarkað gagnvart borgarráði og borgarstjórn, þar á meðal vald- heimildir og mörk þeirra og upp- lýsingagjöf. Tekið er á forsendum fyrir eignarhaldi Reykjavíkur- borgar í fyrirtækjum sem eru sér- staklega skilgreindar og háðar mati af hálfu eiganda. Annað sem tekið er á er að tryggður er skýrleiki á umboði stjórna fyrirtækjanna og að meg- instefnumörkun þeirra sé háð samþykki eigenda. Þá eru einnig skýrar kröfur gerðar til skipulags og stjórnarhátta, sem tryggir gegnsæi og áreiðanleika, ásamt fagmennsku og skil- virkni í störfum stjórna og stjórn- enda, s.s. afmörkun á hlutverki, umboði, ábyrgð og stjórn- arháttum. Hver ákveður hvað Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir ritar grein í Morg- unblaðið 10. október þar sem hún spyr: „Hver ákvað þetta?“ Spurn- ingin er góð og svarið er einfalt. Það er ekki búið að ákveða neitt. Ragnhildur rekur í sinni grein yfirferð Innherjans á fréttum frá Orkuveitunni þar sem farið er yfir áform Carbfix um hlutafjáraukn- ingu ásamt áformum Ljósleiðarans um hlutafjáraukningu vegna frek- ari fjárfestingar til að leggja svo- kallaðan Landshring. Ragnhildur Alda spyr hvort það sé ekki póli- tísk ákvörðun að eitt af dóttur- félögum Orkuveitunnar fari í hlutafjáraukningu þar sem fag- fjárfestum er boðið upp í dans við að leggja ljósleiðara um allt land og svarið við þeirri spurningu er: svo sannarlega er það pólitísk ákvörðun að taka slíka stefnumót- andi ákvörðun eins og rakið er hér að ofan í tengslum við eiganda- stefnu borgarinnar. Það er alveg ljóst að fyrirtæki í 100% opinberri eigu fara ekki í einkavæðingar- ferðalag án aðkomu og umræðu eiganda. Það er því heilmikil póli- tísk umræða fram undan í borg- arráði og borgarstjórn þar sem við öll í borgarstjórn ákveðum þetta saman. Við ákveðum þetta saman Þórdís Lóa Þórhallsdóttir » Það er alveg ljóst að fyrirtæki í 100% opinberri eigu fara ekki í einkavæðingarferðalag án aðkomu og umræðu eigenda. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og forseti borgar- stjórnar. Undanfarin ár hefur Skotlandi vaxið sjálfs- traust í hlutverki sínu sem nyrsta þjóð heims sem ekki er á norð- urslóðum. Hjaltlands- eyjaklasinn okkar er eins langt norður og Juneau í Alaska. Reyndar er Hjaltland nær heimskauts- baugnum en London. En vaxandi samstarf okkar við norðurskautssvæðið snýst ekki bara um landfræðilega nálægð. Skotlandi tilheyra yfir 90 byggð- ar eyjar og 98% flatarmáls flokkast sem dreifbýli þrátt fyrir að þar búi 17% íbúanna. Því deilir landið mörgum áskorunum með norður- skautssvæðinu. Má þar nefna vel- ferð í dreifbýli, tengingar og af- hendingu hágæðaþjónustu í strjálbýlum svæðum. Skotland hefur þróað leiðandi sérfræðiþekkingu á þessum sviðum og við viljum nýta hana til að efla samstarf á norðurslóðum. Á sama tíma leitum við til samstarfsaðila okkar á norðurslóðum að nýjum tækifærum og hugmyndum. Skotland er stolt af víðsýni í nálgun sinni. Með því að deila þekkingu með öðrum getum við stuðlað að velmegun og sjálfbærni, bæði innanlands og utan. Að þessu leyti er Skotland líkt Íslandi. Ríkisstjórnir okkar vinna saman á ýmsum sviðum, svo sem kolefnisminnkun í samfélögum okk- ar, stuðla að velferðarhagkerfi og móta stefnu fyrir ungt fólk. Í síðasta mánuði fylgdi Skotland fordæmi Íslands og varð annað landið til að skrifa undir sáttmála Sameinuðu þjóðanna um kolefnis- lausa raforku (24/7 Carbon Free Energy Compact) sem stuðlar að umskiptum yfir í fullkomlega kol- efnalausa raforku. Þing Hringborðs norðurslóða, sem ég ávarpaði í vikunni, hefur gegnt lykilhlutverki í að dýpka tengsl okkar við norðurskautslönd. Lykilatriði í vaxandi sambandi okkar hefur verið birting ramma- áætlunar um heimskautstengsl – Arctic Connections Policy Frame- work. Hún er leiðarvísir að sam- starfi um málefni sem varða bæði Skotland og norðurslóðir. Árangur okkar – og viljinn sem Skotland sýnir til aukins sam- starfs við aðila á norð- urslóðum – er ef til vill hvað skýrastur á sviði æðri menntunar. Fræðileg þátttaka og samstarf hefur blómstrað síðan 2016 þegar tveir skoskir há- skólar voru aðilar að samvinnuneti norð- urslóðaháskóla, UArctic. Nú eru þeir níu. Þeir eru fleiri en í Svíþjóð og næstflestir allra landa norð- urskautssvæðisins á eftir Kína. Annað afrek var stofnun sjóðs um norðurslóðatengsl á síðasta ári. Sá sjóður hefur styrkt yfir 20 verk- efni, og gert skoskum samtökum kleift að vinna með aðilum á norðurslóðum, á ýmsum sviðum, með sameiginlega hagsmuni. Verkefni með íslenskum sam- starfsaðilum ná yfir fjölbreytt svið svo sem réttlát umskipti frá olíu og gasi til skiptinemasamstarfs milli safna til að kenna ungu fólki á landsbyggðinni starfsfærni. Sjóð- urinn gefur fólki tækifæri til að sinna hugmyndum sem það annars gæti ekki gert. Á þinginu í þessari viku mun ég hleypa af stokkunum nýrri sjálfs- vígsforvarnaáætlun skosku ríkis- stjórnarinnar á alþjóðavettvangi. Geðheilbrigðismál eru sameiginlegt áhyggjuefni Skotlands og norður- skautslanda, sérstaklega í dreifbýli og eftir Covid-19-heimsfaraldurinn. Nálgun Skotlands í sjálfsvígs- forvörnum hefur hlotið hrós frá Al- þjóðaheilbrigðisstofnuninni og er eitt dæmi um það framlag sem við getum lagt af mörkum til að þróa sameiginlegar lausnir á sameigin- legum áskorunum. Loftslagsbreytingar og náttúru- missir eru mesta ógn sem steðjar að jörðinni okkar og aukinn hraði bráðnunar á norðurslóðum minnir okkur á það á dramatískan hátt. Skotland var eitt af fyrstu lönd- um heims til að lýsa yfir „neyðar- ástandi í loftslagsmálum“. Við er- um stolt af þeim aðgerðum sem við höfum gripið til hingað til og erum komin yfir hálfa leið í núllið. Við höfum dregið úr kolefnisnotkun hraðar en nokkur önnur G20-þjóð. En það þarf að gera enn meira. Skotland er þekkt sem braut- ryðjandi endurnýjanlegrar orku og er heimili margra „heimsins fyrstu“ orkunýsköpunarverkefna. Nýlega bættist 25GW ScotWind-aflands- vindaáætlunin við og undirstrikar gríðarlega möguleika okkar. Svo merkilegt sem það er eiga Skotar, sem eru innan við 2% íbúa Evrópu, um 25% af vind- og sjávar- fallaauðlindum álfunnar á hafi úti. Við stefnum að því að verða leið- andi miðstöð fyrir vetnisfram- leiðslu í heiminum og kanna mögu- leika á samtengingu Norður-Evrópu fyrir vetnisútflutn- ing. Orkukreppan er ekki afsökun til að hægja á sér. Við viljum halda áfram að vinna með vinum okkar og nágrönnum – þar á meðal Íslandi – svo við getum tekist á við áskorun loftslagsbreytinga saman. Þetta eru erfiðir tímar, þar sem óviðunandi innrás Rússa í Úkraínu skapar landfræðilega og pólitíska spennu sem gæti borist út á norðurslóðir. Skotland er fyllilega meðvitað um landfræðilegt hlutverk sitt á Norður-Atlantshafi og er tilbúið að leggja sitt af mörkum til stöðug- leika svæðisins í sjálfu sér. En nú- verandi kreppa undirstrikar einnig mikilvægi þeirra tengsla milli fólks sem við höfum fjárfest í, og munum halda áfram að fjárfesta í, með þátttöku okkar á norðurslóðum. Við vitum að alþjóðlegar áskor- anir krefjast alþjóðlegra lausna og skuldbinding okkar til að vinna með norðurskautssvæðinu er skýr. Ég er þess fullviss að við munum halda áfram að byggja á þessum tengslum og sigla í gegnum áskor- anirnar saman. Samstarf Skota á norðurslóðum Angus Robertson » Við vitum að alþjóð- legar áskoranir krefjast alþjóðlegra lausna og skuldbinding okkar til að vinna með norðurskautssvæðinu er skýr. Angus Robertsson Höfundur er utanríkisráðherra Skotlands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.